Morgunblaðið - 26.01.2018, Síða 24

Morgunblaðið - 26.01.2018, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2018 Sigríður Hrólfsdóttir dal. Sigga var afburðavel gefin, vel lesin og lá sannarlega ekki á sínum skoðunum. Hún var fag- manneskja eins og sést á vinnu- ferli hennar. Hún tók snemma við ábyrgðarstörfum og tók skyldur sínar alvarlega og sinnti ávallt verkefnum sínum af alúð. Þeirri hlið kynntist ég á henni þegar við sátum saman í stjórn Símans frá árinu 2013 fram að andláti henn- ar. En ég vil ekki síður minnast hennar sem móður, eiginkonu og vinkonu. Hún og Gunnar voru ákaflega samstíga í lífinu og mikil virðing á milli þeirra. Sigga bar ætíð hag fjölskyldunnar og barna sinna fyrir brjósti. Sjálf missti Sigga föður sinn á sama aldri, með sama hætti, og hafði það mótandi áhrif á hana. Það er því sárara en orð geta lýst að hún hafi ekki getað fylgt sínum börn- um lengur. Börn þeirra bera þeim Gunna fagurt vitni og miss- ir þeirra er mikill. Sigga var mjög tengd móður sinni og systrum, Þóru og Dóru. Við sendum þeim og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Elsku Gunni, Halldór, Sverrir og Þórunn Hanna. Vegur sorgar- innar er vissulega langur og strangur en hvorki ófær né enda- laus. Við hjónin kveðjum Siggu með hlýhug og sorg en fyrst og fremst virðingu og þakklæti. Heiðrún Jónsdóttir Jóhannes Sigurðsson. Ó, guðir, þér, sem okkur örlög vefið svo undarleg. (St. St.) „Hratt flýgur stund“ er gjarn- an sungið um áramót, og víst er um það, að tíminn virðist líða hraðar eftir því sem æviárin verða fleiri. Hátíð ljóss og friðar stóð enn yfir í allri sinni dýrð, þegar svartir bólstrar slógu á birtu gleðinnar með andlátsfregn Sigríðar Hrólfsdóttur 6. janúar síðastliðinn. Svo lifandi hefur þessi starfsglaða kona verið í hugum okkar samferðamanna, að aldurtili hennar verður sem ógn- argjá á beinum vegi, þar sem enginn átti von á torfæru. Nú er sól hennar hnigin til viðar, sól at- hafnakonunnar, sem ótvírætt hefur sett mark sitt á íslenskt at- vinnulíf, þrátt fyrir skamma ævi. Lögmál lífsins er jafnan þung- skilið; örlögin leika sér að ger- semum okkar, stundum án þess að tilgangurinn sé ljós. Ég kynntist Sigríði fyrst í aldarbyrjun. Við tókum krappan dans með glaðbeittum samstarfs- félögum á fyrstu árum aldarinnar og síðustu árin naut ég þess að vinna með henni og öðru öflugu fólki að áhugaverðu verkefni, sem hún leiddi farsællega og af skörungsskap. Á vettvangi at- vinnulífsins hefur hún áunnið sér traust samverkamanna, enda hefur hún unnið að málefnum þar af sérstakri alúð og samvisku- semi. Hún var gædd ágætum hæfileikum og skýr í hugsun gat hún á svipstundu greint kjarna frá hismi mála og skýrt frá rök- studdum skoðunum sínum af festu og myndugleik, en þó jafn- framt með mikilli virðingu fyrir viðhorfum annarra. Sigríði var gefin óvenju traust skapgerð. Hún var jafnlynd og yfirveguð á hverju sem gekk. Persónulegur hlýleiki í viðmóti var áberandi eiginleiki í dagfari hennar og umgengni. Fólki fannst gott að leita til hennar með ólíklegustu mál, og var eng- um dulinn einlægur áhugi hennar á því að verða að liði og greiða götu manna eftir bestu getu. Í af- stöðu til allra mála var Sigríður strangheiðarleg, og vék hún aldr- ei frá þeim málstað, sem hún taldi hverju sinni réttan. Skarpur skilningur, öfgalaus gagnrýni og mannleg hlýja voru einkenni, sem mér fannst setja sérstakan svip bæði á verk hennar og af- stöðu til manna og málefna. Henni var eiginlegt að feta hinn gullna meðalveg, leitandi hins sanna í hverju efni, réttsýn og umburðarlynd í samskiptum við samferðamenn. Hún