Morgunblaðið - 03.02.2018, Side 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2018
Umræða um fram-
tíðarstaðsetningu
Landspítalans er há-
vær þessa dagana og
hefur reyndar verið
það undanfarin ár.
Töluvert er búið að
teikna, spá og spek-
úlera varðandi út-
færslur á núverandi
reit sem Landspítalinn
starfar á. „Handjárnuð
umræða um staðsetn-
ingu“ er yfirskriftin á þessum grein-
arstúf mínum því þannig upplifi ég
stemninguna þessi dægrin. Það eru
einhverjir búnir að ákveða að það
megi ekki, eða borgi sig ekki, ræða
um aðra möguleika, hversu skyn-
samlegir sem þeir nú eru. Þeir vilja
frekar byggja upp á núverandi stað,
með tilheyrandi óþægindum fyrir
daglega starfssemi meðan á fram-
kvæmdum stendur. Rökin þurfa að
vera mjög sterk fyrir óbreyttri stað-
setningu, hræðsluáróður um að það
að fara með spítalann annað tefji mál-
ið um 10 ár finnst mér mjög lang-
sóttur, svo ekki sé dýpra tekið í ár-
inni.
Eftir að hafa íhugað hvaða kostir
eru í stöðunni þá trúi ég því ekki að
það tefjist um áratug að fá nýtt þjóð-
arsjúkrahús þó ákveðin verði ný stað-
setning. Það eru svo ótalmargir kost-
ir sem myndu hljótast af því að þora,
eða vilja, að taka samtalið og síðan að
taka af skarið varðandi
það að færa aðalstarfs-
stöð Landspítalans í út-
jaðar höfuðborgarsvæð-
isins, líkt og gert var
þegar núverandi spítali
var reistur. Þá var hann
settur í útjaðar byggð-
arinnar, ekki „troðið“
inn í miðborgina, með
tilheyrandi óþægindum
á allan hátt svo við töl-
um nú ekki um umferð,
bílastæði og áfram
mætti telja.
Það að hanna nýjan spítala á nýj-
um stað skapar einnig ótrúlega dýr-
mætt tækifæri til þess að hanna
stofnunina út frá ýtrustu þörfum
hverrar einingar frá grunni. Ný stað-
setning eykur möguleika á faglegri
nálgun og skapar tækifæri til hag-
ræðingar í rekstri. Núverandi stefna,
og staðsetning þar með, viðheldur
óhagræði á allan hátt með því að vera
að „klastra“ saman gömlu og nýju á
spítalalóðinni með tilheyrandi óvissu
varðandi það hve mikið fram-
kvæmdir og endurbætur á eldra hús-
næði komi til með að kosta þjóð-
arbúið.
Það þarf og verður að horfa á stað-
setningu nýs þjóðarsjúkrahúss út frá
þeim sem þurfa á þjónustunni að
halda og einnig þeim sem sinna
henni. Þar sem rætt er við fagfólk,
bæði sem starfar á Landspítala, sem
og þá sem sjá um sjúkraflutninga og
læknisþjónustu úti á landi, virðast
mjög margir vera sammála um að
núverandi staðarval og staðsetning
sé ekki eins góð og vera skyldi. Rétt
er einnig að nefna að okkur íbúum
þessa lands er stöðugt að fjölga, það
verður að vera svigrúm til frekari
stækkana í tímans rás þar sem spít-
alinn verður settur niður, það pláss
er ekki á því útnesi sem núverandi
spítali stendur á, landrýmið í kring er
afar takmarkað.
Þorum að hugsa málið lengra,
handjárnum ekki umræðuna, okkar
frábæra fagfólk á spítalanum á betra
skilið, umferðin á höfuðborgarsvæð-
inu á betra skilið og þjóðfélagið á það
skilið að það sé þorað að ræða hlutina
út frá því hvað kemur sér best, fag-
lega og rekstrarlega, til lengri tíma.
Handjárnuð umræða
um staðsetningu?
Eftir Björn Bjarka
Þorsteinsson
Björn Bjarki
Þorsteinsson
» Það eru svo ótal-
margir kostir sem
myndu hljótast af því að
þora, eða vilja, að taka
samtalið og síðan að
taka af skarið varðandi
staðsetningu...
