Morgunblaðið - 03.02.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2018
H
a
u
ku
r
0
1
.1
6
Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is
• Arðsamt fyrirtæki með langa reynslu sem flytur inn og selur
véltæknibúnað aðallega tengdum sjávarútvegi, fiskeldi, en einnig
öðrum iðnaði. Velta undanfarin ár hefur verið á bilinu 150-200 mkr.
og EBITDA 25-40 mkr.
• Þekkt verslun með tölvur, síma og fylgihluti á frábærum stað. Velta
yfir 300 mkr.
• Vel innréttað kaffihús í miðbæ Reykjavíkur. Tækifæri fyrir öfluga aðila
að byggja enn frekar upp.
• Fjölskyldufyrirtæki sem vinnur að hönnun, prentun og framleiðslu
vara og lausna til fyrirtækja. Velta um 70 mkr. og hátt
hagnaðarhlutfall.
• Gott hótel miðsvæðis á Suðurlandi sem býður upp á mikla möguleika
fyrir áhugasaman, nýjan eiganda.
• Sérhæfð fiskvinnsla í vönduðu 350 fm. leiguhúsnæði á
höfuðborgarsvæðinu. Velta um 260 mkr. Hagnaður af rekstri.
• Verslun sem byggir á erlendri skartgripalínu með tvær verslanir í
borginni. Stöðugur rekstur og góð afkoma.
• Gott fyrirtæki með áratuga sögu sem sérhæfir sig í vélaviðgerðum og
sölu varahluta sem það flytur sjálft inn. Velta nokkuð stöðug
undanfarin ár og jákvæð afkoma.
• Nýtt, lítið og sérlega fallegt hótel í Reykjanesbæ. Fær mjög góða
dóma á bókunarsíðum. Yfir 90% nýting.
• Hótelfasteign á Norðausturlandi. Um er að ræða 17 herbergja hótel
á stórri lóð með mikla stækkunarmöguleika. Herbergi hafa nýlega
verið endurnýjuð.
Guðni Halldórsson
lögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Þórarinn Arnar Sævarsson
fasteignaráðgjafi,
thorarinn@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
brynhildur@kontakt.is
Sigurður A. Þóroddsson
hæstaréttarlögmaður,
sigurdur@kontakt.is
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Söngur er skemmtilegur og við vilj-
um fá fólk með í þá gleði. Það á ekki
síst við um yngra fólk sem er ekki
vant sömu sönghefð og hinir eldri,
þó auðvitað sé oft sungið í partíum
og útilegum. Á söngstundinni í
Hannesarholti um helgina veljum
við nokkur skemmtileg lög, vörpum
textunum á tjald og svo taka allir
undir og syngja með,“ segir Jóhann
Vilhjálmsson söngvari. Á morgun,
sunnudaginn 4. febrúar kl. 14, verð-
ur í Hannesarholti við Grundarstíg í
Reykjavík söngstund sem Jóhann og
Gunnar Kr. Sigurjónsson stýra.
En tökum fyrst forspil og ætt-
fræði. Jóhann er sonur Vilhjálms
heitins Vilhjálmssonar flugmanns og
söngvara sem er föðurbróðir Gunn-
ars. Faðir Gunnars er Sigurjón Vil-
hjálmsson flugvirki, nú 93ja ára, og
föðursystir þeirra Jóhanns og Gunn-
ars er söngkonan Elly heitin Vil-
hjálms – sem um er söngleikurinn
sem gengið hefur fyrir fullu hús í
Borgarleikhúsinu síðasta árið eða
svo. Þessi þrjú systkini, og tveir
bræður til viðbótar, voru frá Merki-
nesi í Höfnum á Reykjanesskaga.
Í tónlist alla sína tíð
„Sum þeirra laga sem við ætlum
að flytja söng pabbi á sínum tíma og
hafa lifað með þjóðinni í áratugi. En
þarna verða reyndar fleiri lög tekin
eins og eftir KK, Magnús Eiríksson
og fleiri og til dæmis Barn – lagið
fallega sem Ragnar Bjarnason
samdi við ljóð Steins Steinars,“ segir
Jóhann Vilhjálmsson sem hefur ver-
ið viðloðandi söng og tónlist alla sína
tíð. Hann byrjaði ungur í kór við
Breiðholtsskóla í Reykjavík, var
seinna í Kór Menntaskólans við
Hamrahlíð, Mótettukór Hallgríms-
kirkju og svo mætti áfram telja.
