Morgunblaðið - 20.01.2018, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2018
✝ Arndís Salvars-dóttir, ljós-
móðir, húsfreyja og
bóndi í Norður-
hjáleigu í Álftaveri,
fæddist 14. maí
1929 á Bjarnastöð-
um við Ísafjarð-
ardjúp. Hún lést 7.
janúar 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Salvar
Ólafsson, bóndi í
Reykjarfirði, f. 4.7. 1888 í Lága-
dal, Nauteyrarhr., d. 3.9. 1979,
og Ragnheiður Hákonardóttir,
húsfreyja í Reykjarfirði, handa-
vinnukennari og matráðskona í
Héraðsskólanum í Reykjanesi, f.
16.8. 1901 á Reykhólum, d. 19.5.
1977. Systkini Arndísar voru
Gróa, Hákon, Sigríður, Arnheið-
ur og Ólafía. Arndís giftist 24.1.
1953 Júlíusi Jónssyni, f. 26.2.
1920, bónda og hreppstjóra í
Norðurhjáleigu, d. 25.7. 2009.
Börn Arndísar og Júlíusar
eru:1) Salvar, f. 29.12. 1952,
barnsm. Lilja Bjarnadóttir, dótt-
ir Elísabet Hrund, maki Smári
Hrólfsson, sonur Birkir Jan. Fv.
eiginkona, Soffía Gunnars-
dóttir, sonur Gunnar Símon. 2)
Jón, f. 30.8. 1954, maki Helga
Gunnarsdóttir, börn: a) Júlíus
börn Birta Lára Evlalía, Arn-
grímur Reynir. b) Berglind. c)
Harpa. 6) Jóhanna Sólveig, f.
1.5. 1961, samb.m. Einar
Traustason. Börn hennar og fv.
eiginmanns Ólafs Þ. Hansen: a)
Hafsteinn, samb.k. Hulda
Bjarnadóttir, börn Víkingur Elí,
Freyja Mist. b) Atli, d. 1993. c)
Aníta Rún, barnsf. Birgir Þórð-
arson, sonur Atli Þór. Samb.m.
Anítu, Danival Stefánsson, son-
ur Kristófer Ólafur. 7) Þórunn,
f. 1.7. 1962, d. 18.10. 1964. 8)
Símon Þórir, f. 12.4. 1966, d.
17.5. 1986. Á æskuárum vann
Arndís við bústörf í Reykjar-
firði. Síðan fór hún í nám í Hús-
mæðraskólanum á Löngumýri.
Lauk ljósmæðraprófi frá LÍ
1952. Hún var húsfreyja og
bóndi í Norðurhjáleigu frá 1953,
ásamt Júlíusi, foreldrum hans
og seinna meir Böðvari bróður
hans. Hún var héraðsljósmóðir
Álftavers- og Skaftártunguum-
dæmis 1953-93. Þá vann hún
sem ljósmóðir, við afleysingar í
Reykjavík, á Höfn í Hornafirði
og á Kirkjubæjarklaustri og um
tíma sat hún í stjórn Heilsugæsl-
unnar á Klaustri. Arndís og Júl-
íus sáu um veðurþjónustu í
Norðurhjáleigu í um 21 ár. Hún
var félagi, síðar heiðursfélagi í
Kvenfélaginu Framtíðinni í
Álftaveri og sat í stjórn þess á
tímabili.
Útför Arndísar fer fram frá
Þykkvabæjarklausturskirkju í
Álftaveri í dag, 20. janúar 2018,
og hefst athöfnin klukkan 14.
Ingi, maki Ragn-
hildur Ágústs-
dóttir, synir Jón
Ágúst, Viktor Ingi.
b) Gunnar Örn,
samb.k. Inga
A.Hasan, dóttir
Amanda. c) Arndís
Eva, samb.m. Ólaf-
ur Guðmundsson,
dætur Helga Dís,
María Dís. 3) Gísli
Þórörn, f. 13.1.
1956, maki Rakel Þórisdóttir,
börn: a) Vala Rún, samb.m. Árni
L. Stefánsson. b) Jón Símon,
maki Dagmara Adamsdóttir,
dóttir Árelía Ósk. c) Tumi Snær,
samb.k. Berglind Guðbrands-
dóttir. 4) Ragnheiður Guðrún, f.
13.12. 1957, barnsf. Birgir Sig-
fússon, sonur Júlíus Arnar,
samb.k. Hildur B. Pálsdóttir,
synir Arnar Ingi, Alexander
Orri. Fv. eiginmaður Kári Gunn-
arsson, börn: a) Sæunn, samb.m.
