Morgunblaðið - 26.01.2018, Qupperneq 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2018
Söngvarinn, laga- og textahöfund-
urinn Mark E. Smith, forsprakki
hinnar goðsagnakenndu rokksveitar
The Fall, er látinn, sextugur að aldri.
The Fall er ein merkasta síðpönk-
sveit bresku rokksenunnar. Hún var
stofnuð í Manchester árið 1976 og
kom fyrst fram á tónleikum í maí
1977. Fyrsta hljómplatan, hin rómaða
Live at the Witch Trials kom út árið
1979. The Fall hefur verið starfrækt
nær óslitið frá stofnun en tekið mikl-
um breytingum; tæplega fimmtíu
hljóðfæraleikarar hafa komið við þá
sögu á rúmlega fjörutíu árum en eini
fastinn í starfseminni hefur verið leið-
toginn Smith sem hefur oft verið
áberandi í tónlistarpressunni – og
ekki síður vegna frétta af slarki,
skrautlegu líferni og harðstjórn við
reksur sveitarinnar en frétta af tón-
listinni sjálfri.
The Fall sendi frá sér 32 hljóm-
plötur en auk þess hefur verið gefinn
út fjöldi „sjóræningjaútgáfa“ af tón-
leikum sveitarinnar. Þá var Smith
alla tíð iðinn við tónleikahald ásamt
félögum sínum.
Lék oft á Íslandi
Mark E. Smith hélt tónleika hér á
landi með The Fall. Í fyrstu heimsókn
hljómsveitarinnar árið 1981 kom hún
fram á þrennum tónleikum, í Austur-
bæjarbíói og á Hótel Borg og vöktu
þeir mikla athygli í íslenska nýbylgju-
vorinu, enda viðburður að hljómsveit í
fremstu röð bresku senunnar kæmi
til landsins. Félagarnir voru þá í viku
hér á landi og hljóðrituðu nokkur lög í
Hljóðrita í Hafnarfirði og komu þau
árið eftir út á hljómplötunni Hex En-
duction Hour sem margir telja með
bestu plötum sveitarinnar. Ísland
kemur við sögu í lögunum, eitt heitir
„Iceland“, og í því syngur Smith um
þá upplifun að verða útúrdrukkinn á
Íslandi og hverfa þannig inn í hópinn.
Þess má og geta að á umslagi plöt-
unnar eru myndir frá Íslandi, þar á
meðal mynd af Ásmundi Jónssyni,
sem stóð að tónleikum sveitarinnar
ásamt Einari Erni Benediktssyni.
Árið 1983 hélt The Fall aftur tón-
leika í Austurbæjarbíói, æði eftir-
minnilega þeim sem voru viðstaddir,
og sveitin þá strax í nokkuð breyttri
mynd, með tvo trommara.
Í nóvember 2004 var The Fall enn
á ferðinni og kom í þriðja skipti fram í
Austurbæ, eins og hið fyrrverandi bíó
var þá kallað, og síðan á rómuðum
tónleikum á Grand Rokki. Og síðustu
tónleikar The Fall hér á landi voru
síðan á hátíðinni All Tomorrow’s
Parties á Ásbrú árið 2013. Rýnir
Morgunblaðsins lýsti þeim með þess-
um orðum: „Smith fór á kostum á
sviðinu og ef hann var ekki í mjög
annarlegu ástandi þá er hann mjög
góður leikari. Á köflum var það þó
orðið heldur pínlegt þegar hann var
farinn að andskotast í hljóðfærum
hljómsveitarmeðlima sinna við litla
hrifningu þeirra en mikla kátínu tón-
leikagesta. Sveitin komst þó vel frá
sínu og lýðurinn var ánægður.“ Þess
má geta að Mark E. Smith var gestur
í einu laga Ghostigital, „Not Clean“,
sem var gefið út 2005.
Frumkvöðull fallinn
Mark E. Smith
í The Fall látinn
Morgunblaðið
Rokkflæði Mark E. Smith ásamt félögum í The Fall á sviði Austurbæjarbíós
árið 1983. Sveitin flutti þá aðallega ný lög í löngum og hráum útgáfum.
Morgunblaðið/Sverrir
Leiðtoginn Mark E. Smith á sviði Austurbæjarbíós með nýjum liðsmönnum
The Fall árið 2004. Hann stjórnaði sveitinni ætíð með harðri hendi.
Yfir 1.100 leikarar, leikstjórar og
höfundar af báðum kynjum innan
danska sviðslista- og kvikmynda-
bransans hafa skrifað undir stefnu-
yfirlýsingu þar
sem þau heita því
að uppræta kyn-
ferðislega áreitni
og ofbeldi í
bransanum. Frá
þessu greinir
Politiken. Meðal
þeirra sem skrifa
undir eru Ghita
Nørby, Sofie Grå-
bøl, Trine Dyr-
holm, Iben Hjejle, Nikolaj Coster-
Waldau, Nicolas Bro og Pilou As-
bæk.
