Morgunblaðið - 20.01.2018, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2018
Framkvæmdastjóri
Samtaka fyrirtækja í
sjávarútvegi, Heiðrún
Lind Marteinsdóttir,
skrifar grein í Morg-
unblaðið síðastliðinn
laugardag, að því er
virðist vegna já-
kvæðra undirtekta
ráðamanna við tillögu
sem Landssamband
smábátaeigenda lagði
fram um þrepaskipt-
ingu veiðigjalds. Þar er lögð
áhersla á að bregðast við vanda
smárra og meðalstórra útgerða
með það að meginmarkmiði að við-
halda fjölbreytileika í útgerð og
stöðva frekari samþjöppun afla-
heimilda.
Heiðrún leggur upp með að það
felist mismunun í því að „stærri
greiði enn meira en hinir smærri
minna“ og nefnir það að tengja
veiðigjald við afkomu „felst alvar-
leg hugsanavilla“.
Veiðigjald á botnfisk vegna yf-
irstandandi fiskveiðiárs er reiknað
út frá afkomu veiða 2015 og nem-
ur það þriðjungi af hagnaðinum,
sem var samkvæmt Hagstofunni
rúmir 28 milljarðar. Af þessum 28
milljörðum voru smá-
bátar undir 10 brt að
stærð með 71 milljón
í hagnað. Þessi stærð-
arflokkur greiðir á yf-
irstandandi fisk-
veiðiári 350 milljónir í
veiðigjald að teknu
tilliti til afslátta, sem
allir njóta af fyrstu 9
milljónum.
Í ljósi þess að veiði-
gjald er lagt á sem
hlutfall af afkomu er
kostulegt að telja að
verið sé að mismuna
fyrirtækjum þegar lagt er til að
þeir sem skiluðu góðri afkomu
greiði í samræmi við afkomuna.
Það er hins vegar mismunun að
smábátaeigendum er gert að
borga fimmfalda afkomu sína 2015
til baka vegna þess hvernig stór-
útgerðin hefur forskot í arðsemi
út frá stærð og með því t.d. að
geta með kjarasamningum látið
sjómenn borga fyrir nýsmíði, olíu
á skipin og skertan aflahlut við
löndun til eigin vinnslu.
170 milljóna lækkun strax
Halda þarf til haga að tíu pró-
sent af veiðigjaldinu í ár eru til-
komin vegna hagnaðar af vinnslu
afla á vinnsluskipum og önnur tvö
prósent eru vegna hagnaðar í
landvinnslu. Smábátaeigendur
munu að óbreyttu greiða rúmar
1.400 milljónir í veiðigjald á yf-
irstandandi fiskveiðiári. Um 170
milljónir af þeirri upphæð eru
vegna vinnslu sem þeir eiga enga
aðild að og það hljóta allir að átta
sig á að þetta verður að leiðrétta
strax.
Heiðrún nefnir að „Á síðastliðnu
fiskveiðiári greiddu 20 stærstu að-
ilar í sjávarútvegi um 73% heildar-
fjárhæðar veiðigjalds, en ríflega
980 aðilar greiddu um 27% heild-
arfjárhæðarinnar.“
Rétt er að benda á að 20
stærstu aðilarnir eru með um 74%
aflaheimilda í þorskígildum 2015
og því skýtur það skökku við að
þeir greiði ekki til samfélagsins í
samræmi við magn aflaheimilda.
Það að 20 aðilar hafi yfir að
ráða 74% aflaheimilda er gott fyr-
ir stjórnmálamenn að hafa í huga
þegar umræða um veiðigjaldið og
samþjöppun í sjávarútvegi fer af
stað á Alþingi.
