Morgunblaðið - 26.01.2018, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 26.01.2018, Qupperneq 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2018 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2018 GMC Sierra Litur: Dark slate, svartur að innan. 6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ, vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, BOSE hátalarakerfi, upphituð og loftkæld sæti og heithúðaður pallur. Öll standsetning innifalin í verði ásamt ábyrgð og þjónustu. VERÐ 9.890.000 2017 Ram 3500 Limited Litur: Hvítur, svartur að innan. Einnig til rauður og svartur. Ein með öllu: Loftpúðafjöðrun, Aisin sjálfskipting, upphitanleg og loftkæld sæti, hiti í stýri, sóllúga, RAM-box. 6,7L Cummins. VERÐ 9.990.000 2017 Ford King Ranch Litur: Ruby red, mesa brown að innan. 6,7L Diesel ,440 Hö, 925 ft of torque með upphituð/loftkæld sæti, heithúðaðan pall, fjarstart og trappa í hlera,Driver altert-pakki, Trailer tow camera system og airbag í belti í aftursæti. VERÐ 10.890.000 2017 Chevrolet High Country Litur: Graphite metal. 6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ, vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, BOSE hátalarakerfi, upphituð og loftkæld sæti og heithúðaður pallur. VERÐ 10.390.000 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég er gríðarlega þakklát og mjög spennt að takast á við þetta verkefni,“ segir Anna Þor- valdsdóttir, en í gær var tilkynnt að hún hef- ur verið útnefnd staðartónskáld Sinfóníu- hljómsveitar Íslands (SÍ) til næstu tveggja ára. Hún tekur við af Daníel Bjarnasyni, sem hefur gegnt stöðunni síðustu þrjú ár. Þegar blaðamaður náði tali af Önnu í gær var hún stödd í Kaupmannahöfn þar sem hún tekur þessa dagana þátt í nútímatón- listarhátíðinni NJORD Biennale, en Anna er staðartónskáld hátíðarinnar í ár. Samkvæmt upplýsingum frá SÍ verður hlutverk Önnu margþætt. Hún mun semja ný tónverk fyrir hljómsveitina, auk þess sem hljómsveitin mun flytja önnur nýleg verk Önnu, m.a. hljómsveitarverkið Metacosmos sem Fílharmóníuhljómsveit New York- borgar frumflytur undir stjórn Esa-Pekka Salonen í apríl. „Hljómsveitin mun einnig hljóðrita verkið fyrir bandaríska forlagið Sono Luminus, en nýr hljómdiskur SÍ þar sem m.a. var að finna verk eftir Önnu hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Anna mun einnig eiga sæti í verkefnavalsnefnd SÍ og vera í forsvari fyrir tónskáldastofuna Yrkju, sem er samstarfsverkefni SÍ og Íslenskrar tónverkamiðstöðvar og miðar að því að veita ungum tónskáldum reynslu í að semja fyrir sinfóníuhljómsveit,“ segir í tilkynningu. „Það er mjög mikilvægt að geta verið í samstarfi við SÍ með fókus á nýja tónlist,“ segir Anna og bendir á að með samstarfinu muni SÍ koma að stórum verkefnum sem hún er að skrifa fyrir erlendar hljómsveitir. „SÍ verður þannig hlutaðeigandi að verk- unum og stefnan sett á að flytja þau hér heima,“ segir Anna og tekur fram að hún hlakki einnig til að taka sæti í verkefnavals- nefnd hljómsveitarinnar. „Það verður mjög áhugavert og spennandi að fá að vera hluti af þeirri nefnd,“ segir Anna og bendir á mik- ilvægi þess að í nefndinni heyrist ólíkar raddir, m.a. frá tónskáldum sem hafi innsýn í tónlistarsenu samtímans. Gaman að geta deilt víðtækri reynslu Um aðkomu sína að Yrkju segir Anna: „SÍ hefur á undanförnum árum staðið fyrir frá- bæru starfi með Yrkju fyrir yngri tónskáld. Það stendur mér mjög nærri og mér finnst mikilvægt að fá að taka þátt í því starfi. Sjálfri reyndist mér ómetanlegt þegar ég var yngri að geta leitað í reynslubrunn ann- arra þegar kom að tónsmíðum, því að semja fyrir sinfóníuhljómsveitir og fóta sig í tón- listarbransanum til að skilja hvernig kerfin virka. Það er gaman að geta deilt víðtækri reynslu jafnt sem reynslu á sviði tónsmíða.