Morgunblaðið - 31.01.2018, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.01.2018, Blaðsíða 9
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Reykjavíkurborg áætlar að verja nærri tveimur milljörðum króna í endurnýjun og viðgerðir á malbiki gatna borgarinnar í ár. Er það mun meira en undanfarin ár. Verið er að vinna upp það sem drabbast hefur niður á undanförnum árum og telur skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg að göturnar verði komnar í gott horf á árunum 2020 til 2021. Áformað er að malbika um 43 kíló- metra af götum borgarinnar í ár. Er það um 10% af heildarlengd gatna Reykjavíkurborgar. Á síðasta ári voru malbikaðir um 30 kílómetrar sem var nálægt tvöföldun frá árinu 2016. Áætlað er að malbikunin kosti um 1.740 milljónir. Að auki verður unnið við hefðbundnar malbiksviðgerðir og kostar það um 237 milljónir til við- bótar. Inni í þessum tölum er mal- bikun yfirlagna og endurnýjun með fræsingu og malbikun. Lengsti kaflinn er á Höfðabakka, 1.407 metrar, og á Snorrabraut, 1.126 metrar. Ámundi V. Brynjólfs- son, skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg, segir að ástand gatna og umferðarþungi ráði því hvaða götur séu hafðar í for- gangi. Útboð auglýst fljótlega Borgarráð hefur heimilað um- hverfis- og skipulagssviði að bjóða út malbikunarframkvæmdirnar. Ámundi reiknar með að útboð verði auglýst um miðjan febrúar og að framkvæmdir geti þá hafist í apríl eða byrjun maí. Það ræðst af veðri. Framkvæmdirnar hefjast með fræs- ingu malbiks. Tvö til þrjú fyrirtæki hafa keppt um malbikunarverkefni en Ámundi segist hafa heyrt að eitt fyrirtæki til viðbótar sé að koma sér upp malbikunarstöð. Vonast hann eftir hagstæðum tilboðum, sér- staklega í ljósi þess að verkin verði boðin út tímanlega. Talið er að endurnýja þurfi malbik á um 6% gatna á ári til að halda í horfinu með viðhald. Framkvæmdir hafa verið langt undir því í langan tíma, eða 2-4% eins og sést á með- fylgjandi grafi, eða þar til á síðasta ári að verulega var bætt í. Ámundi segir að samkvæmt áætlunum borg- arinnar verði 6,5 til 7 milljarðar lagð- ir í malbiksframkvæmdir á árunum 2018 til 2022. Mest á þessu ári. Utan við þessar viðhaldsframkvæmdir eru nýframkvæmdir. Einnig viðhald á stofnbrautum sem eru á vegum rík- isins. Vegagerðin annast meðal ann- ars rekstur á Vesturlandsvegi, Miklubraut, Hringbraut, Sæbraut og Reykjanesbraut. Borgin malbikar 43 km Fyrirhugaðar malbikunarframkvæmdir í Reykjavík 2018 Kjalarnes Heimild: Umhvefis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 19 15 16 15 17 12 12 11 12 9 10 16 18 30 43Malbikunarframkvæmdir 2004 til 2018, kílómetrar slitlags Framkvæmdir 2018 Hverfi km Vesturbær, Miðborg og Hlíðar 12,5 Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir 12,9 Breiðholt og Árbær 4,8 Grafarvogur, Graf- arholt og Kjalarnes 8,9 Annað 3,9 Samtals 43 Sem hlutfall af lengd gatna borgarinnar: 2007, 5,9%. 2017, 10,2%.  Vinna upp viðhald sem drabbast hefur niður  Lengstu kaflarnir eru á Höfðabakka og Snorrabraut  Göturnar verða komnar í gott horf eftir 2-3 ár FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2018 Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is 20-40% AFSLÁTTUR ÚTSALA! AF VÖLDUM VÖRUM Í VERSLUN OKKAR AÐ SÍÐUMÚLA 16, DAGANA 29. JAN – 2. FEB FA S TU S .IS _ FY 2 0 1 8 0 1 2 6 Eystri Landsréttur Danmerkur dæmdi Rikke Louise Andersen til þess að greiða 5.000 danskar krónur í sekt fyrir að hafa birt mynd af manni sem beraði sig fyrir framan dóttur hennar á Facebook. Andersen fékk mynd af atburðinum úr öryggismyndavél og birti á Facebook síðu sinni og fékk færslan yfir 1000 deilingar. Taldist myndbirtingin brot á dönskum persónuverndarlögum og var henni gert að greiða sekt. Í samtali við danska fjölmiðilinn Politiken segir Andersen að hún myndi ekki hika við að gera þetta aftur. Helga Þórisdóttir, forstjóri Per- sónuverndar á Íslandi, segir nauð- synlegt að horfa á atburðina sem tvö aðskilin brot. Bendir hún jafn- framt á að á Íslandi er ekki heim- ilt að birta myndefni sem verður til við rafræna vöktun ef um mögulegt brot er að ræða. „Ef það sést að það er mögulegt brot á persónuverndarlögum sem er að eiga sér stað, þ.e. grunur um refsiverðan verknað, þá er ein- ungis heimilt að afhenda lögreglu slíkt myndefni og það er þá lög- reglu að ákveða að birta mynd af viðkomandi,“ segir Helga. Persónuvernd hefur áður úr- skurðað um slíkt hérlendis er Ís- lendingur birti skjáskot úr örygg- ismyndavél af manni sem hafði tekið úlpu í misgripum á KFC. Hann fékk myndina úr öryggis- myndavélum KFC og óskaði eftir aðstoð við að finna „þjófinn“ en slík myndbirting var talin óheimil. mhj@mbl.is Lögreglan þarf að ákveða myndbirtingu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.