Morgunblaðið - 26.01.2018, Page 23

Morgunblaðið - 26.01.2018, Page 23
og glæsileg stúlka í hrókasam- ræðum sem fangaði athyglina, ekki bara fyrir það að tala hátt og snjallt heldur einnig fyrir liprar rökræður og smitandi hlátur. Það fór ekki framhjá neinum að hér var á ferðinni skarpgreind og skemmtileg kona. Ég vissi ekki þá hversu náin vinátta okkar og síðan fjölskyldna okkar yrði. Við sem sátum með henni í stjórn Alþjóðasamtaka viðskipta- og hagfræðinema fengum að njóta röggsemi hennar og rétt- sýni. Það var engin tilviljun að Sigga var jafnan í fremstu röð og gegndi ábyrgðarstöðum. Hún var sérdeilis fljót að hugsa og af- bragðs greinandi, fluglæs á töl- fræði viðskiptanna. Hún naut trausts og var ung þegar henni voru falin krefjandi verkefni vegna þekkingar sinnar og fag- mennsku. Henni voru allir vegir færir á sviði viðskiptalífsins en það var henni hins vegar ekkert kappsmál að komast í sviðsljósið, fjölskyldan og vinirnir voru í fyrirrúmi og þrátt fyrir stutta ævi fékk hún miklu áorkað. Mér er sérstaklega minnis- stætt eitt bréf af mörgum sem mér barst frá Siggu. Hún var að hefja nám í Kaliforníu og varð tíðrætt um ungan mann sem hún hafði hitt örfáum vikum fyrir brottför. Hugboðið við lestur bréfsins um að hér væri maður sem koma myndi nánar við sögu reyndist rétt. Hvorki tveggja ára aðskilnaður né búseta hvort í sinni heimsálfunni gat komið í veg fyrir brúðkaup hjónanna Siggu og Gunna örfáum árum síðar. Ég verð forsjóninni ævinlega þakklát fyrir að hafa kynnst vin- konu sem aldrei sló vinafundi á frest. Upp rifjast óteljandi sam- verustundir með þeim hjónum og fjölskyldu, á ferðalögum, við ára- mót, í veislum og á góðra vina fundi. Heimsóknirnar í Skorra- dalinn þar sem við fjölskyldan gengum að merktu gestaher- berginu okkar vísu, gönguferðir í skógi, bátsferðir, varðeldur og veisluborð að kveldi gleymast ekki. Hvergi höfum við hitt meiri driffjaðrir í ferðaskipulagningu en þau hjón, hvort heldur að sumri eða vetri, til útlanda eða í útilegur um landið þvert og endi- langt. Fjölbreyttur útilegu- hópurinn stækkaði ár frá ári, áfangastaðirnir óteljandi og skemmtilegir, jafnt í sól, rign- ingu eða þoku, svo sem Borgar- fjörður eystri, Ófeigsfjörður, Papey og jeppaferðir inn á há- lendið. Við kveðjum kæra vinkonu með sorg í hjarta, þakklát fyrir vináttuna. Missirinn er mikill en minningarnar lifa. Hugur okkar er hjá Gunna, Sverri, Halldóri, Þórunni Hönnu og fjölskyldu Siggu í þeirra miklu sorg. Björk og Eric. Með jeppann fullan af útilegu- dóti er keyrt í átt að Hólum. Kerran aftan í, hjólin á toppnum, skollaeyrum skellt við veður- spánni, jafnvel þó að ekki finnist spá um votara veður en einmitt þar. Ekki í fyrsta sinn sem ferða- félagar halda saman út í rigning- arspá. Enda er veðrið afstætt í góðra vina hópi og öll skúr styttir jú upp um síðir. Þegar við rennd- um í hlaðið voru flestir komnir. Sigga sat við dúkaða borðið sitt, í dúnúlpu og með húfu og fagnaði okkar innilega með sínu breiða brosi. Sigga, sannur vinur, dugn- aðarforkur með skoðun á mönn- um og málefnum. Þetta er byrj- unin á einni af fjölmörgum ógleymanlegum ferðalögum um landið okkar þar sem við höfum notið