Morgunblaðið - 26.01.2018, Síða 14

Morgunblaðið - 26.01.2018, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2018 Hágæða umhverfisvænar hreinsivörur fyrir bílinn þinn Glansandi flottur Fást í betri byggingavöruverslunum, matvöruverslunum og bensínstöðvum. SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík og aðdraganda þeirra beinist kastljósið gjarnan að odd- vitum framboðslistanna og borg- arstjóra hverju sinni. Leiðtogakjör sjálfstæðismanna sem fram fer á laugardaginn sýnir þetta glöggt. Mikilvægast þykir að hafa foringja með skýra sýn og stefnu sem höfðar til kjósenda. Sigursæll oddviti á möguleika á að hreppa embætti borgarstjóra og ræður þá mestu um málefni borgarinnar þótt hann hafi ekki nema eitt atkvæði í borgar- stjórn eins og aðrir borgarfulltrúar. Borgarstjóraembættið í Reykja- vík var stofnað 1908, fyrir 110 árum. Heitið „borgarstjóri“ var notað þótt áfram væri talað um bæjarstjórn fram á sjötta áratuginn. Fyrstur til að gegna embættinu var Páll Ein- arsson. Hann var borgarstjóri til 1914 þegar hann sótti um og fékk embætti sýslumanns í Eyjafjarð- arsýslu og bæjarfógeta á Akureyri. Bæjarstjórnin auglýsti þá embættið laust til umsóknar og sóttu þrír um: Knud Zimsen verkfræðingur og bæjarfulltrúi, Sigurður Eggerz sýslumaður og Vigfús Einarsson fógetafulltrúi. Vigfús dró umsóknina til baka áður en bæjarstjórnin kaus um veitinguna. Við atkvæðagreiðsl- una fékk Zimsen flest atkvæði, átta (og sat þó hjá sjálfur) en Sigurður Eggerz 5. Var Zimsen í kjölfarið ráð- inn borgarstjóri til næstu sex ára. Var samþykkt 1914 Á Alþingi höfðu þær raddir heyrst að réttast væri að æðstu embætt- ismenn ríkisins og sveitarfélaganna væru kjörnir beinni kosningu. Til- laga um að Reykvíkingar fengju að kjósa borgarstjóra sinn kom fyrst fram 1907 en var þá felld. Þingmenn Reykvíkinga báru fram frumvarp um beint kjör borgarstjóra snemma árs 1911 við misjafnar undirtektir bæjarfulltrúa Reykvíkinga. Hug- myndin virðist hins vegar hafa átt góðan hljómgrunn meðal bæjarbúa. Frumvarpið náði ekki fram að ganga, en var borið fram að nýju sumarið 1914 og þá samþykkt. Hafði bæjarstjórnin þá lýst yfir stuðningi við málið. „Borgarstjóri skal kosinn af atkvæðisbærum borgurum kaup- staðarins til 6 ára í senn, enda hafi að minnsta kosti 50 kjósendur mælt með kosningu hans,“ sagði í lög- unum. Ekki var gert ráð fyrir nein- um breytingum á starfsemi bæjar- stjórnarinnar; hér var eingöngu verið að kjósa framkvæmdastjóra fyrir bæinn. Sex ár liðu frá því að Alþingi sam- þykkti að borgarstjórinn í Reykjavík skyldi kosinn beinni kosningu og þar til kosningin fór fram. Í mars 1920 þegar leið að því að ráðningar- tímabili Knud Zimsen lyki var emb- ættið auglýst laust til umsóknar. Tveir sóttu um, Knud Zimsen og Sigurður Eggerz. Zimsen fannst hann hafa náð góðum tökum á starf- inu og vildi því vera áfram. Sigurður hafði verið fjármálaráðherra í rík- isstjórn Jóns Magnússonar fram í febrúar þetta ár og þar á undan ráð- herra Íslands og vildi gjarnan sitja áfram í valdaembætti. Hann var þó ekki sannfærðari en svo um sigur í komandi kosningum að samtímis sótti hann um embætti sýslumanns í Eyjafjarðarsýslu. Hápólitísk kosningabarátta Knud Zimsen hafði reynst fram- takssamur í embætti, en í lands- málum var hann til hægri og lá undir ásökunum um að hann skaraði eld að sinni köku með því að beina við- skiptum bæjarins til fyrirtækja sem hann var tengdur eða átti hlut í. Sig- urður Eggerz var frjálslyndari í skoðunum og því ákvað Alþýðuflokk- urinn, sem um þessar mundir var að eflast sem stéttaflokkur, að styðja hann til embættisins í stað þess að tefla fram eigin frambjóðanda. Fyrir vikið einkenndist kosningabaráttan af skörpum pólitískum línum, hægri og vinstri. Í smágrein í Alþýðublaðinu í lok apríl mátti lesa: „Heyrst hefur að Knud Zimsen hafi meðal kaupmanna og spekulanta þeirra sem honum fylgja sagt að Sig. Eggerz styddu tómir sócíalistar, en í KFUM að hann styddu tómir guðleysingjar.