Morgunblaðið - 20.01.2018, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 20.01.2018, Blaðsíða 60
LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 20. DAGUR ÁRSINS 2018 Í LAUSASÖLU 1.050 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Jón og Hildur Vala selja Hagamelinn 2. Bara leiðindaveður í kortunum 3. Aldrei aftur Allen 4. Trúi ekki að neinn langi að rífa …  Víóluleikarinn Ásdís Valdimars- dóttir og hollenski píanóleikarinn Marcel Worms flytja verk fyrir víólu og píanó eftir tónskáldin Mieczyslaw Weinberg, Felix Mendelssohn, Dmitri Shostakovich og Dick Kattenburg á fyrstu Tíbrár-tónleikum ársins í Saln- um í Kópavogi í dag kl. 16. Víóla og píanó í Tíbrá  Tónlistarhóp- urinn Camer- arctica heldur tónleika undir merkjum Kamm- ermúsíkklúbbsins á morgun í Norðurljósasal Hörpu kl. 17. Á efnisskránni eru þrjú sjaldheyrð verk: kvartett fyrir klarínettu og strengjatríó eftir Krzysztof Penderecki, strengjakvar- tett nr. 2 eftir Arnold Schönberg og Capriccio fyrir strengjakvartett eftir Felix Mendelssohn. Flytja þrjú sjaldheyrð verk í Norðurljósum  Í Galleríi Harbinger, Freyjugötu 1 í Reykjavík, verður í dag kl. 18 opnuð sýningin Góðan dag og nótt og er hún hluti af sýningaröðinni 2 become 1 en á hverri sýningu raðarinnar eru tveir listamenn fengnir til að vinna saman sem einn. Listamennirnir að þessu snni eru Baldvin Einarsson og Val- gerður Sigurðar- dóttir sem eru bæði förunautar í listinni og lífinu og „koddahjalið veitir innsýn í hug- arheima sem öðr- um eru luktir“, eins og það er orðað í tilkynningu. Tvö verða eitt FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt, 2-11 m/s. Bjartviðri á Suður- og Suðvesturlandi. Létt- ir til eystra, en snjókoma eða él fyrir norðan, einkum við ströndina. Frost 0 til 10 stig. Á sunnudag Austanátt, víða 10-18 m/s síðdegis en 20-25 syðst. Skýjað á landinu og snjókoma suðaustantil. Frost 1-10 stig, en hiti um frostmark syðra. Á mánudag Norð- austan 8-15 og él, en þurrt syðra og vestra. Frost yfirleitt 0-5 stig. Á þriðjudag Norðan- átt og snjókoma eða él nyrðra og eystra, en þurrt og bjart á Suður- og Suðvesturlandi. Grindvíkingar rótburstuðu nágranna sína í Keflavík, 85:60, í 14. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í Mustad-höllinni í gærkvöld. Grindvík- ingar tóku heldur betur stórt skref í átt að úrslitakeppninni með frábærri frammistöðu. Höttur er enn án sigurs eftir tap fyrir Val, 102:94, í jöfnum leik á Hlíðarenda þar sem Höttur var yfir seint í leiknum. »2-3 Keflavík skoraði aðeins 60 stig í Grindavík „Ég verð í hóp en ég get náttúrlega ekki neitt. Maður þarf alveg mánuð í það. Þetta er bara redding nú þegar ein er ólétt, að fá aðra beint úr barneignar- leyfinu,“ segir handknatt- leikskonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sem snýr aftur á völlinn í dag, tveim- ur mánuðum eftir að hafa átt sitt annað barn, og er komin aftur til Vals. »4 Verð í hóp en get náttúrlega ekkert „Ég kann rosalega vel við mig hjá Barcelona. Allar aðstæður eru full- komnar. Segja má að jólafríið hafi komið aðeins of snemma því ég var akkúrat búinn að koma mér fyrir þeg- ar ég flaug í burtu,“ segir Aron Pálm- arsson, landsliðsmaður í handknatt- leik, í