samvista við okkar kæru vini Siggu, Gunna og börnin auk fleiri skemmtilegra ferðafélaga. Þak reist úr stórum segldúk, langborð dekkað og ferðalangar hafast við úti langt fram á nótt þrátt fyrir ausandi rigningu. „Stingum af“ hljómar í bak- grunninum. Siglt út í Málmey í mynni Skagafjarðar, sumir að safna eyjum, land numið. Engin rigning, veðrið gæti ekki verið betra. Hnísur stökkva í lygnum firðinum, mannhæðarháar hvannir og hraustmenni synda í sjónum. Ferðafélagar á einu máli um að það hljóti að vera hér sem þetta títtrædda himnaríki sé að finna. Áfram er haldið í austurátt og tjaldborg slegið upp í Vagla- skógi. Dýrin í Vaglaskógi mæta á svæðið, „hvað er eiginlega að þessu fólki“ segja sumir. Tæki- færi til að sjá eitthvað nýtt, að þessu sinni vitann að Dalatanga, sem var einn af þeim örfáu stöð- um á landinu sem „Sigga mín“, eins og Gunni kallaði hana svo oft, hafði ekki komið til. Börðum vitann augum og nutum stundar- innar þrátt fyrir niðdimma Aust- fjarðaþokuna. Á sama ári var einnig farið í árlega ferð með vin- um og fjölskyldum að Kirkjuhóli, brennó og kubbur fastir liðir eins og venjulega. Stórafmælum fagn- að í ógleymanlegri ferð til Tosk- ana, lystisemda lífsins notið í ítalskri dásemdarsveit í besta fé- lagsskap sem hugsast getur. Hví- líkar minningar, og einhvern veg- inn eru allir miklu ríkari fyrir vikið. Samrýndari fjölskyldu en þau Siggu, Gunna og börnin þekkjum við ekki. Hvert tækifæri til sam- veru notað til fullnustu og næmt auga fyrir að höfða til barnanna. Börnin vaxa úr grasi en áfram er hvert tækifæri nýtt til að gera eitthvað skemmtilegt saman. Ár- angurinn lætur heldur ekki á sér standa enda finnst nú fullorðnum unglingunum Halldóri og Sverri ekkert eðlilegra en að koma með. Þessi nánu tengsl munu án efa gefa styrk í þeirri erfiðu vegferð sem fram undan er. Að öðrum ólöstuðum hafa Sigga og Gunni verið límið í stórum hópum vina og vanda- manna. Ótímabært andlát Siggu myndar skarð sem erfitt er að fylla í. Missir vina er mikill en missir fjölskyldunnar er þó mestur. Ástkær móðir, heittelsk- uð eiginkona og besti vinur fallin frá langt fyrir aldur fram. Elsku Gunni, Halldór, Sverrir og Þór- unn, þið vitið að hugur okkar er hjá ykkur á þessum erfiðu tím- um. Elsku Sigga, þig kveðjum við með tár á hvarmi og varðveitum minningar um frábæra konu. Þín verður sárt saknað. Ólafur Hersisson, Sigríður Brynjólfsdóttir. Við vinkonurnar í Club 21 munum aldrei gleyma þrett- ándanum í ár, þegar sorgar- fréttin af skyndilegu andláti Siggu vinkonu okkar barst frá Frakklandi. Á sama tíma í fyrra sátum við sjö saman og undir- bjuggum atriði fyrir fimmtugs- afmælið hennar. Enga okkar ór- aði fyrir því að við sætum aftur saman nú ári síðar við að skrifa minningarorð um okkar ástkæru vinkonu. Við kynntumst í störfum okkar hjá Eimskip á sínum tíma og höf- um haldið hópinn síðan. Vin- kvennahópurinn dregur nafn sitt af því að við hittumst 21. hvers mánaðar, en það höfum við gert frá árinu 2005. Gæðastundir hópsins hafa verið margar, bæði með fjölskyldum okkar og án, innan lands sem utan. Sigga var traust og góð vin- kona, mikil fjölskyldukona, frá- bær móðir og endalaust stolt af flottu