Morgunblaðið - 31.01.2018, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2018
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neytið hefur birt drög að frumvarpi
til laga um breytingu á ýmsum laga-
ákvæðum um fiskeldi. Frumvarpið
grundvallast að mestu leyti á til-
lögum starfshóps um stefnumótun í
fiskeldi sem fram kom sl. sumar.
Ráðuneytið óskar eftir umsögnum
um frumvarpsdrögin og þurfa þau
að berast í síðasta lagi 9. febrúar.
Markmið frumvarpsins er að
styrkja lagaumgjörð fiskeldis þann-
ig að því séu sköpuð bestu mögulegu
skilyrði til uppbyggingar og það
verði öflug atvinnugrein, að því er
fram kemur í tilkynningu ráðuneyt-
isins. Því er jafnframt ætlað að
leggja grunn að öflugu og skilvirku
eftirliti með fiskeldi og stuðla að
ábyrgu fiskeldi þar sem sjálfbær
þróun og vernd lífríkisins er höfð að
leiðarljósi. Þá er frumvarpinu ætlað
að mæta kröfum um náttúruvernd,
gegnsæi, aukna upplýsingagjöf og
betra aðgengi almennings að upplýs-
ingum um fiskeldi.
Með frumvarpinu er fest í sessi
áhættumat Hafrannsóknastofnunar
vegna erfðablöndunar eldislax við
náttúrulegan lax.
Meðal annarra nýmæla er að fallið
er frá „fyrstur kemur, fyrstur fær“
aðferðinni við úthlutun eldisleyfa.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að aug-
lýsa skuli úthlutun eldissvæða og
taka hagstæðasta tilboði.
Auðlindagjald boðað
Fram kemur í tilkynningu ráðu-
neytisins að unnið er að gerð frum-
varps til laga um auðlindagjald í
fiskeldi. Kristján Þór Júlíusson,
sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-
herra, greinir frá því á Facebook-
síðu sinni að gengið sé út frá því að
stærstur hluti gjaldsins renni til
uppbyggingar innviða á þeim svæð-
um sem nýtt verða til uppbyggingar
fiskeldis. Markmiðið sé að styrkja
stoðir atvinnulífs á þeim svæðum
þar sem fiskeldi í sjókvíum er stund-
að. helgi@mbl.is
Fiskeldis-
svæðum út-
hlutað til
hæstbjóðanda
Frumvarpsdrög
eru til umsagnar
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Fiskeldi Breytingar á lögum um
fiskeldi eru í bígerð. Mynd úr safni.
Dreifingardögum bréfapósts Pósts-
ins í þéttbýli fækkar frá og með
morgundeginum og verður borið út
annan hvern virkan dag og A-póst-
ur, sem, borinn hefur verið út dag-
lega, verður aflagður. Sama tíðni
verður nú á bréfadreifingu um allt
land.
Í fréttatilkynningu frá Póstinum
kemur fram að sú staðreynd að eft-
irspurn eftir bréfadreifingu sé sí-
fellt að minnka kalli á að dreifing-
ardögum fækki. Frá árinu 2007
hafi bréfum fækkað um meira en
56% og um 9% á síðasta ári. Á
sama tíma hafi kostnaður við
bréfadreifingar aukist, m.a. vegna
fjölda nýrra íbúða og fyrirtækja.
„Póstburðargjöld hafa að undan-
förnu ekki staðið undir þjónustunni
og með því að bréfum sé safnað og
fleiri borin út í hverri ferð verður
dreifingin bæði umhverfisvænni og
hagkvæmari,“ segir orðrétt í til-
kynningu.
Fram kemur að Pósturinn muni
áfram bjóða upp á að dreifa bréf-
um næsta virka dag en í boði verði
nýr valkostur, svokallað forgangs-
bréf.
Þar kemur jafnframt fram að
áframhaldandi vöxtur sé í pakka-
sendingum og verði pökkum áfram
dreift daglega virka daga vikunnar.
„Þetta er nauðsynlegt skref í
takt við breyttar þarfir fólks... Það
er búið að vera fyrirséð lengi að
bréfadreifing alla virka daga er of-
þjónusta,“ er m.a. haft eftir Ingi-
mundi Sigurpálssyni, forstjóra
Póstsins, í tilkynningu.
agnes@mbl.is
Dreifingardögum bréfapósts fækkar
Bréfum hefur fækkað um meira en 56% frá árinu 2007
50,6 48,7
43,9
39,1
35,1
32,2
30,1
27,7 26,0 24,2
22,0
Magn bréfapósts 2007 til 2017
Milljónir bréfa
50
40
30
20
10
0
2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017
Heimild: Pósturinn
Breyting 2016-2017: -9,0%
Breyting 2007-2017: -56,5%