Morgunblaðið - 31.01.2018, Page 1
Kristín Eiríksdóttir, Unnur Þóra Jökulsdóttir,
Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel
Helmsdal hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin
2017 sem afhent voru í gærkvöldi á Bessastöðum
af Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands. Hann
sést hér klappa fyrir verðlaunahafanum Kristínu
að lokinni ræðu hennar en hún hlaut verðlaunin í
flokki fagurbókmennta fyrir skáldsöguna Elín,
ýmislegt. »30-31
Klappað fyrir kátum bókmenntaverðlaunahöfum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017 voru afhent á Bessastöðum í gærkvöld
M I Ð V I K U D A G U R 3 1. J A N Ú A R 2 0 1 8
Stofnað 1913 26. tölublað 106. árgangur
LEIKSTJÓRN-
ARVERÐLAUN
OPNA DYR
GAMLI
MIÐINN
GILTI
VIÐTAL VIÐ
KRISTJÁN
ANDRÉSSON
JÓN OG KRISTÍN 12-13 ÍÞRÓTTIR ÍSOLD UGGADÓTTIR 33
Arnar Þór Ingólfsson
athi@mbl.is
„Þetta endurspeglar þverrandi sam-
keppnishæfni íslenskra fyrirtækja,
vegna styrkingar krónunnar og mik-
illa launahækkana á undanförnum ár-
um. Ég hef talað um að ég meti stöð-
una þannig að það séu hagræðingar
framundan í vetur og ég tel því miður
að þetta sé ein birtingarmynd þess,“
segir Halldór Benjamín Þorbergsson,
framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins, um 86 manna hópuppsögn hjá
Odda í gær og horfurnar í atvinnulíf-
inu almennt. Fram hefur komið að
þessi atriði tvö hafi verið veigamikil í
ákvörðun um uppsagnirnar hjá fyr-
irtækinu.
Hann segist vera nýbúinn að fara
hringinn um landið og ræða við at-
vinnurekendur.
„Sagan er alltaf sú sama, það hefur
gengið ágætlega, en hins vegar hafa
kostnaðarhækkanir verið miklar á
undanförnum þremur árum og það er
ekkert rými til frekari kostnaðar-
hækkana, þar með talið launahækk-
ana. Ef við höldum áfram á sömu
braut, þá er augljóst fyrir mér að at-
vinnurekendur muni þurfa að grípa til
uppsagna. Við vonum auðvitað að til
þess komi ekki, en við erum komin
mjög nærri hengifluginu,“ segir Hall-
dór, sem telur svikalogn ríkja í hag-
kerfinu hérlendis.
Krónan styður ekki stöðugleika
„Við þekkjum alveg þennan tón,“
segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ,
um afstöðu framkvæmdastjóra SA.
Hann segir heimilin í landinu ekki
geta tekið á sig kostnaðinn við of
sterkt gengi krónunnar, sem stjórn-
völd hefðu þurft að bregðast við.
„Við vorum snemma farin að tala
um það, árið 2015 og 2016, að hleypa
til dæmis lífeyrissjóðunum út til þess
að sporna gegn þessari miklu styrk-
ingu krónunnar, en það var ekki gert,“
segir Gylfi. Hann hefur áhyggjur af
stöðu innlendra samkeppnisgreina,
sem ólíkt ferðaþjónustu hafa ekki notið
vaxandi tekna samfara styrkingu
krónu. Laun hafa að hans mati ekki
hækkað of mikið á undanförnum árum.
Launahækkanir hafi verið viðbragð við
kreppuástandi, en innstreymi gjald-
eyris vegna velgengni ferðaþjónustu
með tilheyrandi hækkunum á nafn-
gengi krónunnar sýni það að gjaldmið-
illinn geti illa stutt við væntingar okkar
um stöðugleika. »16
Sterkt gengi krónu og launakostnaður vógu þungt í uppsögn hjá Odda Forseti ASÍ segir hátt gengi vandamál
Halldór Benjamín
Þorbergsson
Samkeppnishæfni fyrirtækja minnkar
Gylfi
Arnbjörnsson
Yfir 100 milljarðar
» Að sögn SI og Félags ráð-
gjafarverkfræðinga þarf að
fjárfesta fyrir yfir 100 milljarða
í vegum á næstu fimm árum.
