Morgunblaðið - 26.01.2018, Síða 18
BAKSVIÐ
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
S
amtökin ’78 og Reykja-
víkurborg hafa gert með
sér nýjan fræðslu- og
þjónustusamning. Í
fræðslusamningnum er
kveðið á um að Samtökin ’78 sinni
hinsegin fræðslu í öllum grunn-
skólum Reykjavíkurborgar eins og
samið var um árið 2014. Til viðbótar
var samið um sérstaka hinsegin
fræðslu til starfsfólks leikskóla
höfuðborgarinnar. Frá þessu segir í
tilkynningu frá Samtökunum ’78 og
á vefsíðu samtakanna.
„Í nýjum samningi við Hafnar-
fjörð, en þetta er í annað skipti sem
við semjum við bæinn, er nú kveðið á
um að starfsfólk leikskóla geti fengið
fræðslu frá Samtökunum ’78. Í nýj-
um samningi við Reykjavíkurborg
er þessi möguleiki einnig til staðar,
þ.e. að allt starfsfólk í leikskólum
Reykjavíkurborgar geti sótt fræðslu
til okkar. Markmiðið er að fræða um
fjölbreytt fjölskylduform, kynvitund
og kyntjáningu og búa leikskóla-
kennara undir að börn geti verið
með allskonar í kyntjáningu og
kunni í framhaldinu að skapa börn-
unum svigrúm til að tjá kyn sitt og
persónuleika. Það er til að það sé
ekki verið að setja börnin í einhver
mót strax,“ segir Daníel E. Arnars-
son, framkvæmdastjóri Samtakanna
’78, í samtali við Morgunblaðið.
„Þetta snýst um hvernig við
komum fram við einstaklingana. Við
höfum t.d. fengið símtöl frá starfs-
mönnum leikskóla um hvað á að
gera þegar börn sýna ákveðna kyn-
tjáningu eða kynvitund. Við erum
bara föst sem samfélag í tvíhyggju
um að karlar eigi að sýna karllæga
hegðun og konur kvenlæga hegðun.
En þetta snýst um að leyfa öllum að
vera eins og þeir eru, að fólki líði vel
í eigin skinni, börnum og full-
orðnum.“
Hinsegin félagsmiðstöð
Í fyrsta sinn er búið að tryggja
hinsegin félagsmiðstöð, samstarfs-
verkefni Samtakanna ’78 og frí-
stundamiðstöðvarinnar Tjarnar-
innar, rekstrarfé út árið 2020.
Meðfram fræðslusamningnum var
undirritaður þjónustusamningur um
ráðgjöf til borgarbúa hjá Samtök-
unum sér að kostnaðarlausu, starf-
rækslu ráðgjafar fyrir unglinga og
börn og að lokum að Samtökin ’78
geti sinnt daglegum rekstri sínum.
Reykjavíkurborg leggur nú
meira til reksturs Samtakanna ’78
en nokkur annar og er því stærsti
þjónustukaupi Samtakanna ’78.
„Hinsegin félagsmiðstöðin hef-
ur nú verið rekin um tíma. Áður vor-
um við með ungliðahreyfingu, en
bjóðum nú unglingum upp á fé-
lagsmiðstöð. Fyrir tveimur árum
ákváðum við að setja unglingastarfið
í faglegt ferli með því að semja við
félagsmiðstöð í Reykjavík og feng-
um nú loksins fjármagn til að reka
hana almennilega,“ segir Daníel.
Aukinheldur var samið um jafn-
ingjafræðslu til nemenda grunn-
skóla borgarinnar líkt og áður.
Daníel segir hinsegin fræðslu
halda áfram eins og verið hefur und-
anfarin ár með jafningjafræðslu til
nemenda 8. bekkjar, til kennara í
grunnskólum og frístundaheim-
ila.
„Þetta er bara sams konar
samningur og verið hefur, nema
nýtt framlag til reksturs hinsegin
félagsmiðstöðvar og svo leiðrétt-
ing fyrir verðlagsbreytingum.
Þessi þjónustusamningur hef-
ur verið lengi í gildi,“ segir
Anna Kristinsdóttir,
mannréttindastjóri
Reykjavíkurborgar.
Samið um hinsegin
fræðslu í leikskólum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Glatt á hjalla Leikskólabörn í heimsókn í Ráðhúsi Reykjavíkurborgar.
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Vandi íslenskaheilbrigðis-kerfisins er
flókinn og marg-
þættur. Krefjandi
verkefni blasa við
og það mun aðeins gera illt
verra að ýta þeim á undan sér.
Í umræðunni ber alla jafna
hæst að setja þurfi meiri pen-
inga í heilbrigðismálin, en
minna fer fyrir því að rétt sé
hvernig nýta eigi fjárveitingar.