Á síðasta ári gekk Jóhann svo til
liðs við Karlakórinn Fóstbræður í
tengslum við aldarafmæli kórsins.
„Að vera í kór er ekki bara að
syngja; það er líka góður félags-
skapur og samfélag við fólk,“ segir
Jóhann. Hann er jafnframt í hópi
Fóstbræðrafélaga sem nú hafa
myndað með sér tólf manna sönghóp
sem þeir nefna Fósturvísarnir, og
hafa komið fram við ýmis tilefni að
undanförnu og sungið ýmis lög af
léttara taginu. Þá hefur Jóhann
sungið einsöng með Fóstbræðrum,
sem nú æfa fyrir sína árlegu vor-
tónleika, Ameríkuferð og fleira,
Ómögulegt að stíga í hans spor
Þrátt fyrir að hafa verið syngjandi
allt sitt líf hefur Jóhann lítið komið
fram opinberlega einn og sjálfur.
„Þetta voru örfá skipti fyrr á ár-
um en fyrst lét ég til leiðast haustið
2008 þegar haldnir voru minning-
artónleikar en þá voru 30 ár frá því
faðir minn lést. Þá sungum við Jónsi
saman lagið Lítill drengur – og svo
komu nokkrir viðburðir eftir það svo
sem tónleikar með Óskari Péturs-
syni, Þuríði Sigurðardóttur, Friðriki
Ómari og fleirum. Einnig stóð ég
fyrir tónleikum á Rósenberg þar
sem ég fékk til liðs við mig meðal
annara gömlu félaga pabba; Pálma
Gunnarsson, Gunnar Þórðarson og
Magnús Kjartansson,“ segir Jóhann
og heldur áfram.
„Annars tel ég að þegar til staðar
er sterk fyrirmynd einsog faðir minn
sé ómögulegt að stíga í hans spor. Á
fullorðinsárum hef ég sætt mig við
það og stíg því fram sem ég sjálfur
en ekki bara sem sonur Vilhjálms.
Lögin sem hann söng tengjast lífi
fólks á svo margan hátt og margir
eiga um þau bæði minningar sem
erfitt er fyrir aðra að stíga inn í.“
Söngstundin í Hannesarholti er sú
þriðja sem Jóhann og Gunnar
standa fyrir. Hinar tvær voru í fyrra
og heppnuðust vel. Hafa nokkrar
samkomur í svipuðum anda verið
haldnar í Hannesarholti síðustu ár
og undirtektir verið góðar.
Frændur í Hannesarholti
Jóhann Vilhjálmsson og Gunnar Sigurjónsson leiða söng-
stund Músík frá Merkinesi Lög Vilhjálms og Ellyar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tónlist Gunnar K. Sigurjónsson og Jóhann Vilhjálmsson á æfingu í vikunni.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Um 4.150 grunnskólabörn á Íslandi
voru með erlent móðurmál árið 2016.
Að auki voru um 2.400 leikskólabörn
með erlent móðurmál sama ár.
Samanlagt voru um 6.550 skóla-
börn með erlent móðurmál árið 2016,
eða fleiri en nokkru sinni í sögunni.
Hagstofan tekur saman gögn um
þetta. Tölur fyrir árið í fyrra munu
ekki birtast fyrr en seint á þessu ári.
Til samanburðar voru alls 44.527
grunnskólabörn og 19.090 leikskóla-
börn árið 2016. Hlutfall barna með
erlent móðurmál var því 9,3% í
grunnskólum og 12,6% í leikskólum.
Metfjöldi innflytjenda
Aðfluttir erlendir ríkisborgarar
voru um 7.900 fleiri en brott fluttir í
fyrra, eða fleiri en nokkru sinni.
Kristrún Sigurjónsdóttir, kennslu-
ráðgjafi fjölmenningar í Hafnarfirði,
segir börnum
með erlent
móðurmál hafa
fjölgað töluvert í
Hafnarfirði fyrra.
