Morgunblaðið - 31.01.2018, Page 6

Morgunblaðið - 31.01.2018, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2018 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Sérfræðingar í erfiðum blettum! magni, heildarhæð bygginga, nýt- ingarhlutfalli eða fjölda bílastæða,“ sagði þar orðrétt. Hins vegar sagði undir liðnum „breyttir skilmálar“ að bílastæðakrafan væri fjögur bíla- stæði. Tvö í samræmi við gildandi deiliskipulag og tvö til viðbótar vegna fjölgunar íbúða. „Við hönnun húss skal taka tillit til nærliggjandi húsa og byggingin skal fara vel í um- hverfi og götumynd.“ Ekkert tillit til athugasemda Guðmundur Atli segir að þvert á fyrirheit hafi ekkert tillit verið tekið til athugasemda. „Gamla húsið átti að vera rúmlega 6 metra hátt en nýju húsin verða 8,1 metri á hæð, miðað við götu. Húsið sem var teikn- að sneri, eins og flest hús í götunni, með mæni út í götu. Þannig að þakið hallaði að okkur og hæsti punktur var tæplega 10 metra frá lóðar- mörkum. Nú eiga að koma tvö hús við hliðina á okkur þar sem hæsti punktur verður 8,1 metrar um þrjá metra frá lóðarmörkum. Þar sem um er að ræða tvö hús með stiga- gangi á milli verður skuggavarpið al- gjört. Íbúum þykir furðulegt að ekkert tillit sé tekið til sjónarmiða þeirra. Íbúar eru sammála um að borgin hafi gengið of langt og að nýju húsin hafi slæmt fordæmisgildi. Það er reynt að ná miklum fjár- munum út úr verkefninu.“ auglýst. Frestur til að skila athuga- semdum rann út 19. desember. Umhverfis- og skipulagsráð borg- arinnar féllst á breytinguna 12. jan- úar óbreytta nema að heimilt verður að greiða í bílastæðasjóð fyrir stæði sem ekki er heimild fyrir á lóð. Slíkt er algengt við þéttingu byggðar. Fram kemur í lýsingu á breyttu deiliskipulagi að íbúðum sé fjölgað úr einni í þrjár. Þá sé bygging brotin upp í tvo hluta með jafnhalla þaki með mænisstefnu samsíða götu. „Engin breyting er á byggingar- Morgunblaðið/Hari Eikjuvogur Húsið Birkihlíð er til vinstri á myndinni. Minjastofnun telur það hafa gildi fyrir sögu hverfisins. Lóðin Eikjuvogur 27 er þar til hliðar. Borgarráð samþykkir umdeildar byggingar  Íbúi í Eikjuvogi segir borgina sniðganga gagnrýni íbúa Fyrirhuguð hús við Eikjuvog 27 Teikning: A2F arkitektar Skuggavarp á jafndægri kl. 13 Eik juv og ur Gnoðarvogur 27 25 29 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Borgarráð Reykjavíkur hefur sam- þykkt uppbyggingu á þríbýli á óbyggðri lóð í Eikjuvogi 27. Íbúar hverfisins söfnuðu undirskriftum gegn þessum áformum og hyggjast nú kæra samþykkt borgarráðs. Guðmundur Atli Pálmason á ein- býlishúsið Birkibæ í Eikjuvogi 25. Hann segir uppbygginguna munu rýra verðgildi húss síns, m.a. með því að valda miklu skuggavarpi. Hann muni láta meta tjónið til fjár. „Það er mikil breyting að breyta úr einbýlishúsi í tvö hús sem mynda þríbýli,“ segir Guðmundur Atli. Hann segir alla íbúa í Eikjuvogi og nálægum húsum í Gnoðarvogi hafa skrifað undir mótmælaskjal. Íbúarnir hafi m.a. óttast að upp- byggingin yki á bílastæðaskort. Byggingarlóðin á sér langa sögu. Þegar Birkibær var byggður 1935- 37 fékk húseigandi úthlutað 3,5 hekturum lands við húsið. Það skipulag breyttist og átti húseigandi upp frá því lóðina Eikjuvog 