Morgunblaðið - 26.01.2018, Side 6

Morgunblaðið - 26.01.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2018 Ármúla 17, 108 Reykjavík, sími 552 8636, mbr.is Allt fyrir raftækni Hljómtæki Cambridge Audio Air 100 - Bluetooth hátalari Verð 59.900 kr. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tók við skýrslu um stöðu og starfsumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi í gær. Nefnd um verkefnið var skipuð 30. desember 2016, af Illuga Gunn- arssyni, þáverandi ráðherra, og hafði það að markmiði að fjalla um tillögur um breytingar á lögum og/ eða aðrar nauðsynlegar aðgerðir til að bæta rekstrarumhverfi einkarek- inna fjölmiðla. Nefndin sundurliðaði tillögur sínar en ekki voru allir fimm nefndarmeðlimir sammála um allar þær aðgerðir sem skýrslan leggur til og skiptust því tillögur í minni og meirihluta. Sundurliðaðar tillögur nefndarinnar eru eftirfar- andi: a) Endurgreiðsla á hluta kostn- aðar vegna framleiðslu á frétt- um og fréttatengdu efni b) Ríkisútvarpið fari af auglýs- ingamarkaði c) Virðisaukaskattur á sölu og áskriftum á rafrænu formi og af hljóð- og myndefni eftir pöntun verði 11% d) Áfengis- og tóbaksauglýsingar verði heimilaðar e) Endurgreiðsla á hluta kostn- aðar vegna textunar og talsetn- ingar f) Undanþáguheimildir frá textun og talsetningu g) Gagnsæi í kaupum hins opinbera á auglýsingum Ráðuneytið tekur við keflinu Mennta- og menningarmálaráðu- neytið fer yfir skýrsluna og fær það hlutverk að kostnaðarmeta tillögur nefndarinnar og meta m.a. áhrif þeirra á ríkissjóð. Lilja segir í sam- tali við Morgunblaðið að samræm- ing á álagningu virðisaukaskatts á fjölmiðlum verði forgangsverkefni hjá ráðuneytinu. „Það sem ég mun gera núna strax er að fara í hvernig sé hægt að samræma álagningu á virðisaukaskatt á fjölmiðlum þannig það sé í öllum tilvikum í neðra þrep- inu,“ segir Lilja sem fagnar jafn- framt fjölmiðlaskýrslunni. „Fjöl- miðlaskýrslan markar ákveðin tímamót á Íslandi. Við erum að setja á dagskrá stöðu einkarekinni fjöl- miðla og varpa ljósi á mjög erfitt rekstrarumhverfi þeirra“. Hún segir jafnframt að nauðsyn- legt sé að sundurliða tillögur nefnd- arinnar og hefjast handa við að koma þeim í verk sem sátt er um. „Skýrslan setur þetta líka í alþjóð- legt samhengi, sem er gott. Þetta er ekki séríslensk staða. Nú er búið að ljúka þessari vinnu, ég tek við skýrslunni, við vinnum áfram úr henni. Það er strax hægt að fara að huga að virðisaukaskattinum. Annað þarf að meta betur bæði áhrifin og kostnað fyrir ríkissjóð.“ Lilja segir að nauðsynlegt hafi verið að birta skýrsluna um leið og hún kæmi og vonast hún til þess að umræða skapist um tillögur nefnd- arinnar. Mennta- og menningar- málaráðuneytið mun sjá um að kostnaðarmeta tillögur nefndar- innar og meta hvaða áhrif þær muni hafa á fjölmiðla, ríkissjóð og auglýs- ingamarkað. Verður virðisauka- skatturinn endurskoðaður við und- irbúning fjárlagaáætlunar og vonar ráðherra að slík vinna muni ganga hratt og örugglega fyrir sig. Klofin nefnd að hluta til Nefndin sammælist um að fjöl- miðlar eigi að geta sótt endur- greiðslu úr ríkissjóði en leggur til að fjölmiðlar þurfi að uppfylla tiltekin skilyrði til að njóta endurgreiðsl- unnar. Segir í skýrslunni að mikil- vægt sé að það ferli verði ekki flókið eða kostnaðarsamt. Meðal slíkra skilyrða getur verið staðfesting fjöl- miðlanefndar á að fjölmiðillinn falli undir gildissvið fjölmiðlalaga og miðli fréttum og fréttatengdu efni, svo og staðfesting þriðja aðila (t.d. endurskoðanda) á