Morgunblaðið - 31.01.2018, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.01.2018, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2018 ✝ Guðmundur Jóhann Clausen fæddist á Hellis- sandi 22. mars 1930. Hann lést á Landspítalanum 12. desember 2017. Foreldrar hans voru Axel Clausen, f. 30. apríl 1888, d. 5. febrúar 1985, kaupmaður í Reykjavík, og Anna María Einarsdóttir, f. 29. nóv- ember 1897, d. 3. maí 1994. Guðmundur kom úr stórum systkinahópi og eru eftirlifandi Friðrik Áskell, f. 1933, Sigríður Jóna, f. 1942, Ása, f. 1957, Kristrún Olga, f. 1959, Axel, f. 1966, og Oscar, f. 1970. Guðmundur kvæntist eig- inkonu sinni, Heiðu Guðjóns- dóttur, f. 2. októ- ber 1935, d. 16. janúar 2018, hinn 30. desember 1964. Þau eignuðust tvö börn, Hafstein Örn, f. 1961, og Laufeyju Klöru, f. 1967. Fyrir átti Guðmundur Jó- hönnu, f. 1951. Barnabörnin eru 15 og langafa- börnin sjö. Guðmundur starfaði lengst af sem bifreiðastjóri hjá Strætisvögnum Reykjavíkur. Hestamennskan var hans ær og kýr og stundaði hann hana af þrótti svo lengi sem heilsan leyfði. Útför Guðmundar fór fram 27. desember 2017. Guðmundur afi, húmoristi, sögumaður, samdi kvæði jafn hratt og hann sagði þau. Sagði alltaf að ég myndi giftast Baldri, Alda kalda barði Balda. Myndi síðan vorkenna greyið Baldri. Hafðir alltaf svo mikinn áhuga á sveitinni, fólkinu þar og hvernig því gekk. Ég man alltaf þegar þú komst í sveitina með fulla poka af Svala í „sjoppuna“ mína. Ásamt Mixi sem var merkilegast af öllu. Eng- inn annar keypti gos handa mér. Síðan átti ég að raða í ísskápinn og bjóða þér þegar þú kæmir. Og öllum sem komu við. Það var svo mikilvægt að gefa öðrum með sér. Ég man hvað þú varst alltaf hamingjusamur þegar þú varst í hestastússi. Hvað þú varst ánægður þegar ég flutti í sveit og gat verið með hesta. Þú varst oft með hestana þína hjá okkur á beit. Sem var auðvitað alltaf sjálfsagt þrátt fyr- ir að mamma og pabbi væru skil- in. Það tóku þér allir fagnandi. Ein uppáhaldsminningin mín er þegar þú fórst með mér og vin- konu minni á hestamót í Faxa- borg. Um leið og þú lagðir bílnum og við vorum að fara út hækkaðirðu útvarpið í botn, harmonikkutón- list af kassettu, og byrjaðir að fífl- ast. Við tölum ennþá um þetta, hvað það var fyndið og hvað allir hrukku við. Þú elskaðir að segja sögur og reyttir af þér brandarana. Ég man að ég hélt að ég væri uppá- haldsbarnabarnið þegar ég var lítil því þú varst alltaf að gefa mér eitthvað en ég var fljót að átta mig á því að þú varst bara svona góður við alla. Gerðir ekki upp á milli fólks. Það var svo gaman að heyra þig segja sögur. Ég elska söguna sem þú sagðir þegar ég spurði hvernig þið amma hefðuð kynnst. Þú lýstir rómantískri sögu af sveitaballi meðan amma hristi hausinn. Sagði oft að ég ætti nú ekki að taka mark á öllu sem þú segðir. En þú vissir alveg að skemmt- anagildi sagnanna fer eftir því hvernig þær eru sagðar. Mér fannst svo merkilegt þeg- ar þú sagðir mér að þú hefðir starfað sem kokkur á skipi. Eld- aðir síðan alltaf kjötsúpu og fisk handa okkur. Fiskinn stappaðirðu og mótað- ir í myndir af t.d. fiski. Það fannst mér skemmtilegast í heimi. Síðan dróstu mig að