27. Síðar keypti húseigandi í Eikjuvogi 29 lóð- ina og fékk leyfi fyrir því árið 2008 að reisa tveggja hæða einbýlishús. Vegna hrunsins var hætt við þau áform og seldi lóðarhafi lóðina í fyrra með samþykktri teikningu. Hefði aldrei verið samþykkt Guðmundur Atli segist hafa fallist á beiðni þáverandi lóðarhafa um að breyta byggingarreitnum, stækka hann og færa húsið neðar í lóðina. „Það hefði líkast til annars aldrei verið samþykkt. Við samþykktum þetta út frá þeirri teikningu sem lögð var fram. Það var enda nánast engin skuggamyndun á okkar lóð.“ Þess má geta að árið 2010 gerði Minjastofnun húsakönnun í hverfinu með þeirri umsögn að Eikjuvogur 25 hefði „gildi fyrir sögu hverfisins“. Guðmundur Atli telur nýju húsin munu „kaffæra“ Eikjuvog 25. Átta metra veggur á norðurgafli nýbygg- ingar verði aðeins sjö metra frá hús- inu. Íbúarnir verði þvingaðir á brott. Á fundi umhverfis- og skipulags- ráðs 18. október og borgarráðs 26. okt. sl. var umrædd breytingatillaga „Langtímavandi skólans er að Listaháskóli Íslands (LHÍ) er í bráðabirgðahúsnæði á fimm stöð- um í borginni. Við skiljum að nem- endur bresti þolinmæði, húsnæðið er ónýtt og það hefur legið fyrir í 20 ár. Við höfum vakið athygli á vandanum og það hefur nú skilað sér inn í stjórnarsáttmála ríkis- stjórnarinnar,“ segir Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor LHÍ. Bráða- vandinn sé í húsnæði sviðslista- deildar á Sölvhólsgötu en það sé á niðurrifsreit. Í fylgiriti með fjárlagafrumvarp- inu kemur fram að framlög til LHÍ hækki milli ára og 60 milljónir af þeirri hækkun fari í bráðavanda sviðslistadeildar LHÍ. Þær hafa þegar verið greiddar út skv. upp- lýsingum frá menntamálaráðuneyt- inu og 30 milljónir í viðbót eiga að fara í hönnunarsamkeppni um nýtt húsnæði LHÍ í Laugarnesi. Nefnd vinnur að úrbótum Fríða Björk segir að mennta- málaráðuneytið hafi jafnframt skipað nefnd um málið, sem hafi nú starfað í ár að undirbúningi. Hún sé skipuð fulltrúum Framkvæmda- sýslu ríkisins, Ríkiseigna, LHÍ og menntamálaráðuneytis og á að leysa húsnæðisvanda LHÍ. Afrakst- ur vinnu nefndarinnar sé frum- athugun, þarfagreiningu sé að ljúka og í kjölfarið verði haldin samkeppni um byggingu framtíðar- húsnæðis LHÍ. Að lokum þurfi út- boð og nokkur tími geti því liðið þar til að framtíðarhúsnæði skólans rís. „Við höfum nú fengið fé til að hefjast handa við lausn á bráða- vandanum, með að flytja starfsemi sviðslistadeildarinnar úr Sölvhóls- götu í Laugarnesið, en það þarf að undirbúa húsnæðið svo það henti starfseminni. Nemendur vissu það ekki enda er bara nýbúið að greiða féð út til skólans,“ segir Fríða Björk, sem var á leið á stjórnar- fund. „Ég er að bíða eftir niðurstöðu stjórnarfundar skólans og ég ætla að heimsækja hann í dag. Stjórn- völd eru meðvituð um vandann og vilja vinna í samvinnu við skólann að lausn hans,“ segir Lilja Dögg Al- freðsdóttir menntamálaráðherra. ernayr@mbl.is Stjórnvöld með- vituð um vandann  LHÍ hefur fengið 60 m. kr af fjár- lögum til að flytja af Sölvhólsgötu Alls var 135 ein- staklingum veitt alþjóðleg vernd á Íslandi í fyrra. Flestir þeirra eru frá Írak, 38 talsins. Á árinu voru umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi 1095 en nið- urstaða fékkst í 1292 mál. Um helmingur allra um- sækjenda var frá tveimur löndum, Georgíu og Albaníu, segir á vef Út- lendingastofnunar. Rúmur helmingur umsækjenda var frá ríkjum á lista yfir örugg upprunaríki (571). Karlar voru 78% umsækjenda á árinu og 22% konur; 84% umsækjenda voru fullorðin og 16% yngri en 18 ára. Umsóknir frá fylgdarlausum ungmennum voru 27. Af þeim 457 málum sem tekin voru til efnislegrar meðferðar á árinu lauk 322 með ákvörðun um synjun og 135 með ákvörðun vernd eða dvalarleyfi af mannúðar- ástæðum. Að meðaltali tók 88 daga að af- greiða umsókn um vernd á grund- velli Dyflinnarreglugerðarinnar. Alþjóðleg vernd oft- ast veitt Írökum Ísland 135 fengu vernd hér í fyrra. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við fögnum því að reyna eigi með skipulegum hætti að koma hlutunum í stand. Við vitum að það er hægt, það hefur sýnt sig með börnin. Við ótt- umst hins vegar að sá kúfur sem hef- ur sannarlega myndast á þessum langa tíma sem þessi mál hafa legið óbætt hjá garði geri það að verkum að þessir peningar sem við höfum úr að spila dugi ekki til,“ segir Elín Sig- urgeirsdóttir, formaður Tannlækna- félags Íslands. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp til að fjalla um aukna greiðsluþáttöku ríkisins í tannlækn- ingum lífeyrisþega. Hálfur milljarður króna er til ráðstöfunar á fjárlögum þessa árs og gert er ráð fyrir einum milljarði á næsta ári og öðrum árið 2020. Eins og komið hefur fram í Morg- unblaðinu fá aldraðir endurgreidd 75% af ráðherragjaldskrá tann- lækna. Sú gjaldskrá var síðast hækk- uð árið 2004 en aldraðir þurfa vita- skuld að greiða uppsett verð hjá tannlæknum. Því fá þeir allt niður í 15-20 prósent endurgreidd þegar upp er staðið. „Þetta verður til þess að eldra fólk, lífeyrisþegar sem hafa kannski úr litlu fjármagni að spila veigra sér við að fara til tannlæknis. Þar af leiðandi er tannheilsa lífeyr- isþega komin í óefni að okkar mati,“ segi Elín. Nýjar tölur frá Sjúkratryggingum Íslands sýna einmitt að þetta fyrir- komulag er ekki hvetjandi fyrir eldri borgara. Árið 2017 endurgreiddu Sjúkratryggingar Íslands 22.162 elli- lífeyrisþegum tannlæknakostnað að hluta. Hinn 1. janúar 2017 þá voru Ís- lendingar 67 ára og eldri alls 40.832 talsins. Ekki liggja fyrir nýrri tölur hjá Hagstofu Íslands. Þetta þýðir að aðeins rétt rúmlega helmingur eldri borgara fer til tannlæknis hér á landi. Þetta telur Elín afleita þróun: „Þegar við eldumst þá missum við mörg færni til að halda tönnunum og tannholdi hreinu. Munnvatnið breyt- ist, við framleiðum minna af því og því virkar það ekki eins vel til varnar tannskemmdum. Hjá eldra fólk eru tannskemmdir á rótaryfirborði al- gengari og þegar tannhirðan er ekki nógu góð eykst hætta á skemmdum og tannholdsbólgum.“ Helmingur fer til tannlæknis  Tannheilsa lífeyrisþega komin í óefni að mati tannlækna  Margir veigra sér við að fara til tannlæknis vegna kostnaðar  Ráðherra skipar starfshóp um málið Morgunblaðið/Sverrir Tannlækningar Margir eldri borgarar veigra sér við að fara til tannlæknis sökum kostnaðar. 54% fólks yfir 67 ára aldri fóru til tannlæknis í fyrra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.