Morgunblaðið - 20.01.2018, Page 13

Morgunblaðið - 20.01.2018, Page 13
DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2018 Ljósmynd/Getty Images Breytingar í lífinu Við tíðahvörf er allur gangur á því hverju og hversu miklu konur finna fyrir. valkost fyrir konur sem fyrsta val á breytingaskeiði, fyrir þær sem vilja síður taka hormón, sérstaklega í upphafi breytingaaldurs, þótt þær þurfi kannski seinna að taka öflugri lyf, hormón. Í erindi Andrea kom fram að gerðar hafa verið fjölmarg- ar rannsóknir á Femarelle bæði í Evrópu og Bandaríkjunum undan- farin 14 ár og bandaríska lyfjaeftir- litið hefur samþykkt að TOFU sé skaðlaust og það hafi engin neikvæð áhrif, hvorki á brjóstakrabbamein, blóðtappa né á blæðingar eða aðra áhættuþætti sem hormón geta haft neikvæð áhrif á. Það virðist því ekki vera áhætta fyrir konur að prófa að taka Femarelle, nema þær hafi of- næmi fyrir einhverju innihaldsefni þess.“ Arnar segir að það hafi komið fram á ráðstefnunni að þótt þessar rannsóknir séu flestar litlar þá sýni þær að virka efnið DT56a hefur já- kvæð áhrif á beinþéttni. „Það hefur líka haft jákvæð áhrif á að draga úr vanlíðan og svefntruflunum á breytingaaldri. Í nokkrum rannsóknum, að vísu mjög litlum, hefur efnið haft jákvæð áhrif á hitakóf, þegar þau eru af vægri gerð, en efnið virkar síður á öflug hitakóf. Einnig hefur sýnt sig að það hefur jákvæð áhrif á slímhimnu í leggöngum, með svipuðum hætti og staðbundin hormón í leggöngum geta haft. Í öllum þessum rann- sóknum sem birtar hafa verið hefur Femarelle reynst betra en gervi- lyf,“ segir Arnar og bætir við að fyrir konur með áhættuþætti skipti miklu máli að þær geti fengið ein- hverja bót með öðru en hormóna- inntöku. „Breytingaaldurseinkenni geta dregið verulega úr lífsgæðum og þá skiptir máli að eitthvað sé í boði fyrir konur sem þær geta tekið án þess að það skapi þeim áhættu.“ Annað kom í ljós þegar konurnar máttu kvarta En konur finna mismikið fyrir þessum einkennum breytinga- skeiðsins; sumar fá heiftarleg ein- kenni en aðrar finna varla fyrir þeim. Þegar Arnar er spurður hverju þetta sæti segir hann að það sé ekki enn þekkt hvað valdi þess- um mun. „En það verið að rannsaka þetta og munurinn virðist liggja í ættum og jafnvel þjóðum. Það var haldið að konur í Suður-Ameríku og Asíu væru lausar við einkenni breytingaskeiðsins en í ljós kom að konur í þessum löndum urðu ekki eins gamlar og þær á Vest- urlöndum, sem skekkti myndina. Í Japan og Indlandi voru þær konur sem nutu virðingar, þær elstu í ættunum, ekkert að kvarta hér áður fyrr. En þegar konur átt- uðu sig á að þær mættu kvarta fóru að koma fram sömu tölur og í Evr- ópu og líka þegar ævi kvenna á þessum svæðum lengdist. Rétt und- ir tuttugu prósentum kvenna í heiminum finna nánast aldrei fyrir breytingaeinkennum, en þær geta samt verið með beinþynningu.“ Ljósmynd/Getty Images Hormónabreytingar Við tíðahvörf dregur úr framleiðslu kvenhormóna. „Rétt undir tuttugu prósentum kvenna í heiminum finna nánast aldrei fyrir breytinga- einkennum.“ Goes Iron & Cobalt Fjölhæf fjórhjól á góðum verðum með vs k Verð frá 1.259.000 Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyri // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir // Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is Mest seldu fjórhjól á Íslandi síðastliðin 2 á r!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.