landi þegar ég gat ekki meir. Síðasta minningin um þig heima í Drekavogi var þegar ég stappaði fyrir þig fiskinn. Þú sagðir: Jæja, þetta gerði ég alltaf fyrir þig, nú er komið að þér að stappa fiskinn fyrir gamla mann- inn. Alltaf var stutt í húmorinn. Alda Valentína Rós Hafsteinsdóttir. Elsku afi. Þegar ég hugsa til baka þá höf- um við átt mjög góðar stundir saman. Þegar þú og amma fóruð með mig og Kristínu Heiðu í fyrstu utanlandsferðina til Glas- gow. Hestaferðirnar í kringum Rauðavatn og um Víðidal með Sögu og Svan. Þegar ég fékk svo mína eigin hryssu og nefndi hana Framhaldssögu og folaldið henn- ar Endi, það þótti 12 ára sjálfri mér mjög sniðugt. Þegar ég var 8-9 ára var að- alsportið að fá að fara einn hring í strætó niður á Hlemm, fá pitsu og kók, og svo aftur heim upp í Rauðhamra. Það skipti ekki máli hvort við krakkarnir komum í heimsókn í Leirubakkann, Eyjabakkann eða Drekavoginn, það var alltaf til ís og ýmislegt góðgæti og enduðu heimsóknir oftast á að maður fékk smá pening í baukinn. Það breyttist í raun aldrei þó ég væri orðin 29 ára gömul, alltaf var spurt hvort ég vildi ekki ís og reynt að lauma að manni aurum, því ég var nú enn litla rósin hans afa síns. Þegar ég byrjaði að vinna í Bónus þá komst þú alltaf þangað að versla og höfðu samstarfs- félagar mínir gaman af þeim heimsóknum og hlógu að vísun- um þínum. Fékk oft að heyra hvað hann afi minn væri nú fynd- inn. Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir, það er alltaf erfitt að horfa upp á ástvini veikjast, hvað þá þig og ömmu á sama tíma. En á þessum síðustu árum höfum við náð að skapa minningar sem ég mun aldrei gleyma og er mjög þakklát fyrir síðustu stundirnar okkar saman. Hvíldu í friði, elsku afi. Rósa Karin. Það var gaman að hitta þig þegar ég var lítill. Þú varst á strætó og þú varst svo almennilegur við mig. Við erum búnir að þekkjast í mörg ár og ég ætlaði ekki að trúa að þessi góði drengur væri farinn. Guð veri með þér. Samúðarkveðjur til fjölskyld- unnar. Stefán Konráðsson, sendill. Guðmundur Jóhann Clausen✝ Heiða Guðjóns-dóttir fæddist 2. október 1935 á Hvammstanga. Hún lést á Líkn- ardeild Kópavogi 16. janúar 2018. Foreldrar henn- ar voru Guðjón H. Guðnason, f. 8.12. 1896, d. 3.7. 1980, og Laufey Klara Eggertsdóttir, f. 8.3. 1902, d. 21.4. 1992. Heiða var ein af þremur systrum, þær heita Guð- rún Guðjónsdóttir, f. 19.5. 1928, og Guðný K. Guðjónsdóttir, f. 20.2. 1938. Heiða giftist Guðmundi Jó- hanni Clausen, f. 22.3. 1930, d. 12.12. 2017, þann 30. desember 1964. Þau eignuðust tvö börn, Hafstein Örn Guðmundsson, f. 1961, og Laufeyju Klöru Guðmunds- dóttur, f. 1967. Áð- ur átti Guðmundur Jóhönnu Clausen, f. 1951. Barnabörnin eru 15 og lang- ömmubörnin eru sjö. Heiða fluttist á barnsaldri til Reykjavíkur og stundaði nám við Austurbæj- arskóla. Heiða starfaði við ýmis störf á lífsleiðinni, en lengst af vann hún hjá Dagblaðinu en flutti sig síðan yfir til Strætisvagna Reykjavíkur þar sem hún starf- aði til 74 ára aldurs. Útför Heiðu fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 31. janúar 2018, klukkan 13. Elsku amma. Það er skrýtið að hugsa til þess að nú séuð þið afi