Morgunblaðið - 20.01.2018, Page 60

Morgunblaðið - 20.01.2018, Page 60
LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 20. DAGUR ÁRSINS 2018 Í LAUSASÖLU 1.050 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Jón og Hildur Vala selja Hagamelinn 2. Bara leiðindaveður í kortunum 3. Aldrei aftur Allen 4. Trúi ekki að neinn langi að rífa …  Víóluleikarinn Ásdís Valdimars- dóttir og hollenski píanóleikarinn Marcel Worms flytja verk fyrir víólu og píanó eftir tónskáldin Mieczyslaw Weinberg, Felix Mendelssohn, Dmitri Shostakovich og Dick Kattenburg á fyrstu Tíbrár-tónleikum ársins í Saln- um í Kópavogi í dag kl. 16. Víóla og píanó í Tíbrá  Tónlistarhóp- urinn Camer- arctica heldur tónleika undir merkjum Kamm- ermúsíkklúbbsins á morgun í Norðurljósasal Hörpu kl. 17. Á efnisskránni eru þrjú sjaldheyrð verk: kvartett fyrir klarínettu og strengjatríó eftir Krzysztof Penderecki, strengjakvar- tett nr. 2 eftir Arnold Schönberg og Capriccio fyrir strengjakvartett eftir Felix Mendelssohn. Flytja þrjú sjaldheyrð verk í Norðurljósum  Í Galleríi Harbinger, Freyjugötu 1 í Reykjavík, verður í dag kl. 18 opnuð sýningin Góðan dag og nótt og er hún hluti af sýningaröðinni 2 become 1 en á hverri sýningu raðarinnar eru tveir listamenn fengnir til að vinna saman sem einn. Listamennirnir að þessu snni eru Baldvin Einarsson og Val- gerður Sigurðar- dóttir sem eru bæði förunautar í listinni og lífinu og „koddahjalið veitir innsýn í hug- arheima sem öðr- um eru luktir“, eins og það er orðað í tilkynningu. Tvö verða eitt FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt, 2-11 m/s. Bjartviðri á Suður- og Suðvesturlandi. Létt- ir til eystra, en snjókoma eða él fyrir norðan, einkum við ströndina. Frost 0 til 10 stig. Á sunnudag Austanátt, víða 10-18 m/s síðdegis en 20-25 syðst. Skýjað á landinu og snjókoma suðaustantil. Frost 1-10 stig, en hiti um frostmark syðra. Á mánudag Norð- austan 8-15 og él, en þurrt syðra og vestra. Frost yfirleitt 0-5 stig. Á þriðjudag Norðan- átt og snjókoma eða él nyrðra og eystra, en þurrt og bjart á Suður- og Suðvesturlandi. Grindvíkingar rótburstuðu nágranna sína í Keflavík, 85:60, í 14. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í Mustad-höllinni í gærkvöld. Grindvík- ingar tóku heldur betur stórt skref í átt að úrslitakeppninni með frábærri frammistöðu. Höttur er enn án sigurs eftir tap fyrir Val, 102:94, í jöfnum leik á Hlíðarenda þar sem Höttur var yfir seint í leiknum. »2-3 Keflavík skoraði aðeins 60 stig í Grindavík „Ég verð í hóp en ég get náttúrlega ekki neitt. Maður þarf alveg mánuð í það. Þetta er bara redding nú þegar ein er ólétt, að fá aðra beint úr barneignar- leyfinu,“ segir handknatt- leikskonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sem snýr aftur á völlinn í dag, tveim- ur mánuðum eftir að hafa átt sitt annað barn, og er komin aftur til Vals. »4 Verð í hóp en get náttúrlega ekkert „Ég kann rosalega vel við mig hjá Barcelona. Allar aðstæður eru full- komnar. Segja má að jólafríið hafi komið aðeins of snemma því ég var akkúrat búinn að koma mér fyrir þeg- ar ég flaug í burtu,“ segir Aron Pálm- arsson, landsliðsmaður í handknatt- leik, í samtali