þeim rekstrar- kostnaði sem lagður er til grund- vallar endurgreiðslunni. Meirihluti nefndarinnar lagði til að Ríkisútvarpið færi hið fyrsta af auglýsingamarkaði. Þar með verði horfið frá samkeppnisrekstri rík- isins í auglýsingasölu, bæði í sjón- varpi og útvarpi. „Einkareknir fjöl- miðlar hér á landi búa við skakka samkeppnisstöðu vegna þess að þeir keppa við Ríkisútvarpið, sem nýtur umtalsverðra ríkisframlaga, um sölu auglýsinga á markaði,“ segir í skýrslunni. Meirihluti nefndarinnar lagði einnig til að sala og áskriftir dagblaða, tímarita og landsmála- og héraðsfréttablaða, hvort sem eru á prentuðu eða rafrænu formi, skatt- leggist í sama skattþrepi og falli í lægra skatthlutfall virðisaukaskatts, 11%. Bendir meirihlutinn á að virð- isaukaskattur er neysluskattur og af því leiðir að hið beina skattalega hagræði af lækkuninni ætti að skila sér til viðskiptavina fjölmiðlanna, hvort sem um er að ræða áskrif- endur fjölmiðla eða þá sem kaupa aðgang að einstaka viðburðum, sýn- ingum og blöðum. Þá var það einnig meirihlutinn sem sammæltist um að birtingar á áfengis- og tóbaksaug- lýsingum verði heimilaðar, innan þess ramma sem alþjóðlegar skuld- bindingar Íslands segja til um. „Takmarkanir sem settar eru á sölu slíkra auglýsinga þurfa að taka mið af breyttu neyslumynstri almenn- ings og sístækkandi hlutdeild er- lendra miðla á íslenskum markaði. Er það mat meirihluta nefndarinnar að íslenskir fjölmiðlar eigi að lúta sambærilegum reglum og þeir er- lendu. Um er að ræða mikla tekju- möguleika og þar með mikla hags- muni fyrir íslenska fjölmiðla,“ segir í skýrslunni. Leggja til miklar breytingar  Skýrsla um aðgerðir til að bæta stöðu fjölmiðla birt  Menntamálaráðuneytið mun kostnaðarmeta tillögur nefndarinnar  Samræming virðisaukaskatts á fjölmiðla er forgangsverkefni, segir ráðherra Fjölmiðlaskýrsla Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra veitir fjölmiðla- skýrslunni viðtöku frá Björgvini Guðmundssyni, formanni nefndarinnar. „Ísland er lítið markaðssvæði og ef RÚV yrði tekið út af auglýsingamarkaði er ekki sjálfgefið að fyrirtæki leggi áfram út í umfangsmikla framleiðslu á sjónvarpsauglýs- ingum fyrir lítinn hluta hins litla markaðar. Og þá er spurning hvort kakan minnki ekki við þessa tilteknu að- gerð,“ segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri um fjölmiðlaskýrsluna. Hann segir skýrsluna um margt vera gott innlegg í nauðsynlega umræðu um íslenska fjölmiðla. „Ég hef áður lýst því hve mikilvægt er fyrir lýðræði og menningu að hafa fjölbreytta flóru einkarek- inna miðla við hlið öflugs Ríkisútvarps. Það er leiðarstef í okkar stefnu sem kynnt var í fyrra. Í skýrslunni er samhljómur við það inntak stefnu RÚV. Fjölmiðlalandslagið hefur breyst gríðarlega með tilkomu nýrrar tækni og stórra efnisveitna,“ segir Magnús Geir en lengra samtal var á mbl.is í gær. Fjölbreytt flóra fjölmiðla er mikilvæg Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, segir greinilegt að það hafi verið mikil vinna lögð í skýrsluna og vonar hann að stjórnvöld taki mið af henni í aðgerð- um sínum. „Það er margt forvitnilegt þarna sem ég sé ástæðu til þess að skoða betur. Það er greinilegt að þessi nefnd hefur lagt í þetta mikla vinnu. Það skiptir máli að ríkisstjórnin hafi þetta til hliðsjónar og styrki fjölmiðla- kerfið í landinu, það er grundvöllur lýðræðisins,“ segir Hjálmar og bætir við að hann hefði einnig viljað sjá styrki til rannsóknarblaðamennsku sem hluta af til- lögum nefndarinnar. „Ég sakna þess að sjá ekki tillögur um rannsóknarblaðamennskusjóð með svipuðum hætti og launasjóður rithöfunda. Ég held að það geti verið mjög mikilsvert að hafa slíkan sjóð til að leita í.