“ Í tilkynningu frá SÍ segir að Anna sé eitt virtasta tónskáld samtímans og hafi hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir tónlist sína. Verk hennar eru flutt reglulega víðsvegar um heim og hafa hljómað á tón- leikastöðum og hátíðum eins og Mostly Mozart-hátíðinni í New York, í Walt Disney Hall í Los Angeles og í Kennedy Center í Washington DC. Anna var handhafi Tón- listarverðlauna Norðurlandaráðs 2012, hlaut verðlaunin Kravis Emerging Composer Prize frá Fílharmóníuhljómsveitinni í New York 2015, og fyrr á þessu ári hlaut hún tvenn verðlaun frá Lincoln Center: Emerging Artist Award og The Martin E. Segal Award. Anna hefur sent frá sér þrjár plötur, sem allar hafa hlotið góðar viðtökur. Rhízoma var m.a. valin á lista yfir bestu plötur ársins 2011 hjá TimeOut New York og TimeOut Chicago. Aerial, sem kom út hjá Deutsche Grammophon árið 2014, var valin á fjölda lista yfir bestu plötur ársins, t.a.m. hjá The New Yorker Magazine og iTunes Classical. In the Light of Air var m.a. valin á lista yfir bestu plötur ársins hjá Alex Ross hjá The New Yorker og hjá The New York Times. Spurð hvort einhver verðlaun eða plata hafi öðrum fremi hjálpað henni að koma sér á tónlistarkortið, svarar Anna: „Þegar ég horfi til baka sé ég ekki beinlínis einn ákveð- inn vendipunkt, þótt vissulega auki verðlaun og slíkt sýnileika tónlistarinnar og þannig hefur hver og ein viðurkenning auðvitað áhrif sem síðan safnast saman. En það snýst auðvitað allt um það að vinna mikið að tón- smíðunum,“ segir Anna, sem hefur nóg að gera því hún er bókuð út árið 2021 með tón- smíðapöntunum. Ráðningin brýtur blað í sögu SÍ „Það hefur verið magnað að fylgjast með þeirri alþjóðlegu athygli sem íslensk sam- tímatónlist og tónlistarmenn hafa verið að fá síðustu misseri,“ segir Arna Kristín Einars- dóttir, framkvæmdastjóri SÍ. „Anna á þar stóran hlut að máli en ferill hennar er ein- staklega glæsilegur. Margar af helstu sin- fóníuhljómsveitum heims hafa pantað og frumflutt eftir hana verk, auk þess sem hún hefur hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga og verðlauna,“ segir Arna Kristín og bendir á að að mati tónlistargagnrýnanda Wash- ington Post sé Anna talin ein af 35 áhrifa- mestu og mikilvægustu klassísku kven- tónskáldum 20. og 21. aldar. „Það er mikill fengur fyrir SÍ að fá Önnu til liðs við sig og við bindum miklar vonir við samstarfið. Til- koma Önnu brýtur blað í sögu hljómsveit- arinnar en hún er fyrsta konan sem mun starfa með hljómsveitinni sem staðartón- skáld. Það er aldeilis kominn tími til,“ segir Arna Kristín. „Gríðarlega þakklát og spennt“ Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Spennandi tímar Anna Þorvaldsdóttir.  