Morgunblaðið - 31.01.2018, Page 8

Morgunblaðið - 31.01.2018, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2018 DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 1001 - VÍÐÞEKKT ÞÆGINDI Byggt á fyrsta DUX rúminu sem var framleitt árið 1926, þetta er sannarlega það sem draumar eru byggðir á. Helga Vala Helgadóttir, þing-maður, taldi „þrjá fjölmiðla“ langbesta á Íslandi. Þetta kom fram í athugasemd við orð Óla Björns Kárasonar alþingismanns. Helgu Völu þótti Óli Björn ekki tala af nægjanlegri aðdáun um „RÚV“: „...okkar sameiginlegu menn- ingarstofnun, þessa ævagömlu stofnun sem nýtur algerrar sérstöðu í fram- leiðslu upplýsinga og menningarefnis hér á landi, að mað- ur gapir bara.“    Svo nefndi hún„fjölmiðlana þrjá“: „RÚV Sjón- varp, Rás 1 og Rás 2, innir af hendi hvern dag árið um kring. Það er enginn fjölmiðill á pari við þá þrjá fjölmiðla þegar kemur að upplýsinga- og menningarhlutverki.“    Í umræðu um „RÚV“ sem þarna erkölluð „þrír fjölmiðlar“ tala sum- ir á vinstri kantinum af trúarhita og með tilburðum til að þagga niður gagnrýni. „RÚV“ hefur flutt og geymt margvíslegt stórgott menn- ingarefni, sem illt væri ef týndist.    Aðrir ljósvakamiðlar eru nú færirum að gera það ef það væri fjárhagslega fært. Fjórir milljarðar, sem mokað er í ríkisstofnun sem er ófær að uppfylla forsenduna um rekstur hennar, hlutleysið, myndu gera meira en duga öðrum.    Fjölmiðill, eins og hið 104 áraMorgunblað (mun eldra en hin „ævagamla stofnun“) hefur birt ógrynni menningarefnis og varð- veitir það og það gera fleiri. Þegar flett er bókum um sögulegt efni sem nær yfir síðustu 104 árin sést að í þeim er oftar vitnað í Morgunblaðið en nokkurn annan miðil. Sjaldan er vitnað í „RÚV.“ Helga Vala Helgadóttir Þreföld stofnun STAKSTEINAR Óli Björn Kárason Veður víða um heim 30.1., kl. 18.00 Reykjavík -1 skýjað Bolungarvík 1 skýjað Akureyri -7 skýjað Nuuk -8 skýjað Þórshöfn 2 heiðskírt Ósló 0 heiðskírt Kaupmannahöfn 4 skýjað Stokkhólmur -2 skýjað Helsinki -3 snjókoma Lúxemborg 6 alskýjað Brussel 7 skýjað Dublin 6 skýjað Glasgow 6 rigning London 7 skýjað París 10 alskýjað Amsterdam 6 léttskýjað Hamborg 6 skýjað Berlín 5 skýjað Vín 8 heiðskírt Moskva 0 snjókoma Algarve 17 heiðskírt Madríd 12 heiðskírt Barcelona 14 heiðskírt Mallorca 15 léttskýjað Róm 13 léttskýjað Aþena 15 heiðskírt Winnipeg -13 snjókoma Montreal -11 skýjað New York 0 snjókoma Chicago -6 heiðskírt Orlando 13 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 31. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:11 17:12 ÍSAFJÖRÐUR 10:33 17:00 SIGLUFJÖRÐUR 10:17 16:43 DJÚPIVOGUR 9:45 16:37 Það bar til tíðinda á síðasta fundi í Hverfisráði Vesturbæjar að lögð var fram harðorð bókun vegna slakrar mætingar fulltrúa á fundi ráðsins. Fram fór umræða um fundi hverf- isráðs og í framhaldinu lagði ráðið fram svohljóðandi bókun: „Áréttuð skal skylda fulltrúa í Hverfisráði Vesturbæjar til að mæta á fundi eða boða öðrum kosti vara- mann. Á síðasta boðaða fundi ráðs- ins gerðist sá fáheyrði atburður að fulltrúa vantaði á fundinn og skorti því ályktunarbærni fundarins. Sér í lagi er bagalegt að gestgjöfum fund- arins sé boðið upp á slíka framkomu en fundurinn fór fram þar sem verið var að kynnast þjónustustofnun Borgarinnar í hverfinu. Formaður ráðsins vonast til að fulltrúar í ráðinu bæti ráð sitt.“ Formaður ráðsins er Sverrir Bollason. Á sama fundi var lagt fram bréf stjórnkerfis- og lýðræðisráðs varð- andi tillögu um breytta skipan hverfisráða. Tillagan féll í grýttan jarðveg hjá hverfisráðinu sem taldi hana að mestu leyti ótímabæra vegna ýmissa ósvaraðra spurninga er varða verkefni og starfssvæði hverfisráðanna. Valaðferðin sem lögð sé til sneiði hjá mikilvægri að- komu íbúasamtaka að hverfisráðinu í þágu persónukosninga og slembi- vals. sisi@mbl.is Ávítaðir fyrir slaka mætingu Reykjavíkurborg hefur hætt við byggingaráform við Þjórsárgötu í Skerjafirði. Umhverfis- og skipu- lagssvið tók þessa ákvörðun vegna athugasemda sem bárust þegar áformin voru kynnt. Reiturinn markast af Þjórsár- götu, Njarðargötu, Þorragötu og Reykjavíkurvegi. Kynning stóð til og með 12. janúar 2018. Athugasemdir bárust frá íbúum í nágrenninu og frá Isavia, sem rekur Reykjavíkurflugvöll, en hann er skammt frá umræddum reit. Benti Isavia á að skipulagssvæðið við Þjórsárgötu væri innan öryggis- svæðis flugbrautar. Með vísan til reglugerðar um kröfur og stjórn- sýslumeðferð er varða flugvelli sam- kvæmt reglugerð Evrópuþingsins, lagði Isavia til að fyrirætlanir um byggingu á þessu svæði verði dregn- ar til baka. Íbúar við Þjórsárgötu töldu að áform um að reisa fjölbýlishús á reitnum væri í ósamræmi við bygg- ingar við götuna sem einkennist að- allega af timbur- og bárujárns- húsum. Þeir bentu einnig á að þessi reitur hafi nýst börnum að leik og fuglar nýti svæðið í fæðuleit. Reiturinn sem um ræðir tilheyrir Litla-Skerjafirði og er um 1.670 fer- metrar að stærð. Þarna var áformað að reisa íbúðarhús, 2-3 hæðir. sisi@mbl.is Borgin hætti við byggingaráform  Ekki verður byggt við Þjórsárgötu  Isavia og íbúar gerðu athugasemdir Morgunblaðið/Árni Sæberg Flug Reiturinn er nálægt vellinum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.