farin í Sum- arlandið. En við höfum átt ynd- islegar stundir saman og verð ég alltaf þakklát fyrir hversu heppin ég var að eiga svona góða ömmu sem passaði upp á sína og var alltaf tilbúin til að gera allt fyrir mig. Þú og afi fóruð með mig og Kristínu Heiðu í fyrstu utan- landsferðina okkar til Glasgow þegar við vorum litlar. Síðan fór- um við í tvær stelpuferðir 2015 til Glasgow, ég, þú, Kristín Heiða og mamma. Mikið rosalega skemmt- um við okkur vel í þessum ferð- um. Það sem við hlógum mikið, ég brunandi með þig um á göngu- grindinni um götur og verslunar- miðstöðvar Glasgow. Í eitt skiptið hlógum við svo mikið að einhver vingjarnlegur Skoti bauð fram aðstoð sína því hann var ekki al- veg að treysta okkur fyrir þér. Þegar þú varst að vinna hjá Dagblaðinu fór ég oft með í bíl- túra þar sem við vorum að send- ast með blöð. Á þeim tíma var einmitt aðalsportið hjá mér að fá að stýra bílnum í litlum hliðargöt- um og fá að beygja inn Eyjabakk- ann. Veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta núna komin á fullorðinsaldur, en aldrei sagði amma nei. Síðan varstu byrjuð að vinna í miðasölu Strætó á Hlemmi. Ég heimsótti þig oft þangað. Eitt skipti stendur upp úr, þegar ég og Ellen vinkona vorum á heim- leið í strætó frá Árbænum eftir sundferð, við höfum verið um 10- 11 ára gamlar. Eitthvað rugluðumst við þegar við skiptum um strætó því í stað- inn fyrir að fara upp í Hamra- hverfi þá enduðum við niðri á Hlemmi. Það sem við hlógum á leiðinni niðureftir, með engan pening og strætómiða og vonuð- umst eftir því að Heiða amma væri að vinna, því annars vissum við ekki hvernig við kæmumst heim. Jújú, þar varst þú, amma, brostir að aulaskapnum í okkur og labbaðir með okkur yfir á Devitos, gafst okkur pitsu og kók, svo passaðir þú að við færum í réttan strætó heim aftur. Mikið rosalega þótti mér líka gaman að fá að fara með þér í bingó í Vinabæ, það gerðum við nú oft saman þó svo að þú hafir svo orðið tæknivæddri og byrjað að spila á netinu. Ég held að það hafi ekki verið hægt að finna tæknivæddari manneskju á þín- um aldri, alveg ótrúlegt hvað þú varst klár á tölvur. Elsku amma, ég er þakklát fyrir allar stundirnar okkar á síð- ustu árum og að ég hafi getað eytt tíma með þér og afa. Þangað til við hittumst aftur, hvíldu í friði, elsku amma. Rósa Karin. Heiða Guðjónsdóttir Það er sárt að kveðja þig, Margrét mín. Það er svo ótrúlega stutt síðan þú hringdir til mín til þess að segja mér frá veikind- um þínum og stuttu seinna ertu búin að kveðja þetta jarðneska líf eftir stutta og erfiða sjúkrahús- legu. Ég veit að þú ert komin í Sum- arlandið þar sem tekið hefur ver- ið vel á móti þér, ég veit að núna líður þér vel, laus við allar þján- ingar og verki. Ég hugsa til þín og dagurinn hverfur út í eilífðina og söknuðurinn er sár en ég er þakk- lát fyrir tímann sem við áttum saman, hann er mér dýrmætur og ég mun geyma hann vel. Mig langar að minnast á góðar og skemmtilegar stundir sem við áttum saman á Reykhólum. Það var stutt í glettnina hjá þér enda varst þú einstök og miklum mannkostum búin. Skemmtileg- ast fannst mér þegar þú komst og Margrét Guðlaugsdóttir ✝ Margrét Guð-laugsdóttir