Morgunblaðið - 31.01.2018, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2018
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Kristín Eiríksdóttir, Unnur Þóra
Jökulsdóttir, Áslaug Jónsdóttir,
Kalle Güettler og Rakel Helmsdal
hlutu í gær Íslensku bókmennta-
verðlaunin 2017 er þau voru afhent
við hátíðlega athöfn á Bessastöð-
um í 29. sinn, en það var forseti Ís-
lands, Guðni Th. Jóhannesson, sem
afhenti verðlaunin. Kristín hlaut
verðlaunin í flokki fagurbók-
mennta fyrir skáldsöguna Elín,
ýmislegt, Unnur í flokki fræðirita
og bóka almenns efnis fyrir Undur
Mývatns – um fugla, flugur, fiska
og fólk og Áslaug Jónsdóttir, Kalle
Güettler og Rakel Helmsdal í
flokki barna- og ungmennabóka
fyrir Skrímsli í vanda. Verðlauna-
féð nemur einni milljón króna fyrir
hvert vinningsverk.
Ekki hægt að keppa
í listrænum gæðum
Lokadómnefnd verðlaunanna
skipuðu að þessu sinni Helga
Ferdinandsdóttir, Hulda Proppé,
Sigurjón Kjartansson og Gísli Sig-
urðsson, sem jafnframt var for-
maður nefndarinnar.
Í rökstuðningi dómnefndar segir
að Elín, ýmislegt sé „vandlega út-
hugsuð og margslungin skáldsaga
sem teflir fínlega saman ólíkri
veruleikaskynjun persónanna í
áhrifaríkri frásögn af hverfulu eðli
minninga.“
Um Undur Mývatns – um fugla,
flugur, fiska og fólk segir að ritið
sé „einstætt listaverk sem fer í
draumkennda ferð og miðlar
fræðilegri þekkingu með ástríðu
fyrir lífskraftinum og persónulegri
sýn á það sem fyrir augu ber, jafnt
óvægna grimmd sem blíðustu feg-
urð.“
Um Skrímsli í vanda segir að
bókin sé „litríkt og fallegt verk
sem tekur á viðfangsefni sem
snertir okkur inn að kviku; marg-
laga saga fyrir alla aldurshópa,
sem sómir sér vel í hinum glæsi-
lega skrímslabókaflokki.“
„Ég bjóst ekkert endilega við að
þessi bók myndi ganga svona vel,“
segir Kristín Eiríksdóttir, höf-
undur skáldsögunnar Elín, ým-
islegt. en stutt er síðan hún hlaut
einnig Fjöruverðlaunin 2018 fyrir
sömu skáldsögu. „Ég hélt að ég
væri að fara inn í þægilegt jóla-
bókaflóð þar sem einhverjir gledd-
ust yfir verkinu, en ekki svona
margir. Þannig að þetta er búið að
vera mjög ánægjulegt. Mér finnst
aðallega gaman að sjá bókina mæta
skilningi. Það sannar að maður
getur aldrei vitað fyrir hvern mað-
ur er að skrifa og alveg eins gott að
sleppa því að pæla í því.“
Kristín hefur einu sinni áður
verið tilnefnd til Íslensku bók-
menntaverðlaunanna, en það var
fyrir seinustu bók hennar, ljóða-
bókina Kok 2014. Spurð hvort Elín,
ýmislegt sé hennar besta verk til
þessa svarar Kristín: „Ég held það
sé ekki hægt að keppa í listrænum
gæðum, hvort heldur er við sjálfan
sig eða aðra. Það er svo afstætt
hvað er metið hverju sinni,“ segir
Kristín og tekur fram að hún voni
að verðlaunin veiti henni meira
starfsöryggi og tilvistarleyfi.
Fer í vitleysu og vask
„Ég skrifaði bókina á starfs-
launum og er óendanlega þakklát
fyrir þau, ekki bara sjálfrar mín
vegna heldur líka bara fyrir allt
sem verður til á þessum blessuðu
mánuðum sem úthlutað er til lista-
manna og bætir tilvistina hér á
landi,“ segir Kristín og tekur síðan
fram að hún sé ávallt með nokkur
verk í vinnslu.