Undirskriftalistinn, sem ber yfir-
skriftina #Time’sUp, kemur í kjölfar
þess að konur í danska sviðslista- og
kvikmyndabransanum deildu í haust
sín á milli um 500 reynslusögum í
lokuðum Facebook-hóp, sem marg-
ar hverjar voru lesnar upp á sviði í
Kaupmannahöfn 10. desember.
Í frétt Politiken er á það bent að
viðbrögð fólks í danska sviðslista- og
kvikmyndabransanum komi mun
seinna en annars staðar á Norður-
löndum. „Það er ekkert launungar-
mál að ákveðið fum og ringulreið
hefur einkennt bransann enda hefur
fólk ekki verið sammála um hversu
alvarlegt ástandið er,“ segir hand-
ritshöfundurinn Søren Frellesen,
einn þeirra sem skrifa undir listann.
„Mikið hefur verið rætt um það
eigi enn að vera pláss fyrir við-
reynslu og það verður að vera. En
þegar kemur að vinnuumhverfinu
finnst mér einboðið að enginn má
þukla á rassi annars eða reyna að
fara í sleik við
aðra. Sérstaklega
ekki ef valda-
hlutföllin eru
ójöfn.“
Stefnuyfirlýs-
ingin inniheldur
áskorun til
stjórnenda stofn-
ana, skóla, leik-
húsa, fram-
leiðslufyrirtækja
og sjónvarpsstöðva um að koma upp
verklagsreglum til að sporna við
kynferðislegri áreitni og ofbeldi.
Kitte Wagner, leikhússtjóri og list-
rænn stjórnandi hjá Þjóðleikhúsinu í
Malmö, er ein þeirra sem skrifa und-
ir yfirlýsinguna. Hún segir mjög
mikilvægt fyrir vinnustaði að inn-
leiða verklagsreglur. „Danmörk er
aftarlega á merinni þegar kemur að
þessu. Á mínum vinnustað í Svíþjóð
er stefnan ljós og kveðið á um það í
starfsmannahandbókinni hvernig
skuli brugðast við kynferðislegri
áreitni,“ segir Wagner og bendir á
að þó það sé aldrei auðvelt fyrir
stjórnendur að þurfa að taka á svona
málum þá séu verkferlarnir skýrir.
„Ég hef sjálf þurft að taka á svona
máli. Fyrst fær viðkomandi áminn-
ingu og við næsta brot uppsögn.
Auðvitað þarf maður að setja sig vel
inn í málin og ræða ítarlega við alla
hlutaðeigendur.“
Yfir 1.100 undirrita stefnuyfirlýsingu
Kitte Wagner Søren Frellesen
Sífellt fleiri Hollywood-stjörnur
sækjast nú eftir hlutverkum í
sjónvarpsþáttum og hefur stór-
leikkonan Meryl Streep nú bæst í
hóp þeirra en hún mun fara með
hlutverk í framhaldi þáttaraðar-
innar Big Little Lies sem HBO-
sjónvarpsstöðin framleiðir.
Reese Witherspoon og Nicole
Kidman snúa aftur í þáttaröðina
en Streep mun fara með hlutverk
Mary Louise Wright, móður
Perry Wright sem Alexander
Skarsgård lék í fyrstu þáttaröð-
inni. Perry lést undir lok þátt-
anna og móðir hans mun hafa
áhyggjur af velferð barna hans
en móður þeirra leikur Kidman.
Mary Louise leitar svara við því
hvernig andlát sonar hennar bar
að og má því búast við mikilli
dramatík.
Þáttaröðin Big Little Lies hlaut
átta Emmy-verðlaun og fern
Golden Globe-verðlaun í vetur og
þótti framleiðendum tilefni til að
framleiða aðra þáttaröð. Sú
fyrsta var
byggð á skáld-
sögu ástralska
rithöfundarins
Liane Moriarty
en handritshöf-
undar þurfa nú
að skálda fram-
haldið.
Streep hefur
hlotið 21 til-
nefningu til Óskarsverðlauna, oft-
ar en nokkur annar leikari eða
leikkona og hlotið þau þrisvar.
Hún hefur á ferli sínum sópað að
sér verðlaunum og tilnefning-
arnar skipta hundruðum.
Streep leikur í framhaldi Big Little Lies
Meryl Streep
ICQC 2018-20
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
NÝ VIÐMIÐ
Í BÍÓUPPLIFUN Á ÍSLANDI
LAUGARÁSBÍÓ KYNNIR
DOLBY ATMOS
LUXURY · LASER
Sýnd kl. 6, 9 Sýnd kl. 3.30, 5.50
Sýnd kl. 8, 10.15 Sýnd kl. 7.50, 10.30 Sýnd kl. 5 Sýnd kl. 3.30