Morgunblaðið - 26.01.2018, Page 12

Morgunblaðið - 26.01.2018, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2018 Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Kamasa verkfæri – þessi sterku Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is V ið Lolli sátum að tafli inni í Hörpu í vinnunni og horfðum til fjalla, dáðumst að fegurð Esj- unnar sem skartaði sínu fegursta þann daginn og töluðum um að gaman væri að ganga á hana og jafnvel taka þar skák til að krydda gönguna. Við héldum svo á fjallið síðastliðinn laugardag en það kom Lolla þó nokkuð á óvart þegar ég dró taflið upp úr bakpokanum þegar við vorum komnir upp að Steini,“ segir Grímur Grímsson, sviðsstjóri hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands, sem tefldi þann janúardag sína fyrstu skák á fjalli, á sjálfri Esj- unni, við vinnufélaga sinn, ítalska fiðluleikarann Nicola Lolli, en hann er konsertmeistari í Sinfó ásamt Sigrúnu Eðvaldsdóttur. „Lolla þótti kuldinn og vindur- inn heldur mikill til tafls, hann tefldi langt undir getu þarna upp við Stein. Við þurftum að taka af okkur vett- lingana til að færa taflmennina og urðum fljótt krókloppnir. Það var skafrenningur yfir skákborðið og mynduðust litlir skaflar við tafl- mennina, sem var mjög fallegt. Lolli lenti í smá vandræðum með drottn- inguna, hún lenti á hálum ís, bæði í bókstaflegri merkingu og skáklegri. Og Esjan blés hrókspeði út af borð- inu,“ segir Grímur sem vann þessa vindasömu vetrarskák, en bætir við að Lolli hafi hefnt sín með því að vinna hann í blindskák á leiðinni nið- ur Esjuhlíðar. „Ég náði að vinna tvær slíkar á leiðinni upp,“ segir Grímur og bætir við að það sé ekki eins erfitt og það Drottningin lenti á hálum ís á Esjunni Að tefla þarf ekki að vera bundið við að sitja kyrr inni við allan tímann. Grímur Grímsson skákmaður segir að hægt sé að krydda skákina með ýmsum hætti og þar lætur hann verkin tala. Hann langar til að blanda saman boxi og skák þar sem spennan fælist í því að komast að því hvort maður er rotaður eða mátaður. Ljósmynd/Nicola Lolli Fjallaskák Grímur glaðbeittur við upphaf skákar undir Steini efst á Langa- hrygg. Skafrenningur var eins og sjá má á taflborðinu, sem hefur gránað. Húfan góða með merkinu FO, sem stendur fyrir Fokk Ofbeldi, er nú komin aftur í sölu á vegum UN Wom- en á Íslandi, nú dimmblá að lit. Í tilkynningu segir: „Byltingin gegn kynbundnu ofbeldi er hafin. Ofbeldi gegn konum og stúlkum er útbreidd- asta mannréttindabrot í heiminum í dag. Konur úr ólíkum stéttum hafa stigið fram hér á landi og víða um heim og lýst kynbundnu ofbeldi, kyn- ferðislegri áreitni og misbeitingu valds sem þær hafa upplifað. Kyn- bundið ofbeldi er heimsfaraldur og þrífst í öllum samfélögum heimsins og innan allra stétta. · Þriðja hver kona á Íslandi hefur verið beitt líkamlegu eða kynferðis- legu ofbeldi. · Einni af hverjum tíu konum í heiminum hefur verið nauðgað. · Stúlka undir 18 ára aldri er gift á tveggja sekúnda fresti. · Helmingur kvenna innan Evrópu- sambandsríkja hefur upplifað kyn- ferðislega áreitni. · 200 milljónir núlifandi kvenna hafa þurft að þola limlestingu á kyn- færum. Með því að kaupa Fokk Ofbeldi húf- una tekur fólk þátt í baráttunni gegn ofbeldi gegn konum og stúlkum. Allur ágóði rennur til verkefna UN Women sem miða að afnámi ofbeldis gegn konum og stúlkum.“ Húfan fæst í verslunum Vodafone og á www.unwomen.is Saga Sig ljós- myndari tók ljósmyndir fyrir átakið. Ný Fokk Ofbeldi húfa komin í sölu Gefum skít í ofbeldi Skarta nýju húfunni Margrét Erla Maack, Steinunn Ása og Berglind Festival. Fyrir alla Fanney Birna, Þorsteinn Bachmann, Diddú og Gísli Marteinn. Blússveit Þollýjar heldur Tregatrúar- tónlistarmessu eða svokallaða Blús- messu sunnudaginn 28. janúar í Óháða söfnuðinum við Háteigsveg. Þar verður flutt tregafull blústónlist með trúarlegum textum. Slík sam- koma hefur verið árlegur viðburður í kirkju Óháða safnaðarins allt frá því Pétur Þorsteinsson, prestur safn- aðarins, heyrði Blússveit Þollýjar spila blús niðri í bæ, en þá stakk hann upp á því við hljómsveitarmeðlimi að gaman væri að bjóða upp á blús- messu í Óháða söfnuðinum. Blússveitin sérhæfir sig í að spila gospelblús, þ.e. blústónlist þar sem textarnir eru á trúarlegum nótum. Blússveit Þollýjar er skipuð Þollý Rósmunds söngkonu, Friðriki Karls- syni á gítar, Sigurði Ingimarssyni á ryþmagítar og munnhörpu en hann syngur einnig, Jonni Richter á bassa og Fúsa Óttars á trommum. Í tregatrúartónlistarmessunni má því búast við fjölbreyttri blústónlist, ekki aðeins hugljúfri heldur líka hressari og kröftugri. Friðrik Karlsson ætlar að sjá um predikunina og ætlar hann að miðla reynslu sinni af trúarupplifun og frelsun eftir að hafa stundað hug- leiðslu í mörg ár. Blússveit Þollýjar kemur fram hjá Óháða söfnuðinum Ljósmynd/Ásta Magg Gaman Friðrik og Þollý við æfingar í kirkjunni og gleðin er greinilega við völd. Reynsluboltar spila í Blúsmessu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.