Stórútgerðin hirðir afsláttinn
Varðandi talnaæfingar Heiðrún-
ar um 15 og 20% afslátt á veiði-
gjaldi á fyrstu 9 milljónum hvers
gjaldenda, þá er gott að halda til
haga að efstu 100 gjaldendur
veiðigjalds fá samtals 84 milljónir
í afslátt vegna þessa afsláttar, eða
um 840.000 kr. á fyrirtæki. Hinir
890 gjaldendurnir eru samtals
með 82 milljónir í afslátt, eða um
92.000 kr. á fyrirtæki.
Og áfram um afslætti. Á síðasta
fiskveiðiári fengu efstu 20 gjald-
endurnir 452 milljónir í afslátt
vegna lántöku, eða 22,6 milljónir á
fyrirtæki og 100 efstu fengu sam-
tals 895 milljónir í samskonar af-
slátt, eða um 9 milljónir á fyrir-
tæki. Hinir 890 voru með samtals
31,5 milljónir í þennan afslátt, eða
um 35.000 kr. að meðaltali á fyrir-
tæki.
Heiðrún nefnir að „ef tryggja á
þjóðinni réttlátan hlut af arðsemi
auðlindarinnar, eins og lög og nýr
stjórnarsáttmáli kveða á um, verð-
ur því markmiði aldrei náð ef
umbunað er sérstaklega fyrir lak-
ari rekstur í formi sérmeðferðar
þegar kemur að greiðslu veiði-
gjalds“.
Bagalegt er að Heiðrún virðist
ekki átta sig á ólíku umhverfi og
rekstrarforsendum. Því er áhuga-
vert að velta fyrir sér hve stór
hluti hagnaðar við veiðar 2015 er
vegna eftirtalinna þátta sem
hvorki eiga við um hefðbundna út-
gerð smábáta né stóran hluta
hennar umbjóðenda:
Bakfærð virðisrýrnun aflaheim-
ilda: gengishagnaður, gjaldeyr-
isbrask, söluhagnaður eigna,
vaxtakjör í evrum upp á 0-0,5%,
þátttaka sjómanna í nýsmíði.
Kjarasamningar þar sem sjómenn
borga olíukostnað og þurfa að
sætta sig við að gert sé upp við þá
á fiskverði sem er 20-25% lægra
en það verð sem fæst á fiskmark-
aði, og fleira.
Framtíð smábátaútgerðar?
Það er algjörlega ljóst að álögur
á smábátaeigendur í formi veiði-
gjalda munu verða til þess að
margir munu hætta útgerð og
selja frá sér aflaheimildir. Þessi
þróun er hafin og virðist vera að
stærstur hluti þeirra aflaheimilda
sem seldar hafa verið undanfarið,
hafi farið til stærri útgerða sem
einnig eru í aflamarki. Þessa þró-
un þarf að stöðva og ein leið til
þess er að stjórnmálamenn taki
umræðuna um hvort það sé vilji til
að stöðva samþjöppun í greininni
og að ein tegund útgerðar verði
ekki látin borga auðlindagjald út
frá forsendum sem ekki eiga við.
Að umbuna fyrir lakari rekstur
Eftir Axel
Helgason » Það er hins vegar
mismunun að smá-
bátaeigendum er gert
að borga fimmfalda af-
komu sína 2015 til
baka.
Axel
Helgason
Höfundur er formaður Lands-
sambands smábátaeigenda.
axel@smabatar.is
Eins og kunnugt er
hefur íslenska heil-
brigðiskerfið mátt
þola viðvarandi sam-
drátt um áratuga-
skeið og á tíðum
sinnuleysi af hálfu
stjórnvalda. Raddir
sem kallað hafa eftir
úrbótum hafa eðlilega
orðið æ háværari en
því miður hefur um-
ræðan um heilbrigðis-
mál verið þversagnakennd, fremur
yfirborðsleg og á stundum ein-
kennst af hagsmunagæslu. Þannig
hefur heilbrigðiskerfið ýmist verið
sagt vera á heljarþröm vegna
manneklu, húsnæðisvanda og fjár-
skorts eða þá að fregnir berast af
góðum árangri eða vænlegri stöðu
íslenskrar heilbrigðisþjónustu í al-
þjóðlegum samanburði. Það kemur
því ekki á óvart að stjórn-
málamenn og almenningur eigi
erfitt með að átta sig á raunveru-
legri stöðu þessa mikilvæga mála-
flokks.