börnunum sínum þremur. Það var fallegt að fylgjast með því hve farsælt hjónaband þeirra Gunna var og hversu samstiga þau voru í einu og öllu. Fjölskyld- an er einstaklega samheldin og hefur verið dugleg að njóta lífsins saman og ferðast, bæði um okkar fagra land og á fjarlægar slóðir. Sigga var afburðagreind, örlát, glaðvær og kröfuhörð á sjálfa sig og aðra. Hún var einfaldlega góð í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Við minnumst þess með stolti að Sigga var fyrsta konan til að taka sæti í framkvæmda- stjórn Eimskips, en það var árið 2000 þegar fyrirtækið hafði verið starfandi í 86 ár. Oftast höfum við hist í útivistarfötum og byrjað á góðum göngutúr þar sem við spjöllum um allt milli himins og jarðar og leitum gjarnan ráða hver hjá annarri. Stundum höf- um við þó skilið flíspeysurnar eftir heima og gert eitthvað meira „grand“, oftast að frum- kvæði Siggu. Þegar það kom í hennar hlut að skipuleggja mán- aðarlega hittinginn vildi hún helst alltaf slá upp veislu. Staður- inn var oftast í fallega veisluhús- inu þeirra Gunna í Jafnakri og þá fengum við hinar að njóta hennar miklu gestrisni og dásamlegra veitinga. Fastur liður hefur verið að hittast í miðbænum í desem- ber þar sem við höfum borðað góðan mat og tekið hefðbundið miðbæjarrölt fyrir jólin. Síðustu árin hefur árleg útilega hópsins og fjölskyldna okkar farið fram hjá Siggu og Gunna á „Ljóna- stöðum“ í Skorradal. Þar hafa þau hjónin útbúið frábæra úti- leguaðstöðu fyrir okkur með til- heyrandi partítjaldi, hljóðkerfi og öðrum nauðsynlegum búnaði fyrir stórhljómsveit hópsins. Fjölskyldan er einstaklega gest- risin og framúrskarandi í að skapa skemmtilega stemningu. Síðasta utanlandsferð okkar vinkvennanna var til Boston. Ferðin var frábær skemmtun í alla staði, við nutum lífsins til hins ýtrasta og mikið var hlegið. Siggu verður sárt saknað í öllu því sem við í okkar góða vin- kvennahópi tökum okkur fyrir hendur um ókomin ár. Elsku Gunni, Halldór, Sverrir og Þórunn. Við vinkonurnar er- um afar þakklátar fyrir góðan vinskap og allar frábæru sam- verustundirnar í gegnum árin. Söknuðurinn er mikill en hlátur Siggu ómar áfram í hjörtum okk- ar. Hugur okkar er hjá ykkur og öðrum ástvinum nú á erfiðum tímum. Club 21, Elín Þórunn, Erna, Guðný, Hildur, Kristín, Linda og Nanna. Í dag kveðjum við kæra vin- konu og Bókaorm. Félagsskap- urinn í kringum bókaklúbbinn hefur reynst okkur mjög dýr- mætur og lærdómsríkur en við höfum hist reglulega síðustu tíu árin og rætt saman um tugi bóka. Við höfum lesið fjölbreyttar bók- menntir sem hafa víkkað sjón- deildarhringinn og oft hafa myndast áhugaverðar umræður um ágæti bókanna hverju sinn. Líflegustu klúbbarnir hafa verið þegar við erum ekki alveg sam- mála um gæði bókanna og þar kom Sigga sterk inn. Hún var ófeimin við að segja sína skoðun um efni bókanna og hikaði ekki við að vera ósammála okkur hin- um þegar svo bar við. Sigga var klár og kímin og sá oft dýpri hliðar á viðfangsefninu sem vakti aðdáun okkar. Hún kom líka oft með nýtt sjónarhorn sem við höfðum ekki áttað okkur á. Sigga var mjög drífandi í öllu sem viðkom okkar félagsskap og var hvatamanneskja í að við myndum gera