“ Vonar að ríkisstjórnin líti til skýrslunnar „Í fyrsta lagi er gott að skýrslan er komin út og í öðru lagi verður þetta vonandi ekki bara skúffuskýrsla,“ segir Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhorns á Vesturlandi, inntur eftir viðbrögðum við fjölmiðla- skýrslunni. „Það er margt ágætt sem kemur þarna fram og hvað okkur litlu héraðsblöðin snertir er mjög jákvætt að sjá að það eru margir hlynntir því að ef svona landshlutablöð fái stuðning eigi þau allavega lögheimili og starfsemi innan viðkomandi svæðis.“ Hann segir nauðsynlegt að hlúa að starfseminni í öllum landshlutum. „Vonandi verður þetta til þess að menn opni augun fyrir því að það sé nauðsynlegt að það séu starfandi blaðamenn í öllum landshlutum. Ef miðill eins og okkar dettur út þá fara um leið síðustu þrír blaðamenn- irnir og það væri í raun og veru bara slæmt fyrir íbúa svæðisins.“ Vonandi verður þetta ekki skúffuskýrsla Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, formaður Sambands ís- lenskra auglýsingastofa (SÍA), segir það vera slæmt fyr- ir auglýsendur og auglýsingastofur ef RÚV fari af aug- lýsingamarkaði. „Við munum ekki koma til með að ná til hluta þjóðarinnar. Auglýsingar eru upplýsingar og við munum ekki koma þeim til alls almennings,“ segir Elín Helga og telur jafnframt að það fjármagn sem farið hafi til RÚV muni ekki sjálfkrafa færast yfir á aðra fjölmiðla þó RÚV fari af markaðnum. „Ef við næðum í allan þenn- an áhorfendahóp á öðrum fjölmiðlum þá værum við þar. Við viljum ná til sem flestra fyrir sem minnstan pening. Ef RÚV verður tekið úr kökunni þá þarf að leita nýrra leiða eða taka þennan pening í annað,“ segir Elín Helga, sem telur meiri ógn stafa af erlendum efnis- veitum á borð við Netflix, Facebook og Google heldur en af RÚV. Slæmt ef RÚV færi af auglýsingamarkaði Meirihluti nefndarinnar leggur til að Ríkisútvarpið fari hið fyrsta af auglýsingamarkaði. Þar með verði horfið frá samkeppnisrekstri ríkis- ins í auglýsingasölu, bæði í sjón- varpi og útvarpi. Bendir meirihlut- inn á að áætlað er að auglýsinga- markaður á Íslandi í formi birtinga velti um 11 milljörðum króna á ári. Auglýsingatekjur RÚV á árinu 2016 voru 2,2 milljarðar króna. Af því leiðir að RÚV er með ríflega 20% hlutdeild af auglýsingamark- aðnum. „Ef hlutdeild RÚV er skoð- uð út frá starfsemi, þ.e. auglýs- ingar í útvarpi og sjónvarpi, var RÚV með 44% birtingarfjár í þá miðla árið 2016. Það liggur því fyr- ir að RÚV fær tæplega helming tekna á markaði með auglýsinga- birtingar í hljóðvarpi og sjónvarpi,“ segir í skýrslunni. RÚV með um 20% hlutdeild Hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði 2016 Skipting birtingarfjár* Milljarðar kr. Hlutdeild RÚV Ljósvakamiðlar 5,0 44% Sjónvarp 3,1 Útvarp 1,8 Prent- og vefmiðlar 6,0 0% Prentmiðlar 3,3 Vefur innanlands 1,8 Vefur erlendis 0,4 Annað, bíó, flettiskilti o.fl. 0,5 Samtals 11,0 20% *Skv. ársskýrslu fjölmiðlanefndar keyptu birtingarhúsin á Íslandi auglýsingar fyrir 5,5 milljarða króna á árinu 2016, sem er áætlað að sé um helmingur auglýsinga á markaði. Heimild: Skýrsla nefndar um stöðu einkarekinna fjölmiðla. Ljósvaka- miðlar RÚV RÚVSamtals 5,0 milljarðar 11,0 milljarðar 44% 20%  Ríkisútvarpið skekkir samkeppnisstöðu fjölmiðla á Íslandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.