“ Þarna var vísað til þess að Zimsen var einn forystumönnum Kristilegs félags ungra manna. Stofnandi og leiðtogi KFUM, séra Friðrik Frið- riksson, sem aldrei hafði skipt sér af stjórnmálum, var mikill vinur Zim- sens og skrifaði grein honum til stuðnings í Vísi í byrjun maí Greinin vakti mikla athygli enda var öll for- síðan lögð undir hana. Annar áhrifa- maður sem studdi Zimsen var Ólafur Thors forstjóri útgerðarfyrirtæk- isins Kveldúlfs, sem var einn helsti vinnuveitandi bæjarins.. Hann talaði ekki á fundum en „agiteraði stíft fyr- ir Knúti“ segir hann í bréfi til skóla- bróður síns í Kaupmannahöfn þá um vorið eins og lesa má um í bókinni Thorsararnir (2005). Í einni grein- inni komst hann svo að orði: „Allir viðurkenna, bæði meðhaldsmenn og mótherjar Sigurðar Eggerz, að borgastjóraembættið sé vandamikið og erfitt starf. Einmitt þess vegna er ástæða til, að berjast á móti því, að Sigurði Eggerz verði falið það. Ef borgarstjóraembættið væri um- svifalítið starf og vandalítið, mundi hr. Sigurður Eggerz eflaust mjög vel fallinn til þess að gegna því, því mað- urinn er einstaklega prúður í um- gengni og dagfarsgóður talinn.“ Ólafur skammaðist sín svolítið fyrir málflutning sinn gegn Sigurði í þess- um greinum, þar sem gefið var í skyn að hann væri latur og fram- takslaus, og segir í bréfinu fyrr- nefnda: „Ekki er þessi pólitík þrosk- andi hvað siðgæði viðvíkur.“ Ásakanir um að Sigurður Eggerz nyti helst stuðnings sósíalista urðu til þess að 75 málsmetandi borgarar birtu yfirlýsingu í Vísi honum til stuðnings. Meðal þeirra voru Bene- dikt Sveinsson og Guðrún Péturs- dóttir frá Engey, Magnús Sigurðs- son bankastjóri, Bjarni Jónsson frá Vogi, Jakob Möller ritstjóri og Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Rifist um Austurvöll Annars voru deilumálin ekki öll hápólitísk. Alþýðublaðið eyddi til dæmis miklu púðri í að skammast út í Knud Zimsen fyrir það hve Aust- urvöllur væri í mikilli niðurníðslu; borgarstjóri hefði vanrækt að láta bera á hann með þeim afleiðingum að völlurinn væri að verða að mold- arflagi. Gengið var til kosninga laug- ardaginn 8. maí 1920. Mikil spenna var í bænum og almælt að úrslitin væru mjög tvísýn. Þegar talið var upp úr kjörkössunum kom í ljós að Knud Zimsen hafði haft betur. Fékk hann 1760 atkvæði en Sigurður Eg- gerz 1584. Alþýðublaðið sagði að þessi 176 atkvæða munur væri í raun mikill ósigur fyrir Zimsen og taldi að það hefði haft mikið að segja að trúarbrögðunum hefði verið blandað inn í kosningabaráttuna „með því að hefja Zimsen til skýjanna sem sann- kristinn mann, en drótta öllu því versta að Sigurði Eggerz í þeim efn- um“. Eftir stæði að 1584 kjósendur bæjarins væru reiðubúnir til þess „að steypa Zimsen hvenær sem færi gefst á næst, og með honum hags- munaklíku þeirri, utan bæjar- stjórnar og innan, sem liggur nú eins og mara á Reykjavík,“ eins og kom- ist var að orði. Knud Zimsen átti hins vegar eftir að sitja lengi enn á stóli bæjarstjóra, en næstu árin ávallt kosinn af bæj- arstjórninni því lagaákvæðið um beina kosningu borgarstjóra var fellt úr gildi. Var Zimsen borgar- stjóri í Reykjavík samtals í 18 ár, til 1932. Endurminningar hans úr borgarstjórastarfinu komu út í tveimur bindum 1958 og 1952, Við fjörð og vík og Úr bæ í borg. Geyma þær mikinn fróðleik um sögu Reykjavíkur á fyrri hluta síðustu aldar. Bein kosning borgarstjóra  Árið 1920 kusu Reykvíkingar borgarstjóra í beinni kosningu í fyrsta og eina sinn  Alþingi ákvað þá tilhögun  Harðvítug kosningabarátta á milli Sigurðar Eggerz og Knud Zimsen sem náði kjöri Borgarstjóri Knud Zimsen var röggsamur í embætti. Hér hefur hann tekið að sér umferðarstjórn á gatnamótum Austurstrætis og Pósthússtrætis sumarið 1925 þegar óvenjulega mikil umferð var, aðallega hesta og hestvagna, vegna þess að erlent skemmtiferðaskip var í höfn með fjölda farþega. Frambjóðandi Sigurður Eggerz vildi verða borgarstjóri 1920. Kosning Baráttan um borgarstjórastólinn 1920 var hörð. Skipulega var gengið til verka af hálfu frambjóðenda og ráku báðir kosningaskrifstofu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.