Morgunblaðið - 20.01.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.01.2018, Blaðsíða 16
Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkun- armáli Glitnis héldu áfram í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Ingi Rafnar Júlíusson, fyrrverandi forstöðumað- ur verðbréfamiðlunar Glitnis, sagði í vitnisburði sínum að hann hefði verið með allar sínar eignir undir í hluta- bréfum bankans, „sem mér fannst vera mjög góð ráðstöfun á þessum tíma, enda hafði ég trú á því sem var að gerast í þessu fyrirtæki“. Hann er einn fjórtán starfsmanna Glitnis sem fengu lán frá bankanum í maí árið 2008 til kaupa á hlutabréfum í bank- anum sjálfum. Ingi sagðist ekki muna nákvæmlega hvernig þau við- skipti komu til, en grunar að hann hafi fyrst heyrt af þeim í gegnum sinn næsta yfirmann, Jóhannes Baldursson, sem er ákærður í mál- inu. Alls voru 6,77 milljarðar kr. lán- aðir til 14 einkahlutafélaga í eigu starfsmanna Glitnis 15. og 16. maí 2008 og fyrir þessi útlán er Lárus Welding, þá forstjóri Glitnis, ákærð- ur í tveimur liðum, fyrir markaðs- misnotkun og umboðssvik. Ingi sagði dóminum að starfsmenn bank- ans á þessum tíma hefðu haft mikla trú á bankanum og hefðu „suðað“ um að fá að kaupa hlutabréf í honum. Á þessum tíma hefði verið „kúltúr“ fyr- ir því innan íslenskra fjármálastofn- ana að starfsmenn ættu eignarhluti og gætu notið þess persónulega ef það gengi vel. Hann telur að bankinn hafi boðið starfsmönnum að kaupa hlutabréf til þess að festa þá í sessi á erfiðum tímum og tengjast fyrirtæk- inu sterkari böndum. Bjarni Ár- mannsson, sem var bankastjóri Glitnis fram til ársins 2007, bar einn- ig vitni og sagðist aldrei almennilega hafa skilið þá umræðu að Glitnir hefði ekki verið með formlega við- skiptavakt á viðskiptum með eigin hlutabréf. „Ég hef alltaf litið á það þannig að bankinn hafi verið með viðskiptavakt á eigin hlutum,“ sagði Bjarni, sem í aprílmánuði 2007 sendi FME bréf þess efnis að Glitnir væri með virka viðskiptavakt með sínum eigin hlutabréfum. Magnúsi mátti vera ljóst að hann yrði ekki ákærður Grímur Grímsson, yfirlögreglu- þjónn hjá lögreglunni á höfuðborg- arsvæðinu, var meðal vitna. Athygli var vakin á því að Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi yfirmaður deildar eigin viðskipta hjá Glitni, var ekki ákærður í markaðsmisnotkun- armáli bankans, en þrír starfsmenn eigin viðskipta eru ákærðir í málinu og var Grímur spurður út í samskipti lögreglu við Magnús Pálma af verj- anda Jóhannesar Baldurssonar, Reimari Péturssyni. Grímur greindi frá því að Magnúsi hefði mátt vera ljóst er hann gaf framburð sinn að hann yrði ekki ákærður í þessu máli, frekar en í Stím-málinu. Legið hefði fyrir að ef hann myndi breyta fram- burði sínum í Stím-málinu á þá vegu sem hann hafði lýst sig viljugan að gera á fundum með lögreglu, yrði fallið frá saksókn á hendur honum. Hins vegar kom fram í svörum Gríms við spurningum Björns Þor- valdssonar saksóknara að ekki hefði sérstaklega verið samið við Magnús Pálma um fráfall sakargifta í þessu máli. Spurði Björn Grím einnig að því hvort framburður Magnúsar Pálma við rannsóknina hefði mögu- lega litast af því að hann hefði talið svo vera. Þá greip Arngrímur Ísberg dómsformaður inn í og sagði við Björn saksóknara að hann gæti nú ekki beðið Grím sem vitni um að leggja mat á það hvort framburður Magnúsar væri litaður af því á ein- hvern hátt. Reimar Pétursson, verjandi Jó- hannesar, spurði Grím út í misbresti sem virðast hafa orðið á eyðingu upptakna af símtölum á milli hans og skjólstæðings síns. Grímur viður- kenndi að þeim hefði verið eytt of seint, en ákvæði laga segir til um að þeim skuli eytt jafnóðum. Reimar fullyrti að símtöl á milli sín og Jóhannesar hefðu verið hlust- uð. „Ég veit ekki til þess að það hafi verið hlustað á símtöl á milli verj- enda og sakborninga. Þau eru tekin upp, en ég hygg að þau hafi ekki ver- ið hlustuð,“ sagði Grímur við því. Vitnaleiðslur í málinu halda áfram á mánudaginn. Höfðu mikla trú á Glitni  Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis  Starfs- menn Glitnis töldu hlutabréf í bankanum góða ráðstöfun Morgunblaðið/Hari Glitnir Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2018 Ármúla 17, 108 Reykjavík, sími 552 8636, mbr.is Allt fyrir raftækni Hljómtæki Cambridge Audio Air 100 - Bluetooth hátalari Verð 59.900 kr. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég fagna þessari umræðu sem loksins er farin af stað. Fólk gerir sér grein fyrir því að hreina loftið og hreina vatnið er ekki sjálfgefið. Staðan er ekki eins góð og við kannski héldum. Við berum mikla ábyrgð,“ segir Sabine Leskopf, for- maður heilbrigðisnefndar Reykja- víkur. Á síðasta fundi heilbrigðisnefndar létu fulltrúar Samfylkingar, Bjartr- ar framtíðar og Vinstri grænna bóka ítrekun fyrri ábendingar um að lög- festa bæri heimildir fyrir heil- brigðisnefndir sveitarfélaga til að grípa til tímabundinna ráðstafana þegar líklegt sé að ástand loftgæða fari yfir heilsuverndarmörk eða sé heilsuspillandi. „Þetta getur til dæmis falið í sér að banna umferð stórra vörubíla eða bíla á nagladekkjum á ákveðnum dögum þegar nauðsyn er talin á,“ segir Sabine. Í téðri bókun segir jafnframt að auka þurfi heimildir og auðvelda boðleiðir til að fyrirskipa hreinsun gatna og rykbindingu. Þá er líka mælst til þess að tak- marka frekar notkun flugelda sem innihalda mikið magn af þung- málmum og veita heimild til að tak- marka almennt notkun á flugeldum þegar aðstæður benda til þess að heilsufarsleg hætta geti skapast af þeim. „Farið verði í átak um að tak- marka neikvæð áhrif flugelda á loft- gæði innan marka borgarinnar, á nærliggjandi svæði eins og vatns- verndarsvæði og sjó, slysahættu sem og velferð dýra. Heilbrigðis- nefnd leggur mikla áherslu á að Heilbrigðiseftirlitið í Reykjavík fái fjárveitingu fyrir búnaði til að vakta fína svifrykið PM2,5 sem er hvað hættulegast heilsu,“ segir í bók- uninni. „Þetta ástand um áramótin var al- veg fyrirsjáanlegt. Við vissum að veðuraðstæður yrðu með þessum hætti. Þegar vindáttin er óhagstæð þá bönnum við brennur en það er ekki einu sinni hefð fyrir því að ráð- leggja fólk að sprengja minna. Þó var alveg bókað að mengun færi yfir heilsuverndarmörk,“ segir Sabine. Vilja geta tak- markað umferð  Heilbrigðisnefnd vill rýmri heimildir Morgunblaðið/Hari Mengun Flugeldasprengingar orsökuðu mengun í Reykjavík á gamlárs- kvöld. Heilbrigðisnefnd vill takmarka neikvæð áhrif þeirra á loftgæði. Það ræðst 3. mars hvaða lag fer fyrir hönd Íslands í Eurovision-söng- keppnina þegar úrslitakvöld Söngvakeppni 2018 verður haldið í Laugardalshöll að viðstaddri er- lendri Eurovision-stjörnu. Rúmlega 200 lög bárust í Söngva- keppnina 2018 og hefur dómnefnd valið 12 lög sem keppa til úrslita. Lögin 12 eru flutt bæði á íslensku og ensku á songvakeppni.is. Lögin hafa líka verið gefin út á spotify.com, tonlist.is og youtube. Flytjendur laganna í ár verða: Ar- on Hannes, Áttan, Sonja Valdín og Egill Ploder, Ari Ólafsson, Fókus- hópurinn, Dagur Sigurðarson, Stef- anía Svavars, Agnes Marinósdóttir og Regína Lilja Magnúsdóttir, Þór- unn Antonía, Guðmundur Þórarins- son, Þórir Geir Guðmundsson og Gyða Margrét Kristjánsdóttir, Tóm- as Helgi Wehmeier og Sólborg Guð- brandsdóttir, Rakel Pálsdóttir og hljómsveitin Heimilistónar. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir er kynnir keppninnnar. Undanúrslit fara fram í Háskóla- bíói 10. og 17. febrúar. Almenningi gefst færi á að kaupa miða á undan- úrslit og úrslitin og hefst miðasala 25. janúar á tix.is. ge@mbl.is Eurovision Heimilistónar komust í undankeppni Söngvakeppni 2018 með lagið Kúst og fæjó. Sigurvegari keppninnar fer með lagið í Eurovision 2018. Heimilistónar keppa í Eurovision 2018  RÚV tilkynnti 12 lög til þátttöku í ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.