Þormar E. Jóhannsson, dóttir
Signý Heiða. b) Valgerður, maki
Collin A. Pryor, sonur óskírður.
c) Elín Erla. f) Bergsteinn,
samb.k. María H. Karlsdóttir. 5)
Ólafur Elvar, f. 14.11. 1958,
börn hans og fv. samb.k. Önnu
Þ. Skúladóttur eru: a) Birkir,
maki Gyða B. Sigurðardóttir,
Það eru forréttindi að fá að
alast upp með ömmu og afa. Ég
bar til þess gæfu í mínum upp-
vexti, slíkt var hið sama með
börnin mín. Þau hafa áður kvatt
móðurafa sinn með sóma, nú er-
um við öll saman að kveðja aldr-
aða móður og ömmu, eftir langa
samfylgd. En minningabrotin um
móður og ömmu eru mörg hver
svo nátengd föður og afa, að það
er erfitt að aðskilja þau.
Það er margs að minnast við
andlát ástvinar. Um hugann
flögra ótal minningabrot, mörg
hver sveipuð hlýju brosi, hlátri,
veisluborði, kökuhlaðborði. Spila-
stokkur skammt undan. Spjallað
fram og til baka, spjallað meira,
sagðar sögur úr bernskunni vest-
an úr Djúpi, stálminnug fram á
gamalsaldur. Fróðleiksþráin var
mjög sterk, ættfræðibækurnar
til taks, ef á góma bar nafn ein-
hvers sem þurfti að kanna betur.
Hann gat verið skyldur okkur.
Á stóru heimili var oft margt
um manninn, húsfreyjan rösk að
reiða fram góðgjörðir, enda
lengst af létt á fæti og snör í
snúningum. Sálmabókin aldrei
langt undan, iðulega hlustað á
sunnudagsmessuna í útvarpinu.
Söngæfingar með kirkjukór,
oft var presti og söngfólki boðið
heim í veitingar að lokinni guðs-
þjónustu. Gestrisnin í blóð borin.
Fallega garðinum alltaf vel
sinnt, uppskeran eftir því. Á
haustin melskurður og berjat-
ínsla.
Börnin mín eru öll fædd
heima, ljósmóðirin amma þeirra,
það finnst mér svo fallegt og sér-
stakt. Handlagnin var einstök,
hannyrðir spruttu fram, oftar en
ekki gefnar. Gjafirnar frá ömmu
ylja enn. Við Júlíus Arnar vorum
svo lánsöm að eiga okkar skjól
hjá foreldrum mínum í Norð-
urhjáleigu. Síðar bjuggum við öll
fjölskyldan í kjallaranum, það
kom sér oft vel. Það var gott að
geta skottast upp í hlýjuna, jafn-
vel á náttfötunum, horfa á barna-
tímann, fá nýsteiktar kleinur og
annað góðgæti á meðan foreldr-
arnir voru í útiverkunum.
Eftir að fjölskyldan flutti norð-
ur á Akureyri fóru börnin oft suð-
ur í sveitina til ömmu og afa,
dvöldu þar sumarpart, aðstoðuðu
þau við ýmis störf, bæði sér og
gömlu hjónunum til yndis og
ánægjuauka. Eldri systurnar,
Sæunn og Valgerður, dvöldu eitt
sinn um jólin hjá ömmu og afa,
sömuleiðis Júlíus Arnar ein jól
með sína fjölskyldu. Sæunn fékk
einnig að búa hjá þeim þegar hún
var í 10. bekk, það eru perlur í
minningabandið. Seinna voru það
svo barnabarnabörnin sem nutu
gleðinnar og ánægjunnar að um-
gangast og kynnast langömmu
og langafa. Eftir að faðir minn
lést og móðir mín flutti á Klaust-
urhóla áttum við dýrmætar
stundir með henni þar, einnig úti
í Norðurhjáleigu, á Selfossi, sem
og annars staðar þar sem öll fjöl-
skyldan kom saman, síðast í
brúðkaupi Valgerðar og Collins í
sumar. Hún samgladdist alltaf og
umvafði sitt fólk.
Elsku mamma, amma og
langamma.
Að lokum er efst í huga okkar
hjartans þakklæti fyrir alla um-
hyggjuna, ástúðina, og eljuna.
Far þú í friði.
Ragnheiður Guðrún
Júlíusdóttir,
Júlíus Arnar Birgisson,
Sæunn Káradóttir,
Valgerður Káradóttir,
Elín Erla Káradóttir,
Bergsteinn Kárason
og langömmubörnin.
Sumarmorgunn við Djúp.
Kyrrt veður. Léttskýjað. Lómur
lætur í lofti yfir lygnum firði og
selir bylta sér á skerjum. Angan
af hálfþurru heyi berst frá grund-
inni ofan við fjósið. Dísa frænka
leiðir mig sér við hönd út að heyf-
lekknum. Þetta sumar hafði hún
tekið mig að sér meðan móðir
mín, Sigga systir hennar, átti í
einhverju veikindabasli sem kall-
aði á nokkuð langa spítalavist í
Reykjavík.
