Morgunblaðið - 03.02.2018, Side 46

Morgunblaðið - 03.02.2018, Side 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2018 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins David Barreiro – Langa blokkin í Efra Breiðholti í Myndasal Karl Jeppesen – Fornar verstöðvar á Vegg Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld Spegill samfélagsins 1770 Almúgi og embættismenn skrifa Danakonungi Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Julia&Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi. Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17. Tekið á móti umsóknum um sumartónleika LSÓ til og með 13. febrúar. Sjá www.lso.is Ný sýning í Listasafni Íslands KORRIRÓ OG DILLIDÓ 2.2. - 29.4.2018 - Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar ANGE LECCIA - HAFIÐ/LA MER 2.11. - 4.2.2018 Síðasta sýningarhelgi FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR 7.4.2017 - 31.12.2019 - Valin verk úr safneign ORKA 14.9. - 29.4.2018 Sýning á vídeóinnsetningunni Orka eftir Steinu í Vasulka-stofu SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga kl. 11-17 nema mánudaga. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR TVEIR SAMHERJAR - ASGER JORN OG SIGURJÓN ÓLAFSSON 21.10.2017 - 13.5.2018 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Kaffistofa – heimabakað meðlæti SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA 2.10.2016 - 1.3.2018 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Árni Matthíasson arnim@mbl.is Í undirbúningi er tónlistarsýning sem setja á upp í Hörpu og segja á tónlistarsögu Íslands. Aðstand- endur sýningarinnar eru þeir Jón Hrólfur Sigurjónsson og Bjarki Sveinbjörnsson sem hafa báður komið talsvert að tónlistarsögu- rannsóknum og fræðslu; Jón er tón- listarkennari og Bjarki tónlistar- fræðingur og var forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands. Einnig komu þeir á fót vefnum Musik.is sem hrint var af stokkunum í upp- hafi árs 1995. Axel Hallkell Jóhannesson er hönnuður sýningarinnar. Jón segir að sagan verði sögð með margmiðlunartækni til að ná að há- marka upplifunina og þannig myndu þeir meðal annars nýta nýjungar í staðsetningartækni til að leiða gesti um rýmið, en einnig sé stefnt að því að sýningin standi að ýmsum sér- Sýnd tónlistar- saga Íslands Teikning/Axel Hallkell Jóhannesson Stafrænt Svona sér Axel Hallkell Jóhannesson hönnuður tónlistarsýningarinnar sýningarrrýmið í Hörpu fyrir sér. viðburðum í samstarfi við Hörpu og tónlistarfólk á Íslandi. Að mestu stafræn sýning Hann segir þá félaga horfa til rýmis í tveimur neðstu rýmunum í útbyggingu á austurhlið Hörpu, en þar var meðal annars haldin sýndar- veruleikasýningin Björk Digital á síðasta ári. „Þetta yrði að mestu stafræn sýn- ing. Gestir myndu byrja ferðalag um tónlistarsöguna á tímum landnáms á neðri hæð sýningarinnar, en efri hæðin yrði að mestu tileinkuð nú- tímanum. Við sjáum fyrir okkur að gestir fái að upplifa söguleg augnablik úr tón- listarsögunni með hljóðleiðsögn, tónlist, grafík, ljósmyndum, kvik- myndabrotum og gripum. Einnig geti þeir tekið virkan þátt í sýning- unni,“ segir Jón og bætir við að einn- ig yrðu sýnileg bein og óbein tengsl íslenskrar náttúru og íslenskrar tón- listar og meðal annars standi til að nýta útsýni til Esjunnar úr sýn- ingarrými á völdum stöðum. Ferðamenn fyrst og fremst Að sögn Jóns