Morgunblaðið - 03.02.2018, Page 15
KRABBAMEINSFÉLAGIÐ SKORAR Á SVEITARSTJÓRNARFÓLK AÐ GEFA LÝÐHEILSU MEIRA
VÆGI OG EFLA FORVARNIR GEGN KRABBAMEINUM, MEÐALANNARS MEÐ ÞVÍ AÐ:
- banna reykingar á opinberum svæðum sveitarfélaga
- hvetja til betri nýtingar svæða sem ætluð eru til hreyfingar og útivistar
- hvetja til frekari hreyfingar hjá börnum með því að gefa hreyfingu meira vægi í skólastarfi
- bjóða upp á hollan mat í leik- og grunnskólum
- auðvelda einstaklingum sem búa við þröngan efnahag að stunda fjölbreytta hreyfingu
KRABBAMEINSFÉLAGIÐ SKORAR EINNIG Á ÞINGMENN OG RÍKISSTJÓRN AÐ BEITA SÉR FYRIR
BÆTTRI LÝÐHEILSU MEÐALANNARS MEÐ ÞVÍ AÐ:
- halda áfram vinnu sem hafin var við krabbameinsáætlun og ljúka henni hið fyrsta
- banna reykingar á almannafæri
- setja skýra stefnu og aðgerðaáætlun í tóbaksvörnum og lög um rafrettur
- hefja skimun fyrir ristilkrabbameini
- tryggja að áfengisauglýsingar verði áfram bannaðar og koma í veg fyrir duldar áfengisauglýsingar
Krabbameinsfélag Íslands skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir forvörnum
sem felast meðal annars í hvatningu til heilbrigðra lífshátta
MIKILVÆGT ER AÐ YFIRVÖLD SÝNI FRUMKVÆÐI OG STUÐLI ÞANNIG AÐ ÞVÍ AÐ FÆRRI GREINIST
MEÐ KRABBAMEIN - SAMFÉLAGINU ÖLLU TIL HAGSBÓTA
ÁSKORUN
KRABBAMEINSFÉLAGS ÍSLANDS
TIL STJÓRNVALDA
Í T ILEFNI ALÞJÓÐLEGA KRABBAMEINSDAGSINS 4. FEBRÚAR 2018
UNDIRSKRIFTASÖFNUN
Krabbameinsfélagið stendur fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á stjórnvöld að grípa til aðgerða og láta verkin tala.
Hægt er að skrifa undir á heimasíðu félagsins www.krabb.is.
OPIÐ HÚS
Við bjóðum almenning velkominn í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík í tilefni af alþjóðlega krabbameinsdeginum
sunnudaginn 4. febrúar kl. 13:00-15:00. Kynning á starfsemi í húsinu fer fram í Ráðgjafarþjónustu og á Leitarstöð þar sem
meðal annars má skoða endurnýjaðan tækjabúnað til leitar að brjóstakrabbameini. Allir velkomnir.
PERLAÐ AF KRAFTI
Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra, fagnar deginum einnig með viðburði í Hörpu
kl. 13:00-17:00 þar sem almenningi er boðið að taka þátt í lokahnykk fjáröflunarátaks félagsins.