Morgunblaðið - 19.02.2018, Page 2

Morgunblaðið - 19.02.2018, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2018 Sterkir í stálinu Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar Svört- og ryðfrí rör og fittings Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur POM öxlar • PE plötur Lokar af ýmsum gerðum Opið virka daga kl. 8-17 Skútuvogi 4, Rvk Rauðhellu 2, Hafnarfirði Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Það hefur færst aukinn kraftur í umræðuna um umferðaröryggi á Kjalarnesi undanfarnar vikur og Kjalnesingar ýta á úrbætur. Þess vegna legg ég fram á morgun tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn um úrbætur í vegamálum á Kjalarnesi,“ segir Kjartan Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Kjartan segir að tillagan sé hvatning til Alþingis um að sem fyrst verði veitt fé til þess að ráðast í úrbætur á Kjalarnesi í því skyni að draga úr slysahættu því nýlegir at- burðir hafa enn einu sinni sannað að umræddur vegar- kafli sé hættuleg- ur og nauðsyn- legt sé að breikka veginn og að- skilja akreinar á honum. Borgin verði á sama tíma að tryggja skjóta og vandaða með- ferð varðandi skipulagsmál tengd úrbótunum. Kjartan segir að það hafi legið fyrir lengi að gera þurfi nauðsyn- legar úrbætur á gatnamótum. Sér- staklega þar sem hæg umferð komi inn á hraða umferð þjóðvegarins. „Það hafa orðið ótrúlegar breyt- ingar til batnaðar og alvarlegum slysum fækkað á þeim stöðum þar sem búið er að leggja svokallaða 2+2 vegi eins og á Reykjanesbraut og 2+1 veg á Suðurlandsvegi,“ segir Kjartan, sem telur að nú megi ekki bíða lengur eftir breytingum í sömu veru á Vesturlandsvegi. Hann segir að Reykjavíkurborg undir stjórn nú- verandi meirihluta hafi ekki verið nægjanlega dugleg að þrýsta á ríkisvaldið vegna vegaframkvæmda í og úr borginni. Kjartan vonast til þess að með samþykkt tillögunnar verði breyting þar á og meiri þrýst- ingur um úrbætur verði settur á ríkið. Vilja þrýsta á ríkisvaldið um vegaúrbætur á Kjalarnesi  Alvarlegum slysum fækkað mikið á 2+2 og 2+1 vegum Kjartan Magnússon Sérfræðingur hjá einni undirstofnun velferðarsviðs Reykjavíkurborgar hefur verið kærður fyrir kynferð- isbrot gegn fyrrverandi stjúpdóttur sinni sem er á barnsaldri. Þetta staðfestir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, í samtali við Morgunblaðið. Samkvæmt frétt RÚV um málið hafði maðurinn, sem er á sextugs- aldri, verið kærður fyrir kynferðis- brot gegn ungum pilti fyrir um þremur árum, en það mál var látið niður falla eftir rannsókn lögreglu. Þá starfaði maðurinn hjá öðru sveitarfélagi og var pilturinn skjól- stæðingur hans. Hann hætti störfum hjá sveitarfélaginu á meðan málið var til rannsóknar hjá lögreglu. Seinna var hann ráðinn í stöðu hjá stofnun á vegum ríkisins, áður en hann var svo ráðinn til Reykjavíkur- borgar. Regína segir að maðurinn hafi ekki verið í beinum tengslum við börn í starfi sínu. Þegar maðurinn var kærður í desember hafi hann verið færður til í starfi og nú sé hann kominn í ótímabundið leyfi. „Hann er búinn að vera í sérverk- efnum, en er núna alveg farinn frá þessari viðkomandi stofnun,“ segir Regína. Hún segist aðspurð fyrst hafa heyrt af eldri kærunni á hendur manninum fyrir um tveimur vikum en maðurinn hafði þó greint sínum næsta yfirmanni frá kærunni í kjöl- far þess að hann var ráðinn til starfa hjá borginni. Regína segist hafa kallað eftir öll- um upplýsingum um málið og ráðn- ingu mannsins. Það verði skoðað nánar innan velferðarsviðs borgar- innar. athi@mbl.is Maðurinn áður verið kærður  Meint brot gegn fyrrv. stjúpdóttur Á aðalfundi Viðskiptaráðs Íslands í síðustu viku var samþykkt að leiða í lög ráðsins ákvæði um kynjakvóta í stjórn. Framvegis verður því gerð krafa um að hlutfall hvors kyns í stjórn ráðsins sé ekki lægra en 40%. „Með breytingunni vill Við- skiptaráð tryggja fjölbreytta sam- setningu stjórnarinnar og sýna gott fordæmi í íslensku viðskiptalífi,“ segir í fréttatilkynningu. Í nýkjör- inni stjórn Viðskiptaráðs fyrir tíma- bilið 2018 til 2020 eru kynjahlutföll nánast jöfn, 47% konur og 53% karlar. Jafnt hlutfall kynja í Viðskiptaráði Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is „Ef ég ætti heima á Húsavík tæki ég allt brothætt niður úr hillum á með- an þetta gengur yfir. Það kostar ekki neitt, en það getur kostað helling ef eitthvað gerist,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur um skjálftahrinuna sem staðið hefur yfir á Tjörnesbrotabeltinu síðustu daga. „Þetta er náttúrlega svæði þar sem við erum að bíða eftir stórum skjálfta. Við erum búin að bíða í meira en hundrað ár eftir honum,“ segir Ármann. Skjálftahrinan í kringum Grímsey hófst 14. febrúar en virtist mögulega vera í rénun fyrripartinn í gær. Hins vegar dró til tíðinda síðdegis og sex skjálftar yfir þremur að stærð mældust á milli klukkan 18 og 20 í gærkvöldi, samkvæmt vef Veður- stofunnar. Ármann segir mögulegt að spenna færist í aðrar sprungur á svæðinu í kjölfar þessarar miklu hrinu. „Þetta er einhvern veginn farið að fara út um allt og hefur staðið svo lengi yfir að það getur vel verið að það sé að losna bara heilmikil spenna þarna í skorpunni og þá vitum við ekkert hvar það endar, í raun. Þetta er farið að hrista upp í sprungunni á Húsavík,“ segir Ármann. „Þetta er bara mjög óvenjulegt. Hún er búin að standa mjög lengi þessi og vera mjög þétt. Þegar hrina er búin að standa svona svakalega lengi er verið að losa einhverja svakalega spennu,“ segir Ármann og bætir því við að það verði að koma í ljós hvort spennan færist yfir í aðrar sprungur. Mikil spennulosun nyrðra  Nær linnulaus hristingur í grennd við Grímsey frá 14. febrúar  Eldfjallafræð- ingur mælir með því að Húsvíkingar tryggi brothætta muni  Óvenjuleg hrina Gleðin var við völd á Arnarhóli þegar ljósmynd- ara Morgunblaðsins bar að garði á dögunum. Þótt snjórinn leggist misvel í borgarbúa, með til- heyrandi umferðartöfum og hálku, virtust ferða- mennirnir ekki sviknir. Skyldi engan undra enda kuldinn og snjórinn ómissandi þáttur Íslands- dvalar fyrir margan ferðamanninn. Í bakgrunni sést hálfbyggt Hafnartorgið sem gert er ráð fyr- ir að verði tilbúið innan nokkurra mánaða. Snjóþungt í Reykjavík Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Brugðið á leik í snjónum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.