yrði sýningin ætluð Íslendingum ekki síður en ferða- mönnum þó að síðarnefndi hópurinn sé eðlilega markhópurinn og verði fjölmennari. „Við gerum ráð fyrir að það verði eðlilega mun meira af ferðamönnum, en gerum líka ráð fyrir því að Íslendingar hefðu gam- an af að sjá og upplifa sýninguna,“ segir Jón og bætir við að þeir félagar vinni nú hörðum höndum að undirbúningi sýningarinnar og stefni að því að ljúka fjármögnun innan skamms. Ferðalag Tónlistarsöguspekingarnir Jón Hrólfur Sigurjónsson og Bjarki Sveinbjörnsson leggja drög að tónlistarsögusýningu sem yrði í Hörpu.  Drög lögð að tónlistarsýningu í Hörpu  Ferðalag frá landnámi Gjafir jarðar Ljósmynd/Ólöf Erla Gyðjuóður Seiðlæti samanstendur af Reyni Katrínar og Úní Arndísar. lög bera nöfn eins og „Frigg“, „Gná“ og „Gefjun“. Þeir feðgar Bassi Ólafsson og Ólafur Þórar- insson leggja gjörva hönd á heiðinn plóg sem og ektamaðurinn Jón Tryggvi. Karlakór Hveragerðis kemur þá einnig við sögu. Bassi sá um að hljóðrita, hljóðblanda og hljómjafna en upptökustjórn var í höndum Bassa og Seiðlætis. Eins og nema má af umslagi plötunnar, en ljósmyndina sem það prýðir má og sjá í meðfylgjandi kynningarmynd, er hvergi slegið slöku við er undirstrika skal boð- skapinn. Tónlistin er í senn seið- og kynngimögnuð en umfram allt þjóðleg þar sem trumbur, heiðinn samsöngur og áhrifshljóð knýja á upplifunina. Dulúðin dansar yfir hverjum tóni en það næmi sem Úní hefur borið á borð í eigin tónsköp- un sveipar alla framfærslu og vinnslu, eitthvað sem skilar áhrifa- ríku, heilsteyptu verki. »Reynir samdi ljóðtileinkuð gyðjunum úr norrænu goðafræð- inni og Úní hefur nú samið tónlist við ljóðin hans sem komu út á plötunni Þagnarþulur síðasta haust. Seiðlæti er dúett þeirra Úní Arndísar og Reyn- is Katrínar en á plöt- unni Þagnarþulur eru gyðjur Fensala ákall- aðar með tónlist og ljóðum. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Unnur Arndísardóttir, eðaÚní, hefur nú um nokkrahríð gert út frá Stokkseyri þar sem hún leggur stund á allra handa andans starfsemi, með ríka tengingu við náttúruna og móður jörð. Unnur kennir jóga og heilar, býður uppá einkatíma í tónaheilun, spálestrum og blómadropum svo fátt eitt sé nefnt. Úní er bæði seið- og tónlistarkona og er alin upp við andleg mál en móðir hennar Arndís Sveina, nuddari, heilari og seið- kona, hafði rík áhrif á hana og Úní hefur ferðast víða um heim og num- ið þar ýmsar andlegar leiðir. Hún miðjar sig hins vegar í dag á Íslandi og t.a.m. er hún ein upphafskvenna Nordic Wisdom Circle sem er hópur skandinavískra andlegra kennara sem kenna norræna visku og and- legar norrænar athafnir. Úní sinnir jafnframt tónlistinni af festu. Árið 2009 gaf hún út hina stórgóðu sólóplötu Enchanted og auk þess reka hún og eiginmaður hennar Jón Tryggvi Unnarsson dú- ettinn UniJon. Úní semur og syngur en hún var í söngnámi í Reykjavík, Englandi og Bandaríkjunum. Sein- ustu fjórtán ár hefur hún unnið ná- ið með Reyni Katrínar, heilara og galdrakarli. Reynir samdi ljóð til- einkuð gyðjunum úr norrænu goða- fræðinni og Úní hefur nú samið tón- list við ljóðin hans sem komu út á plötunni Þagnarþulur síðasta haust. Kalla þau sig Seiðlæti og framkvæma þau saman heiðnar at- hafnir þar sem sungið er til gyðj- anna. Tónlist þeirra má nálgast á www.seidlaeti.bandcamp.com en

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.