Morgunblaðið - 26.01.2018, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2018
10%
afsláttur
10% afsláttur af
trúlofunar- og
giftingarhringa-
pörum
CARAT Haukur gullsmiður | Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is
Sendum frítt um allt land
Skoðaðu úrvalið á carat.is
BAKSVIÐ
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Ellefu Asíu- og Kyrrahafsríki hafa
ákveðið að undirrita TPP-fríversl-
unarsamninginn án Bandaríkjanna
eftir að Donald Trump forseti ákvað
að hafna honum og hótaði að segja
upp NAFTA, fríverslunarsamningi
Norður-Ameríkuríkja. Evrópuríki
og lönd á borð við Kína halda áfram
viðræðum um fleiri fríverslunar-
samninga án Bandaríkjanna.
Alls hafa 35 tvíhliða og fjölþjóð-
legir viðskiptasamningar verið í
deiglunni síðustu misseri, að sögn
Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.
Bandaríkin eiga aðeins aðild að ein-
um þessara mögulegu samninga, við
Evrópusambandið, en samninga-
viðræðurnar um hann hafa legið
niðri eftir að Trump varð forseti.
Bandaríkin eru enn stærsta hag-
kerfi heimsins og ómissandi þáttur í
frjálsum heimsviðskiptum þannig að
án þeirra minnkar vægi fríversl-
unarsamninganna stórlega. Þessi
þróun gæti hins vegar aukið áhrif
Kína, næststærsta hagkerfisins, og
er talin geta skapað ný tækifæri fyr-
ir kínversk fyrirtæki.
Úr 40% í 13%
Með Bandaríkjunum hefði TPP
(e. Trans-Pacific Partnership) náð til
um 40% af heildarviðskiptunum í
heiminum. Án Bandaríkjanna nær
hann til um það bil 13% af heims-
viðskiptunum, að sögn fréttaveit-
unnar AFP.
Í upphaflega samningnum voru
ákvæði sem bandarísk stjórnvöld
höfðu beitt sér fyrir til að auka sam-
keppnishæfni bandarískra fyrir-
tækja gagnvart útflutningsfyrir-
tækjum í löndum þar sem laun eru
lægri. Markmið Bandaríkjamanna
var að auka viðskiptin við helstu
samstarfsríki þeirra í Asíu og þeir
vildu halda Kína fyrir utan samning-
inn til að koma í veg fyrir að þarlend
stjórnvöld gætu ráðið skilmálum
hans. Tímaritið The Economist segir
að hugsanlega hefði Kína verið boðin
aðild að TPP-samningnum síðar, en
ekki fyrr en Bandaríkjamenn hefðu
sett leikreglur frjálsu viðskiptanna,
m.a. varðandi réttindi launþega.
Trump hafnaði hins vegar samn-
ingnum á þeirri forsendu að hann
myndi skaða efnahag Bandaríkjanna
og fækka störfum í landinu. Reynd-
ar er talið ólíklegt að Bandaríkja-
þing hefði fullgilt samninginn ef
Trump hefði ekki verið kjörinn for-
seti. Ástæðan er vaxandi andstaða
við samninginn á þinginu, m.a. með-
al demókrata. Hillary Clinton, for-
setaefni demókrata, var hlynnt
samningnum þegar hún var utan-
ríkisráðherra en snerist gegn hon-
um í kosningabaráttunni, eins og
Bernie Sanders og fleiri vinstrimenn
í Demókrataflokknum. Samningar
um aukið frelsi í milliríkjavið-
skiptum hafa hins vegar verið á
meðal hornsteinanna í efnahags-
stefnu Repúblikanaflokksins síðustu
áratugi.
ESB í samningaham
Á meðal samninga sem gerðir
hafa verið eftir að Trump varð for-
seti er nýr viðskiptasamningur milli
Evrópusambandsins og Japans sem
var undirritaður í júlí. Evrópusam-
bandið gerði einnig nýjan viðskipta-
samning við Kanada á síðasta ári og
stefnir að samningum við lönd á
borð við Mexíkó og Chile um að
lækka tolla og draga úr viðskipta-
hindrunum. Sambandið hefur enn-
fremur hafið viðræður um nýjan
samning við Mercosur, viðskipta-
bandalag Brasilíu, Argentínu, Úrú-
gvæ og Paragvæ, að því er fram
kemur í frétt The Wall Street
Journal.
