Morgunblaðið - 31.01.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.01.2018, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2018 Ef eitthvað einkenndi bóka-útgáfu liðins árs þá varþað helst fjöldi athygl-isverðra ljóðabóka sem voru gefnar út og voru verk skálda í yngri kantinum einkum áberandi. Og ein af bestu ljóðabókunum er tví- mælalaust Slitförin eftir Fríðu Ís- berg, heilsteypt verk með áleitna rödd athyglisverðs ljóðmælanda. Tónninn er sleginn með tilvísun í Steinunni Sigurð- ardóttur: Að ná sér eftir fæð- inguna, upphafs- öskrið, í það fer heil mannsævi. Bókin fjallar um samband barns við foreldr- ana og togstreit- una við að brjót- ast undan valdi þeirra og áhrifum, að rjúfa tengslin; að slíta sig lausan. Og heiti bókarinnar vísar á snjallan hátt í þetta rof, í sálræn (f)örin sem myndast við þau slit og um leið förin sem myndast á kvið móðurinnar við að ganga með barnið sem krefst síð- an sjálfstæðis þegar það kemst til vits og þroska. Ljóðum bókarinnar er skipt í þrjá kafla sem bera heiti þar sem hnykkt er á tengslum móður og barns, með- göngunni og rofinu við fæðinguna: fyrst er „Skurður“ og vísar í keisara- skurð („hún gat ekki fætt þig / þú varst sótt inn í magann // eins og kaka / sem er að brenna…); þá er kaflinn „Slitförin“; og loks „Saumar“ sem vísar í sauma á líkamsskurði og er sjúkt samband mæðgna mynd- gert í samnefndu ljóði: „… gröft- urinn gýs upp / úr skurðinum // kvika úr kviku…“ En áður en þessir þrír hlutar bók- arinnar hefjast er birt stakt ljóð, „Mamma“, þar sem dregin er upp dapurleg mynd af móðurinni sem á sér gamlar sorgir: undir augum hennar lækjarfarvegir og innst við fjallsrætur gömul ekkasog strengd við raddböndin áður fyrr lékstu á þau þegar þér sýndist siggið á fingrunum er næstum horfið (7) Fríða er myndvíst skáld og sterk- ar og vel mótaðar myndir – margar mjög hugvitssamlegar – eru ein- kenni á mörgum bestu ljóðunum, beinar myndir sem myndhverfingar. Sem dæmi eru aspir sagðar „spraut- aðar í jarðveginn / eins og bráða- bólusetning við bílastæðum“; mamman geltir í símann „eins og bundinn hundur / sem fær ekki að koma nær“; og kveðju er kastað á einhvern sem er utan kallfæris „eins og flugu út í fisklausa á“. Þá eru í ljóðunum vel mótaðar lýs- ingar á átökum og spennu milli ann- arsvegar foreldranna og hinsvegar barnsins og þeirra. Í einu ljóðinu ávarpar ljóðmælandinn stúlkuna og segir að hún sé orðin „varanlega aum / eftir að hafa reynt aftur // að þvo andlit foreldra þinna / framan úr þér“; foreldrunum er lýst sem „faðir þinn fálki / móðir þín rjúpa // og tólf ár á milli þeirra“; og aftur er þeim í ljóðinu „Melrakkar“ lýst sem dýrum í íslenskri náttúru sem ná ekki sam- bandi: móðir þín mórauð faðir þinn hvíthvítur þau skiptust á að hverfa hvort öðru sjónum ofan í snjóbreiðuna inn í lyngið (28) Fyrsti og síðasti kaflinn eru áhrifaríkustu hlutar bókarinnar. Í miðkaflanum eru nokkur almennari ljóð sem eru ekki alveg jafn vel tengd meginþráðum bókarinnar og ljóðin til endanna. Þó er þar til að mynda fjallað um óöryggi mann- eskju og kynveru í mótun, áreiti og hættur í borginni, ögranir, tengsl og tengslaleysi. Það er komið við í Kolaportinu á laugardegi, þar sem í loftinu „liggur sætur ilmvatnsþefur / sem lyktar / eins og leiðinleg stelpa“, og í skólanum er „munurinn á mynd- hverfingu / og viðlíkingu, segir kenn- arinn // munurinn er að vera asni og asnaleg“. Togstreitan og spennan milli for- eldra og barns sem vill brjótast und- an áhrifum þeirra er kjarni þessarar fínu bókar Fríðu Ísberg. Og afstaða móður og barns til valda og áhrifa birtist vel í titilljóðinu, þar sem móð- irin bendir á það að dóttirin sé sín en sú berst fyrir frelsinu, fyrir því að ráða sér sjálf. héðan segir hún og bendir þú komst út úr maganum á mér áherslurnar hristast í höndunum eins og rimlar nei segir þú ég fór þaðan (24) Skáldið Slitförin eftir Fríðu Ísberg fjallar um samband barns og foreldra og er „heilsteypt verk með áleitna rödd athyglisverðs ljóðmælanda.