Morgunblaðið - 03.02.2018, Blaðsíða 1
Er tími fyrir bækur?
Í sæluvímuá sviðinu
Púður hefur nú verið sett í að auka lestraráhuga barna og unglinga en samkeppni
um athygli þeirra hefur aldrei verið meiri. Sérfræðingar eru þó bjartsýnir á að
bókin muni áfram lifa blómlegu lífi meðal bókaþjóðarinnar 14
4. FEBRÚAR 2018SUNNUDAGUR
sa keppir íkíðagöngu á ÓL
El
s
Njóta sín fyrir norðanMexíkósku fótboltakonurnar Stephany og Bianca í
Þór/KA gætu vel hugsað sér að setjast að á Akureyri 16 Fyrsta konan fyrir Íslandshönd í sinni grein 24
Jónsi í Svörtumfötum segirþá félaga íhljómsveitinnihafa mótastmeð sígandilukku 2
L A U G A R D A G U R 3. F E B R Ú A R 2 0 1 8
Stofnað 1913 29. tölublað 106. árgangur
#égætla
að fara í
göngutúra
21.995
GARMIN
VIVOSMART 3
0100175500
FRÁ ELD-
SPÝTUM TIL
AUÐLEGÐAR
GÖTUSALA Í
HRÖÐUM VEXTI
BORGARBRAGUR VIÐSKIPTAJÖFUR 12
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Samanlagt voru um 6.550 börn með
erlent móðurmál í íslenskum leik-
skólum og grunnskólum árið 2016.
Það eru fleiri börn en nokkru sinni.
Þessi fjöldi samsvarar því að átt-
unda hvert leikskólabarn og ellefta
hvert grunnskólabarn hafi verið með
erlent móðurmál árið 2016. Tölur
fyrir 2017 liggja ekki fyrir.
Kristrún Sigurjónsdóttir,
kennsluráðgjafi fjölmenningar í
Hafnarfirði, segir nemendum með
erlent móðurmál hafa fjölgað í fyrra.
Koma jafnvel án fylgdar
„Hingað eru að koma börn lengra
að sem flóttamenn, eða eftir hælis-
meðferð. Þau koma jafnvel fylgdar-
laus. Sum börnin hafa jafnvel aldrei
verið í skóla. Námslegur og menn-
ingarlegur bakgrunnur er ólíkur.
Við þurfum að nálgast viðfangsefnið
á annan hátt og veita þeim meiri
stuðning til lengri tíma. Hér í
Hafnarfirði hefur verið staðið ágæt-
lega að þessu. Það hafa verið
ákveðnar úthlutunarreglur varðandi
erlenda nemendur en fjölgun nem-
enda kallar á meira umfang og auk-
inn stuðning til framtíðar.“ »10
Börnin
aldrei
fleiri
Metfjöldi barna
með erlent móðurmál
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Í skóla Erlend börn í íslenskum
skólum hafa aldrei verið fleiri.
„Á fyrstu árum þessarar aldar
var niðursveifla en síðan er eins og
botninum hafi verið náð og leiðin
liggi upp á við á ný; að minnsta
kosti ef marka má tvær síðustu
mælingar 2011 og 2015. Aukningin
er svo sem ekki gríðarleg en nóg til
þess að við getum ályktað sem svo
að börn og unglinga langi ennþá til
að lesa.“
Þetta segir Brynhildur Þórarins-
dóttir, rithöfundur og dósent við
kennaradeild Háskólans á Akureyri
í umfjöllun í Sunnudagsmogganum
um lestraráhuga íslenskra barna
og unglinga. Þykir Brynhildi, sem
leiðir starfsemi Barnabókaseturs,
full ástæða til bjartsýni í þessum
efnum. Undir það tekur Ævar Þór
Benediktsson, rithöfundur og leik-
ari, en hann hefur undanfarin miss-
eri staðið fyrir lestrarátaki Ævars
vísindamanns í grunnskólum.
„Ef marka má nýjustu kannanir
og þau viðbrögð sem ég fæ þegar
ég mæti í skólana og spjalla við
börnin þá virðist stór hluti þeirra
vera að lesa. Og það sem meira er,
þau eru að lesa sér til ánægju en
ekki bara vegna þess að þau eiga að
gera það í skólanum. Þannig viljum
við auðvitað hafa það – bókaorma
úti um allt,“ segir Ævar Þór.
Lestraráhugi barna að aukast á nýjan leik
Morgunblaðið/Ásdís
Bjartsýnn Ævar Þór Benediktsson segir
íslensk börn vera að lesa sér til ánægju.
Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykja-
víkur, segir hugmyndir um að byggja bílastæðahús á
Ártúnshöfða fyrir farþega borgarlínu. Slík hús séu
vel þekkt erlendis. Þau tengi umferð í úthverfum við
miðborgir með hágæðakerfi almenningssamgangna.