Anna Þorvaldsdóttir ráðin nýtt staðartónskáld Sinfóníuhljómsveitar Íslands til næstu tveggja ára Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Finnska kvikmyndin Tuntematon sotilas, eða Óþekkti hermaðurinn, sem byggð er á samefndri met- sölubók Väinö Linna frá árinu 1954, fer í almennar sýningar í Bíó Paradís í dag. Sögusviðið er Finn- land í hinu svokallaða Framhalds- stríði sem Finnar háðu við Sovét- ríkin í seinni heimsstyrjöldinni, á árunum 1941-44 og er sagan sögð frá sjónarhorni fjölda hermanna í tiltekinni herdeild, allt frá her- kvaðningu til vopnahlés. Tvær kvikmyndir hafa áður ver- ið gerðar eftir bókinni sem telst til sígildra verka í finnskri bók- menntasögu og kvikmyndin nýja er sú dýrasta sem gerð hefur verið í Finnlandi. Hún hefur notið feiki- lega góðrar aðsóknar þar í landi allt frá því hún var frumsýnd í lok október í fyrra, á hundrað ára af- mæli finnska lýðveldisins. Hefur nú selst rétt tæp milljón aðgöngu- miða sem jafngildir því að fimmti hver Finni hafi séð myndina. Finnsk kvikmynd hefur ekki notið slíkrar aðsóknar í hálfa öld. Framlag hersins milljóna virði Þeir Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson, sem reka framleiðslu- fyrirtækið Kisa, eru meðframleið- endur Óþekkta hermannsins en þeir hafa komið að framleiðslu ell- efu finnskra kvikmynda frá árinu 1999, að sögn Ingvars. „Í þessu til- viki erum við beðnir að vera með og komum með evrópskan pening inn í þetta en engan pening frá Ís- landi því sjóðurinn var ekki til í þetta,“ segir Ingvar. Hann segir framleiðslu myndar- innar hafa kostað um sjö milljónir evra. „En í raun og veru kostaði hún mun meira því finnski herinn lánaði okkur herstöðvar og gerði alls konar hluti fyrir okkur. Þannig að það má eiginlega segja að hún hafi kostað í peningum sjö milljónir en finnski herinn lét okk- ur fá sem samvaraði fimm til sex milljónum,“ útskýrir Ingvar og bætir við að hver finnsk herstöð sé á stærð við höfuðborgarsvæðið og skógi vaxin. Ingvar segir að um 55.000 manns hafi sóst eftir því að fara með aukahlutverk í myndinni, hlutverk hermanna og 5.000 verið valdir úr þeim hópi. Og þennan her þurfti að fæða og veita húsa- skjól, sauma búninga og flytja milli staða. 40 þúsund miðar í forsölu Ingvar segir ástæðuna fyrir því að bókin var kvikmynduð í þriðja sinn vera 100 ára lýðveldisafmæli Finnlands í fyrra. „Og Finnar eru um 5,5 milljónir og myndin er að skríða í milljón selda miða,“ segir Ingvar. Slík aðsókn sé stórkostleg og ekki síst í ljósi þess hversu mikil afþreying sé í boði nú til dags. Sem dæmi um þá eftirvæntingu sem ríkti í Finnlandi fyrir mynd- inni nefnir Ingvar að 40 þúsund miðar hafi verið seldir í forsölu. „Þessi aðsókn í Finnlandi hefur vakið athygli um allan heim,“ segir Ingvar en myndin sló met þar í landi hvað aðsókn varðar að inn- lendri kvikmynd yfir frumsýn- ingarhelgi. En hvernig gagnrýni hefur myndin fengið? „Einróma lof,“ svarar Ingvar. „Þú verður ekki svikinn af Óþekkta hermanninum, þetta er mögnuð mynd,“ bætir hann við og að til séu tvær útgáfur af myndinni, sú lengri þrjár klukkustundir og sú alþjóðlega, sem sýnd verður á Íslandi, tvær klukkustundir og korter. Leikstýrir Sendiherranum Leikstjóri myndarinnar er Aku Louhimies og mun hann leikstýra „Liggur við að þú finnir fyrir kúlunum“  Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp eru meðframleiðendur Óþekkta hermannsins, dýrustu kvikmyndar Finna frá upp- hafi  Milljón aðgöngumiðar hafa verið seldir í Finnlandi Morgunblaðið/RAX Framleiðandinn Ingvar Þórðarson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.