fleira skemmtilegt saman en ræða bækur, sem gat tengst bókunum samanber að fara á söguslóðir. Við minnumst sérstaklega ferðar okkar í Skorradalinn þar sem þær syst- ur, Sigga og Þóra, tóku höfðing- lega á móti klúbbnum og bókin Ríkisfang ekkert var rædd. Kvöldmatinn sóttum við upp á Akranes en í bókinni kom fram að lykilpersónur sögunnar eld- uðu mat frá upprunalandi sínu. Maturinn skapaði áhugaverða tengingu við umræður kvöldsins. Við sendum fjölskyldunni inni- legar samúðarkveðjur, hugur okkar er hjá ykkur á þessum erf- iðu tímum. Siggu verður sárt saknað. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Bókaormar, Alda, Ásdís (Dísa), Elín Þórunn, Guðrún Dögg, Hildur, Inga, Margrét og Jónína (Nína). Við starfsfólk Símasamstæð- unnar vissum ekki hvaðan á okk- ur stóð veðrið í upphafi nýs árs, þegar sú hörmulega frétt barst að Sigríður hefði orðið bráð- kvödd. Við erum slegin yfir þessu óvænta fráfalli manneskju á besta aldri og getum fæst sett okkur í spor fjölskyldunnar við slíkan harmleik. Sigríður var for- maður stjórnar Símans síðastlið- inn hálfan áratug og gegndi því verkefni af brennandi áhuga og stakri ósérhlífni. Síminn tók miklum breytingum á þeim tíma sem hún veitti stjórn félagsins forystu. Síminn var skráður á hlutabréfamarkað í hennar stjórnartíð, en við skráninguna sjálfa og ekki síður eftir að hinni skráðu stöðu var náð, hefur þurft að gæta af sérstakri athygli að öllum aðgerðum félagsins, tíma- setningum og upplýsingagjöf. Sigríður sinnti þessu nákvæmn- isverki af mikilli samviskusemi, þannig að aldrei var kastað til hendinni, né fóru mikilvæg atriði fram hjá henni. Við þekktumst ekki áður en við byrjuðum að vinna saman á vettvangi Síma- samstæðunnar, en með okkur tókst strax fyrirmyndar samstarf sem einkenndist alla tíð af fag- mennsku Sigríðar. Sem betur fer vorum við ekki sammála um alla hluti, fremur en hollt er í fyrir- tækjarekstri, en Sigríður gætti þess vel að þröngva eigin skoð- unum ekki upp á aðra og að sjón- armið allra heyrðust. Ákvarðanir voru ekki teknar bak við luktar dyr, heldur lagði hún sig í líma við að aðrir stjórnarmenn og stjórnendur ættu sæti við borðið, þegar mikilvægar ákvarðanir stóðu fyrir dyrum. Við starfsfólk Símans og dótturfélaga kveðjum Sigríði með söknuði. Hún var góður liðs- maður og hjartahlý manneskja. Við vottum eiginmanni Sigríðar, börnum og stórfjölskyldu okkar dýpstu hluttekningu. Orri Hauksson. Allt of oft birtist dauðinn okk- ur óvænt, er miskunnarlaus og skilur eftir sig djúp og torlækn- anleg sár. Þannig birtist hann nú í byrjun árs, á dimmasta tíma ársins, þegar við fengum þær skelfilegu fréttir að Sigga hefði orðið bráðkvödd í skíðafríi með fjölskyldunni aðeins 50 ára að aldri. Leiðir okkar Siggu lágu saman um síðustu aldamót þegar Auður í krafti kvenna var stofnað og konur í stjórnunarstöðum hitt- ust. Við hittumst í Mývatnssveit og þar byrjuðu okkar vináttu- bönd að myndast sem styrktust með árunum. Við fráfall hennar rifjast upp ótal samverustundir. Við vorum í barnsburðarleyfi á sama tíma með dætur okkar og synir okkar voru á svipuðum aldri. Fyrir tilviljun keyptum við okkur sumarhús í Skorradal um svipað leyti. Við