Morgunblaðið - 03.02.2018, Síða 22

Morgunblaðið - 03.02.2018, Síða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2018 ll COMO /\UDIO Utsolustaour: HLJ6MSYN ARMULA 38 - SfMI 588 5010 COMO AUDIO MUSICA allt í einu tæki, netútvarp með yfir 30.000 stöðvum og CD. Hægt að stjórna með snjallsíma o.fl. Frábær hljómgæði Litir: Svart/hvítt/hnota Verð 89.500,- Facebook/hljomsyn ÚTVARP HEFUR ALDREI VERIÐ BETRA comoaudio.com Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is „Flutningskerfið frá Blönduvirkjun er orðið sá takmarkandi þáttur sem veldur því að við getum ekki ráðist í frekari orkuvinnslu á svæðinu. Kerfið er í raun sprungið og getur ekki flutt meira rafmagn af svæðinu en það sem Blönduvirkjun framleiðir í dag.“ Þetta segir Óli Grétar Blöndal Sveinsson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar. Hann segir að flutningskerfið sé í raun svo veikt að ekki væri með góðu móti hægt að keyra sjálfa Blönduvirkjun á fullum afköstum. „Blöndustöð er sett upp fyrir 150 MW framleiðslu en hún er yfirleitt ekki keyrð á meira en 80-90% afköst- um. Það sýnir ágætlega hversu tak- markandi þáttur flutningskerfið er. Það veldur því að öll uppbyggingar- áform á svæðinu bíða þess að bætt verði úr því. Raunar er það aðkallandi enda er fyrirtækið með áætlanir uppi um að nýta bæði vindorku og frekara vatnsfall á svæðinu. Þannig eru m.a. uppi áform um að nýta núverandi veituleið frá Blöndulóni að Blöndu- stöð betur en gert er í dag. Í því skyni höfum við á teikniborðinu þrjár smærri virkjanir með uppsettu afli upp á 31 MW. Þær eru mjög væn- legur kostur þar sem þær nýta bæði þá innviði sem fyrir eru á svæðinu og lágmarka einnig umhverfisáhrifin. Ekki er hægt að flytja alla orku frá þessum kosti, frekar en Blöndulundi, meðan flutningskerfið er jafn veikt og raun ber vitni,“ segir Óli Grétar. Lundurinn spennandi kostur Þá hefur fyrirtækið í nokkur ár unnið að rannsóknum og undirbún- ingi að uppbyggingu vindorkulundar sem staðsettur yrði á milli Blöndulóns og Blöndustöðvar. Hefur hann hlotið nafnið Blöndulundur. Er þar gert ráð fyrir allt að 40 vindmyllum sem ná myndu yfir svæði sem er 20 ferkíló- metrar. „Þessi staðsetning hentar afar vel af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi telj- um við að aðstæður bjóði upp á öfluga framleiðslu en þá er einnig gott að gert er ráð fyrir uppbyggingunni á svæði sem þegar hefur verið raskað vegna fyrri uppbyggingar. Þannig er í raun ekki verið að taka nýtt land und- ir framleiðsluna heldur verið að nýta svæði sem þegar hefur verið ráðstaf- að til orkuframleiðslu í landinu.“ Samkvæmt lokaskýrslu þriðja áfanga Rammaáætlunar, sem dagað hefur uppi í meðförum Alþingis, kem- ur fram að Blöndulundur falli í nýt- ingarflokk á meðan hinn svokallaði Búrfellslundur, sem gerir ráð fyrir uppbyggingu vindorkuvers á Hafinu sunnan Sultartangavirkjunar og austan Þjórsár, lenti í biðflokki. Eins og nýverið kom fram í Viðskipta- Mogganum hefur Landsvirkjun gert úrbótatillögur á þeirri hugmynd sem fyrirtækið bíður þess að geta kynnt, annaðhvort sem viðbót við þriðja áfanga Rammaáætlunar, komist hún til efnislegrar meðferðar í þinginu, eða þegar verkefnastjórn um fjórða áfanga Rammaáætlunar tekur verk- efnið fyrir. Vindurinn þarf meiri flutnings- getu í kringum starfsemina Óli Grétar segir að vindorkufram- leiðsla sé sífellt að verða álitlegri kost- ur fyrir