Kínverjar í sókn
Á sama tíma leggja Kínverjar
kapp á að auka áhrif sín í heims-
viðskiptum, meðal annars með asísk-
um fjárfestingarbanka sem á að
keppa við Alþjóðabankann og
áformum þeirra um að fjárfesta í
„nýjum silkivegi“, þjóðvegum um
Mið-Asíulönd, og nýjum siglinga-
leiðum um Indlandshaf og Rauða-
haf. Kínverjar hafa einnig beitt sér
fyrir fríverslunarsamningum við
Asíuríki, án aðildar Bandaríkjanna,
og koma fram sem helstu málsvarar
frjálsra heimsviðskipta þótt það
hljómi kaldhæðnislega í ljósi ófrels-
isins í viðskipta- og atvinnulífinu í
Kína.
Kínverjar hugsa sér enn fremur
gott til glóðarinnar í Afríku og Róm-
önsku Ameríku. The New York
Times hefur eftir sendiherra Chile í
Washington, að í allri sögu Róm-
önsku Ameríku hafi ekkert sam-
starfsríki verið eins viljugt til að
taka tillit til þarfa heimshlutans og
Kína hafi verið. „Bandaríkin eru enn
og verða líklega næstu 10, 20 árin
helsta viðskiptaríki Rómönsku Am-
eríku,“ hefur blaðið eftir honum.
„En þetta er að breytast. Breyting-
arnar blasa við ef þetta heldur svona
áfram.“
Að sögn The New York Times
hafa bandarísk útflutningsfyrirtæki
áhyggjur af þeirri þróun að önnur
ríki geri fríverslunarsamninga án
aðildar Bandaríkjanna. Til að mynda
verði TPP-samningurinn til þess að
stórbændur í Kanada og Ástralíu
geti selt nautakjöt í Japan á lægra
verði en bandarískir keppinautar
þeirra sem þurfa að borga hærri
tolla. Með því að hafna samningnum
hafi bandarískir útflytjendur misst
af tækifæri til að fá betri aðgang að
mörkuðum sem fari stækkandi.
Halda áfram án Bandaríkjanna
Ellefu Asíu- og Kyrrahafsríki ætla að undirrita fríverslunarsamning án aðildar Bandaríkjanna
Yfir 30 viðskiptasamningar í deiglunni Kínverjar kappkosta að auka áhrif sín í heimsviðskiptum
Ellefu Asíu- og Kyrrahafsríki ætla að undirrita samninginn án Bandaríkjanna eftir að Trump hafnaði honum
TPP-fríverslunarsamningurinn
Byggt á upplýsingum frá Alþjóðabankanum
fyrir árið 2016
Íbúafjöldi í milljónum
(Tölur SÞ)
36,62
Kanada
Verg landsframleiðsla í milljörðum bandaríkjadala
1.529,76 $
31
4.940,16 $
16
127,48
Japan
Víetnam
95,54
205,28 $
94
Útflutn-
ingur
(% af lands-
framleiðslu)
296,98 $
172 5.71
Singapúr
Brúnei
0,43
11,40 $
50
296,54 $
68 31,62
Malasía
Heimildir: USTR/Alþjóðabankinn/Sameinuðu þjóðirnar
Ástralía
24,45
1.204,62 $
19
Nýja-Sjáland
4,71
184,97 $
27
247,03 $
29 18,06
Chile
Perú
32,17
192,21 $
22
1.046,92 $
38
129,16
Mexíkó
Hafa ekki hafið viðræður
» Donald Trump segist vilja
gera viðskiptasamninga sem
verði betri fyrir bandarísk fyrir-
tæki og starfsmenn þeirra.
Viðræður um slíka samninga
hafa þó ekki verið hafnar.
» Bretar vilja tvíhliða við-
skiptasamning við Bandaríkin
en geta ekki hafið viðræðurnar
fyrr en þeir ganga úr ESB. Jap-
anar virðast tregir til að sam-
þykkja tilboð Bandaríkjanna
um tvíhliða viðskiptasamning.
.
Miklir vatnavextir hafa verið í Par-
ís og nágrenni vegna úrhellisrign-
inga síðustu vikurnar. Búist er við
að vatnshæð Signu verði allt að 6,2
metrar á morgun, en í venjulegu ár-
ferði er vatnshæð árinnar fjórum til
fimm metrum lægri. Svo miklir
vatnavextir hafa ekki verið í París
frá árinu 1982.
Úrkoman í norðaustanverðu
Frakklandi nú í janúar og í desem-
ber er sú þriðja mesta frá því að
mælingar hófust, að sögn veður-
stofu Frakklands. Á mörgum svæð-
um er úrkoman tvöfalt meiri en í
venjulegu árferði, meðal annars í
París.
Loka hefur þurft safndeildum í
kjöllurum bygginga við Signu til að
fjarlægja safngripi, meðal annars í
Louvre-safninu. Vatnavextirnir
hafa einnig orðið til þess að rottu-
gangur hefur aukist á götum
borgarinnar því að flætt hefur yfir
rottubæli við Signu, að sögn frétta-
veitunnar AFP.
AFP
Flóð valda usla í París