Morgunblaðið - 03.02.2018, Qupperneq 45
DÆGRADVÖL 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú þarft að hafa gætur á óþolin-
mæðinni og finna þér eitthvað smálegt til
dundurs. Vertu skorinorður og hlustaðu á
rök andmælenda þinna. Ekki ýta þeim frá
þér.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ættir að leita ráða hjá góðum vini
varðandi krefjandi verkefni, sem þér hefur
verið falið, en stendur aðeins í þér. Reyndu
að finna tíma fyrir sjálfan þig líka.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Samræður við náungann eru svo
sannarlega kraftmiklar og lifandi. Einnig er
hugsanlegt að einhver bjóði þér í ferðalag.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú ert að velta fyrir þér nýjum fjár-
öflunarleiðum. Heppnin er með þér núna,
svo virðist sem tekjur þínar muni aukast á
næstu sex vikum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Mundu að virða skoðanir annarra þótt
þær komi ekki alveg heim og saman við
það sem þér finnst. Vandaðu því orðaval
þitt.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er hætt við því að samskipti þín
við fjölskylduna gangi brösuglega í dag.
Láttu lítið á þér bera og ekki búast við
miklu í stöðu þar sem þú þarft að treysta á
aðra.
23. sept. - 22. okt.
Vog Viðfangsefni sem eiga að vera góð fyr-
ir heilsuna en eru ekki svo skemmtileg
hamla velgengni þinni. Sýndu dirfsku og
taktu málin í þínar hendur.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er eitthvað sem ekki
gengur upp í áætluninni. Láttu það ekki
aftra þér. Ekki slaka á í kynningu á þeim
málum sem þú berð fyrir brjósti.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Farðu þér hægt í fjármálum,
kannaðu alla möguleika vandlega og
mundu umfram allt að hafa öryggið í fyrir-
rúmi.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Að tala við sjálfan sig getur
huggað mann jafnvel og mömmu knús. Ef
fólk er trekkt í kringum þig, gæti nærvera
þín verið ógnandi.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það getur reynst erfitt að snúa
blaðinu við þegar deilur um viðkvæm mál-
efni hafa farið úr böndunum. Ef allir leggj-
ast á eitt og vinna saman gengur allt betur.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú þarft að gaumgæfa hvert skref
áður en þú heldur áfram því þér hættir um
of til þess að ana áfram að óathuguðu máli.
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Inni í húsi yfirleitt.
Á afli sleginn, brenndur.
Einatt fer úr iðrum greitt.
Er við drauga kenndur.
Knútur Haukstein Ólafsson,
eldri, sendir að gamni sínu ráðn-
ingu á gátunni:
Í húsinu stiga- hef ég gang,
hestinum undir skeifnagang,
en næstum fæ ég niðurgang
af nýrri frétt um draugagang.
Hér er skýring Guðmundar:
Í húsi gjarnan gangur er.
Gangur undir hesti.
Niðurgang svo greini hér.
Gangur drauga mesti.
Þá er limra:
Í lofti er ljúfur söngur,
ég labbá á stíg, sem er þröngur,
heiman frá bæ
og held út með sæ,
en er hættur að fara í göngur.
Og síðan er ný gáta eftir Guð-
mund:
Rís ég minni rekkju frá,
raula fyrir munni stef,
glóru naumast greina má,
en gátu nýja samið hef:
Fullur af lofti er sá með sann.
Svaladrykk þér miðla kann.
Gikk þann sumir óttast æ.
Óvinsæll í Mosfellsbæ.
Lausnir eru vel þegnar og á að
senda á netfang mitt. Þær þurfa að
berast ekki síðar en á miðvikudags-
kvöld.
Káinn yrkir um manninn sem
hann sá í speglinum:
Hans er lundin ljúf og trygg,
í lófunum þó hann hafi sigg;
maðurinn líkist, helst ég hygg,
hunda-dogg og svína-pigg.