Svo sannarlega sinnti Dísa
mér vel; ól mig á skyri og rjóma
svo að móðir mín sagðist ekki
hafa séð feitara barn þegar hún
kom aftur heim úr spítalavistinni.
Æ síðan fannst mér að Dísa
frænka væri einskonar fóstur-
móðir mín. En nú er lífsljós henn-
ar slokknað – og okkur systur-
börnum hennar þykir þar vera
komið skarð fyrir skildi.
Arndís Salvarsdóttir var næst-
yngst fjögurra systra frá Reykj-
arfirði við Djúp. Stórheimili að
fyrri alda sveitasið, sambýli kyn-
slóðanna og athvarf fólks sem
einhverra hluta vegna þurfti
skjól í því samfélagi sem leystist
að mestu upp eftir miðbik síðustu
aldar.
Systurnar giftust og héldu
burt úr föðurgarði. Sigríður móð-
ir mín út í Vigur; Arndís austur í
Norðurhjáleigu í Álftaveri. Gróa
fór víða en Ólafía í Vatnsfjörð.
Hákon bróðir þeirra bjó alla tíð í
Reykjarfirði.
Mikið var langt austur í Norð-
urhjáleigu þegar horft var vestan
úr Djúpi. Samskiptin stopul og
strjál meðan ekki voru komnar
þær tengingar sem nú er stólað á.
Ekki var legið í símanum á þeirri
tíð heldur. Engu að síður var
stundum farið í heimsóknir á
báða bóga og ætíð fagnaðarfund-
ir.
Það var gott að koma í Norð-
urhjáleigu til Arndísar og Júl-
íusar. Þau voru góð hjón, nokkuð
ólík en samofin í gæsku og kær-
leiksríkri glaðværð sem vann úr
öllum áföllum og læknaði flest
sár.
Frásagnir Júlíusar, kryddaðar
hógværri kímni og svipbrigðum
gleymast engum sem vitni voru
að. Arndís lagði til sögur af fólki
og minningar úr Djúpinu. Það
rifjaði upp þann tíðaranda sem
þar ríkti á uppvaxtarárum henn-
ar.
Þrátt fyrir vegalengdir héldu
systraböndin vel. Hnökralaus
þráðurinn var tekinn upp hvenær
sem þær hittust. Skipti þá engu
máli hvort þær væru allar fjórar,
þrjár eða tvær saman komnar.
Sögurnar og upprifjanir af við-
burðum unglingsáranna treind-
ust lengi með viðbótum, innskot-
um og leiðréttingum eins og
verða vill í glaðværum systra-
hópi. Oft gekk þetta langt fram á
nóttina ef allar gistu.
Nú hefur hljóðnað í sagna-
brunni þeirra systra. Arndís
kvaddi síðust móðursystkina
minna. Blessuð sé minning henn-
ar.
Við Vigursystkin sendum af-
komendum hennar og ástvinum
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur. Ást og hlýja umvefji ykkur öll.
Hafsteinn Hafliðason.
Elskuleg föðursystir mín, Arn-
dís í Norðurhjáleigu, er hér
kvödd hinstu kveðju, elskulega
frænka mín.
Dísa var næst yngst fimm
barna Ragnheiðar og Salvars í
Reykjarfirði. Milli systkina ríkti
ávallt rík vinátta og ástúð og var
hugurinn ávallt hjá ástvinum
heima sem í fjarlægð.
Arndís bjó í Norðurhjáleigu,
ljósmóðir og bóndi, Gróa austur á
Dalatanga og Eiðum og hin
systkinin, Hákon í Reykjarfirði,
Sigríður í Vigur og Ólafía í Vatns-
firði. Samskipti þessa tíma voru
sendibréf og eða símasamband
eftir að það komst á. Fáar en
mikilvægar heimsóknir þar sem
fólk náði að hittast og fagna eða
syrgja saman. Margt er því frá-
brugðið því sem áður var. Dísa
frænka mín ólst upp á stóru
heimili, mannmörgu og var mikill
gestagangur í Reykjarfirði og
ekki örgrannt um að þar hafi ver-
ið stærsta umferðarmiðstöð með
gistingu við Djúp. Rætur úr
þessu umhverfi, skólagöngu frá
Reykjarnesi, húsmæðraskóla frá
Löngumýri og ljósmóðir, und-
irbúin fyrir framtíðina.