var einstak- lega heilsteyptur persónuleiki, laus við einstrengingshátt og þröngsýni, enda gædd heilbrigð- um gáfum í ríkum mæli. Ekki fer á milli mála að Sigríði hefur verið búið gott veganesti úr foreldrahúsum, og að því hefur hún búið til hinsta dags. Með lífi sínu og störfum hefur hún sýnt og sannað, hvert það veganesti var. Slík rós sem hún sprettur ekki úr harðhnjóskumold, heldur aðeins af traustum og sterkum stofni, sem mótast hefur af gjöf- ulli jörð og notið hefur sólar him- ins, teygað hreint loft og storkað stormunum. Sannarlega er það gæfa að verða aðnjótandi slíkra erfða og eðliskosta og bera þeim vitni ævilangt. Það eru fegurstu eftirmæli, sem flytja má foreldr- um sínum. Nú, þegar blær góðra kynna hefur borist með vetrarsólinni, þá leitar óneitanlega á hugann sú hugsun í öðru ljóði eftir Stein Steinarr: Hvort erum við heldur hin, sem eftir lifa, eða hún, sem dó? Á sárri skilnaðarstund kveð ég Sigríði með þakklæti fyrir sam- fylgdina. Við Hallveig flytjum Gunnari og börnum þeirra hjóna sem og öðrum ástvinum þeirra dýpstu samúðarkveðjur með ósk um að þeim veitist huggun og styrkur í þungum harmi. Minn- ing um gott og farsælt æviskeið mun lengi lifa. Ingimundur Sigurpálsson. Sigga mín. Mig langaði að skrifa þér stutt bréf sem ég veit að þú munt lesa þar sem þú ert stödd núna. Ég held að þú gerir þér ekki grein fyrir því hvað þú hefur sett stórt varanlegt skarð í líf okkar allra sem þekktu þig. Hvað okkur Kristjönu varðar varst þú ein- staklega örlát og gjafmild, alltaf tilbúin að bjóða okkur með til að gera allt milli himins og jarðar. Þú varst frábær kokkur og tókst tillit til sérvisku minnar og slepptir hnetunum í súkku- laðikökunni og hafðir döðlur og kóriander í salatinu svo ég kæmi því niður og passaðir upp á að Gunnar gleymdi ekki XO-inu til að setja punktinn yfir i-ið. Ferðirnar okkar til útlanda, í Skorradalinn, á Snæfellsnesið eða til Siglufjarðar eru algerlega ógleymanlegar og ég ætla að ylja mér næstu daga með minningun- um frá þeim ferðum. Ég þarf hins vegar að biðja þig afsökunar á því að vera ekki enn búinn að heim- sækja Ófeigsfjörðinn sem þú hafðir oft boðið mér að heim- sækja með ykkur. Þú hafðir alveg einstaklega falleg augu, sjarmerandi bros og mjög smitandi hlátur sem ég heyri syngja í eyrum mér þessa dagana. Þú gast líka verið föst fyrir og skammaðir mig oftar en einu sinni þegar ég var farinn að dansa á óviðeigandi stöðum við tónlistina úr nýjustu græjunum hans Gunna. Þá sagðir þú með ákveðinni röddu: „Gunnar, viltu lækka.“ Við þorðum auðvitað ekki annað en að lækka í tónlist- inni, þar sem þú varst A-týpa, fórst snemma að sofa og varst vöknuð fyrst. Þar sem ég vaknaði tiltölulega snemma líka áttum við oft frá- bært spjall á morgnana um börn- in okkar, en börnunum þínum frábæru varstu einstök móðir. Réttindi kvenna voru þér líka mjög hugleikin og við strákarnir í kringum þig fengum alveg að heyra ákveðnar og réttlátar skoðanir þínar á þeim málum. Á kvöldin spjallaðir þú meira við Kristjönu og ég held að það hafi verið ákveðin ró fyrir þig að heyra tal okkar Kristjönu úr heil- brigðisgeiranum svona til til- breytingar frá öllu daglega við- skiptaamstrinu. Ég veit að Kristjana mun mjög mikið sakna ykkar innihaldsríku samtala. Ég mun reyna eins og ég get af veikum mætti mínum að passa upp á hann Gunnar þinn, Halldór, Sverri og Þórunni. Þér óska ég góðrar ferðar til nýrra heim- kynna og vil trúa því að við hitt- umst aftur þótt síðar verði. Þá munum við fjögur drekka og skála í uppáhaldinu, Moët- kampavíni, og halda áfram að hlæja inn í eilífðina. Þinn vinur, Karl (Kalli). Ég kynntist Siggu þegar ég var sex ára gamall og þekkti hana í rúmlega 14 ár, en hún var móðir bestu vina minna. Ég get með sanni sagt að góðhjartaðri mann- eskju er erfitt að finna. Hún tók alltaf vel á móti manni og var allt- af fyrst til að bjóða upp á mat eða drykk og á tímapunkti var ég svo mikið inni á heimili þeirra að mamma mín var farin að bjóðast til að borga fyrir matinn sem ég var að borða, en Sigga hló bara að því. Við fjölskyldurnar tvær höfum átt margar góðar samverustund- ir gegnum tíðina í útilegum og bústaðaferðum en einna helst held ég upp á veiðiferðirnar í Djúpudalsá þar sem við svoleiðis mokveiddum oftar en ekki. Sigga hugsaði alltaf vel um vini barna sinna en þá tala ég fyrir hönd vina tvíburanna og systur minnar Heklu, sem er góð vinkona Þór- unnar. Ég og fjölskylda mín sendum Gunna, Halldóri, Sverri, Þórunni og fjölskyldunni okkar dýpstu samúðarkveðjur. Við minnumst Siggu með hlýhug. Alexander Breki. Við sem kynntumst Siggu í gegnum félagsmál í háskólanum minnumst hennar sem bros- mildrar, skipulagðrar og dug- legrar kjarnakonu. Hún hafði ákveðnar skoðanir og gekk ávallt hreint til verks. En hún var líka hláturmild, kvöldsvæf og flippuð þegar sá gállinn var á henni. Og hún var sannur vinur vina sinna. Sigga sinnti sínu starfi sem skiptastjóri alþjóðasamtaka við- skiptafræðinema á Íslandi (Aiesec) afbragðs vel, tók virkan þátt í sumarferðunum með er- lenda stúdenta um allt land og sótti margar ráðstefnur erlendis í okkar hópi. Upp í hugann koma margar skemmtilegar sögur frá þessum árum. Ekki er ólíklegt að ferðaáhuginn, sem fylgdi henni alla tíð, hafi kviknað í þessum ferðum. En Sigga var líka mikill náms- maður og lét félagsmálin ekki koma niður á náminu. Það kom því ekki á óvart að til hennar var leitað með ábyrgðarstörf í við- skiptalífinu eftir námið. Hópurinn hélt góðu sambandi í mörg ár eftir að háskólanáminu lauk og er eftirminnilegur fjöldi skemmtilegra ferða, t.d. á Snæ- fellsnesið, gamlárspartí, matar- boð og nýársboðin sem Sigga og Gunni héldu um árabil. Fimm- tugsafmælið hennar fyrir ári síð- an var síðan hápunkturinn, mikið dansað og hlegið. Það var öllum ljóst hversu vinamörg Sigga var og hversu margir sterkir hópar höfðu myndast í kringum hana. Þegar hugsað er til baka kem- ur skíðaferðin í Kerlingarfjöll ósjálfrátt upp í hugann, þar sem þau Gunni og Sigga kynntust. Gunni kom inn í ferðina fyrir til- viljun og varð fljótt ljóst að þau áttu frábærlega saman. Alla tíð síðan hafa skemmtileg ferðalög verið rauði þráðurinn í þeirra samheldna sambandi. Þau hugs- uðu vel hvort um annað og oftar en ekki nutu ferðafélagarnir góðs af samskiptum sínum við þessi skipulögðu hjón, með allar úti- legugræjur við höndina. Fjöl- skyldan var samheldin og var Siggu allt. Við sendum Gunna, Halldóri, Sverri og Þórunni innilegar sam- úðarkveðjur og einnig Halldóru, móður hennar, systrum hennar, Þóru og Halldóru, og þeirra fjöl- skyldum, missir þeirra er líka mikill. Megi góður Guð veita ykk- ur styrk í sorginni og minningin um brosmilda stúlku lifa með okkur öllum. Bryndís, Eyþór, Gréta, Guðmundur, Hjalti, Jón Garðar, Reynir, Þor- steinn og fjölskyldur. Það var í útskriftarferð við- skipta- og hagfræðinema til eyj- unnar Balí fyrir 28 árum, að við ákváðum nokkrar skólasystur að halda hópinn um ókomna tíð, hittast reglulega, efla tengslin og umfram allt að hafa gaman sam- an. Við bundumst tryggðabönd- um og Balíklúbburinn varð til. Ólíkum fræjum var sáð og upp hefur vaxið vináttutré. Í fyrstu blés vindur um viðkvæmar grein- ar þess úr öllum áttum, yfir höf og