„Þetta er stórt
samfélagslegt
verkefni. Inn-
flytjendum er að
fjölga og þeim
mun fjölga áfram
í framtíðinni. Nú
eru börn innflytjenda um það bil 10%
grunnskólabarna og 20% leikskóla-
barna í Hafnarfirði. Þau eiga eftir að
verða fleiri. Við þurfum að byggja
þeirra grunn, nám og aðlögun vel
upp til þess að þau eigi möguleika á
því að skapa sér framtíð og standa
jafnfætis öðrum börnum.“
Byrjað að fjölga á ný
Kristrún segir nemendum með er-
lent móðurmál hafa fjölgað töluvert
á síðustu árum. Þá bæði í leikskólum
og grunnskólum bæjarins. „Þeim
hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár
eftir lægð í kjölfar hrunsins. Skól-
arnir eru að styrkja sig í að taka á
móti nemendum á öllum aldri og
hvaðanæva úr heiminum. Þetta er
áskorun í öllum skólum og bæjar-
félögum þar sem erlendum nemend-
um fjölgar,“ segir Kristrún.
Helst í hendur við stuðninginn
Hún segist vera til ráðgjafar fyrir
leik- og grunnskóla um málefni er-
lendra barna. Hún segir námsárang-
ur erlendu barnanna oftast haldast í
hendur við stuðninginn sem þau fá.
„Við reynum að tryggja að börnin
fái góðan stuðning í náminu. Það
þarf að auka þekkingu á málaflokkn-
um og tryggja fjármagn til að börnin
fái eins mikinn stuðning og þau
þurfa. Þau þurfa töluvert mikinn
stuðning, sérstaklega í byrjun. Við
erum líka að fá breiðari nemenda-
hóp,“ segir Kristrún.
Aldrei fleiri börn verið
með erlent móðurmál
Metfjöldi barna í grunnskólum og leikskólum árið 2016
Fjöldi barna í leikskólum 1998-2016***
*Með móðurmáli er átt við það tungumál sem barnið lærir fyrst, er því
tamast og talað er á heimili þess, stundum aðeins af öðru foreldri.
**Frá árinu 2008 eru tölur um ríkisfang byggðar á upplýsingum
úr þjóðskrá en fram að þeim tíma á skýrslum skólanna.
*** Börn í leikskólanum á Kárahnjúkum
árin 2004-2006 ekki meðtalin.
Heimild: Hagstofa Íslands.
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
Með erlent móðurmál* Höfuðborgarsvæði Landsbyggð
Með erlent ríkisfang** Allt landið
’98 ’99 ’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16
Samtals
2.410
Samtals
572
1.
20
6
1.608
802
15
9
192
380
Grunnskólanemendur með erlent móðurmál*
4.000
3.000
2.000
1.000
0
60%
50%
40%
30%
20%
’97 ’98 ’99 ’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16
Samtals
4.148
Samtals
377
Höfuðborgarsvæði Landsbyggð**
Hlutfall utan höfuðborgarsvæðis
Fjöldi nemenda 1997-2016
*Með móðurmáli er átt við það tungumál sem barnið lærir fyrst, er
því tamast og talað er á heimili þess, stundum aðeins af öðru foreldri.
**Árin 2004-2006 voru auk þess 8-10 nemendur í Kárahnjúkaskóla.
Heimild: Hagstofa Íslands.
48%
35%
1.469
180
2.679
197
Kristrún
Sigurjónsdóttir
„Söngskemmtanir í Hannesarholti, eru frábært framtak,“ segir Gunnar
Kr. Sigurjónsson. „Íslendingum finnst almennt gaman að syngja, sér-
staklega þessi gömlu, góðu lög sem allir kunna. Sjálfur er ég í hljómsveit-
inni PRIMA, ásamt Guðmundi Pálssyni gítarleikara, og við spiluðum til
dæmis á þorrablóti um síðustu helgi. Þar sungu allir hressilega með“
Gunnar nefnir að hann fór nýlega á sýninguna um Elly föðursystur sína
í Borgarleikhúsinu, þar sem Raggi Bjarna kom inn í lokin og fékk áhorf-
endur til að syngja. „Og allir tóku undir, rétt eins og gerist í Hannesar-
holti,“ segir Gunnar sem leikur á hljómborð á skemmtuninni á morgun.
Bætir við að hann komi af tónlistarheimili. Sigurjón faðir hans hafi leikið
á harmoniku og mikil tónlist hafi verið á heimilinu.
Gunnar starfar starfar við útlitshönnun og hefur stundað töfrabrögð
frá 9 ára aldri. Er einn stofnfélaga Hins íslenska töframannagildis og er í
erlendum félögum eins og The Magic Circle, sem er konunglegt bandalag
töframanna með höfuðstöðvar í Bretlandi.
Íslendingum finnst gaman að syngja
TÖFRAMAÐURINN ÆTLAR AÐ SPILA Á HLJÓMBORÐIÐ