Morgunblaðið - 31.01.2018, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2018
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Suðurgata 38, ásamt 226-8166, Akranes, þingl. eig. Jóhanna M Vest-
mann, gerðarbeiðandi Gildi - lífeyrissjóður, mánudaginn 5. febrúar
nk. kl. 10:00.
Deildartún 4, Akranes, fnr. 210-1246, þingl. eig. Pawel Boguslaw Czer-
nicki, gerðarbeiðendur Tryggingamiðstöðin hf. og Íbúðalánasjóður,
mánudaginn 5. febrúar nk. kl. 10:15.
Indriðastaðir 53, sumarhús, Skorradalshreppur, fnr. 227-8166, þingl.
eig. Aðalheiður Hafliðadóttir og Guðlaugur H Helgason, gerðarbeið-
endur Arion banki hf. og Náttúra og heilsa ehf, mánudaginn 5. febrúar
nk. kl. 11:15.
Birkimói 1, Skorradalshreppur, fnr. 225-3614, þingl. eig. Ingiveig
Gunnarsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 5.
febrúar nk. kl. 11:30.
Sýslumaðurinn á Vesturlandi
30. janúar 2018
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, foreldramorgnar kl. 10.30,
söngstund við píanóið með Helgu Gunnars kl. 13.45 og bókaspjallið
hans Hrafns Jökulssonar kl. 15.
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12 og léttur hádegisverður
á eftir gegn vægu gjaldi. Opið hús í safnaðarheimili Árbæjarkirkju kl.
13 til 16. Leikfimi með Öldu Maríu. Syngjum og skemmtum okkur við
harmonikkuleik Jóns Unnars. Allir hjartanlega velkomnir.
Árskógar Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-16. Opin smíðastofa
kl. 9-16. Stóladans með Þóreyju kl. 10. Opið hús, t.d. vist og brids kl.
13-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl.
15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700.
Boðinn Vatnsleikfimi í sundlaug Boðans kl. 9. Handavinnustofa opin
frá kl. 9-15. Leshópur Boðans kl. 15.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Tölvu- og snjallsíma-
aðstoð frá kl. 9.30-10.10. Leshópur Hjördísar kl. 10.30. Botsía kl. 10.40-
11.20. Morgunkaffi kl. 10-10.30. Spiladagur, frjáls spilamennska kl.
12.30-15.50. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15.
Breiðholtskirkja Starf eldr iborgara í Breiðholtskirkju kl. 13.15. Við
ætlum að hlusta á gömlu góðu lögin yfir kaffisopa. Allir hjartanlega
velkomnir
Bústaðakirkja Félagsstarf kl. 13-16 á miðvikudögum. Spil, handa-
vinna, kaffiveitingar og sóknarprestur er með hugleiðingu og bæn.
Þóra Minerva og Laufey Erla sjá um stundina. Allir velkomnir
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Bókband kl. 9-13, opin handavinna frá
kl. 9-12, tölvu- og snjallsímakennsla kl. 10-11, bókband kl. 13-17, frjáls
spilamennska kl. 13-16.30, myndlist kl. 13.30-17. Harmonikkudans-
leikur með Vitatorgsbandinu frá kl. 14-15 sungið á eftir, ókeypis
aðgangur og allir velkomnir. Kaffiveitingar kl. 14.30-15.30. Verið vel-
komin á Vitatorg, síminn er 411-9450.
Furugerði 1 Morgunverður frá kl. 8.10-9.10 í borðsal, fjöliðjan í kjall-
ara opin frá kl. 10, heitt kaffi á könnunni hjá Möggu Dögg. Stólaleik-
fimi með Olgu kl. 11 í innri borðsal. Hádegisverður kl. 11.30-12.30 í
borðsal. Ganga kl. 13 ef veður leyfir. Botsía í innri borðsal kl. 14. Síð-
degiskaffi kl. 14.30-15.30 í borðsal.
Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl.
9.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara í síma 617-
1.03. Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.40/15.15. Kvennaleikfimi í Sjálandi kl.
9.30. Kvennaleikfimi í Ásgarði kl. 10.40. Gönguhópur fer frá Jónshúsi
kl. 10. Brids í Jónshúsi kl. 13. Leir í Kirkjuhvoli kl. 13. Zumba í Kirkju-
hvoli kl. 16.15.
Gerðuberg Opin handavinnustofan kl. 8.30-16. Útskurður með leið-
beinanda kl. 9-12. Útskurður / pappamódel með leiðbeinanda kl. 13-
16. Félagsvist kl. 13-16.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.10 botsía fyrir byrjendur, kl. 9.30
glerlist, kl. 13 félagsvist, kl. 13 postulínsmálun.