við Morgunblaðið þar sem rætt er við hann um lífið í Barcelona en Ar- on samdi seint á síðasta ári við Barcelona. »1 Aðstæður eru full- komnar hjá Barcelona Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Rétt eins og München í Þýskalandi er Ísland víða þekkt fyrir þrjú B – Björk, Bláa lónið og Bæjarins beztu pylsur. Í tæplega mánuð fyrir jól fengu gestir á jólamarkaðnum í Strassborg í Frakklandi tækifæri til þess að fá sér Bæjarins beztu pylsur með öllu og segir Guðrún Krist- mundsdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldufyrirtækisins, sem komst alfarið í eigu Jóns Sveinssonar, afa hennar, 1937, að landkynningin hafi heppnast sérlega vel og því geti ver- ið að framhald verði á í þessa veru. Pylsustaðurinn Bæjarins beztu pylsur við Tryggvagötu er einn vin- sælasti ef ekki vinsælasti veitinga- staður landsins og eitt helsta kenni- leiti Reykjavíkur. Þar má gjarnan sjá viðskiptavini standa í löngum röðum til að fá sér eina með öllu. Eða fleiri. Guðrún þurfti því ekki að hugsa sig lengi um þegar boð kom um að vera með á nýliðnum jóla- markaði í Strassborg, en þar voru ís- lensk fyrirtæki heiðursgestir, þar á meðal Lýsi, Reykjavík Distillery og Handprjónasambandið, auk þess sem íslensku jólasveinarnir voru á vappi. Skemmtilegur aðfangadagur „Þetta var óvenjulegt tækifæri en skemmtilegt og sérstaklega var gaman að standa vaktina á aðfanga- dag,“ segir Guðrún. „Vissulega var þetta fyrst og fremst landkynning, en um leið kynning á vörunum okkar og íslensku pylsurnar hafa sérstöðu vegna þess að þær eru búnar til úr lambakjöti. Mikil pylsumenning er í Strassborg og það kom okkur á óvart hvað pylsunum okkar var vel tekið, en flestir báðu um eina með öllu. Sumir fengu sér allt að fimm pylsur á aðfangadag.“ Guðrún segir að þau hafi oft lent í því í Strassborg að afgreiða fólk sem hafði kynnst Bæjarins beztu á Ís- landi. „Fólk kom sérstaklega til okk- ar vegna þess að það hafði keypt pylsur hjá okkur á Íslandi. Það vissi að hverju það gekk.“ Jón Sveinsson, afi Guðrúnar, féll ungur frá og þá tóku Guðrún, amma hennar, og faðir við keflinu. Sjálf hefur hún verið við stjórnina í um 30 ár og Baldur Ingi Halldórsson, son- ur hennar, er óðum að taka við rekstrinum. Fyrirtækið er með út- sölustaði á fimm stöðum í Reykjavík og Kópavogi og er auk þess með handvagna sem eru notaðir við sér- stök tækifæri. Einn slíkur var með í för í Strassborg. Guðrún segir að margt hafi breyst á átta áratugum. „Pylsurnar eru allt öðruvísi núna en þær voru fyrir 80 árum; brauð og sósur voru ekki á boðstólum í byrjun og gæðin hafa aukist jafnt og þétt.“ Þótt vel hafi tekist til í Strassborg segir Guðrún að þrátt fyrir að pylsur flokkist undir unna vöru sé erfitt að fara í útflutning á landbúnaðar- vörum, fyrst og fremst vegna kostn- aðar. „Við erum því í ákveðnum átt- hagafjötrum en erum opin fyrir öllu og höfum augun opin.“ Ein með öllu í Strassborg  Bæjarins beztu pylsur í hópi heiðursgesta Bæjarins beztu í Strassborg Guðrún Kristmundsdóttir naut þess að afgreiða viðskiptavini í Frakklandi. Biðröð Baldur Ingi Halldórsson við afgreiðslu á markaðnum í Strassborg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.