„Þessar hugmyndir eru á frumstigi. Þetta hefur
verið gert víða, t.d. í Strassborg í Frakklandi. Fólk
sem er að koma lengra að getur þá lagt í bílastæða-
hús við endastöð og farið með viðkomandi kerfi
áfram. Það er þó ekki þannig að Ártúnsstöðin verði
endastöð. Skipulag á Ártúnshöfðanum gerir ráð
fyrir að þar geti komið bílastæðahús.“ »14
Bílastæðahús við línuna
Dæmi um borgar-
línuvagna erlendis.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þessi vandi sem við er að etja er
samfélagsvandi. Sú þjóð sem nær
ekki að búa til kennara til að
mennta börnin okkar, hún á auðvit-
að í vanda,“ segir Lilja Alfreðs-
dóttir menntamálaráðherra.
Á fundi ríkisstjórnarinnar í gær
kynnti Lilja áform sín um átak til að
sporna við fækkun menntaðra
kennara hér. „Eins og staðan er
núna þá erum við að horfa á tví-
þættan vanda. Annars vegar að
menntaðir kennarar eru ekki að
bætast í hóp kennara heldur að
finna sér annað starf. Hins vegar að
þeir sem hefja kennslu að loknu
námi hverfa oft á tíðum til annarra
starfa. Þetta brotthvarf er tals-
vert,“ segir Lilja sem hyggur á
stofnun aðgerðahóps á vegum
menntamálaráðuneytisins. Þar
verði leitað eftir samstarfi við
Kennarasambandið, Samband
sveitarfélaga, menntavísindasvið HÍ
og kennaranema.
„Kennaraforystan og háskóla-
samfélagið hafa áður fjallað um
þennan bráðavanda, eins og ég vil
kalla hann. Samráðshópur skilaði
tillögum til ráðuneytisins um hvern-
ig fjölga megi kennurum. Þar á með-
al voru tillögur um hvernig búa megi
til efnahagslega hvata í gegnum
LÍN og um námsstyrki – það er
einnig áskorun fyrir okkur að fá
fleiri í kennaranám,“ segir Lilja sem
vill ekki fara nánar út í hvernig slík-
ar hugmyndir yrðu framkvæmdar.
Af orðum hennar að dæma virðist þó
að umræddir hvatar myndu einnig
beinast að útskrifuðum kennurum.
„Vinna við útfærslur og hug-
myndir er ekki komin nógu langt til
að ég geti útlistað þær nákvæmlega.
Þær þurfa að vera margþættar, þær
þurfa að snúa að náminu, þær þurfa
að snúa að því að bæta aðbúnað
þeirra sem eru í starfinu og að þeim
sem horfið hafa úr stéttinni.“
„Efnahagslegir
hvatar“ til að
halda í kennara
Aðgerðahópur taki á „bráðavanda“
í kennarastétt Mikið brotthvarf
Harpa skartaði sínu fegursta í gærkvöldi, en á glerhjúpi hennar var af-
hjúpað ljósaverkið Hjarta eftir Þórð Hans Baldursson og Halldór Eldjárn.
Verkið er til komið vegna Hjartagöngunnar, samstarfsverkefnis Vetrar-
hátíðar í Reykjavík og samtakanna GoRed. Gengið var frá Skólavörðuholti
að Hörpu og með göngunni var vakin athygli á hjartasjúkdómum kvenna.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Björt og fögur hjörtu
prýddu glerhjúp Hörpu
Vitundarvakning um hjartasjúkdóma kvenna
Nasa-salurinn svonefndi við
Thorvaldsensstræti í Reykjavík
verður rifinn á næstunni og síðan
endurbyggður í upprunalegri mynd
í samráði við sérfræðinga Minja-
stofnunar. Byggingarfulltrúi
borgarinnar hefur samþykkt að
heimila niðurrifið, en eftir er að
veita leyfi fyrir öðrum verkþáttum
þannig að framkvæmdir hefjast
ekki fyrr en í vor. Stefnt er að því
að byggingin verði tilbúin til notk-
unar á næsta ári.
Nasa-salurinn, sem er viðbygg-
ing frá 1942 við gamla timburhúsið
frá 1878 við Thorvaldsensstræti 2,
var friðlýstur af forsætisráðherra í
desember 2013. Upphaflega stóð til
að rífa bygginguna og var friðlýs-
ingin viðbrögð við háværum mót-
mælum.
„Salurinn er mjög illa farinn,
byggður úr lélegu efni árið 1942 og
samkvæmt deiliskipulagi þarf að
sökkva honum um það bil tvo metra
niður í jörðina til að uppfylla hljóð-
kröfur,“ segir Benedikt Ingi
Tómasson verkfræðingur, verk-
efnastjóri á Landssímareitnum.
Endurbyggingin er hluti af fram-
kvæmdum við nýtt hótel á vegum
Icelandair á staðnum en það á einn-
ig að vera tilbúið á næsta ári. »20
Nasa-salur rifinn og endurbyggður
Tölvuteiknuð mynd
Nasa Þannig verður salurinn eftir að
honum verður komið í upprunalegt horf.
21