Nú virðist loks hilla undir lang-
þráð umbótaskeið á vettvangi heil-
brigðismála því ríkisstjórnin, sem
nýlega tók við völdum, hefur lagt
fram aðgerðaráætlun þar sem
hæst ber mótun heilbrigðisstefnu
fyrir Ísland, skilgreiningu á hlut-
verki einstakra þátta heilbrigð-
iskerfisins, eflingu heilsugæsl-
unnar, styrkingu geðheilbrigðis-
þjónustu, auk áherslu á forvarnir
og lýðheilsu. Jafnframt hefur ver-
ið boðuð veruleg aukning útgjalda
til málaflokksins sem gefur tilefni
til bjartsýni. En það er ekki nóg
að auka einungis fjárframlög til
heilbrigðismála. Nauðsynlegt er
að tryggja sem besta nýtingu fjár-
veitinga og því er forgangsröðun
verkefna óhjákvæmileg. Að mati
undirritaðra er heildstæð endur-
skoðun íslenska heilbrigðiskerfis-
ins löngu tímabær en það er um-
fangsmikið verkefni sem krefst
samhents átaks stjórnvalda,
stjórnenda heilbrigðisstofnana og
fagstétta í heilbrigðisþjónustunni.
Það er því ánægjuefni að nýskip-
aður heilbrigðisráðherra, Svandís
Svavarsdóttir, hefur lýst því yfir
að á næstunni verði ráðist í mótun
framtíðarstefnu fyrir heilbrigð-
iskerfið. Afar mikilvægt er að vel
verði haldið á málum því áður
hafa verið gefin fögur fyrirheit en
lítið orðið um efndir. Við munum í
tveimur greinum hér í blaðinu
reyna að varpa ljósi á stöðu mála
og setja fram tillögur um aðgerðir
sem við teljum sérlega brýnar á
þeirri vegferð sem fram undan er.
Í þessari grein reifum við helstu
styrkleika og veikleika heilbrigð-
iskerfisins og og leitumst við að
skilgreina áherslur sem við teljum
að hafa þurfi að leiðarljósi við
stefnumótun.
Styrkleikar
Enginn vafi leikur á að ýmsir
veigamiklir þættir í íslenska heil-
brigðiskerfinu eru í ágætu horfi
og sumir geta jafnvel talist fram-
úrskarandi. Við búum sannarlega
yfir vel menntuðu og öflugu
starfsfólki sem leggur sig fram af
alúð. Þá hefur Ísland komið vel út
í alþjóðlegum samanburði á lýð-
heilsuvísum eins og ungbarna-
dauða og langlífi auk nokkurra
sérhæfðari árangursvísa, t.d. 30
daga lifun eftir kransæðastíflu og
lifun krabbameinssjúkra. Við höf-
um þó ekki nýtt árangursmæl-
ingar við mat á gæðum heilbrigð-
isþjónustunnar nema að mjög
takmörkuðu leyti fram til þessa.
Enn fremur hefur búseta stærsta
hluta þjóðarinnar á suðvestur-
horni landsins án efa haft sitt að
segja þar sem vegalengdir eru
stuttar og aðgengi að þjónustu
vegna bráðra vandamála alla jafna
gott. Síðast en ekki síst hefur al-
menn hagsæld hérlendis, ásamt
góðum aðbúnaði og háu mennt-
unarstigi þjóðarinnar haft jákvæð
áhrif á heilsufar landsmanna.
Veikleikar
Þótt margt sé vel gert finnast
víða brotalamir í heilbrigðisþjón-
ustunni sem að verulegu leyti má
rekja til langvarandi skorts á
heildarskipulagi og verkstjórn.