samtali við Morgunblaðið þar sem rætt er við hann um lífið í Barcelona en Ar- on samdi seint á síðasta ári við Barcelona. »1 Aðstæður eru full- komnar hjá Barcelona Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Rétt eins og München í Þýskalandi er Ísland víða þekkt fyrir þrjú B – Björk, Bláa lónið og Bæjarins beztu pylsur. Í tæplega mánuð fyrir jól fengu gestir á jólamarkaðnum í Strassborg í Frakklandi tækifæri til þess að fá sér Bæjarins beztu pylsur með öllu og segir Guðrún Krist- mundsdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldufyrirtækisins, sem komst alfarið í eigu Jóns Sveinssonar, afa hennar, 1937, að landkynningin hafi heppnast sérlega vel og því geti ver- ið að framhald verði á í þessa veru. Pylsustaðurinn Bæjarins beztu pylsur við Tryggvagötu er einn vin- sælasti ef ekki vinsælasti veitinga- staður landsins og eitt helsta kenni- leiti Reykjavíkur. Þar má gjarnan sjá viðskiptavini standa í löngum röðum til að fá sér eina með öllu. Eða fleiri. Guðrún þurfti því ekki að hugsa sig lengi um þegar boð kom um að vera með á nýliðnum jóla- markaði í Strassborg, en þar voru ís- lensk fyrirtæki heiðursgestir, þar á meðal Lýsi, Reykjavík Distillery og Handprjónasambandið, auk þess sem íslensku jólasveinarnir voru á vappi. Skemmtilegur aðfangadagur „Þetta var óvenjulegt tækifæri en skemmtilegt og sérstaklega var gaman að standa vaktina á aðfanga- dag,“ segir Guðrún. „Vissulega var þetta fyrst og fremst landkynning, en um leið kynning á vörunum okkar og íslensku pylsurnar hafa sérstöðu vegna þess að þær eru búnar til úr lambakjöti. Mikil pylsumenning er í Strassborg og það kom okkur á óvart hvað pylsunum okkar var vel tekið, en flestir báðu um eina með öllu. Sumir fengu sér allt að fimm pylsur á aðfangadag.“ Guðrún segir að þau hafi oft lent í því í Strassborg að afgreiða fólk sem hafði kynnst Bæjarins beztu á Ís- landi. „Fólk kom sérstaklega til okk- ar vegna þess að það hafði keypt pylsur hjá okkur á Íslandi. Það vissi að hverju það gekk.“ Jón Sveinsson, afi Guðrúnar, féll ungur frá og þá tóku Guðrún, amma hennar, og faðir við keflinu. Sjálf hefur hún verið við stjórnina í um 30 ár og Baldur Ingi Halldórsson, son- ur hennar, er óðum að taka við rekstrinum. Fyrirtækið er með út- sölustaði á fimm stöðum í Reykjavík og Kópavogi og er auk þess með handvagna sem eru notaðir við sér- stök tækifæri. Einn slíkur var með í för í Strassborg. Guðrún segir að margt hafi breyst á átta áratugum. „Pylsurnar eru allt öðruvísi núna en þær voru fyrir 80 árum; brauð og sósur voru ekki á boðstólum í byrjun og gæðin hafa aukist jafnt og þétt.“ Þótt vel hafi tekist til í Strassborg segir Guðrún að þrátt fyrir að pylsur flokkist undir unna vöru sé erfitt að fara í útflutning á landbúnaðar- vörum, fyrst og fremst vegna kostn- aðar. „Við erum því í ákveðnum átt- hagafjötrum en erum opin fyrir öllu og höfum augun opin.“ Ein með öllu í Strassborg  Bæjarins beztu pylsur í hópi heiðursgesta Bæjarins beztu í Strassborg Guðrún Kristmundsdóttir naut þess að afgreiða viðskiptavini í Frakklandi. Biðröð Baldur Ingi Halldórsson við afgreiðslu á markaðnum í Strassborg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.