Grensáskirkja Síðdegissamvera eldri borgara í dag kl. 17.30-19.
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson sálmaskáld, fjallar um sálmana sína.
Söngur og hugvekja, létt máltíð í lokin. Skráningu lauk sl. mánudag,
upplýsingar í síma 528-4410.
Gullsmári Myndlist kl. 9. Ganga kl. 10. Postulínsmálun kl. 13.
Kvennabrids kl. 13. Silfursmíði kl.13.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og
spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, zumbadans kl. 9
hjá Carynu, morgunleikfimi kl. 9.45, jóga kl. 10 hjá Carynu. Samveru-
stund kl. 10.30, lestur og spjall, matur kl. 11.30. Handavinnuhópur kl.
13, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Jóga kl. 17 hjá Steinu.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl.
8.50, upplestrarhópur Soffíu fellur niður í dag, ganga kl. 10, línudans
með Ingu kl. 10.15, stóla- og hláturjóga kl. 13.30 með Ástu, tálgun í
ferskan við með Valdóri kl. 14.30, síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomn-
ir óháð aldri. Upplýsingar í síma 411-2790. Bókmenntahópur kl. 19.30.
Korpúlfar Ganga kl. 10 frá Borgum. Félagsfundur Korpúlfa kl. 13 í
Borgum, Korpusystkin syngja þorralögin, ferðakynning frá ferða-
nefnd Korpúlfa, Níels Árni Lund sérstakur gestur með fræðslu og
gamanmál, upplestur, kynning frá Miðgarði um það sem stendur til
boða fyrir eldri borgara og fleira skemmtilegt. Sjáumst sem allra flest.
Qigong kl. 16.30 í Borgum.
Norðubrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, morgunleikfimi
kl. 9.45, viðtalstími hjúkrunarfræðings kl. 10-12, upplestur kl.11,
félagsvist kl. 14, ganga með starfsmanni kl. 14, Bónusbíllinn kl. 14.40,
heimildarmyndasýning kl. 16.
Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr kl. 10 er
boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin.
Hádegisverður er kl. 11.30-12.30 og handavinnuhópurinn kemur sam-
an kl. 13. Vöfflukaffi er selt á vægu verði kl. 14.30-15.30. Allir eru hjart-
anlega velkomnir í Selið. Nánari uppl. hjá Maríu Helenu í s. 568-2586.
Seltjarnarnes Leir Skólabraut kl. 9. Botsia Gróttusal kl. 10. Kaffispjall
í króknum kl. 10.30. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12. Timburmenn Val-
húsaskóla kl. 13. Handavinna Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi sund-
lauginni kl. 18.30. Ath. í kvöld kl. 20 er gaman saman í selinu. Spiluð
verður félagsvist. Kaffiveitingar og flottir vinningar. Munið svo bingó-
ið á morgun fimmtudag í salnum Skólabraut kl. 13.30.
Stangarhylur 4 Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði Stangarhyl 4, kl.
10. Söngfélag FEB kóræfing kl. 16.30, stjórnandi Gylfi Gunnarsson.
Leikhúsferð Himnaríki og helvíti miðvikudaginn 31. janúar, mæting í
Borgarleikhúsið kl. 18. Fyrst er farið í skoðunarferð um húsið, síðan
matur og svo sjálf leiksýningin. Starfsmaður FEB afhentir miðana við
innganginn.
Félagslíf
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl 20.00.
HELGAFELL 6018011019 VI
Húsnæði óskast
Húsnæði óskast
Þýska sendiráðið óskar eftir vel
útbúnu húsnæði m/húsgögnum
(einbýlishús eða íbúð), 200-300 m²
frá 1. apríl til 31. október 2018, mið-
svæðis í Rvk. Bílskúr. Tilboð vinsam-
legast sendist með myndum til Þýska
sendiráðsins, Laufásvegi 31, 101
Reykjavík, einnig með tölvupósti á
info@reykjavik.diplo.de
Upplýsingar í síma 530 1100.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
Þjónusta
Rað- og smáauglýsingar
Færir þér
fréttirnar
mbl.is
Elsku amma/
langamma okkar,
við kveðjum þig
með miklum sökn-
uði og trúum því að
nú líði þér betur og sért komin til
afa og mömmu.
Ég man hvað þér fannst gam-
an að ferðast um landið og um
heiminn og kallaðir það alltaf
siglingar þó svo við hefðum farið
fljúgandi. Við ferðuðumst til
Spánar, Gíbraltar, Afríku og
fleiri staða. Þú elskaðir að fara í
ferðir með Húsbílafélaginu á
Kjúklingnum með afa og Bjössa
og svo fóruð þið öll saman ásamt
Árnýju og Jóa með Norrænu og
ferðuðust þið um Norðurlöndin.
