Morgunblaðið - 03.02.2018, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 03.02.2018, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2018 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Breskar konur fengu kosningarétt fyrir hundrað árum eftir áratuga- langa baráttu, meðal annars herferð Súffragettanna svokölluðu sem beittu róttækari aðferðum en aðrar kvenréttindakonur. Á þriðjudaginn kemur verður öld liðin frá gildistöku breskra laga sem veittu konum yfir þrítugu kosninga- rétt, að uppfylltum ákveðnum skil- yrðum. Um átta milljónir breskra kvenna gátu þá kosið í fyrsta skipti en það var ekki fyrr en tíu árum síð- ar sem þær fengu sama kosninga- rétt og karlmenn. Sagnfræðingar eru ekki á einu máli um hversu mikla þýðingu rót- tækar aðferðir Súffragettanna höfðu fyrir baráttu breskra kvenna fyrir kosningarétti og kjörgengi. Sumir þeirra telja að þáttur kvenna í fyrri heimsstyrjöldinni á árunum 1914-18 hafi haft meiri áhrif á það að konur fengu loks þennan rétt. Tímaritið Time setti Emmeline Pankhurst, stofnanda hreyfingar Súffragettanna, á lista yfir hundrað mikilvægustu menn 20. aldar árið 1999. „Harðskeytt barátta [Súffragett- anna] var algerlega nauðsynleg til að flýta því að konur fengju kosn- ingarétt,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Kristu Cowman, prófessor í sagnfræði við Lincoln-háskóla í Bretlandi. „Áður hafði verið háð friðsamleg barátta í 50 ár og hún hafði ekki borið neinn árangur.“ Íkveikjur og sprengjur Á þessum tíma höfðu kvenrétt- indakonur m.a. beitt þeirri aðferð að kalla fram í fyrir körlum þegar þeir fluttu ræður á framboðsfundum og krefjast svara við því hvenær konur fengju rétt til að kjósa. Súffragett- urnar hófu baráttu sína árið 1903 með mótmælagöngum en tóku síðan að hlekkja sig við grindverk og fleira, brjóta rúður verslana, kveikja í póstkössum og skera símalínur. Þær kveiktu í mannlausum húsum þekktra manna í samfélaginu og sumar þeirra tóku að beita litlum sprengjum árið 1913 án þess að valda manntjóni. Ein sprengingin olli skemmdum á bústað sem verið var að reisa fyrir fjármálaráðherra landsins, að því er fram kemur á breska sagnfræðivefnum History House. Ein súffragettanna, Emily Davi- son, kastaði sér fyrir hest konungs- ins á árlegum veðreiðum í Derby í júní 1913. Hún dó af meiðslum sín- um nokkrum dögum síðar. Margar súffragettur voru hneppt- ar í fangelsi en þær héldu barátt- unni áfram þar með því að neita að borða. Matur var þá þvingaður ofan í margar þeirra, stundum með svo harkalegum hætti að þær biðu þess aldrei bætur. Þessu ofbeldi var hætt árið 1913 þegar sett voru lög sem heimiluðu yfirvöldunum að láta súffragettur lausar ef þær urðu veikburða vegna mótmælasveltis en fangelsa þær aftur þegar þær náðu sér. Pankhurst var handtekin ellefu sinnum. Hún stöðvaði aðgerðirnar þegar fyrri heimsstyrjöldin hófst ár- ið 1914 til að styðja Bretland í stríð- inu. Súffragetturnar sem flýttu fyrir kosningarétti kvenna  100 ár frá því að konur fengu kosningarétt í Bretlandi eftir langa baráttu Árið sem konur fengu kosningarétt Nokkur önnur lönd Konur yfir þrítugu, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Konur fengu kosningarétt án skilyrða árið 1928 Fyrstu löndin Konur og kosningarétturinn Heimild:Worldatlas Bretland Ástralía Sádi-Arabía Finnland* Danmörk/Ísland Noregur Nýja- Sjáland Barein Óman 2005 Kúveit Sameinuðu arabísku furstadæmin Katar 2002 1994 2006 1998 2011 Frakkland 1944 19131915 1893 1906 1902 1918 *Stórfurstadæmið Finnland Nýsjálendingar fyrstir » Bretland var ekki fyrsta landið sem veitti konum kosningarétt. Nýja-Sjáland reið á vaðið með það árið 1893 og síðan komu Ástralía árið 