Lykileiningar heilbrigðiskerfisins
hafa að verulegu leyti þróast án
samhengis við aðra hluta kerfisins
og jafnvel á forsendum ákveðinna
starfsstétta. Það hefur leitt til
óskilvirkni, skorts á yfirsýn yfir
málefni sjúklinga og án efa um-
talsverðrar sóunar.
Smæð samfélagsins og takmark-
að framboð heilbrigðisstarfsmanna
hefur hamlandi áhrif og gerir það
að verkum að við þolum verr að
missa starfsfólk í önnur störf hér-
lendis eða til annarra landa.
Ásókn hjúkrunarfræðinga í störf
flugfreyja, sem rekja má til slakra
launakjara og ófullnægjandi
vinnuaðstöðu á sjúkrahúsum, hef-
ur t.a.m. reynst þungur baggi.
Óhætt er að segja að uppbygg-
ing grunnþjónustu á vettvangi
heilsugæslunnar hafi ekki tekist
sem skyldi, þrátt fyrir yfirlýsta
stefnu þar að lútandi um áratuga-
skeið. Langvarandi skortur lækna
er ein helsta skýringin og útlit er
fyrir að enn muni syrta í álinn því
allstór hluti heilsugæslulækna
mun komast á eftirlaunaaldur á
næstu árum. Þetta er mikið
áhyggjuefni á landsbyggðinni þar
sem erfiðlega hefur gengið að
manna stöður lækna.
Þjónusta sjálfstætt starfandi
sérfræðilækna hefur að nokkru
leyti komið til móts við vanda
heilsugæslunnar en þessi þáttur
heilbrigðisþjónustunnar, sem hef-
ur vaxið hratt á undanförnum ára-
tugum, hefur að mestu þróast fyr-
ir tilstuðlan læknanna sjálfra. Það
ber þó að hafa í huga að þótt sjálf-
stætt starfandi sérfræðilæknar
veiti yfirleitt góða og hagkvæma
þjónustu er hætta á að þjón-
ustustigið kunni að vera of hátt
fyrir hluta sjúklinga. Þá hefur
aukin sókn sérfræðilækna í störf á
eigin stofum skapað erfiðleika við
skipulagningu þjónustu margra
sérgreina á Landspítala þar sem
alvarlegustu og flóknustu verkefn-
unum er jafnan sinnt.
Það er enn fremur mikill veik-
leiki innan heilbrigðisþjónust-
unnar að rafræn sjúkraskrá skuli
ekki enn vera að fullu samtengd
milli stofnana. Það þarf ekki að
fjölyrða um hversu mikið það
myndi bæta yfirsýn yfir málefni
sjúklinga og auka öryggi þeirra ef
samtengd sjúkraskrá yrði að veru-
leika á landsvísu.
Þá hefur gæðaeftirliti innan
heilbrigðisþjónustunnar verið
ábótavant. Notkun gæðavísa á
sjúkrahúsum hefur verið fábrotin
samanborið við hjá nágrannaþjóð-
um og lítið eftirlit verið með gæð-
um starfsemi lækna og annarra
heilbrigðisstarfsmanna sem starfa
utan spítala.
Loks verður ekki komist hjá því
að nefna það óhagræði sem hlýst
af því að starfsemi Landspítala sé
dreifð á marga staði. Húsakostur
spítalans er löngu úreltur og legu-
rými víða ófullnægjandi. Vart þarf
að ítreka enn einu sinni nauðsyn
þess að nýr Landspítali rísi sem
allra fyrst, enda mun það skila
stóraukinni hagræðingu í skipu-
lagi og rekstri, auk þess að laða
starfsfólk að stofnuninni.