lönd, en vel var að þeim hlúð og þær nærðar eins oft og hægt var. Eftir því sem árin hafa liðið hefur tréð vaxið og dafnað; stofn- inn styrkst, trjákrónan stækkað og blöð hennar þést, blómin orðin litríkari og ilmur þeirra betri og ávextirnir sætari. Allt vegna þess að mikil rækt hefur verið lögð í vináttutréð öll þessi ár og nær- ingin sótt á ýmsa staði. En allt í einu er höggvið í tréð, ein greinin er klofin niður í stofn- inn, rifin frá með rótum. Greinin sem alltaf hafði borið litrík og fal- leg blóm. Greinin sem veitti skjól þegar á þurfti að halda en skyggði ekki á. Greinin sem oft vísaði veginn og veitti styrk. Greinin sem dreifði næringu um allt tréð. Greinin sem aldrei bognaði þegar vindar blésu. Greinin sem var sterk og stolt trésins. Vináttutréð verður aldrei samt, en minningin um fallegu greinina mun næra það um ókomna tíð. Balísystur þakka fyrir að hafa fengið að vera samferða Siggu í öll þessi ár, á ferðalagi sem ein- kennst hefur af dýrmætri vináttu og samveru, þar sem hlýja og gleði réð ríkjum með tilheyrandi uppátækjum og ferðalögum. Broslegar myndir úr fortíðinni rifjast upp; rammvilltar og næst- um bensínlausar á dimmum sveitavegi í Frakklandi, með raf- magnslausan bíl sem ýta þurfti í gang á sléttri innkeyrslu og her- bergislausar í París. Sigga hélt ró sinni, grandvör eins og alltaf og í sameiningu tókst okkur að bjarga málunum og hlæja seinna að óförunum. Síðasta samveran er okkur dýrmæt; röltum niður Laugaveg- inn um miðjan desember, kokteill á bar, jólin skoðuð, nokkrar sjálf- ur teknar við jólaljósin, borðuð- um góðan mat, skiptumst á pökk- um, spjölluðum og hlógum saman, allt eins og það átti að vera. Við minnumst Siggu sem umhyggjusamrar vinkonu með einstaklega lifandi nærveru, var alltaf full af áhuga, staðföst og fylgin sér. Hún var örlát í sínum vinskap, hvort sem það sneri að okkur eða eiginmönnum okkar, án hennar væri fjársjóðskista góðra minninga tómlegri. Balísystur munu áfram hlúa að vináttutrénu og halda í heiðri órjúfanleg vinabönd. Við vottum Gunnari, börnun- um og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúð. Ásgerður Kárad., Bjarn- ey, Björk, Erla Hrönn, Halla, Helga, Hrefna Magnúsd. og Kristín Andrea. Leiðir okkar Sigríðar lágu fyrst saman í bankaráði Lands- bankans hf. í febrúar 2010. Hlut- verkaskipan þróaðist þannig að undirritaður varð formaður en Sigríður stuttu síðar varafor- maður. Hélst sú skipan óbreytt þar til setu okkar í bankaráðinu lauk í apríl 2013. Óhætt er að fullyrða að seta í bankaráði Landsbankans á þessu tímabili hafi verið óvenju krefj- andi. Samfélagið og fjármála- markaðurinn voru í sárum eftir efnahagshrunið sem varð haustið 2008 þegar bankarnir féllu og fjármál landsmanna komust í uppnám. Við þessar fordæma- lausu aðstæður varð bankaráðið að takast á við brýnan vanda varðandi fjárhag Landsbankans og viðskiptamanna hans, en þurfti auk þess að marka hinum nýja banka stefnu og breyta eldri starfsháttum og skipulagi til lengri tíma. Heilindi koma fyrst í hugann þegar ég minnist Sig- ríðar. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst henni í margslungn- um viðfangsefnum því hún bjó yf- ir mikilli reynslu og mannkost- um. Hún var kraftmikil, rökföst, úrræðagóð og fylgin sér en á sama tíma sanngjörn og manna- sættir. Heilt yfir tel ég að starf bankaráðsins á þessum árum hafi gengið vonum framar og átti Sig- ríður þar drjúgan hlut að máli. Það er mikill missir að Sigríði og mestur hjá ástvinum, eigin- manni og börnum, sem nú sjá á eftir kærleiksríkum maka og móður langt um aldur fram. Ég bið þess að hinn hæsti