Morgunblaðið - 03.02.2018, Page 52

Morgunblaðið - 03.02.2018, Page 52
LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 34. DAGUR ÁRSINS 2018 Í LAUSASÖLU 1.050 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Hræðilegt og sársaukafullt 2. Hundar teknir af eigendum 3. Ég var farinn að trúa á álfa 4. Hættu við flugið vegna hótelleysis  Hanna Dóra Sturludóttir messó- sópran og Snorri Sigfús Birgisson pí- anóleikari halda í 15:15-tónleikaröð- inni á morgun kl. 15.15 í Norræna húsinu tónleika sem nefnast Döggin á grasinu. Á efnisskránni verða þjóð- lagaútsetningar eftir Béla Bartók, Zoltán Kodály og Snorra Sigfús og munu Hanna og Snorri einnig flytja Fjögur lög eftir Þorkel Sigurbjörns- son og söngverkið Pastorale eftir Stravinsky. Viðamesta tónverkið á efnisskránni er Lieder eines fahrend- en Gesellen eftir Gustav Mahler. Döggin á grasinu  Myndlistarmað- urinn Jón B.K. Ransu opnar sýn- inguna Djöggl í Kompunni í Al- þýðuhúsinu á Siglufirði í dag kl. 15. Á sýningunni dregur hann mál- aralist og fjölleika saman í samtal á ný þar sem hring- formið leikur aðalhlutverk í rýmis- listaverki í Kompunni. Listaverk Ransu byggjast alla jafna á endur- skoðun listaverka eða liststefna. Djöggl í Kompunni  Hljómsveitin Legend heldur út- gáfutónleika á Gauknum á miðnætti í kvöld í tilefni af útgáfu annarrar breiðskífu sinnar, Midnight Cham- pion, sem kom út í fyrra. Legend skipa þeir Krummi Björgvinsson og Halldór Á. Björnsson og með þeim á tónleikunum verða Frosti Jón Runólfs- son, Bjarni Sigurð- arson og Hálfdán Árna- son. Legend heldur útgáfutónleika FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Úrkomulítið vestan til. Frost 0 til 10 stig í kvöld, kaldast í inn- sveitum norðanlands. Á sunnudag Gengur í sunnan 18-25 m/s á norðanverðu landinu, annars hægari. Víða mikil rigning, einkum vestanlands, en úrkomulítið norðaustan til. Hiti 5 til 10 stig. Á mánudag Suðvestan 10-18 m/s og éljahryðjur á vestanverðu landinu, en heldur hæg- ari austantil og léttskýjað. Kólnandi, frost 3-10 stig um kvöldið. „Í vikunni virtist hinsvegar sem Brady væri breyttur mað- ur og í viðtölum við fréttafólk hefur hann verið mjög opin- skár og sýnt á sér aðra hlið. Hefur í raun sýnt mörgum að hann hefur sínar ástæður til að vera ekki mikið í sviðsljósinu og hefur sínar mannlegu hliðar eins og hver annar.“ Þetta skrifar Gunnar Valgeirsson m.a. um Tom Brady og Ofur- skálina, úrslitaleik NFL. »4 Brady virtist breyttur maður Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Margrét Tómasdóttir, hjúkrunarfræðingur og lögfræðingur, hefur brotið ísinn á þremur mis- munandi stöðum, alls staðar þurft að hafa fyrir sínu og er stolt af árangrinum. Að loknu námi í Bandaríkjunum flutti Margrét aftur heim og hóf störf sem hjúkrunarfram- kvæmdastjóri á Borgarspítalanum 1985. Hún er nú verkefnastjóri á gæðadeild Landspítalans og talsmaður sjúklinga, tekur við ábendingum þeirra og leiðbeinir þeim varðandi réttindi sín. „Ég tek við ábendingum sjúklinga í sambandi við þjónustu og kem þeim til skila til starfsfólksins auk þess sem ég leiðbeini sjúklingum og fjöl- skyldum þeirra varðandi réttindi sín, en kerfið getur verið svolítill frumskógur fyrir þá sem ekki þekkja,“ segir hún. Margrét segir að víða sé pottur brotinn í heil- brigðisþjónustunni og skýrari stefnumótunar sé þörf. Í nágrannalöndunum séu sjúklingar t.d. með í þeirri vinnu og jafnvel rekstri heilbrigðis- kerfisins. „Það var margt mjög gott í heilbrigðis- þjónustunni, en eftir sameiningu Landspítalans gamla og Sjúkrahúss Reykjavíkur hefur sjúkra- húsþjónusta versnað vegna endalauss sparnaðar og skipulagsgalla. Það er þyngra en tárum taki að sjúklingar fái ekki þá þjónustu sem þeir þurfa og eiga rétt á. Það sem byggt var upp fyrir alda- mót var hægt og rólega rifið niður eftir aldamót. Við erum stundum allt of lengi að greina fólk og eftirfylgni vantar.