Íslendinga. Þar ráði miklu lækkandi verð á þeirri tækni sem framleiðslan byggist á. Hann bendir þó á að ákveðnir ókostir fylgi vindork- unni þegar kemur að uppbyggingu flutningskerfisins í kringum hana. „Stöðugleiki vinnslu eins og við þekkjum í vatnsaflsvirkjunum er eðlis málsins samkvæmt ekki til staðar í vindorkunni. Stundum eru vindmyll- urnar á miklum afköstum en á öðrum tíma blæs ekki og vinnslan fellur niður. Það þýðir að flutningsnetið þarf að hafa meiri sveigjanleika upp og niður en þegar vatnsaflsvirkjanir eru tengdar inn á það. Sem dæmi má nefna að ef Blöndulundur er byggður upp eins og áætlanir gera ráð fyrir þá er uppsett afl hans um 100 MW. Hann mun hins vegar alla jafna ekki skila þeirri orku inn á kerfið eins og vatns- aflsvirkjun með sams konar fram- leiðslugetu myndi gera,“ segir Óli Grétar. Hann segir að Landsvirkjun horfi þó áfram til vindorkunnar og að hún muni á komandi árum verða meira áberandi í áherslum fyrirtækisins. Hann segir að verið sé að skoða fleiri mögulegar staðsetningar til upp- byggingar af þessu tagi og að margt bendi til þess að margir álitlegir stað- ir séu í landinu sem komi til greina undir vindorkulundi á borð við þá sem fyrirtækið hefur á teikniborðinu í Þjórsárdal og við Blöndustöð. Flutningsgetan ekki næg til að flytja vindorkuna Morgunblaðið/Árni Sæberg Vindorka Blöndulundur fellur í nýtingarflokk í þriðja áfanga Rammaáætlunar en Búrfellslundur lendir í biðflokki.  Blönduvirkjun keyrð á 80-90% afköstum  Flutningskerfið er þegar sprungið Hentug staðsetning » Aðstæður við Blönduvirkjun bjóða upp á öfluga framleiðslu með vindorku. » Uppbygging færi fram á svæði sem þegar hefur verið raskað til orkuvinnslu og því ekki verið að taka nýtt land undir framleiðsluna. ● Á síðustu fimm árum hafa 70 ný skip bæst við fiskveiðiflotann, 8 skuttog- arar, 37 vélskip og 25 opnir bátar, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Þar segir einnig að alls hafi 53 þessara skipa verið smíðuð á Íslandi, öll úr trefjaplasti og undir 30 brúttótonnum. Allir togararnir voru hinsvegar smíðaðir í Tyrklandi, ásamt fjórum af þeim sjö vélskipum yfir 1.000 brúttótonn. 70 skip bæst við fisk- veiðiflotann á 5 árum 3. febrúar 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 100.26 100.74 100.5 Sterlingspund 142.76 143.46 143.11 Kanadadalur 81.42 81.9 81.66 Dönsk króna 16.747 16.845 16.796 Norsk króna 13.038 13.114 13.076 Sænsk króna 12.721 12.795 12.758 Svissn. franki 107.47 108.07 107.77 Japanskt jen 0.9139 0.9193 0.9166 SDR 145.9 146.76 146.33 Evra 124.65 125.35 125.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 150.9857 Hrávöruverð Gull 1345.0 ($/únsa) Ál 2217.5 ($/tonn) LME Hráolía 68.43 ($/fatið) Brent ● Gengi íslensku krónunnar hefur verið skráð að nýju hjá Seðlabanka Evrópu eftir rúm- lega níu ára fjar- veru. Stefán Jóhann Stefáns- son, ritstjóri á skrifstofu Seðla- bankastjóra, segir í samtali við Morg- unblaðið að þetta leiði að líkindum til þess að aðrir seðlabankar í Evrópu sem ekki hafa skráð gengi krónunnar síðan 2008 fylgi fordæmi Seðlabanka Evr- ópu. Það kunni að stuðla að auknu öryggi í viðskiptum með íslensku krón- una á erlendum vettvangi og fela í sér ákveðna neytendavernd. Krónan skráð að nýju hjá Seðlabanka Evrópu Krónan Skráð á ný í Evrópu eftir 9 ár. STUTT Óli Grétar Blöndal Sveinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.