höfuðsmið- ur veiti þeim styrk í sorg þeirra. Blessuð sé minning Sigríðar Hrólfsdóttur. Gunnar Helgi Hálfdanarson. Kveðja frá Eldey TLH hf. Árið 2015 var fjárfestingar- félagið Eldey stofnað og var Sig- ríður Hrólfsdóttir kjörin fyrsti stjórnarformaður þess. Það var ómetanlegt að fá svo reynslu- mikla konu til að leggja línurnar á upphafsárum félagsins. Siggu kynntist ég þegar við vorum samtíða í Viðskiptafræði- deild HÍ og höfðum við haldið kunningsskap síðan. Ég vissi því að með því að fá Siggu til liðs við okkur myndum við ekki einungis njóta reynslu hennar heldur einnig vandaðra vinnubragða og fá öflugan stuðning. Sigga var ávallt reiðubúin til skrafs og ráðagerða og höfðum við það fyr- ir reglu að hittast viku fyrir stjórnarfundi, ræddum dag- skrána, verkefni í vinnslu og það sem framundan var. Hún var ein- beitt og vildi koma sér vel inn í öll mál sem voru á dagskrá hverju sinni. Við gáfum okkur einnig tíma til að ræða menn og málefni og það sem okkur báðum var kærast, börnin okkar og fjöl- skyldulífið. Það fór ekki framhjá neinum sem þekkti Siggu að þar fór sönn fjölskyldumanneskja, hún var stolt af sínu fólki og við deildum sögum og stundum áhyggjum af okkar nánustu. Þessir undirbúningsfundir voru ávallt notalegir og eru mér dýr- mæt minning í dag. Fyrir réttu ári síðan bauð Sigga til veislu á heimili þeirra hjóna þar sem fimmtugsafmæli hennar var fagnað. Fjölskylda, vinir og kunningjar nutu ríku- legrar gestrisni og þess að fagna merkum áfanga í skemmtilegum hópi afmælisgesta. Í dag lútum við höfði og beygjum okkur fyrir þeirri óskiljanlegu staðreynd að Sigga sé öll og hafi kvatt fyrir- varalaust. Hugurinn er fyrst og fremst hjá Gunna, börnunum og fjölskyldunni, hvernig er hægt að komast yfir svo snögg vista- skipti? Þetta er sárt og erfitt að finna huggunarorð, en það sem við samferðafólk Siggu getum gert er að halda á lofti og miðla minningum um heilsteypta, vandaða og hlýja konu. Megi minningin um Sigríði Hrólfsdótt- ur lifa, hugga og styrkja. Hrönn Greipsdóttir, framkvæmdastjóri Eldeyjar hf. Hún glumdi þegar minnst von- um varði, klukkan hennar Siggu. Einn bláheiðan dag í víðum fjalla- sal, fjarri ströndum. Harmafregn á hinsta degi jóla. Um kvöldið brast á með éljum. Eftir sitja sól- slegnar minningar. Glaðværðin. Tryggðin. Góðvildin. Í fyrra, það var þennan dag hjá þessum stíg að bænum; hún lagði á munn sér munablóm í morgunblænum. Og eitthvað langt í fjarlægð fór hún burt – svo frjáls í spori; en munablómið brosir enn í blæ á vori. (Tsúí Hú) Halldór Friðrik Þorsteinsson. Ástkær sonur okkar, faðir og bróðir, BJÖRN THEODÓR HÚNFJÖRÐ BJÖRNSSON, verður jarðsunginn í kyrrþey í Fossvogskapellu í Reykjavík þriðjudaginn 30. janúar klukkan 13. Emilía V. Húnfjörð Will Thornton Björn Heiðar Guðmundsson Freyja Þorsteinsdóttir Theodór Heiðar Björnsson Dagur Húnfjörð Björnsson Björk Gunnarsdóttir Ýr Sigurðardóttir Magnús Páll Haraldsson Lara Roje Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI MAGNÚSSON, fyrrverandi lögreglumaður, Múlavegi 32, Seyðisfirði, lést í faðmi fjölskyldunnar miðvikudaginn 17. janúar á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Útförin fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 3. febrúar klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvinasamtök Sjúkrahúss Seyðisfjarðar, kt.: 620208-1750, reikn.nr.: 0176-15-380032. Gunnhildur Helga Eldjárnsdóttir Jón Eldjárn Bjarnason Magnús Heiðar Bjarnason Lisa Dianne Bjarnason Íris Hrund Bjarnadóttir Guðmundur G. Kristófersson afabörn og langafabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.