“ Skátastarfið mótandi Skátahöfðingjar á Íslandi voru sjálfkjörnir í 45 ár þar til Margrét var kjörin skátahöfðingi 2004, fyrst kvenna, en þrjú voru í framboði. „Það kom mér og ýmsum öðrum á óvart með jafnréttisbar- áttuna í huga að hluti „ungra/miðaldra“ skáta studdi frekar karl og sama var uppi á teningnum þegar núverandi skátahöfðingi var kosinn,“ segir hún. „Ég var alin upp á skátaheimili,“ heldur hún áfram og bendir á að hún hafi alla tíð verið virk í skátastarfinu. „Það kenndi mér að nálgast verkefni af ákveðinni bjartsýni og yfirvegun þannig að það væri hægt að leysa þau.“ Hún bætir við að þar hafi hún líka fengið góða þjálfun í að vinna með fólki, sem hafi nýst henni í öllum stjórnunarstörfum. „Ég hef alltaf fengið gott fólk með mér og mér hefur tekist, allavega hef ég reynt, að virkja það besta í öllum með það að leiðarljósi að fólk noti styrkleika sína.“ Í tíð Margrétar í embætti skátahöfðingja var leigusamningur á landi við Úlfljótsvatn að renna út og Orkuveitan hafði skipulagt mikla sumar- húsabyggð á landinu. „Guðlaugur Þór Þórðarson var stjórnarformaður Orkuveitunnar og ég tók af honum loforð um að hann hætti ekki fyrr en samningurinn hefði verið endurnýjaður og það var hans síðasta verk sem formanns,“ rifjar hún upp. „Ég er honum ævinlega þakklát fyrir það en vegna langs samnings hafði enginn áhuga á því að kaupa landið með skátana innanborðs og í kjölfarið var það selt Skógræktarfélagi Íslands og okkur skátunum eftir að ég hætti.“ Elítan á móti Um fimm mánuðum áður en Háskólinn á Akureyri tók til starfa haustið 1987 var Margrét ráðin fyrsti starfsmaðurinn. Verkefnið var að setja upp og stýra námsbraut í hjúkrunarfræði. Hún var í fríi í Bandaríkjunum, þegar hún fékk símtalið, sem varð til þess að hún fór norður. „Þetta var mikill barningur því öll háskóla- elítan fyrir sunnan var á móti nýjum háskóla,“ segir hún. „Háskólinn á Akureyri hefði ekki farið af stað nema vegna dirfsku Sverris Her- mannssonar menntamálaráðherra, stuðnings Halldórs Blöndal, þáverandi alþingismanns, svo og allra Akureyringa,“ leggur hún áherslu á. „Kerfið var á öllum póstum neikvætt og starfs- menn stjórnsýslunnar ætluðu að kæfa málið í fæðingu. Í dag hefur Háskólinn á Akureyri sann- að gildi sitt og er erfitt að hugsa sér Akureyri án hans.“ Margrét segir ánægjulegt að hafa átt þátt í að koma góðum málum áleiðis. „Ég hef haft trú á öllum þessum verkefnum og þakka ekki síst þjálfun og uppeldi í skátastarfinu árangurinn.“ Margrét ryður brautina Morgunblaðið/Hari Talsmaður sjúklinga Margrét Tómasdóttir, hjúkrunarfræðingur og lögfræðingur.  Hún er talsmaður sjúklinga  Var kjörin skátahöfðingi, fyrst kvenna „Það er búið að gera stórt mál úr þessu hérna. Ég hef fengið mjög mik- inn stuðning og fullt af skilaboðum, og það eru allir í skólanum mjög spenntir,“ segir Freydís Halla Ein- arsdóttir, eini fulltrúi Plymouth State-háskólans á Vetrarólympíuleik- unum og fulltrúi Íslands í alpagrein- um kvenna á leikunum. » 1 Skólasystkinin fylgjast öll spennt með „Félagaskiptaglugganum hefur verið lokað fyrir fullt og allt þetta tímabilið. Það er ljóst að helmingurinn af liðunum í deildinni ætlar að spila með tvo Kana það sem eftir er af vetri og láta þá deila mínútum. Það má kalla þessa ráð- stöfun mikið bruðl en ef félögin hafa efni á þessu þá er það gott mál,“ skrif- ar Benedikt Guðmundsson, körfubolta- sérfræðingur Morgunblaðsins. »2-3 Mikið bruðl en gott ef félögin hafa efni á því

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.