» Þar af eru yfir 60 milljarðar
vegna uppsafnaðs viðhalds.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Samtök iðnaðarins (SI) vara við því
að slæmt ástand vega landsins kunni
að draga úr hagvexti á næstu árum.
„Hagstofan spáir um 17% hag-
vexti til ársins 2023. Það er ljóst að
erfitt verður að knýja hagvöxt á inn-
viðum í lélegu ásigkomulagi, þ.m.t.
þjóðvegakerfinu,“ segir Sigurður
Hannesson, framkvæmdatjóri Sam-
taka iðnaðarins, og bendir á að
slæmt ástand vega sé farið að standa
vexti ferðaþjónustu fyrir þrifum og
dreifingu ferðamanna um landið.
Þá kosti tafir á umferð á höfuð-
borgarsvæðinu þjóðarbúið orðið
milljarða ár hvert. Þar komi m.a. til
tímatap og aukinn rekstrarkostnað-
ur bifreiða sem eru fastar í umferð.
„Gerðar hafa verið margar rann-
sóknir á tengslum hagvaxtar og fjár-
festinga í vegakerfi. Niðurstöður
þeirra eru að fjárfesting í vegainn-
viðum auki hagvöxt marktækt.“
Samkvæmt greiningu SI hefur
fjárfesting í vegakerfinu sem hlutfall
af landsframleiðslu verið í sögulegu
lágmarki síðustu ár. Lítið viðhald
hafi aukið viðhaldshallann frekar.
Mun bitna á hagvextinum
Samtök iðnaðarins vara við afleiðingum lítils viðhalds á vegum Viðhaldsleysi
muni hamla vexti ferðaþjónustunnar Tafir á umferð í Reykjavík kosti milljarða
MViðhaldsleysið bitnar … »10
Morgunblaðið/Sunna
Gjögur Hópur fólks kom með flugi
að sunnan til að sitja fundinn.
Enn eitt skrefið í undirbúningi Hval-
árvirkjunar var stigið á fundi
hreppsnefndar Árneshrepps í gær
er skipulagstillögur vegna virkj-
unarinnar voru samþykktar. Fimm
nefndarmenn í fámennasta sveitar-
félagi landsins bera þá ábyrgð að
ákveða framhaldið. Þrír þeirra eru
nú fylgjandi virkjun en tveir eru á
móti.
Fjölmenni var á fundi hrepps-
nefndarinnar í gær. Hópur sérfræð-
inga og annarra gesta að sunnan
kom með flugi til fundarins. Í þeim
hópi var Sigurður Gísli Pálmason en
tillögu hans um kostamat á virkjun
annars vegar og verndun hins vegar
var hafnað á fundinum. Í umræðum
um tillöguna sagði oddviti Árnes-
hrepps að það vistspor sem Hval-
árvirkjun myndi setja á landið væri
svo lítið, „svo örlítið“. sunna@mbl.is
»14
Höfnuðu
boði um
kostamat
Oddviti: Vistspor
virkjunar örlítið
Karlmaður sem starfaði fyrir
Barnavernd Reykjavíkur á skamm-
tímaheimili í Breiðholti og situr nú í
gæsluvarðhaldi grunaður um gróf
kynferðisbrot gegn ungum skjól-
stæðingi, hefur áður verið kærður
fyrir kynferðisbrot gegn barni. Það
var árið 2013, en þau brot sem þá
voru kærð áttu sér stað upp úr alda-
mótum, á árunum 2000-2006. »4
Áður kærður fyrir
brot gegn barni