Höfundur er forseti sveitarstjórnar
í Borgarbyggð.
Kynbótanautið
svarar loks
háðsglósum grínist-
anna
með hoppi
og hnykk
og setur keng
á kúna
gamli fjósamaðurinn
tannar hana
umsvifalaust
horfir svo
íbygginn
upp í garrann
þarna dugði
þrautaráðið
að kitla eyrað
á bolanum
hlæi þeir nú!
Kýrin eina í fjósi kotbóndans
varð að fá fang. Þurfti því að
sækja naut handa Ljómalind hve-
nær sem hún krafðist. Og mikil
var ánægjan þegar vel tókst til og
jafnvel bakaðar lummur. Hér var
líka hamingjan í húfi, að börnin
ættu vísa mjólk að ári.
En það var ekki alltaf gleðin.
Því fengu fjölskyldurnar á Álfs-
stöðum í Hrafnsfirði að kynnast
veturinn 1903. Báðir fjölskyldu-
feðurnir, ungir menn, urðu úti á
Skorarheiði í óveðri. Voru þeir þá
á heimleið, eftir að
þeir höfðu skilað nauti
í Furufjörð.
Í mínum uppvexti
þurfti víða á bæjum að
leiða kýrnar, en ekki
voru það langar
bæjarleiðir. Þetta var
áður en sæðingar urðu
almennar og sérfræð-
ingar komu snyrtilega
klæddir á drossíum á
bæina og höfðu hratt á
hæli.
Reyndar voru marg-
ir sérfræðingar í þess-
um efnum. Var betra að láta kúna
snúa undan halla eða öfugt? Svo
var um að gera að kýrin hellti ekki
úr sér. Eldri karlarnir klipu þá oft
í herðakamb kýrinnar og einn sá
ég bíta til öryggis.
Svo var gripið til ýmissa ráða ef
bolinn var daufur. Það var ansi
leiðinlegt að híma yfir þessu í
nöpru veðri. Einu sinni leysti karl-
inn sem hirti nautið þrautina með
því að snerta örsnöggt eyrað á
nautinu sem hoppaði þá og kláraði
dæmið með sóma.
Ég kom eitt sinn í gamla daga í
fjósið hjá bónda sem þá bjó í
Borgarfirði. Þar voru margar fal-
legar kýr og myndarlegur ungur
boli á innsta básnum. Bóndinn
sagði mér þessa sögu:
Ég vil helst halda naut en nú er
ég að gefast upp á því að vera einn
við þetta. Kálfurinn er orðinn svo
mikill fyrir sér. Um daginn þurfti
til dæmis að halda einni kúnni um
kvöld í svartamyrkri.
Ég hef þann hátt á að láta bol-
ann elta kúna út og svo aftur inn
þegar hann er búinn. Þetta hafði
alltaf blessast en kálfgreyið var þó
sífellt tregari að koma inn aftur en
vildi bara leika sér. Ég gat þó allt-
af látið hundinn koma honum inn.
Svo var það þarna um daginn að
bolinn kom ekki inn en hvarf út í
myrkrið.
Það var blíðuveður, hlýtt en
blautt. Ég þorði ekki fyrir mitt
litla líf að fara út úr fjósinu en beið
inni því ég heyrði að hundurinn
var farinn að glíma við bolann.
Heyrði ég í þeim ýmist hér upp
við fjósið eða niður um allt tún.
Þeir voru alltaf á fullri ferð og líka
hér framhjá fjósdyrunum. Svo veit
ég ekki fyrr en að bolinn kemur á
mikilli ferð inn í fjós og beint á
básinn sinn, blásandi móður.
Hundurinn var hins vegar sigri
hrósandi í dyrunum. Ég sparaði
ekki við hann hrós og klapp og
hann er rígmontinn síðan.
Morguninn eftir sá ég að tún-
brekkan var illa farin eftir rennsl-
in á bolanum. það voru rispur um
allt eins og plógför því orðið var
nokkuð þítt ofan á klakanum.“
(Heimild: Eyjólfur Jónsson, Vestfirskir
slysadagar, fyrra bindi, 1996.)
Fyrir daga frjótæknanna
Eftir Helga
Kristjánsson »Hér var líka ham-
ingjan í húfi, að
börnin ættu vísa mjólk
að ári.
Helgi
Kristjánsson
Höfundur býr í Ólafsvík.
Páll Vilhjálmsson
moggabloggari birti
einkar athyglisverðan
pistil á bloggi sínu 15.
janúar síðastliðinn undir
heitinu „Löðrungur vek-
ur Palestínumenn“. Þar
lýsir hann í fáum en
hnitmiðuðum orðum
ástæðu þess að stans-
laus úlfúð og ófriður er á
milli arabanna sem lifa í
Palestínu og Ísraels-
manna. Eins og segir í pistlinum:
„Ráðamenn í Palestínu lifa í vellyst-
ingum praktuglega á erlendri
þróunaraðstoð samtímis sem þeir
kynda undir hatri á nágrönnum sín-
um og efna til ofbeldisverka.“
Lög nr. 19
Lýsandi dæmi um þetta eru lög nr.
19, lög sem ríkisstjórn Palestínu-
araba setti árið 2004
með viðbótum 2013, lög
sem heita „Amended
Palestinian Prisoners
Law No. 19 (2004)“.
Samkvæmt þessum
lögum fær hver sá
arabi sem ræðst á al-
menna borgara í Ísrael
með því t.d. að
sprengja þá í loft upp,
stinga þá með hníf,
skjóta eða keyra niður
á bíl laun fyrir viðvikið
frá stjórnvöldum í Pal-
estínu. Sem sagt hrein-
ræktaðir blóðpeningar. Þetta eru
ekki óskrifuð lög, eða munnlegt lof-
orð, þetta er skrifaður og sam-
þykktur lagabókstafur.
Lögin segja að hver sá sem fremur
svona glæp fái; ókeypis skólagöngu,
ókeypis starfsþjálfun og auknar líkur
á góðu starfi hjá yfirvöldum araba í
Palestínu. Til viðbótar þessu þá fá
þeir sem fremja glæpinn og þurfa að
sitja í fangelsi greidda 400 dollara í
laun á mánuði ef dómurinn er þyngri
en fimm ár hjá körlum og þyngri en
tvö ár hjá konum. Launin geta verið
allt frá 400 dollurum á mánuði að
3.400 dollurum á mánuði og fer eftir
eðli glæpsins. Þeim mun meiri mann-
legum skaða sem glæpurinn veldur,
þeim mun hærri er upphæðin sem sá
sem framdi glæpinn fær.
Maður spyr sig sí svona. Hvaða
heilvita yfirvöldum dettur í hug að
setja svona lagað inn í sína löggjöf.
Friðelskandi yfirvöldum?
Ekkert hálfkák
Lög nr. 19 eru ekki dautt blek á
blaði heldur virk lög. Framkvæmd
þeirra er hjá sérstöku ráðuneyti sem
heitir „Palestinian Ministry of Prison-
ers“ og er áætlað að yfir 500 opinberir
starfsmenn sjái um framkvæmd lag-
anna.
Fátækt er kúgunartæki
Yfirvöld araba í Palestínu halda
þegnum sínum í fátækt svo auðveld-
ara sé að næra þá á hatri. Halda lög-
um nr. 19 sérstaklega að ungu fólki,
þó ekki sínum eigin börnum, til að
vekja von hjá þeim um betri tíð ef
þeir fremji nógu illan glæp. Það er
sem sagt mjög arðsamt að fremja ill-
virki og ná að drepa eða særa sem
flesta. Þökk sé lögum nr. 19.
Hvað ætli það séu margir hér á
landi sem kunnugt er um þessi lög og
framkvæmd þeirra?
Palestínumenn – lög nr. 19
Eftir Magnús Ægi
Magnússon »Maður spyr sig sí
svona. Hvaða heil-
vita yfirvöldum dettur í
hug að setja svona lagað
í sína löggjöf. Friðelsk-
andi yfirvöldum?
Magnús Ægir
Magnússon
Höfundur er rekstrarhagfræðingur
og friðarsinni.
Vöðva eða
liðverkir?
Voltaren Gel er bæði
verkjastillandi og
bólgueyðandi
Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun
lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
15%
afsláttu
r
af 100g
og 150
g
Voltare
n Gel
www.apotekarinn.is
- lægra verð
Voltaren Gel - njótum
þess að hreyfa okkur