Morgunblaðið - 26.01.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.01.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2018 Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík bilanaust@bilanaust.is Sími: 535 9000 | bilanaust.is Gæði, reynsla og gott verð Vottaðir hágæða VARAHLUTIR í flestar gerðir bifreiða Siðan 1962 Bílanaust er einnig í Kópavogi – Hafnarfirði – Keflavík – Selfossi – Akureyri – Egilsstöðum Það er huggunarríkt hvaðhelstu stórmenni heims- viðskiptanna ganga í góðum takti við þær skoðanir sem hæst ber hverju sinni. Þau hafa öll jákvæð- ar tilfinningar til metoo-hreyfiafls- ins mikla sem rekja má til frétta af falli fé- laga Har- vey Wein- steins og allra hinna sem hrösuðu í kjölfarið, sumir allt að því fjörutíu ár aftur í tímann.    Lengi hefur verið rík og mynd-arleg samstaða meðal allra á fundum í skíðabænum Davos í Sviss um að alls ekki skuli efast í neinu um vísindalegar kenningar um hlýnun andrúmslofts af mannavöldum og því síður draga í efa ákvörðun á 40 þúsund manna fundi í París, þar sem algjör sam- staða ríkti.    Þeir munu ítreka þá afstöðusína á fundinum í Davos að hlýnun andrúmslofts sé hitamál.    Þangað komu þeir á rétt rúm-lega 1.000 einkaþotum sínum sem standa svo prúðmannlega í röð á flugvellinum í Zürich. Jafn- vel þeir sem eiga tvær einkaþotur létu sér nægja að koma á einni. Og það sýnir staðfestuna að ekki nærri allir þeirra fóru á þyrlum þaðan og upp í Davos en hoss- uðust í Bensum um beygjurnar. Hefur það glatt umhverfisverndar- sinna við vegkantinn og þá sem fylgdust með útsendingum sjón- varps.    Enn hefur ekkert fyrirmennihent plastpoka og ekki verð- ur betur heyrt en að flestar ræður sem fluttar hafa verið séu endur- unnar, sem er til mikillar fyrir- myndar. Mannkynið á því enn þá von. Fljúgandi fordæmi STAKSTEINAR Veður víða um heim 25.1., kl. 18.00 Reykjavík -5 skýjað Bolungarvík -6 léttskýjað Akureyri -4 skýjað Nuuk -6 léttskýjað Þórshöfn 3 heiðskírt Ósló 4 heiðskírt Kaupmannahöfn 5 skýjað Stokkhólmur 5 skýjað Helsinki 4 skýjað Lúxemborg 7 rigning Brussel 8 skúrir Dublin 7 léttskýjað Glasgow 7 rigning London 9 skúrir París 8 skýjað Amsterdam 7 léttskýjað Hamborg 8 skýjað Berlín 8 skýjað Vín 3 skýjað Moskva -6 heiðskírt Algarve 14 léttskýjað Madríd 6 súld Barcelona 13 skýjað Mallorca 14 léttskýjað Róm 13 heiðskírt Aþena 6 léttskýjað Winnipeg -7 þoka Montreal -14 léttskýjað New York -4 heiðskírt Chicago -1 þoka Orlando 16 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 26. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:26 16:56 ÍSAFJÖRÐUR 10:50 16:41 SIGLUFJÖRÐUR 10:34 16:23 DJÚPIVOGUR 10:00 16:20 Ármann Kr. Ólafsson bæjar- stjóri skipar efsta sætið á framboðslista sjálfstæðismanna í Kópavogi í bæjarstjórnar- kosningum í vor. Tillaga uppstill- ingarnefndar að skipan listans var samþykkt á fundi fulltrúaráðs sjálf- stæðismanna í Kópavogi í gær- kvöldi. Röð sjö efstu sætanna er hin sama og var fyrir síðustu kosningar, það er að 2. sæti skipar Margrét Frið- riksdóttir, Karen Elísabet Halldórs- dóttir er í því 3., Hjördís Ýr Johnson í 4. sæti og 5. sæti skipar Guð- mundur Gísli Geirdal. Í 6. sæti er Jón Finnbogason og í 7. Andri Steinn Hilmarsson, háskólanemi og blaðamaður. Í 8. sæti listans er Júl- íus Hafstein, fv. sendiherra og fyrr- verandi borgarfulltrúi. Ákveðið var í nóvember að valið skyldi á framboðslista og var níu manna nefnd falið að gera tillögu. Auglýst var eftir framboðum, 22 gáfu kost ár sér. sbs@mbl.is Ármann er áfram efstur í Kópavogi  Júlíus Hafstein er í 8. sæti á listanum Ármann Kr. Ólafsson Markmiðið var að rannsaka mögulegt flæði stýrens úr frauð- plastkössum í fersk þorsk- og karfa- flök, sem geymd eru við dæmigert hitastig í sjóflutningi á ferskum flök- um frá Íslandi til Evrópu eða Am- eríku. Amerískir kaupendur óska eftir því að fiskflökum sé pakkað í plastpoka fyrir pökkun í frauðplast- kassa vegna mögulegrar stýren- mengunar úr frauði í fisk, segir í ágripi um tilraunina. Meginniðurstaða tilraunar sem gerð var í sumar í samstarfi Matís, Há- skóla Íslands, Eurofins og Tempru er að ekki er nauðsynlegt að pakka ferskum fiskflökum í plastpoka fyrir pökkun í frauðplastkassa sem geyma og flytja á við kældar og ofur- kældar aðstæður. Fjallað er um til- raunina í skýrslu á heimasíðu Matís, en fyrirhugað er að kynna niður- stöðurnar, meðal annars í Banda- ríkjunum. Mælt var stýren í fiski sem geymdur hafði verið í tiltekinn tíma við tiltekið hitastig án plastpoka í tólf frauðkössum og magn stýrens borið saman við viðmið bandaríska Matvæla- og lyfjaeftirlitsins (FDA). Eitt sýni var tekið úr neðsta hluta neðsta fiskflaks í hverjum kassanna tólf og hafði þar með verið í beinni snertingu við frauðplast. Sýnin voru send til greiningar hjá Eurofins, al- þjóðlegri rannsóknastofu í Þýska- landi og sýna niðurstöðurnar að magn stýrens, sem og annarra óæskilegra efna eins og bensens og tólúens, var undir 0,01 mg/kg fisks í öllum tólf fisksýnunum. Viðmið eða hámark FDA er 90 mg af stýreni í hverju kg af fiski á ein- stakling á dag, sem jafngildir sam- kvæmt niðurstöðum þessarar til- raunar að neytandi þurfi að neyta daglega níu tonna af fiski til að nálg- ast viðmið FDA. aij@mbl.is Borða þyrfti níu tonn af fiski á dag  Spara má plastpoka við fiskútflutning  Mengandi efni langt innan marka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.