Morgunblaðið - 26.01.2018, Side 1

Morgunblaðið - 26.01.2018, Side 1
F Ö S T U D A G U R 2 6. J A N Ú A R 2 0 1 8 Stofnað 1913  22. tölublað  106. árgangur  FERILL BIRGIS VERIÐ MIKIL RÚSSÍBANAFERÐ TEFLDU Á ESJUNNI NÝTT STAÐAR- TÓNSKÁLD SINFÓNÍUNNAR DAGLEGT LÍF 12-13 ANNA ÞORVALDSDÓTTIR 38ÍÞRÓTTIR 4 Daginn er nú farið vel að lengja og litbrigði dagsins verða þá skörp. Þegar sólin sest verða rafljósin eftirtektarverð eins og sjá mátti nú fyrr í vikunni þegar horft var úr Hlíðarhjalla í Kópavogi til suðvesturs. Upplýstur turninn á Smáratorgi og Smáralind blöstu við og í bakgrunni voru Keilir og fleiri fjöll á Reykjanesinu, böðuð birtu blóðrauðs sólarlags. Þessa er gaman að njóta og lífið er núna, eins og gjarnan er sagt, því nú eru veðrabrigði í nánd og á suðvesturhorninu má búast við hlýnandi veðri, slyddu og jafnvel rigningu. Byggingar og fjöll böðuð í birtu blóðrauðs sólarlags Morgunblaðið/Hari Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir nauðsynlegt að sundurliða tillögur nefndar um stöðu einkarekinna fjöl- miðla á Íslandi og hefjast handa við þau verkefni sem sátt er um. „Nú er búið að ljúka þessari vinnu, ég tek við skýrslunni og við vinnum áfram úr henni. Það er strax hægt að fara að huga að virðisaukaskattinum. Annað þarf að meta betur, bæði áhrifin og kostnað fyrir ríkissjóð,“ segir Lilja en ráðu- neytið mun kostnaðarmeta tillögur nefndarinnar. Ekki voru allir fimm meðlimir nefndarinnar sammála um allar þær tillögur sem lagðar voru til en nefndin sammæltist um að sala og áskriftir dagblaða, tímarita og landsmála- og héraðsfréttablaða, hvort sem væri á prentuðu eða raf- rænu formi, skattlegðist í sama skattþrepi og félli í lægra skatthlut- fall virðisaukaskatts, 11%. Segir Lilja að virðisaukaskatturinn verði endurskoðaður við undirbúning ríkisfjármálaáætlunar og vonar ráð- herra að slík vinna muni ganga hratt og örugglega fyrir sig. Meirihluti nefndarinnar leggur til að Ríkisútvarpið fari hið fyrsta af auglýsingamarkaði. Þar með verði horfið frá samkeppnisrekstri ríkis- ins í auglýsingasölu, bæði í sjón- varpi og útvarpi. Bendir meirihlut- inn á að auglýsingatekjur RÚV á árinu 2016 voru 2,2 milljarðar króna, sem felur í sér að RÚV sé með um 20% hlutdeild á auglýs- ingamarkaði og það skekkir sam- keppnisstöðu íslenskra fjölmiðla verulega. Elín Helga Sveinbjörns- dóttir, formaður Sambands ís- lenskra auglýsenda, sagði að það yrði slæmt fyrir auglýsendur og auglýsingastofur ef RÚV yrði tekið af auglýsingamarkaði. Þá segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaða- mannfélagsins, það skipta máli að ríkisstjórnin hafi skýrsluna til hlið- sjónar og styrki fjölmiðlakerfið í landinu, því fjölmiðlar séu grund- völlur lýðræðisins. Ráðherra hefst strax handa við breytingar  Samræming virðisaukaskatts á fjölmiðla sett í forgang Fjölmiðlaskýrsla Nefndin rekur til- lögur sínar ítarlega í skýrslunni. MLeggja til miklar breytingar … »6 Íslensk erfðagreining birti niður- stöður erfðarannsóknar sinnar í vís- indatímaritinu Science í gær. Þar var leitað svara við spurningunni um hvort erfðabreytingar í þeim helm- ingi erfðaefnis foreldranna sem ekki fer til barnsins hafi áhrif á örlög þess. Niðurstaðan er sú að svo er. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, segir í samtali við Morgunblaðið að niðurstöður rannsóknarinnar, þar sem stuðst var við erfðamengi þús- unda Íslendinga sem fæddir eru á árunum 1940 til 1983, sýni meðal annars að með því að hlúa að börn- um megi hafa áhrif á gáfur þeirra. „Með umhverfi, uppeldi og að- hlynningu er hægt að hafa töluvert mikil áhrif á gáfur, það er að segja að barnið fæðist ekki með einhverjar ákveðnar gáfur sem ekki er hægt að hafa áhrif á. Með öðrum orðum; við getum haft mikil áhrif, ekki bara á gæfu, heldur gjörvileika barna með því að hlúa að þeim,“ segir Kári við Morgunblaðið. »10 Morgunblaðið/Kristinn ÍE Ný rannsókn var birt í gær í hinu virta vísindatímariti Science. Uppeldið hefur áhrif á gáfurnar  Ný erfðarannsókn ÍE birt í Science

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.