Morgunblaðið - 20.01.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.01.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2018 Sumir telja að gluggaumslögin séubest afgreidd með því að opna þau ekki. Þannig megi forðast óþæg- indin af því að vita hversu mikið mað- ur skuldar umfram það sem maður getur greitt.    Svo eru það þeirsem taka þann kost í kulda að pissa í skóinn sinn og eru sælir og glaðir í yln- um um hríð.    Þá eru það strútarnir, sem sagðireru stinga höfðinu í sandinn þegar hættu ber að höndum. Þetta er áhugaverð aðferð eins og hinar fyrr- nefndu, en strútarnir vita að vísu að hún virkar ekki og hún er þess vegna ekki notuð nema í dæmisögum.    Loks er það aðferðin sem meiri-hlutinn í Reykjavík notar til að takast á við skort á þjónustu og óánægju borgarbúa.    Sú aðferð er frumleg og felst í þvíað kaupa ekki og kynna sér því ekki þjónustukönnun sem gerð er í sveitarfélögum landsins og þau geta notað til að bera sig saman við önnur sveitarfélög og fá upplýsingar um eigin þjónustu.    Þetta er auðvitað ein leið til að tak-ast á við skort á þjónustu, en að vísu ekki líkleg til árangurs.    Og þegar það lekur út að þjónustu-könnunin sýni að þjónusta við íbúa og ánægja íbúa sé minnst í Reykjavík þá fara óneitanlega að vakna grunsemdir um að þar sé skýr- ingin komin á því að meirihlutinn vill ekki kynna sér niðurstöðurnar eða sýna borgarbúum þær.    Getur verið að svo sé? Dagur B. Eggertsson Nokkrar aðferðir sem ekki duga STAKSTEINAR Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Í leigusamningi um Mathöll á Hlemmi er ákveðið svæði innan mat- hallarinnar sérstaklega tekið frá til þess að Strætó geti komið upp upp- lýsingaskjám og jafnvel miða- sjálfsölum. Strætó er byrjaður að hanna lausnir fyrir upplýsingaskjái í rýmið og munu þeir verða settir upp á næstunni. Þetta kemur fram í umsögn skrif- stofu eigna og atvinnuþróunar hjá borginni varðandi tillögu borg- arráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aukna þjónustu við stræt- isvagnafarþega á Hlemmi. Í tillög- unni lögðu þeir til að sala farmiða yrði tekin upp að nýju á Hlemmi, e.t.v. með sjálfsala. Jafnframt var lagt til að leiðakerfisupplýsingar yrðu bættar, t.d. með því að setja leiðakort upp á áberandi stað og koma fyrir skjá þar sem hægt er að fylgjast með ferðum vagna á raun- tíma. Loks var óskað eftir því að klukka yrði sett upp á áberandi stað á Hlemmi. Fram kemur í umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að farþegar Strætó geti keypt miða í verslun 10/ 11 sem er í um það bil fjörutíu metra fjarlægð frá miðrými Hlemms. „Umbylting hefur orðið í tækni- lausnum Strætó. Þannig voru ein- ungis 10% ferða árið 2017 greidd með staðgreiðslu en 27% með raf- rænni greiðslu. Strætó er þó ávallt með augun opin fyrir nýjum tækni- lausnum og hafa miðasjálfsalar verið til skoðunar,“ segir í umsögninni. Klukkan sett upp á ný Varðandi klukku segir að lengi hafi lítill turn með klukku verið á Hlemmtorgi. Í sumar séu fyrirhug- aðar framkvæmdir við Hlemmtorg og þá er gert ráð fyrir að klukkan verði sett upp aftur. Í lok árs 2017 bauð Reykjavík- urborg þremur arkitektastofum, Landslagi, DLD land design og Mandaworks frá Svíþjóð að leggja fram hugmyndir að nýju skipulagi á Hlemmtorgi. Hugmyndaleitinni er ætlað að leiða til deiliskipulags og nýs heildarútlits svæðisins. Gert er ráð fyrir að niðurstöður liggi fyrir í mars 2018. Morgunblaðið/Eggert Hlemmur Mathöll var opnuð í ágúst í fyrra og hefur notið mikilla vinsælda. Upplýsingaskjáir settir upp á Hlemmi  Árið 2017 voru einungis 10% fargjalda strætisvagna staðgreidd Páskadraumur íDubrovnik sp ör eh f. Vor 2 Austurlenskur blær, hefðir, minjar og náttúrufegurð hrífa okkur í glæsilegri ferð til Dubrovnik og Opatija í Króatíu við Adríahafið. Við siglum yfir til sögufrægu borgarinnar Split, komum við í Mostar í Bosníu Hersegóvínu, sjáum gömlu brúnna Stari Most og heimsækjum Svartfjallaland. 31. mars - 12. apríl Fararstjóri: Þóra Björk Valsteinsdóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 248.400 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Veður víða um heim 19.1., kl. 18.00 Reykjavík -6 skýjað Bolungarvík 0 snjókoma Akureyri -2 snjókoma Nuuk -8 léttskýjað Þórshöfn -3 léttskýjað Ósló -2 skýjað Kaupmannahöfn 0 þoka Stokkhólmur -2 heiðskírt Helsinki -4 skýjað Lúxemborg 2 léttskýjað Brussel 4 léttskýjað Dublin 3 léttskýjað Glasgow 2 slydduél London 5 skúrir París 6 léttskýjað Amsterdam 4 léttskýjað Hamborg 1 rigning Berlín 3 skýjað Vín 2 léttskýjað Moskva -9 skýjað Algarve 17 heiðskírt Madríd 15 heiðskírt Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 14 léttskýjað Róm 11 súld Aþena 11 léttskýjað Winnipeg 3 skýjað Montreal -3 snjókoma New York 0 heiðskírt Chicago 0 heiðskírt Orlando 11 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 20. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:43 16:36 ÍSAFJÖRÐUR 11:11 16:18 SIGLUFJÖRÐUR 10:55 15:59 DJÚPIVOGUR 10:18 15:59 Með úrskurði héraðsdóms Reykja- víkur uppkveðnum 10. janúar 2018 var eignarhaldsfélagið 17. júní tekið til gjaldþrotaskipta. Samkvæmt tilkynningu í Lögbirt- ingablaðinu er heimilisfang félagsins Hraunbær 62. Félagið, sem skartar svona þjóðlegu nafni, var stofnað í september 2012. Samkvæmt tilkynningunni var til- gangur félagsins rekstur bars, veit- ingasala, svo og kaup, sala og rekst- ur fasteigna og lausafjár, ásamt lánastarfsemi tengdri rekstrinum, og annar skyldur rekstur. Á heimasíðu Ríkisskattstjóra er einnig tilkynning um gjaldþrotið. Þar kemur fram að 17. júní ehf. hafi verið skráð í atvinnugreinaflokkinn „krár, kaffihús og dansstaðir o.þ.h.“. Kröfum í búið skal skila til skipta- stjóra sem er Guðjón Ármann Jóns- son hrl. Skiptafundur verður haldinn miðvikudaginn 11. apríl 2018. Héraðsdómur úrskurð- ar 17. júní gjaldþrota
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.