1902, Finnland 1906 og Noregur 1913. » Íslenskar konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis 1915. » Á árunum 1914-40 fengu konur kosningarétt í nær 30 löndum, m.a. Sovétríkjunum 1917, Þýskalandi 1918 og Bandaríkjunum 1920. » Konur í Sviss fengu ekki að taka þátt í kosningum til þings landsins fyrr en árið 1971. Tuttugu árum síðar voru konur komnar með kosningarétt í öllum sveitar- stjórnar- og kantónukosn- ingum í landinu. Konur í arabalöndum þurftu að bíða enn lengur. AFP Jafnréttisbarátta Femínistar, klæddar sem Súffragettur, á mótmælagöngu við þinghúsið í Lundúnum þegar þær mótmæltu kynjamisrétti. The Wall Street Journal segir að bandarískir leyniþjónustumenn hafi fylgst með Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa Donalds Trumps, í a.m.k. þrjú ár áður en alríkislögreglan FBI óskaði eftir heimild sérstaks dóm- stóls til að halda áfram eftirliti með honum haustið 2016 þegar hann var Trump til ráðgjafar í utanríkis- málum. Fjallað er um beiðni FBI og dóms- málaráðuneytisins um eftirlitið í minnisblaði sem Devin Nunes, for- maður leyniþjónustunefndar fulltrúa- deildar þingsins, skrifaði og birt var í gær. Þar heldur Nunes því fram að embættismenn FBI og ráðuneytisins hafi blekkt dómara sem fjallaði um beiðnina. Þeir hafi ekki sagt honum að beiðnin byggðist m.a. á gögnum sem hafi ekki verið staðfest. Nunes skírskotar til upplýsinga frá fyrrver- andi breskum leyniþjónustumanni, Christopher Steele. Margir hafa dregið þessar upplýsingar í efa og skýrt hefur verið frá því að Steele fékk greiðslur frá rannsóknafyrir- tæki sem Hillary Clinton, forsetaefni demókrata, hafði fengið til að afla upplýsinga sem gætu skaðað Trump. Staðfestu upplýsingarnar Fréttaveitan Reuters hefur hins vegar eftir ónafngreindum heimildar- mönnum að minnisblað Nunes sé vill- andi vegna þess að bandarískir leyni- þjónustumenn hafi staðfest allar upplýsingar sem fram hafi komið í út- dráttum sem lagðir voru fyrir dóm- arann. The Wall Street Journal segir að heimildin til eftirlitsins hafi byggst á fleiri gögnum en þeim sem komu frá Steele. Blaðið segir að bandarískir gagnnjósnarar hafi byrjað að fylgjast með Carter Page ekki síðar en árið 2013, tæpum þremur árum áður en hann varð ráðgjafi Trumps. Page bjó í Moskvu í þrjú ár frá 2004 og opnaði þar útibú fyrir fjár- festingarbankann Merrill Lynch & Co. Hann var einnig ráðgjafi í við- skiptum sem tengdust rússneskum ríkisfyrirtækjum, m.a. orkufyrirtæk- inu Gazprom. Page fór nokkrum sinnum til Rúss- lands árið 2016 en neitar því að hann hafi verið milligöngumaður milli að- stoðarmanna Trumps og rússneskra stjórnvalda. bogi@mbl.is Höfðu fylgst með ráðgjafa Trumps í minnst þrjú ár Gera þurfti hlé á síðustu réttar- höldunum yfir bandaríska lækn- inum Larry Nassar í gær eft- ir að faðir þriggja stúlkna, sem Nasser hafði beitt kynferðis- legu ofbeldi, réðst að honum í réttarsalnum. Réttarhöldin héldu áfram tuttugu mínútum síðar. Nassar var læknir bandaríska fimleikalandsliðsins og að minnsta kosti 265 fimleikastúlkur hafa sak- að hann um kynferðislegt ofbeldi, þeirra á meðal nokkrar sem hafa unnið til verðlauna á Ólympíu- leikum. Hann fékk 40 til 175 ára fangelsisdóm 24. janúar fyrir kyn- ferðisbrot gegn stúlkum og á yfir höfði sér 20-40 ára dóm til viðbótar í réttarhöldunum sem standa nú yfir. Áður var hann dæmdur í sex- tíu ára fangelsi fyrir að eiga barna- klám. Um 35 stúlkur sögðu frá kyn- ferðisbrotum læknisins fyrir rétti í Charlotte í Michigan-ríki í gær og 30 á miðvikudag þegar réttarhöldin hófust. BANDARÍKIN Réttað vegna kyn- ferðisbrota læknis gegn tugum stúlkna Larry Nassar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.