Káinn er hvergi smeykur:
Engu kvíði ég eymdarkífi
illa þó að sæki messu
því heiðarlegu hundalífi
hef ég lifað fram að þessu.
Honum þykir þó rétt að skrifa
niður sér til minnis:
Prestinn mig fýsir að finna,
fara ég ætla til messu,
mundu nú eftir að minna
mig á að gleyma ekki þessu.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Það hefur gang
sem guð vill
Í klípu
„ÞÚ KEMUR MEÐ GÓÐ RÖK EN ÉG SÉ
SAMT EKKI PUNKTINN.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„EKKI MYNDI ÉG BORGA FIMMHUNDRUÐKALL
TIL ÞESS AÐ HORFA Á ÞIG!“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að finnast allt vera
mögulegt.
„KÆRA SPYRJUM
HUNDINN“…
HRÓSAÐU
HENNI!
ÞÚ LÍTUR ÚT FYRIR AÐ
VERA GÓÐ AÐ KYSSA!
ÉG ER SVO HRIFINN AF KONUNNI
SEM SITUR VIÐ HLIÐINA Á MÉR!
HVERNIG FÆ ÉG HANA TIL ÞESS
AÐ LÍKA VIÐ MIG?
OG NEI, ÞÚ ERT EKKI AÐ
FARA TIL ÞESS AÐ KOMAST
AÐ ÞVÍ
„EF ÞÚ VÆRIR Á
TUNGLINU, MYNDIR ÞÚ
GÓLA Á JÖRÐINA?“ Ást Víkverja á bókasöfnum er mik-il. Það eru ótrúleg lífsgæði að
hafa góð almenningsbókasöfn. Það
er kannski ekki alltaf hægt að næla í
nýjustu bækurnar strax en stundum
er maður heppinn. Það sem er gam-
an við bókasöfn eru uppstillingar
starfsmanna. Þar er oft hægt að
finna eitthvað sem kemur manni á
óvart eins og nýjar bækur sem mað-
ur vissi ekki um eða gamlar bækur
sem maður hafði gleymt. Víkverji er
algjör fíkill á norrænar glæpasögur
og því er gagnlegt að þær eru jafnan
flokkaðar sér. Besta ráðið er samt
oft að gá hverju fólk er nýbúið að
skila því vinsælustu bækurnar
staldra ekki endilega nógu lengi við
til að verða skilað í hillu.
x x x
Það er mjög gaman að heimsækjabókasöfn með börnum. Margir
heimsækja söfnin með lítil börn enda
oft leikkrókar á söfnunum þar sem
þau geta leikið sér. Ekki má samt
gleyma að heimsækja bókasöfnin
með eldri börnum því þau þurfa ekki
síður hjálp við að finna áhugaverðar
bækur til að lesa. Þá þarf að passa að
það séu skrifaðar nýjar bækur á Ís-
landi sem höfði til barna og ung-
menna og líka sé þýtt nóg af spenn-
andi bókum. Börn munu augljóslega
ekki lesa meira ef þeim finnst ekki
nóg til af skemmtilegum bókum.
x x x
Ævar vísindamaður stendur núnafyrir lestrarátaki í fjórða sinn.
Síðustu þrjú ár hafa samanlagt verið
lesnar rúmlega 177 þúsund bækur í
átakinu. Það munar um minna. Vík-
verji hefur orðið þess var á heimilinu
að átakið virkar sannarlega lestrar-
hvetjandi því þeir sem skila inn miða
geta fengið persónu nefnda eftir sér
í ævintýralegri ofurhetjubók sem
kemur út í vor, sem er um leið fjórða
bókin í Bernskubrekum Ævars vís-
indamanns.
x x x
Síðan má ekki gleyma því að bóka-söfn eru meira en bara söfn.
Þetta eru lifandi staðir þar sem
margt er að gerast enda kallast söfn-
in í Reykjavík líka menningarhús.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Drottinn, Guð vor, hversu dýrlegt er
nafn þitt um alla jörðina. Þú breiðir
ljóma þinn yfir himininn.
(Sálm: 8.2)