Við fórum oft saman í Þórs-
mörk með starfsfélögum frá
Hreyfli og þar var oft glatt á
hjalla, mikið sungið við varðeld-
inn og farið í leiki.
Þú elskaðir að baka og það var
alltaf til nóg af kræsingum þegar
maður kom í heimsókn til þín,
kleinur og ástapungar voru alltaf
til, enginn fór svangur frá þér.
Við áttum margar góðar
stundir saman í skúrnum þegar
Litla bílastöðin var til, mikið
brallað og spjallað saman.
Það var svo gaman á jólunum
þegar við vorum yngri því þá hitt-
Jóhanna Sigríður
Árnadóttir
✝ Jóhanna fædd-ist 9. maí 1932.
Hún lést 19. janúar
2018.
Útför Jóhönnu
fór fram 29. janúar
2018.
umst við öll saman
hjá ykkur afa og
Bjössa, borðuðum
öll saman og opnuð-
um pakkana og þú
varst alltaf svo glöð
og líka smá stríðni í
þér líka því þú varst
alveg með húmorinn
í lagi.Þú elskaðir að
prjóna á okkur ull-
arsokka og vettlinga
og okkur fannst svo
flott að eiga sokka og vettlinga
eftir þig.
Við minnumst þín með miklum
söknuði og með mikilli þökk fyrir
allt sem þú hefur kennt okkur um
ævina og við munum öll sakna þín
mikið, en vitum að afi og mamma
taka glöð á móti þér og að þið
munið fylgjast með okkur.
Við erum þakklát fyrir þann
tíma sem við áttum með þér og
góðar minningar um skemmtileg-
ar samverustundir munu ávallt
fylgja okkur.
Elsku Bjössi og Árný, megi
góður Guð styrkja ykkur í þess-
ari miklu sorg okkar.
Minning um yndislega ömmu
mun lifa í hjarta okkar alla ævi.
Hvíldu í friði.
Þín dótturdóttir,
Ágústa Björk, Einar
og dætur.
Elsku amma.
Það er svo margs að minnast,
við vorum alltaf svo góðar vin-
konur.
Á unglingsárum mínum var ég
mikið hjá ykkur afa og Bjössa og
fékk mjög oft að gista og man ég
vel eftir þegar þú varst að finna
til náttföt og sokka til að sofa í að
oft var þetta einhverjum númer-
um of stórt og sokkarnir náðu
upp að hnjám. Oft vorum við
Bjössi í vatnsrúminu og auðvitað
Tinna með okkur að horfa á
mynd og ansi oft sofnaði ég og þú
leyfðir mér bara að vera og sváf-
um við þrjú saman í rúminu, en
svo fékk ég oft að skríða upp í hjá
þér og afa á morgnana.
Alltaf var kvöldsnarl hjá þér
og alltaf til nóg af kræsingum því
þú varst alltaf bakandi og var
mikill gestagangur hjá þér, ekki
var það nú leiðinlegt að fá að
hjálpa þér í bakstrinum og oftast
voru það kleinurnar og ástapung-
arnir og svo smákökurnar fyrir
jólin.
Elsku amma, nú ert þú komin
á betri stað og er ég viss um að
mamma og afi hafa tekið vel á
móti þér. Þín verður sárt saknað
en minningin um þig mun lifa.
Hún var einstök perla.
Afar fágæt perla,
skreytt fegurstu gimsteinum
sem glitraði á
og gerðu líf samferðamanna hennar
innihaldsríkara og fegurra.
Fáar perlur eru svo ríkulega búnar,
gæddar svo mörgum af dýrmætustu
gjöfum Guðs.
Hún hafði ásjónu engils
sem frá stafaði ilmur
umhyggju og vináttu,
ástar og kærleika.
Hún var farvegur kærleika Guðs,
kærleika sem ekki krafðist endurgjalds.
Hún var vitnisburður
um bestu gjafir Guðs,
trúna, vonina, kærleikann og lífið.
Blessuð sé minning einstakrar perlu.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Þín
Rósa.
Á Flóasvæðinu í
Kaliforníu eru há-
skólarnir Stanford
og Berkeley. Þeir
eru þekktir fyrir vís-
inda- og frumkvöðlastarf. Þekkt-
ast af þessu í seinni tíð er þróun
tölvubyltingarinnar í Kísildal. Þar
er Stanford-háskóli og höfuð-
stöðvar fyrirtækja á borð við Go-
ogle og Facebook.
