Morgunblaðið - 03.02.2018, Síða 21
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2018
tengslum við annan viðburð. Slík
lest erlendis frá hefur eitt sinn
komið til landsins. Fyrirspurnir
hafa verið í gangi og innlendir sem
og erlendir söluaðilar eru spenntir
fyrir sumrinu.
Á svokölluðum „hverfa-
svæðum“ sem eru svæðin utan við
miðborgarkjarnann geta alls fimm
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Götu- og torgsala hefur vaxið hröð-
um skrefum í höfuðborginni á
undanförnum árum. Hún er sér-
staklega öflug á fögrum sumar-
dögum í miðborginni.
Ný samþykkt um götu- og
torgsölu tók gildi 6. desember 2017
og nú eru í boði sex kostir varðandi
götu- og torgsölueyfi, samkvæmt
upplýsingum frá Jóni Halldóri
Jónassyni, upplýsingafulltrúa hjá
Reykjavíkurborg.
Framboð undanfarin ár hefur
verið breytilegt og sama má segja
um eftirspurn og því er ýmsum
vandkvæðum bundið að bera sam-
an árlegan fjölda söluaðila, segir
Jón Halldór aðspurður. Nýir val-
kostir verða boðnir nú í fyrsta sinn
í sumar og eftirspurn eftir þeim því
með öllu óþekkt.
Fjöldi þeirra sem fengið hafa
leyfi til torgsölu árlega undanfarin
ár er sem hér segir:
Rúmlega 20 aðilar hafa ver-
ið með ársleigu á nætur- og dag-
sölusvæðum vegna matsölu, t.d. á
Lækjartorgi.
40-50 aðilar hafa verið með
markaðsleyfi – einyrkjar. Leigð
hafa verið út svæði á Bernhöfts-
torfu, Ingólfstorgi og Lækjartorgi,
leigutímabil var áður minnst einn
mánuður.
Nú í ár var bætt við nýju
svæði, Frakklandi (efst á Frakka-
stíg), leigutímabil er nú minnst
tveir mánuðir og starfsárið er frá
1. apríl til 1. nóvember ár hvert.
Þá var einnig bætt við nýj-
um leyfisflokki til sölu í almenn-
ingsgörðunum Klambratúni, Hljóm-
skálagarði og í Laugardal. Sex
aðilar geta sótt um leyfin sem
ganga undir nafninu „Sumarsala“
og starfsárið er frá 15. maí til 15.
september ár hvert.
Á stærri viðburðum, 17.
júní, Reykjavík Pride og á Menn-
ingarnótt, hafa verið veitt leyfi fyr-
ir torgsölu. Rúmlega 10 leyfi hafa
verið veitt á hverjum viðburði.
Í boði er að leigja land og
halda svokallaðan „Stærri mark-
aðsviðburð“ þar sem t.d. erlendir
aðilar koma með óþekktan fjölda
söluvagna og stilla upp á torgum
og selja þar vörur sínar og þjón-
ustu. Einnig geta innlendir aðilar
tekið sig saman og haldið „Street
food“-viðburð þar sem saman kem-
ur óþekktur fjöldi söluvagna annað-
hvort á sérstökum viðburði eða þá í
söluaðilar leigt sér land til afnota á
sama hverfasvæðinu. Enn sem
komið er hafa svæðin ekki verið
leigð út.
Opnað verður fyrir úthlutun á
nýjum leyfum fyrir götu- og torg-
sölu þriðjudaginn 15. febrúar kl. 9
á vef Reykjavíkurborgar og þarf að
vera með virkt aðgengi að „Mínum
síðum“ í Rafrænu Reykjavík til að
geta sótt um.
Umsóknir verða afgreiddar í
þeirri röð sem þær berast og ræð-
ur það forgangi við úthlutun.
Reglan „fyrstur kemur fyrstur
fær“ er þannig í gildi. Umsóknir
sem berast fyrir 15. febrúar eru
ekki gildar.
Götu- og
torgsala hef-
ur vaxið hratt
Morgunblaðið/Ómar
Lækjartorg Á fögrum sumardögum hópast áhugasamt fólk að sölubásum. Ferðamenn kunna að meta þjónustuna.
Sex valkostir í boði Brátt opnað fyrir
umsóknir um leyfi Áhugi í útlöndum
LífrænGrísk jógúrt
Lífrænar
mjólkurvörur
m
ag
gi
te
ik
na
ri.
is
Góð beint úr dósinn
i
og í eftirrétti og sós
ur