vorum sérstak- lega ánægðar með að vera í „rauðvínsfæri“ og var það nýtt til hins ýtrasta. Sigga og Gunni voru hvatamenn þess að við hjónin keyptum háfjallafellihýsi fyrir tæpum 10 árum. Fórum við í margar ferðir með þeim um land- ið með fellihýsið í eftirdragi. Þar nutum við skipulagshæfileika þeirra hjóna og þekkingar þeirra á landinu. Það var varla til sá landskiki sem þau þekktu ekki. Eftirminnilegustu ferðirnar eru án nokkurs vafa vestur til Ófeigs- fjarðar, þaðan sem Sigga var ættuð og hafði dvalið þar mörg sumur með móður sinni og systr- um. Ógleymanlegar eru skíða- ferðir með börnunum, bæði til Ítalíu og Austurríkis. Hjónaferð með vinum til Parísar að ógleymdri vinkonuferð til Lond- on. Þorrablótin í Garðabæ þar sem þau hjónin voru með stóran vinahóp með sér. Áramót í Garðabæ, áramót og skíði á Ak- ureyri með vinahjónum. Ferm- ingar, barnaafmæli og stóraf- mæli, síðast þegar Sigga hélt upp á 50 ára afmæli sitt fyrir um ári síðan. Minningarnar streyma að og verma. Sigga og Gunni voru ávallt höfðingjar heim að sækja, bæði í Garðabæinn og í Skorra- SJÁ SÍÐU 24 MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2018 Útfararþjónusta Vönduð og persónuleg þjónusta athofn@athofn.is - www.athofn.is ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919 Inger Steinsson Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HERDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR, Strikinu 4, frá Böðmóðsstöðum, Laugardal, lést á Landspítalanum, Fossvogi, sunnudaginn 21. janúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 30. janúar klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Kvenfélag Hringsins. Vilhjálmur Sigtryggsson Bergljót Vilhjálmsdóttir Haraldur Haraldsson Vilhjálmur Vilhjálmsson Svava Bernhard Sigurjónsd. Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir ömmubörn og langömmubörn Elsku fallegi drengurinn okkar, bróðir og barnabarn, PÉTUR OLGEIR GESTSSON sem lést af slysförum sunnudaginn 21. janúar, verður jarðsunginn frá Hjallakirkju, Kópavogi, laugardaginn 27. janúar klukkan 13. Gestur Pétursson Bjarney M. Hallmannsdóttir Hallmann Óskar Gestsson Ragnar Atli Gestsson Hallmann S. Sigurðsson Aðalheiður Helga Júlíusdóttir Óskar Veturliði Grímsson Margrét Gestsdóttir Elsku móðir okkar, stjúpa, systir, tengdamamma, amma og langamma, HEIÐA GUÐJÓNSDÓTTIR, Drekavogi 4a, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 16. janúar. Útför fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 31. janúar lukkan 13. Blóm og kransar er vinsamlegast afþakkað. Þeir sem vilja minnast hennar mega láta hið frábæra starfsfólk krabbameinsdeildar 11E njóta þess. Banki 0565-14-405346, kt. 041286-4079. Laufey Klara Guðmundsdóttir, Ingi Þór Sigurðsson Hafsteinn Örn Guðmundsson, Tim Sawittrí Jóhanna Clausen, Trausti Gunnarsson Guðrún Guðjónsdóttir, Guðný K. Guðjónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur sambýlismaður og bróðir okkar, TÓMAS MAGNÚS TÓMASSON tónlistarmaður, lést á líknardeild Landspítalans þriðjudaginn 23. janúar. Jarðarför auglýst síðar. Magnús Gísli Arnarson Guðrún Helga Tómasdóttir Rannveig Tómasdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.