Skilgreina þarf lykiláherslur
Við stefnumótun í heilbrigð-
ismálum vakna áleitnar spurn-
ingar sem nauðsynlegt er að leita
svara við. Viljum við leggja meg-
ináherslu á öfluga grunnþjónustu,
þ.e. öfluga heilsugæslu, almenna
sérfræðiþjónustu og bráðaþjón-
ustu sjúkrahúsa, eða viljum við
byggja upp fjölþætta og sérhæfða
þjónustu þar sem flest tæknivædd
inngrip eru í boði? Þetta skiptir
miklu máli þegar tekin er ákvörð-
un um hversu miklum hluta af
vergri þjóðarframleiðslu eigi að
verja til heilbrigðismála. Vegna
smæðar þjóðarinnar munum við
áfram þurfa að leita til grannþjóða
okkar þegar sérhæfð meðferð við
fátíðum sjúkdómum er annars
vegar. Spurningin er hins vegar
hve langt við eigum að teygja okk-
ur til að veita slíka meðferð hér-
lendis. Það er okkar tilfinning að
flestum Íslendingum sé umhugað
um að hér sé til staðar alhliða
heilbrigðiskerfi þar sem þjónustan
er í hæsta gæðaflokki en hafa
verður hugfast að því fylgir mikill
kostnaður. Það hefur stundum
viljað gleymast í umræðunni að
fyrsta flokks heilbrigðisþjónusta
er mjög kostnaðarsöm.
Að mati okkar er óhjákvæmilegt
að skýr forgangsröðun ríki varð-
andi nýtingu fjármuna og úrræða
sem í boði eru innan heilbrigðis-
þjónustunnar. Það verður aldrei
unnt að veita alla þá þjónustu sem
fólk óskar eftir. Auk þess er talið
að umtalsverð sóun eigi sér stað
innan heilbrigðisþjónustu vest-
rænna ríkja. Í Bandaríkjunum
hefur t.d. verið áætlað að sóun
nemi um 30% af útgjöldum til
heilbrigðismála. Samtök lækna og
önnur fagfélög heilbrigðisstétta
verða að leggja yfirvöldum lið við
að skilgreina viðeigandi þjónustu
og skynsamlega nýtingu úrræða
ásamt því að upplýsa og fræða al-
menning þar að lútandi. Gæta
verður sérstaklega að hagsmuna-
árekstrum í því samhengi.
Af ofanskráðu má ljóst vera að
það nægir ekki að veita einungis
meiri fjármunum til heilbrigðis-
þjónustunnar, heldur er þörf fyrir
víðtæka endurskoðun og aðgerða-
áætlun með markvissa nýtingu
fjárveitinga að leiðarljósi. Í ann-
arri grein, sem birtast mun í
blaðinu á næstu dögum, hyggj-
umst við setja fram tillögur um
stefnumótandi aðgerðir sem við
teljum að eigi að vera í fyrirrúmi
á þeirri vegferð að koma íslenska
heilbrigðiskerfinu í fremstu röð.
Heilbrigðiskerfi á tímamótum
– hver er staðan?
Eftir Davíð O. Arnar
og Runólf Pálsson »Heilbrigðiskerfið
hefur ýmist verið
sagt vera á heljarþröm
vegna manneklu, hús-
næðisvanda og fjár-
skorts eða þá að fregnir
berast af góðum árangri
eða vænlegri stöðu ís-
lenskrar heilbrigðis-
þjónustu í alþjóðlegum
samanburði. Það kemur
því ekki á óvart að
stjórnmálamenn og al-
menningur eigi erfitt
með að átta sig á raun-
verulegri stöðu þessa
mikilvæga málaflokks.
Davíð O.
Arnar
Davíð er yfirlæknir hjartalækninga á
Landspítala og formaður Félags ís-
lenskra lyflækna. Runólfur er yf-
irlæknir nýrnalækninga á Landspít-
ala (í leyfi) og forseti Evrópusamtaka
lyflækna.
Runólfur
Pálsson