Davíð O. Arnar, yfirlæknir
hjartalækninga á Landspítala
og formaður Félags íslenskra
lyflækna, og Runólfur Pálsson,
yfirlæknir nýrnalækninga á
Landspítala (í leyfi) og forseti
Evrópusamtaka lyflækna, hafa
lagt sín lóð á vogarskálarnar í
tveimur greinum í Morgun-
blaðinu. Í fyrri grein sinni
gerðu þeir grein fyrir stöðu
heilbrigðiskerfisins og í þeirri
síðari greindu þeir brýnustu
verkefnin.
Davíð og Runólfur segja að
meginvandamálin séu tvö:
„Mikil fjölgun aldraðra, sem
margir hverjir stríða við fjöl-
þætta sjúkdóma og/eða færni-
skerðingu, er risavaxið verk-
efni. Enn fremur hefur orðið
geysileg framþróun í greiningu
og meðferð margra sjúkdóma á
undanförnum áratugum sem
m.a. hefur leitt til þess að
sjúklingar með erfiða sjúk-
dóma lifa lengur en áður. Á
hinn bóginn hefur auknu fram-
boði meðferðarúrræða fylgt
ört vaxandi kostnaður og er
skýrasta dæmið geysileg út-
gjaldaaukning
vegna nýrra lyfja
undanfarin ár.“
Þeir segja að
þessari þróun hafi
ekki verið mætt
með skipulegum hætti og
benda á að af því leiði ómark-
viss nýting úrræða sem m.a.
endurspeglist í „þeim fjölda
aldraðra sem dvelja að jafnaði
í bráðalegurými Landspítala“.
Framundan er viðamikið
verkefni í heilbrigðisþjónust-
unni. Davíð og Runólfur draga
ekki dul á að auka þurfi fjár-
veitingar til heilbrigðismála,
en jafnframt þurfi að skipu-
leggja notkun peninga betur.
Margt af því sem þeir segja er
augljóst. Álag á bráðadeild
myndi minnka ef færri kæmu
þangað, sem í raun ættu að
leita annað. Með hollum lifn-
aðarháttum er hægt að efla
heilsu.
Þeir vilja efla framhalds-
menntun í heilbrigðisvísindum,
meðal annars til að nýta vinnu-
framlag námslækna. Einnig
segja þeir að ekki megi gleyma
sóknarfærum og nefna þar
nýtingu erfðupplýsinga.
Davíð og Runólfur setja
fram tillögur í fjórtán liðum,
sem miða að því að koma ís-
lenska heilbrigðiskerfinu í
fremstu röð. Davíð og Run-
ólfur horfa í greinum sínum yf-
ir allt sviðið og ákvörðun
þeirra að kveðja sér hljóðs með
þessum hætti verður vonandi
til að ýta undir aðgerðir í
heilbrigðismálum.
Heildarsýn á vand-
ann í heilbrigðis-
málum}
Brýn verkefni
Í gær hélt DonaldTrump til Da-
vos. Riddarar
alþjóðavæðingar-
innar sitja þar við
öll hringborð í lok-
uðum fjalladal.
Margir kjörnir leið-
togar telja nokkra upphefð í því
að sjást á þessum fundi. Þeir
áhrifamestu flytja sjálfstæðar
ræður en aðrir sitja í pallborði.
Svo skiptast menn niður á „lok-
uð boð“ í vertshúsum og skíða-
skálum af skárri gerðinni. Þar
er blanda af stórforstjórum,
stórstirnum fjölmiðla og fræði-
mönnum um peningamál.
Síðustu 2 áratugi hefur
Davos ekki tekist að lokka for-
seta Bandaríkjanna á fundinn.
Hvorki Bush yngri né Obama
eftirmanni hans á forsetastóli
þótti ómaksins vert að fara
þangað. Það kom á óvart að
Trump skyldi skella sér þangað.
Þótt þarna séu margir ríkustu
menn veraldar er ekki marga
aðdáendur Trumps þar að
finna. Hann þykir hafa móðgað
alþjóðavæðinguna. Það er
dauðasynd í Davos.
Oft er vitnað til
orða Dimon, for-
stjóra J.P. Morgan
(sagður með tæpa 4
milljarða í árslaun
auk bónusa): Í Da-
vos koma millj-
arðamæringar
saman til að útskýra fyrir millj-
ónamæringum hvernig milli-
stétt heimsins hugsar. En eins
og Niall Ferguson benti nýlega
á þá er það einn milljarðamær-
ingur sem örugglega veit
hvernig millistéttin hugsar.
Hann er með próf upp á það.
Prófskírteinið sýndi fjölda kjör-
manna í forsetakjöri í nóvem-
ber 2016.
En Trump rær ekki í takt við
stórvesíra alþjóðavæðingar-
innar um þessar mundir. Loforð
hans um að horfa fyrst til hags-
muna Bandaríkjanna áður en
aðrir hagsmunir fengju athygli
ruglar dæmið. Trump hafði
aldrei áður verið boðinn til
Davos. En þótt Trump rói ekki í
takt á hann til að sýna takta.
Það er þess virði að fylgjast
með Donald í Davos og fram-
haldinu.
Mun aðall alþjóða-
væðingarinnar
flaðra upp um
Trump? Rétt er að
útiloka ekkert}
Donald í Davos
S
taða einkarekinna fjölmiðla er
grafalvarleg hér á landi um leið
og hlutverk þeirra sem fjórða
valdið verður æ mikilvægara.
Í glænýrri skýrslu nefndar um
bætt rekstrarumhverfi einkarekinna fjöl-
miðla sem barst þingheimi í gær koma fram
tillögur að úrbótum sem ég vil gera að um-
fjöllunarefni.
Lögð er til endurgreiðsla á hluta kostn-
aðar vegna framleiðslu á fréttum og frétta-
tengdu efni. Þetta er fín tillaga enda er
rekstur fréttastofu yfirleitt kostnaðarsamur
vegna nauðsynlegs starfsmannafjölda. Í
öðru lagi er lagt til að Ríkisútvarpið fari af
auglýsingamarkaði. Ég er hlynnt þeirri að-
gerð ef stjórnvöld tryggja að fjármagn komi
á móti. Ef taka á Rúv af auglýsingamarkaði
þarf að fjármagna starfsemina með öðrum hætti þar sem
auglýsingatekjur Rúv eru þriðjungur tekna. Mætti skoða
þá leið að útvarpsgjald, sem er það lægsta hér á landi
samanborið við almannaútvarp í nágrannaríkjum, verði
hækkað enda er áskriftin einungis rúmar 1.000 kr. á mán-
uði fyrir dagskrá á þremur menningar- og fréttamiðlum,
Rúv sjónvarpi, Rás 1 og Rás 2 sem allir hafa mikla sér-
stöðu, auk hliðarrása og netmiðils. Mætti skoða að hækka
útvarpsgjaldið upp í 2.500 kr. á mánuði og með því tryggja
áframhaldandi starfsemi þrátt fyrir að Rúv hverfi af aug-
lýsingamarkaði. Til samanburðar er áskriftargjald að
Morgunblaðinu 6.597 kr. á mánuði og áskrift að Stöð 2 kr.
8.990 kr á mánuði.
Þá er lagt til að virðisaukaskattur á sölu og
áskriftum á rafrænu formi og af hljóð og mynd-
efni eftir pöntun verði 11%. Ég tel nauðsynlegt að
farið verði í könnun á því hvort gagnist litlum og
meðalstórum fréttamiðlum betur, slík leið eða
lækkun tryggingargjalds því eins og umhverfið er
í dag er ekki um marga áskriftarmiðla að ræða.
Í fjórða lagi er lagt til að áfengis- og tóbaks-
auglýsingar verði heimilaðar, í fimmta og sjötta
lagi er lögð til endurgreiðsla á hluta kostnaðar
vegna textunar og talsetningar sem og undan-
þáguheimild frá textun og talsetningu. Þarna eig-
um við að gera miklu betur og endurgreiða að
fullu kostnað vegna textunar og talsetningar.
Þetta er grundvallarréttur heyrnarskertra og
heyrnarlausra og íslenskt samfélag getur ekki
leyft sér að veita ekki þessa sjálfsögðu þjónustu
þó að hún sé fjárfrek. Er þá ótalin skylda okkar
gagnvart tungumáli okkar. Að sama skapi lýsi ég áhyggj-
um mínum yfir tillögum nefndar um að veittar verði
undanþáguheimildir frá textun og talsetningu.
Að lokum fagna ég tillögu um gagnsæi í kaupum hins
opinbera á auglýsingum en legg til að horft verði bæði á
auglýsingar hins opinbera og áskriftir því þar má sjá halla
verulega á fjölmiðla þegar kemur að innkaupum ríkisins.
Ég fagna einlæglega þessari skýrslugerð enda afar
mikilvægt að efla stöðu einkarekinna fjölmiðla í lýðræðis-
ríki.
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Einkareknir fjölmiðlar
Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
helguvolu@gmail.com
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Samningur Reykjavíkurborgar
og Samtakanna ’78 er til þriggja
ára og gildir til ársloka 2020.
Annars vegar er um að ræða
fræðslu í leik- og grunnskólum
um samkynhneigt, tvíkynhneigt,
pankynhneigt, asexual, intersex
og transgender fólk auk reksturs
hinsegin félagsmiðstöðvar.
Greiðast 6 milljónir árlega til
þess hluta samningsins.
Hins vegar rekstur skrifstofu
Samtakanna ’78, fræðslu til fag-
fólks og stuðningshópa fyrir
ungmenni og aðstand-
endur hinsegin fólks og
greiðast 2,7 milljónir ár-
lega til þess hluta.
Hækkun miðað við
eldri samning sé vegna
aukins rekstrarfjár til
hinsegin frístunda-
heimilis og verð-
lagsleiðrétt-
ingar.
Samningur
út árið 2020
AUKIÐ FÉ TIL REKSTURS
FRÍSTUNDAHEIMILIS
Borgarstjórinn í
Gleðigöngu 2017.