„Ég er löngu byrjuð á næstu bók
og er með nokkur verkefni í gangi í
ólíkum formum,“ segir Kristín sem
hefur skrifað leikrit og sent frá sér
skáldsögur, smásagnasafn og ljóða-
bækur. Aðspurð segist hún reikna
með að senda næstu bók frá sér
eftir tvö ár og verður þar sennilega
um skáldsögu að ræða. „Frá því ég
sendi frá mér mína fyrstu bók 2004
hef ég alltaf sent frá mér bók á
tveggja ára fresti, nema þegar kom
að Elínu, ýmislegt, þá liðu þrjú ár,
en ég eignaðist líka barn í millitíð-
inni.“
Spurð hvort hún telji að Íslensku
bókmenntaverðlaunin geti hjálpað
bókum hennar erlendis segist
Kristín vona það. „Það væri aldeilis
gaman,“ segir Kristín og rifjar upp
að aðeins ein bóka hennar, ljóða-
bókin Húðlit auðnin frá árinu 2006,
hafi verið þýdd á erlent mál, það er
dönsku. Innt eftir því hvort hún sé
búin að ráðstafa verðlaunafénu
svarar Kristín: „Ég eyði þessu
sjálfsagt öllu í einhverja vitleysu
og vask – það er að segja á baðinu,
hann brotnaði,“ segir Kristín.
Átti ekki von á þessu
„Ég er hrærð, stolt og ánægð.
Ég átti ekki alveg von á þessu,
enda nýbúin að fá hin glæsilegu
Fjöruverðlaun,“ segir Unnur Þóra
Jökulsdóttir, höfundur fræðiritsins
Undur Mývatns – um fugla, flugur,
fiska og fólk, en bókin hlaut nýver-
ið Fjöruverðlaunin 2018 í flokki
fræðirita og bóka almenns efnis.
Unnur hefur einu sinni áður verið
tilnefnd til Íslensku bókmennta-
verðlaunanna en það var árið 2004
fyrir bókina Íslendingar sem hún
gerði í samvinnu við ljósmynd-
arann Sigurgeir Sigurjónsson.
Spurð hvort Undur Mývatns sé
besta bók hennar til þessa segir
Unnur: „Ég get ekki alveg gert
upp á milli þessara bóka minna, en
viðfangsefnið er einstakt. Auðvitað
eru Íslendingar líka einstakir,“
segir Unnur kímin. „Það er eitt-
hvað innilegt og hrífandi við líf-
verur Mývatns sem snertir fólk,
sem ég vona að mér hafi tekist að
koma til skila í bókinni. Það var
það sem ég hreifst af þegar ég fór
að vera þarna og kynnast þeim
svona djúpt eins og maður gerir í
gegnum vísindamennina sem ég
var svo heppin að kynnast,“ segir
Unnur og bendir á að eiginmaður
hennar, Árni Einarsson líffræð-
ingur, hafi verið forstöðumaður
Náttúrurannsóknastöðvarinnar við
Mývatn síðustu fjóra áratugi. „Mig
langaði svo að koma sögum þessara
lífvera til almennings.“
Innt eftir því hvort hún telji að
Íslensku bókmenntaverðlaunin
muni gagnast bókinni erlendis seg-
ist Unnur ekki geta svarað því, en
bendir á að þegar sé búið að gera
samning um útgáfu hennar hjá
virtu forlagi í Berlín sem sérhæfir
sig í náttúrubókum.
Má ekki fara í hítina
„Í öðrum málheimum er miklu
sterkari hefð fyrir náttúruskrifum
en hér. Það er því stór les-
endahópur erlendis sem les um
náttúruna heima í stofu án þess að
fara á slóðir bókanna. Ég vona að
þessi bók geti náð til slíkra les-
enda. Ég vona líka að bókin geti
orðið öðrum íslenskum rithöf-
undum hvatning til að skrifa meira
um náttúruna og lífríkið,“ segir
Unnur og tekur fram að hún hafi í
nálgun sinni valið að hafa bókina
svolítið „gamaldags“.
„Ég vildi ekki fylla hana af ljós-
myndum þó ég þekki marga bestu
ljósmyndara Íslands og þeir vinna
„Hrærð, stolt og ánægð“
Kristín Eiríksdóttir, Unnur Þóra Jökulsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel Helms-
dal hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin Myndabók verðlaunuð í fyrsta sinn í nýjasta flokknum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ánægjustund F.v.: Unnur Þóra Jökulsdóttir, Kristín Eiríksdóttir, Áslaug Jónsdóttir og Kalle Güettler veittu verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn á
Bessastöðum í gærkvöldi, en Rakel Helmsdal átti ekki heimangengt. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin.
Vertu viðbúinn vetrinum
LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR
SNJÓKEÐJUR
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna