Morgunblaðið - 03.02.2018, Page 39

Morgunblaðið - 03.02.2018, Page 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2018 ✝ Björn Ey-steinn Jó- hannesson fædd- ist í Felli í Sléttuhlíð 29. nóv- ember 1923. Hann lést á Dval- arheimilinu á Sauðárkróki 16. janúar 2018. Foreldrar hans voru Jóhannes Skúlason, f. 16.11. 1893, d. 11.8. 1968, og Sig- urlaug Guðný Jónsdóttir, f. 13.9. 1901, d. 8.3. 1936. Systkini hans eru Guðni Ósk- ar, f. 1925, látinn, Þuríður Sveina, f. 1926, látin, Sigrún Guðný, f. 1929, Steinþóra, f. 1931, Magnús Ingiberg, f. 1933, látinn, Unnur f. 1935. Eiginkona Eysteins var Hrefna Svanhvít Þiðranda- dóttir frá Ólafsfirði, f. 5.11. 1930, d. 2.7. 2013. Eysteinn og Hrefna giftust 13. septem- ber 1955 í Keflavík. Þau eign- uðust átta börn, 1) Guðmund- ur Gísli Björnsson, f. 26.6. 1955, maki Ragnheiður Karls- dóttir, f. 26.6. 1955, börn: a) Karen Dagmar, f. 1978, maki Þórarinn, þrjú börn. b) Ívar Smári, f. 1980, sambýliskona Þóra, eitt barn, c) Guð- unnusti Jökull Þorri, f. 1996, c) Þórey Líf, f. 1998, d) Mar- vin Þór, f. 2002. 6) Unnur Erla Björnsdóttir, f. 6.11. 1968, sambýlismaður Arnar Magnús Friðriksson, hún á tvö börn, a) Guðni Már, f. 1987, b) Vordís Elfa, f. 1989, hún á fjögur börn. 7) Svan- hvít Guðmundsdóttir, f. 14.12. 1972, maki Kjartan Elíasson, f. 22.11. 1962, þrjú börn, a) Hugljúf María, f. 1995, b) Sig- mundur Elías, f. 2000, c) Kjaran Jón, f. 2002. 8) Fjóla Björnsdóttir, f. 3.3. 1976, tvö börn, a) Magnús Freyr, f. 1995, b) Jón Páll, f. 2002. Björn Eysteinn var alltaf kallaður Eysteinn, hann var bóndasonur á Geirmundarhóli í Sléttuhlíð í Skagafirði fyrstu árin. Fór ungur að vinna ýmis störf, m.a. vöru- bílstjóri, leigubílstjóri og einnig vinnumaður á mjólk- urbúinu Hóli á Siglufirði. Þegar Eysteinn og Hrefna hófu sambúð sína í Keflavík flutti Guðný móðir Hrefnu til þeirra þeim til halds og trausts og til að hjálpa til með börnin. Eysteinn og Hrefna fluttu norður í Skaga- fjörð haustið 1963, í Stokk- hólma og voru með búskap og voru þar til ársins 2000 er þau fluttu í Varmahlíð og þaðan á dvalarheimilið á Sauðárkróki í mars 2013. Útför Eysteins fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 3. febrúar 2018, klukkan 14. mundur Karl, f. 1984, maki Lilie, tvö börn. 2) Sig- urlaug Jóhanna Björnsdóttir, f. 24.6. 1956, maki Finnbogi Elías- son, f. 2.12. 1960, börn Sigurlaugar eru: a) Björn Ey- steinn, f. 1972, maki Inga Pála, tvö börn. b) Guðný Hrefna, f. 1974, maki Haraldur Karl, fjögur börn og tvö barnabörn, 3) Guðni Björnsson, f. 20.8. 1957, maki Katla Lóa Ketilsdóttir, f. 28.8. 1960, börn: a) Edda Þór- ey, f. 1976, tvö börn, eitt barnabarn, b) Heiða Þor- valdsdóttir, f. 1979, d. 2015, hún lætur eftir sig eitt barn, c) Jóhannes Skúli, f. 1983, þrjú börn. d) Stefán Rúnar, f. 1985, eitt barn. 4) Sigríður Björnsdóttir, f. 21.9. 1962, tvö börn, a) Þorsteinn Ragn- ar, f. 1981, b) Halldór Valur, f. 1984. 5) Eyrún Björns- dóttir, f. 2.12. 1966, maki Jó- hann Steinþór Sigurðsson, f. 17.5. 1965, fjögur börn, a) Viðar Logi f. 1987, maki Hulda Guðbjörg, f. 1990, þrjú börn. b) Ólöf María, f. 1996, Í dag kveðjum við þig með söknuði, elsku afi. Við viljum þakka þér fyrir öll góðu árin sem við fengum að hafa þig hjá okkur. Stund- irnar sem við áttum með ykkur ömmu eru orðnar að minning- um. Heimsóknirnar í Varma- hlíð voru alltaf góðar, enda var alltaf vel tekið á móti okkur. Við gleymum aldrei ferðunum í Lödunni niður í hænsnakofann í Lauftúni, þær voru alltaf skrautlegar og skemmtilegar. Stundirnar sem við áttum sam- an voru alltaf yndislegar og gott var að koma í heimsókn til þín, elsku afi. Nú ertu kominn á betri stað, staðinn sem er alltaf gott að vera á. Okkur langar að kveðja þig með þessu ljóði sem segir hug okkar allra: Á litlum skóm ég læðist inn og leita að þér, afi minn. Ég vildi að þú værir hér og vært þú kúrðir hjá mér. Ég veit að þú hjá englum ert og ekkert getur að því gert. Í anda ert mér alltaf hjá og ekki ferð mér frá. Ég veit þú lýsir mína leið svo leiðin verði björt og greið. Á sorgarstund í sérhvert sinn ég strauminn frá þér finn. Ég Guð nú bið að gæta þín og græða djúpu sárin mín. Í bæn ég bið þig sofa rótt og býð þér góða nótt. (S.P.Þ.) Minning þín lifir í hjörtum okkar. Þín barnabörn, Ólöf María, Þórey Líf og Marvin Þór. Aldraður nágranni og vinur hefur kvatt. Hvíldin var honum kær. Langur vinnudagur að baki. Kaflaskipti urðu í lífi þeirra hjóna er þau hættu bú- skap í Stokkhólma og fluttu í Varmahlíð. Þessum breyttu að- stæðum tók Eysteinn vel. Nú átti hann sinn tíma sjálfur. Þá hófust okkar kynni. Það var lærdómsríkt að kynnast Ey- steini og heyra sögu hans, fyrir það er ég þakklát. Hann lærði á unglingsárum að spila brids og hafði nýtt vel þau tækifæri er hann fékk til þess í amstri daganna. Hér sótti hann spiladaga hjá Félagi eldri borgara og var fastagest- ur á Löngumýri. Eysteinn naut þessa félagsskapar og margir voru tilbúnir að greiða götu hans þegar hann hætti að keyra. Fyrir það má þakka. Segja má að Lauftún, hjá Indu og Villa, hafi um tíma verið hans annað heimili. Þar hafði hann aðstöðu fyrir smá hænsnabú. Þau hjón reyndust honum mjög vel og Inda send- ir sínar bestu kveðjur og þakk- ir fyrir allar góðu stundirnar. Önnur kaflaskipti urðu í lífi þeirra hjóna er þau fluttu á Dvalarheimilið á Sauðárkróki. Einnig þar var Eysteinn minn sáttur og bar gæfu til þess að taka þátt í starfinu þar. Vænst þótti honum um stundirnar hjá Stefáni Petersen. Þeirra naut hann ríkulega. Hversdagshetjan okkar hef- ur lokið sínu dagsverki. Við þökkum fyrir samfylgdina. Sjáum hann líta yfir Vallhól- mann. Þarna er Stokkhólmi, baðaður í skagfirskri kvöldsól- inni og fegurðin engu lík. Hann þakkar fyrir sig. Guð blessi minningu Ey- steins. Fjölskyldu hans votta ég samúð mína. Helga Bjarnadóttir. Drengurinn frá Geir- mundarhóli í Hrolleifsdal er genginn á vit feðra sinna. Það var í byrjun stórhríðar að Sigurlaug Jónsdóttir, vinnukona að Felli í Sléttuhlíð, kenndi sín. Er leið á vöku eln- aði henni sóttin og fór svo að Hólmfríður Sigtryggsdóttir húsfreyja í Felli tók á móti drengnum, þar sem ekki hafði tekist að ná í Sigríði Halldórs- dóttur ljósmóður. Litli snáðinn dafnaði vel þrátt fyrir erfið kjör foreldranna og þar kom sögu að hann gekk til sinna fyrstu starfa utan æskuheim- ilis. Það var haust, lyngmóarnir og fjallshlíðarnar skörtuðu sínum fegurstu haustlitum og kyrrðin var dásamleg. Hann rölti kunnar götur Sléttuhlíðar að Reykjarhóli á Bökkum, hugsaði til æskuáranna, sem nú voru senn að baki en í huga hans gætti jafnframt eftir- væntingar um það, sem biði hans í framtíðinni. Eysteinn dvaldi ekki lengi í heimabyggð og freistaði víða gæfunnar eins og títt var og er um marga unga menn. Hann var áræðinn og fljótur að taka ákvarðanir. Í fyrstu vann hann við landbúnaðarstörf þar til hann settist að í Keflavík haustið 1953. Þar tóku á móti honum menn, sem studdu hann til verka bæði til lands og sjávar. Í Keflavík stofnuðu þau Hrefna Þiðrandadóttir heimili sitt og dvöldu þar til vors 1963 að þau fluttu í Álfsnes á Kjalarnesi og þaðan vorið 1964 að Stokkhólma í Skagafirði, þar sem þau bjuggu til alda- móta. Sveitamaðurinn hafði alltaf blundað í Eysteini og nú hafði sá draumur ræst að verða bóndi. Hann var góður fjár- og hestamaður og stundaði tamn- ingar til sjötugs. Þeim hjónum búnaðist vel enda bæði bráð- dugleg og ósérhlífin og orðið verkkvíði var ekki til í þeirra orðabók. Eysteinn var hjálp- samur og leysti hvers manns bón með vinsemd og gleði og gat sér í hvívetna hið besta orð. Batt þó ekki alltaf sína bagga sömu hnútum og sam- ferðamenn. Hann var sérstak- ur skilamaður og var ekki í rónni ef hann átti ógreiddan reikning. Eysteini leið vel í Stokk- hólma og hvarf þaðan með söknuð í sinni. Hann minntist sérstaklega kvöldsólarinnar og vornáttanna. Hvergi voru þær fallegri en í Stokkhólma eða ilmur vorsins betri. En aldur- inn færðist yfir og hverfa varð til nýrra heimkynna. Þau Hrefna þurftu ekki að flytja langt því þau fengu leigða íbúð að Birkimel 8a í Varmahlíð. Þar gekk Eysteinn oft út á tröppurnar til að anda að sér fersku lofti og líta til fjalla Sléttuhlíðar. Í Varmahlíð lifðu þau hjón kyrrlátu lífi og tóku þátt í starfi eldri borgara af lífi og sál. Ævisól Eysteins, vinar okk- ar, er gengin til viðar eftir langa og oft erilsama daga, þar sem skiptust á skin og skúrir. Hann er nú horfinn til æðri til- veru. Ég þakka honum góða samfylgd og vináttu. Blessuð sé minning drengsins frá Geir- mundarhóli, Björns Eysteins Jóhannessonar. Sigtryggur Jón Björnsson frá Framnesi. Björn Eysteinn Jóhannesson Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 FALLEGIR LEGSTEINAR Í FEBRÚAR af öllum legsteinum Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Afsláttur Davíð útfararstjóri 551 3485 - www.udo.is Óli Pétur útfararstjóri Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐBJÖRG PÁLMADÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Borgartúni 30a, lést föstudaginn 26. janúar á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Útförin fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 6. febrúar klukkan 13. Hörður Gunnarsson Bragi Gunnarsson Ásta Kristjánsdóttir Anna Guðrún Gunnarsdóttir Páll Briem Magnússon og barnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra GARÐARS SVEINBJARNARSONAR, Hlíðarhúsum 7, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Eirar, sem kom að umönnun hans, fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Kjartan Garðarsson Antonía Guðjónsdóttir Guðbjörg Garðarsdóttir Stefán Laxdal Aðalsteinsson Anna Birna Garðarsdóttir Jón Ingvar Sveinbjörnsson Guðrún Þóra Garðarsdóttir Sigurjón Ársælsson Sigríður Garðarsdóttir Stefán Þór Pálsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BALDUR VIÐAR GUÐJÓNSSON, Gullsmára 10, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 29. janúar. Útförin fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi miðvikudaginn 7. febrúar klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Hertha Sylvía Andersen Guðjón Baldursson Guðrún Jónsdóttir Hulda Margrét Baldursdóttir Guðmundur Ingi Kristinsson Baldur Viðar Baldursson Guðlaug Rafnsdóttir afa- og langafabörn Móðir mín, GUÐJÓNÍNA JÓHANNESDÓTTIR, Nönnugötu 1, lést á Landspítalanum, Fossvogi, þriðjudaginn 26. desember. Útförin hefur farið fram. Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu samúð og hlýhug við fráfall hennar. Jóhannes Rúnar Sveinsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, SVÖVU PÁLSDÓTTUR, Hrafnkelsstöðum, Hrunamannahreppi, Árnessýslu. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hjúkrunarheimilisins Ljósheima, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, fyrir umhyggju og hlýhug árin öll. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hrafnhildur Þorgeirsdóttir Brynhildur Þorgeirsdóttir Aðalsteinn Þorgeirsson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN ÞORBERG EGGERTSSON fyrverandi skólastjóri, Barrholti 7, Mosfellsbæ, lést á hjúkrunarheimilinu Hömrum, mánudaginn 29. janúar. Hann verður jarðsunginn frá Grensáskirkju þriðjudaginn 6. febrúar klukkan 13. Ólafur Ólafsson Alda Konráðsdóttir Svala Haukdal Jónsdóttir Kjartan Oddur Þorbergsson Þórdís Elva Jónsdóttir Hafsteinn Ágústsson Guðríður Erna Jónsdóttir Ólafur Ágúst Gíslason Jórunn Linda Jónsdóttir og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.