fæddist 9. apríl 1950. Hún lést 10. janúar 2018. Útför hennar fór fram 18. janúar 2018. bakaðir kleinurnar fyrir mig, þá var gaman og mikið skrafað og hlegið. Þú varst svo góð í föndrinu með gamla fólkinu enda varst þú því einstaklega góð og ekki var minni gleðin þegar ömmustelpurnar þínar komu í heim- sókn og komu með þér í föndrið og fengu að dúlla sér þar, þá var glatt á hjalla hjá ungviðinu og gamla fólkinu fannst yndislegt að hafa litla fólkið í kringum sig. Þú varst alltaf öllum góð sem þú sinntir og öllum þeim sem þú kynntist. Margrét mín, þú varst einstök og mikill vinur vina þinna. Þið hjónin voru dásamleg heim að sækja, því kynntist ég best þegar ég kom heim til ykkar á Reykhól- um og í Hveragerði þar sem þið voruð búin að hreiðra svo fallega um ykkur. Sumarbústaðurinn í Húsafelli var Margréti svo afar kær og þær ferðir þangað með Erni voru henni svo mikilvægar. Ég get ekki annað en minnst að- eins á skútuferðalagið sem þau hjónin fóru í í haust. Margrét lék við hvern sinn fingur þegar hún skrifaði mér um ferðina, hún var alsæl og ánægð. Hún sagði að hún gæti ekki betur séð en að þau hefðu yngst um mörg ár við það eitt að fara í þessa skútuferð, svo ánægð var hún. Minningarnar eru margar og margs að minnast en ég mun geyma þær um ókomin ár. Alltaf mun ég minnast þín með hlýju, elsku Margrét mín. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók) Megi allir heimsins englar fylgja þér. Tárin renna sorgin snertir hjarta mitt lítið tré fellir laufin eitt og eitt uns þau hverfa ofan í jörðina og koma ekki upp aftur . Ég sé þig í huga mér og dagurinn hverfur út í buskann og eilífðin sjálf stoppar. Ég kveð þig með söknuð í hjarta og tár á hvarmi. Eins og hörpustrengur er hjarta mitt þegar ég hugsa um brosið þitt eins og fallegur dagur sem kemur og fer mun stjarnan þín lýsa upp hjá mér þetta er kveðjan mín til þín elsku hjartans Margrét mín. (Solla Magg) Elsku Örn minn, ég votta þér, börnunum ykkar, barnabörnum, tengdabörnum og öllum ættingj- um mína dýpstu samúð. Megi góður Guð blessa ykkur öll. Sólveig (Solla Magg). HJÖRTÍNA DÓRA VAGNSDÓTTIR, Laugatúni 26, Sauðárkróki, lést þriðjudaginn 23. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Ólafur S. Pálsson Páll Arnar Ólafsson Linda Hlín Sigbjörnsdóttir Eva Hjörtína Ólafsdóttir Hjörtur Skúlason barnabörn og barnabarnabörn Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐBJÖRG PÁLMADÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Borgartúni 30a, lést föstudaginn 26. janúar á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Útförin fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 6. febrúar klukkan 13. Hörður Gunnarsson Bragi Gunnarsson Ásta Kristjánsdóttir Anna Guðrún Gunnarsdóttir Páll Briem Magnússon og barnabörn Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi HARALDUR VALDIMARSSON, er látinn. Útför fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 5. febrúar klukkan 13.30. Ingibjörg Tryggvadóttir Tryggvi Haraldsson Kristín B. Jónsdóttir Elva Haraldsdóttir Heimir Haraldsson Hildur Eir Bolladóttir barnabörn og langafastrákur. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.