Við stúdentarnir við þessa há-
skóla á níunda áratugnum höfðum
mikil samskipti. Það var enda gott
að bera saman bækur um fram-
vindu náms og rannsókna.
Skömmu áður en ég kom til
Berkeley höfðu Jón Steinar og
Jón Steinar
Guðmundsson
✝ Jón Steinarfæddist 31. des-
ember 1947. Hann
lést 9. janúar 2018.
Útför Jóns Stein-
ars fór fram 19.
janúar 2018.
kona hans Sigrún
Guðmundsdóttir
flust til Stanford
með sonum sínum,
Guðmundi og Magn-
úsi. Sigrún fór í
doktorsnám í upp-
eldisfræði en Jón
Steinar varð dósent í
olíuverkfræði. Mjög
gaman var að koma
til þeirra og varð af
því vinátta sem ent-
ist alla tíð.
Eftir að við lukum námi í Kali-
forníu fluttumst við heim og hóf-
um þar störf. Tókum við þá upp
þráðinn og hittumst reglulega
mér til mikillar uppfræðslu og
ánægju. Eftir nokkur ár leituðu
Jón Steinar og Sigrún eftir
kennslustöðum við háskólann í
Þrándheimi. Urðu þau bæði fljót-
lega prófessorar þar.
Þegar þau komu heim hittumst
við jafnan. Sigrún lést aðeins 56
ára árið 2003, en við Jón Steinar
héldum áfram reglulegu sam-
bandi um okkar faglegu málefni.
Mest var það um þróunina á norð-
urslóðum, en um það skrifaði ég
bókina How the World will
Change – with Global Warming
árið 2006. Háskólinn í Þrándheimi
er framarlega á þessu sviði og
ekki síst deild Jóns Steinars í olíu-
verkfræði. Voru samræður við
Jón Steinar um þetta og gögn sem
hann sendi mér ómetanleg aðstoð.
Árið 2009 var mér boðið til há-
skólans til að halda erindi um
norðurslóðir. Urðu þá fagnaðar-
fundir með okkur Jóni Steinari og
hinni nýju konu hans, Rigmor
Kvarme.
Var mikilli veislu slegið upp í
garðinum hjá þeim. Betri leið-
sögumann um háskólann en Jón
Steinar var tæpast hægt að hugsa
sér og reyndar um hverfi bæjarins
líka, því hann var í bæjarstjórn
Þrándheims í sjö ár og sat þá í
skipulagsnefnd.
Við fráfall Jóns Steinars sendi
ég Rigmor, sonunum og fjölskyldu
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur. Minningin um góðan dreng lif-
ir!
Trausti Valsson.
Í dag minnumst
við þess að 90 ár eru
liðin frá fæðingu
elsku Ingu, systur
okkar.
Hún naut lífsins og gerði sér
ekki rellu út af smámunum. Að
lesa góða bók með rauðvínsglas
og filterslausan Camel voru
hennar gæðastundir.
Ingveldur
Guðlaugsdóttir
✝ Ingveldur Guð-laugsdóttir
fæddist 31. janúar
1928. Hún lést 5.
apríl 2017.
Ingveldur var
jarðsungin 27. apríl
2017.
Margar voru
ferðirnar sem við
systur fórum ásamt
Oddnýju, mágkonu
okkar, til útlanda.
Þetta voru ótrúlega
skemmtilegar ferðir
og átti Inga ekki síst
þátt í að oft var
grátið af hlátri.
Ef við þurftum að
fræðast eitthvað um
ættina okkar var
bara haft samband við Ingu og
komum við ekki að tómum kof-
unum þar. Inga var mikill list-
unnandi og deildi áhuga sínum
með dætrunum, barnabörnunum
og vinum.
Á bókamörkuðum var hún tíð-
ur gestur og sæi hún bók sem
henni leist vel á keypti hún 10-12
eintök og gaf vinum og vanda-
mönnum.
Fyrstu alvöru dúkkurnar okk-
ar Guðleifar og Steinunnar gaf
hún okkur og heklaði og saumaði
á þær föt. Varla líður sá dagur að
við systurnar handleikum ekki
alls konar eldhúsáhöld sem hún
gaukaði að okkur.
Inga elskaði lífið, fuglana og
blómin, en mest elskaði hún dæt-
urnar sínar fimm sem hún kom til
manns og mennta.
Inga lést 5. apríl sl. umkringd
sínum nánustu. Húmornum hélt
hún til æviloka og sagðist vera
fegin að þörfin fyrir að liggja í
rúminu orsakaðist af krabba-
meininu, en ekki leti. Hennar er
sárt saknað af okkur öllum sem
elskuðum hana.
Steinunn, Guðleif
og Guðrún.