Árið 1953 giftist hún Júlíusi
Jónssyni frá Norðurhjáleigu og
tekur við stórbúi á hans æsku-
heimili. Dísa og Júlíus eignuðust
átta börn, Salvar, Jón, Gísla Þór-
örn, Ragnheiði G., Ólaf Elvar, Jó-
hönnu S., sem nú syrgja móður
sína.
Í öllum orðum sínum og minn-
ingum dásamaði hún virðingu og
vináttu þeirra við sig. Þau Þór-
unn og Símon eru látin, var það
Dísu mikill missir og erfiður og
sóttu minningar oft þar á.
Dísa starfaði alla tíð sem ljós-
móðir, við búrekstur, vaktaði
veðurstöð, rak stórt heimili og
tók þátt í félagsstarfi. Hún var
hamhleypa til allra verka. Dísa
kom vestur og dvaldi nokkurn
tíma eftir að hún var orðin ein áð-
ur en hún flutti á Klausturhóla.
Þessi dvöl var okkur kærkomin
og styrkti góðar stundir. Dísa var
ljóðelsk og vel lesin og skemmt-
um við okkur oft við að rifja upp
sögu fjölskyldunnar, samfélags-
þætti, samferðamenn, sögu
Djúps og nágrennis.
Ekki síður sagði hún frá bú-
skap og lífi, lífsbaráttu í sinni
sveit, starfi sínu sem ljósmóðir,
sem hún elskaði.
Far þú sæl, elsku frænka mín,
og takk fyrir alla þína elsku og
tryggu vináttu gegnum lífið.
Út við fagran fjörðinn
fuglinn syngur dátt,
strýkur golan svörðinn,
stúlka krýpur sátt,
grær og glóir jörðin,
glitrar blómið blátt.
(RH)
Samúðarkveðjur til barna,
fjölskyldna og vina.
Ragnheiður Hákonardóttir
og fjölskyldurnar
frá Reykjarfirði.
Arndís
Salvarsdóttir
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er.
Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýju
við andlát og útför eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
BERGHREINS GUÐNA
ÞORSTEINSSONAR
flugvirkja,
Dalseli 34.
Þeim sem vilja minnast hans bendum við á Alzheimersamtökin.
Randý Sigurðardóttir
Vilhjálmur Berghreinsson
Bryndís Ósk Berghreinsdóttir, Ásberg Pétursson
Berglind Berghreinsdóttir
Þorsteinn Guðni Berghreinsson
Sigurður Rafn Þorgeirsson
barnabörn og barnabarnabörn
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
FRIÐRIKS SÓFUSSONAR,
Safamýri 46, Reykjavík.
Ingunn Hlín Björgvinsdóttir
Björgvin S. Friðriksson Adda Björk Jónsdóttir
Friðrik M. Friðriksson Gunnrún Gunnarsdóttir
Guðný Hlín Friðriksdóttir Karl Ómar Guðbjörnsson
Friðgerður M. Friðriksdóttir Ófeigur Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát ástkærs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa
og langafa,
ÁSGEIRS LÁRUSSONAR,
Hlíðargötu 4,
Tungu, Neskaupstað.
Unnur Bjarnadóttir
Heimir Ásgeirsson Freyja Theresa Ásgeirsson
Sveinn Ásgeirsson Hólmfríður Th. Brynjólfsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug vegna fráfalls eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður og afa,
BÖÐVARS SIGVALDASONAR,
Barði, Miðfirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Hrafnistu, Reykjavík, fyrir góða umönnun og hlýhug.
Eva Thorstensen
Anna Rósa Böðvarsdóttir Sigurður Benedikt Stefánsson
Sigríður Klara Böðvarsdóttir Steindór J. Erlingsson
Sigvaldi Vilmar Böðvarsson Tina Jeanette Holm
Þorvaldur Óli Böðvarsson Louise Skovholm Christiansen
og barnabörn
Elskulegur sonur okkar, bróðir minn
og barnabarn,
ÍSAK BREKI STEFÁNSSON,
Funafold 7, Reykjavík,
lést á heimili sínu laugardaginn 13. janúar.
Útför fer fram frá Grafarvogskirkju,
föstudaginn 26. janúar klukkan 13.
Stefán Þór Gunnarsson Elísa Rós Jónsdóttir
Daníel Máni Stefánsson
ömmur og afar
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁSDÍS STEINGRÍMSDÓTTIR
sjúkraliði,
Þangbakka 8, Reykjavík,
lést á Landspítalanum mánudaginn
15. janúar. Útför hennar fer fram frá
Fossvogskirkju þriðjudaginn 23. janúar klukkan 15.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins.
Sigurður Guðjónsson Guðrún B. Kristmundsdóttir
Sigrún Guðjónsdóttir Ásmundur Kristinsson
barnabörn og barnabarnabörn