Morgunblaðið - 03.02.2018, Side 8

Morgunblaðið - 03.02.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2018 • Bindivír 1 mm U hankir og rúllur 1.4 mm • Fjarlægðarstjörnur og steinar 20-50 mm • Plastlistar á undirslegnar plötur, einnig harðir • U listar á ull eða plasteinangrun • Járnstólalengjur, sterkir og góðir stólar frá 50 mm • Mótarör og kónar 10–50 mm • Öryggishlífar á kambstál, listar og sveppir Járnabakkar Járnabindingavörur Erum með á lager allar helstu gerðir af járnabökkum Vír og lykkjur ehf www.viroglykkjur.is - viroglykkjur@internet.is 772-3200/692-8027 Landsmenn hafa búið við óvenju-gott efnahagsástand á undan- förnum misserum og gildir þá einu hvort borið er saman við söguna eða önnur ríki.    Þetta er afaránægjulegt, en boginn hefur verið spenntur mjög og þess vegna eru blikur á lofti nú. Það er ekki sjálfgefið að hægt verði að halda áfram á sömu braut og órói á vinnumarkaði gæti meðal annars orðið til að efnahagslífið beygði verulega af leið.    Laun hafa hækkað mikið á síð-ustu árum og kaupmáttur og velferð almennings með, en engu að síður heyrast raddir um að allt of skammt hafi verið gengið. Slíkt óraunsæi getur skapað mikla hættu. Ríkisvaldið getur stuðlað að stöðugleika og stutt við atvinnulífið í að halda uppi atvinnu og vexti, ekki síst með skattalækkunum. Svo virðist hins vegar sem stjórnmála- menn hafi engar áhyggjur af ástandinu eða áhuga á stóru mynd- inni þegar kemur að þjóðarhag.    Dag eftir dag er þrasað á þingium mál sem löngu eru full- rædd og hefur sú umræða engan tilgang annan en að skapa uppnám og óróa eins og fram hefur komið á vef pírata og víðar að er tilgangur herferðarinnar.    Ábyrgðarleysið er með öðrumorðum algert, en kominn er tími til að þingmenn hætti einskis- verðu upphlaupi og ræði raunveru- leg hagsmunamál landsmanna.    Hafi þeir engan áhuga á þeimættu þeir að finna sér annan starfa. Forgangsröðun í þágu þrassins STAKSTEINAR Veður víða um heim 2.2., kl. 18.00 Reykjavík 3 skúrir Bolungarvík 3 skýjað Akureyri 3 skýjað Nuuk -8 skýjað Þórshöfn 3 skýjað Ósló -7 léttskýjað Kaupmannahöfn 2 rigning Stokkhólmur -1 snjókoma Helsinki 1 skýjað Lúxemborg 2 skúrir Brussel 3 léttskýjað Dublin 6 skýjað Glasgow 6 léttskýjað London 6 skúrir París 6 skúrir Amsterdam 5 skúrir Hamborg 3 súld Berlín 4 rigning Vín 4 skýjað Moskva -2 snjóél Algarve 14 heiðskírt Madríd 6 léttskýjað Barcelona 11 heiðskírt Mallorca 9 léttskýjað Róm 13 rigning Aþena 14 léttskýjað Winnipeg -20 snjókoma Montreal -16 léttskýjað New York -2 léttskýjað Chicago -11 léttskýjað Orlando 21 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 3. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:02 17:22 ÍSAFJÖRÐUR 10:22 17:12 SIGLUFJÖRÐUR 10:06 16:54 DJÚPIVOGUR 9:35 16:48 Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf til 25 aðila innan stjórnsýslunn- ar til að kanna hvernig staðið er að upplýsingagjöf, leiðbeiningum og túlkun vegna sístækkandi hóps út- lendinga sem hér dvelja og tala ekki íslensku. Segir á vef umboðsmanns að í mál- um sem komið hafa til kasta embætt- isins undanfarið hafi komið í ljós að útlendingar eigi stundum í erfiðleik- um með að fá svör og leiðbeiningar frá stjórnvöldum á tungumáli sem þeir skilja. Dæmi séu um að útlend- ingar hafi orðið of seinir að leggja fram stjórnsýslukæru þar eð kæru- leiðbeiningar voru eingöngu á ís- lensku. Meðal þeirra sem umboðsmaður óskar upplýsinga frá eru Vinnumála- stofnun, Sjúkratryggingar Íslands, Þjóðskrá, Útlendingastofnun, dóms- málaráðuneytið, velferðarráðuneyt- ið og yfirvöld velferðarmála og skóla- og frístundamála hjá tiltekn- um sveitarfélögum, til að mynda Reykjavíkurborg, Reykjanesbæ og Akureyrarbæ. Umboðsmaður óskar eftir upplýs- ingum um það hvernig brugðist er við erindum sem berast á öðrum tungumálum en íslensku og hvernig brugðist er við óskum um að viðkom- andi sé útvegaður túlkur eða óskum um þýðingar. Veittur er frestur til 16. febrúar til svara en í kjölfarið mun umboðsmað- ur meta hvort tilefni sé til frekari at- hugunar á þessu málefni. hdm@mbl.is Kannar hvernig staðið er að upplýsingagjöf og túlkun  Umboðsmaður Alþingis kannar stöðu útlendinga á Íslandi Morgunblaðið/Hari Húsbygging Kanna á upplýsinga- gjöf fyrir útlendinga hér. Alls voru 1.621 fiskiskip á skrá hjá Samgöngustofu í lok árs 2017 og hafði þeim fækkað um 26 frá árinu áður. Fiskiskip eru flokkuð í þrjá flokka hjá Samgöngustofu, opna báta, togara og vélskip. Vélskip voru alls 735 og sam- anlögð stærð þeirra var um 92.460 brúttótonn. Þeim fækkaði um 12 á milli ára. Togarar voru alls 44, einn bættist við á milli ára, nokkur endurnýjun varð í flotanum og voru sex nýir smíð- aðir árið 2017. Heildarstærð tog- araflotans var 61.841 brúttótonn í árslok 2017 og hafði aukist um 9.425 tonn frá ársbyrjun. Opnir fiskibátar voru alls 842 og samanlögð stærð þeirra var 4.154 brúttótonn. Þeim fækkaði um 15 milli ára. Á síðustu fimm árum hafa 70 ný skip bæst við fisk- veiðiflotann, átta skuttogarar, 37 vélskip og 25 opnir bátar. 70 ný fiskiskip síðustu fimm ár Stjórn strætó bs. samþykkti á stjórnarfundi fyrirtækisins í gær að leyfa farþegum að taka gæludýr með sér í strætó. Ekki liggur fyrir hve- nær leyfið tekur gildi, en það mun til að byrja með gilda í eitt ár. Ráðuneyti umhverfis og auðlinda- mála féllst fyrr í vikunni á að veita Strætó undanþágu í ár frá banni við því að dýr séu flutt í almennum far- þegarýmum samgöngutækja að undanskildum hjálparhundum. „Næstu skref eru að uppfylla ákveðin skilyrði sem ráðuneytið setti fyrir okkur. Við þurfum að setja ýmsar merkingar og skoða þrif á vögnunum betur,“ sagði Guðmund- ur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó, í samtali við mbl.is í gær. Leyfið nær til hunda, katta, nag- dýra, fugla, kanína, froska, skraut- fiska, skriðdýra og skordýra svo framarlega sem dýrin eru leyfð hér- lendis sem gæludýr. Strætó sam- þykkir gælu- dýr í vagna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.