“ Við fjallsrætur gömul ekkasog Ljóð Slitförin bbbbn Eftir Fríðu Ísberg. Partus, 2017. Kilja, 64 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Gotowi na wszystko. Eksterminator Fmm vinir ákveða að hrista upp í pólsku þungarokkssen- unni. IMDb 6,1/10 Bíó Paradís 22.30 Óþekkti hermaðurinn Sögusviðið er stríðið milli Finnlands og Sovétríkjanna 1941-1944. Bíó Paradís 17.30, 20.00, 22.30 On Body and Soul 12 Óvenjuleg ástarsaga sem gerist í hversdagsleikanum, sem hverfist um markaleysið á milli svefns og vöku, huga og líkama. Metacritic 71/100 IMDb 7,9/10 Bíó Paradís 17.30 I, Tonya 12 Myndin segir frá þeim at- burði þegar ráðist var á bandarísku listskautadrottn- inguna Nancy Kerrigan í árs- byrjun 1994 og tilraun gerð til að fótbrjóta hana. Metacritic 73/100 IMDb 7,6/10 Bíó Paradís 22.00 Three Billboards Outside Ebbing, Missouri 16 Metacritic 88/100 IMDb 8,4/10 Smárabíó 22.10 Háskólabíó 19.40, 22.15 Borgarbíó Akureyri 20.00 Bíó Paradís 20.00 Happy End Metacritic 73/100 IMDb 7,0/10 Háskólabíó 20.00 The Commuter 12 Metacritic 68/100 IMDb 5,7/10 Laugarásbíó 20.00, 22.15 Borgarbíó Akureyri 22.40 12 Strong 16 Metacritic 58/100 IMDb 7,0/10 Sambíóin Akureyri 22.30 Smárabíó 19.40, 22.30 All the Money in the World 16 Metacritic 73/100 IMDb 7,2/10 Laugarásbíó 19.50, 22.30 Jumanji: Welcome to the Jungle 12 Metacritic 58/100 IMDb 7,0/10 Laugarásbíó 17.30 Smárabíó 16.50, 19.40 Wonder Metacritic 66/100 IMDb 8,1/10 Sambíóin Álfabakka 17.40 Svona er lífið Háskólabíó 17.30, 22.10 The Greatest Showman 12 Metacritic 48/100 IMDb 8,0/10 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00 Háskólabíó 17.20 Tosca Sambíóin Kringlunni 18.00 Star Wars VIII - The Last Jedi 12 Morgunblaðið bbbbm Metacritic 85/100 IMDb 8,4/10 Sambíóin Álfabakka 17.20, 20.30 Sambíóin Egilshöll 17.00, 22.20 Svanurinn 12 IMDb 7,0/10 Háskólabíó 18.10 Borgarbíó Akureyri 18.00 Bíó Paradís 20.00 Polina Metacritic 69/100 IMDb 6,p/10 Háskólabíó 21.00 Endurfæðingin Háskólabíó 18.00 Father Figures 12 Metacritic 23/100 IMDb 5,0/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Downsizing 12 Metacritic 63/100 IMDb 5,8/10 Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.30 Sambíóin Egilshöll 19.40 Call Me By Your Name Athugið að myndin er ekki með íslenskum texta. Metacritic 93/100 IMDb 8,3/10 Háskólabíó 20.50 Bíó Paradís 17.30, 20.00, 22.30 The Disaster Artist 12 Metacritic 76/100 IMDb 8,2/10 Sambíóin Kringlunni 20.00 Bíó Paradís 22.00 Ævintýri í Undirdjúpum IMDb 4,0/10 Sambíóin Álfabakka 17.50 Sambíóin Akureyri 17.30 Paddington 2 Paddington hefur sest að hjá Brown-fjölskyldunni og er orðinn vinsæll meðlimur samfélagsins. Metacritic 89/100 IMDb 8,1/10 Laugarásbíó 17.30 Smárabíó 15.00, 17.20 Ferdinand Ferdinand er risastórt naut með stórt hjarta. Hann er tekinn í misgripum fyrir hættulegt óargadýr, og er fangaður og fluttur frá heim- ili og fjölskyldu. Metacritic 58/100 IMDb 6,8/10 Smárabíó 15.00, 17.30 Pitch Perfect 3 12 Morgunblaðið bbnnn IMDb 6,3/10 Smárabíó 20.00 Yfirhylming sem náði yfir setu fjögurra Banda- ríkjaforseta í embætti, varð til þess að fyrsti kvenkyns dagblaðaútgefandinn og metnaðar- fullur ritstjóri, lentu í eldlínunni. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 83/100 IMDb 7,5/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 17.00, 17.30, 21.30, 22.20 Sambíóin Akureyri 17.30, 20.00 The Post 12 Den of Thieves 16 Harðsvíraðir bankaræningjar hyggjast ræna Seðlabanka Bandaríkjanna og lenda í átökum við sérsveit lögregl- unnar í Los Angeles. Metacritic 50/100 IMDb 7,3/10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.30, 22.30 Sambíóin Kringlunni 19.30, 22.20 Sambíóin Akureyri 19.40, 22.30 Sambíóin Keflavík 19.20, 22.10 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio Maze Runner: The Death Cure 12 Í lokamyndinni í The Maze Runner-þríleiknum koma fram öll lokasvör gátunnar auk þess sem örlög aðalpersónanna ráð- ast. Metacritic 52/100 IMDb 7,2/10 Laugarásbíó 18.00, 21.00 Sambíóin Egilshöll 17.00, 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 19.20, 22.10 Smárabíó 16.00, 16.30, 19.00, 19.30, 22.10, 22.20, 22.30 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.15 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.