Morgunblaðið - 19.02.2018, Síða 10

Morgunblaðið - 19.02.2018, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2018 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 Alvöru atvinnubíll Dacia Dokker Dacia Dokker er einn hagkvæmasti kosturinn sem í boði er fyrir þá sem leita að litlum sendibíl. Dacia Dokker er með 1,5 l, 90 hestafla díslivél sem notar einungis 4,5 l í blönduðum akstri*. Dacia bílarnir hafa komið einskalega vel út hvað varðar áreiðanleika í rekstri. Verð: 2.340.000 kr. m. vsk. Verð án vsk.: 1.887.000 kr. * V ið m ið u n a rt ö lu r fr a m le ið a n d a u m e ld s n e y ti s n o tk u n í b lö n d u ð u m a k s tr i. / B ú n a ð u r b íls á m y n d k a n n a ð ve ra fr á b ru g ð in a u g lý s tu ve rð i E N N E M M / S ÍA / N M 8 6 5 6 8 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Unnið er að undirbúningi þess að koma upp lífsgæðasetri í húsnæði St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Bæjarráð hefur ákveðið að skipa samstarfshóp og ráða verkefna- stjóra til að framkvæma áformin. Á næstunni verður auglýst eftir þátt- takendum sem vilja koma með starf- semi inn í húsið. Rúmlega sex ár eru síðan rekstur St. Jósefsspítala var aflagður. Á síð- asta ári keypti Hafnarfjarðar- kaupstaður húsnæði hans af ríkinu. Skuldbatt bærinn sig til að reka þar þjónustu við almenning án hagn- aðarsjónarmiða. Forvarnir og heilsuvernd Starfshópur á vegum Hafnar- fjarðarkaupstaðar skilaði í janúar tillögum um útfærslu á hugmyndinni um að koma upp lífsgæðasetri í hús- næði spítalans. Bæjarráð hafði þá valið þá hugmynd úr skýrslu um framtíðarstefnu um notkun hús- næðis St. Jósefsspítala sem skilað var í október 2017. Byggist tillagan á því að efla Hafnarfjörð sem heilsubæ og halda einnig í heiðri það fræðslustarf sem systurnar á St. Jósefsspítala unnu ötullega að alla tíð. Fjölbreytt starf- semi á sviði heilsuverndar og sköp- unar myndi veita fólki úrræði á fyrstu stigum heilsubrests eða til forvarnar og auka þannig lífsgæði og stuðla að hamingjuvexti Hafn- firðinga. Í húsinu verði samfélag sem býður upp á forvarnir, heilsu- vernd, snemmtæka íhlutun, fræðslu og skapandi setur. Brýnar viðgerðir Áætlað hefur verið að það kosti yf- ir 200 milljónir að gera við húsnæðið. Sigríður Kristinsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og bæjarlögmaður Hafnarfjarðarkaupstaðar, vann með starfshópunum. Hún segir að Hafnarfjarðarkaupstaður hafi varið 60 milljónum króna til viðgerða í ár. Það fé fari í brýnar viðgerðir á hús- inu að utan og innan en viðgerðir innanhúss ráðist nokkuð af því hvaða hlutar hússins verði teknir fyrst í notkun og hvað þurfi að gera þar. Hún tekur fram að húsið verði tekið í notkun í áföngum. Engar tímasetningar hafa verið gefnar út en Sigríður vonast til að einhver starfsemi hefjist á þessu ári. Myndlist í skurðstofum Í skýrslu starfshópsins er farið yf- ir húsið frá herbergi til herbergis og settar fram hugmyndir um notkun. Kapellan verður samkomustaður hússins. Bent er á að hana megi nýta í fjölbreytt mannamót, fyrir fundar- sal, námskeið, létta leikfimi og fleira. Hugmynd er um tilraunaeldhús í eldhúsi og tengd rými í kjallara. Þar mætti standa fyrir námskeiðum fyrir hópa í fjölbreyttum tilgangi. Sem dæmi eru nefndir einstaklingar sem ekki hafi áður þurft að sjá um mat en standa einir í lífinu, fólk sem er að fóta sig á ný eftir endurhæf- ingu og fólk sem þarf að breyta mat- aræði. Þar gætu einnig sprota- fyrirtæki í matvælaiðnaði fengið aðstöðu til vöruþróunar. Suðurhluti fyrstu hæðar er talinn henta fyrir þjónustu við eldri borg- ara sem taka þátt í heilsueflingu og/ eða einstaklinga með skerta hreyfi- getu. Í norðurhluta hæðarinnar og miðrýminu megi hafa kaffistofu, skrifstofur, viðtalsherbergi og fundarherbergi tengd heilsueflingu og stjórnun hússins. Á annarri hæðinni gæti verið skapandi kjarni. Nefnt er að skurð- stofurnar henti vel til myndlistar- kennslu, bæði fyrir börn og unglinga og fullorðna. Í sjúkrastofum og skrifstofum í norðurhluta 2. hæðar gæti verið aðstaða fyrir smærri ný- sköpunarfyrirtæki. Nefnt er klasa- samstarf á sviði lífsgæða, lýðheilsu, heilbrigðistækni eða heilsu. Það gæti nýst heildarstarfseminni í setr- inu. Lagt er til að vistarverur systr- anna og skrifstofur í risi verði nýttar fyrir fjölbreytta samtalsmeðferð, til dæmis hjá sálfræðingum og fé- lagsráðgjöfum, og einnig endurhæf- ingu hjá sjúkraþjálfurum og iðju- þjálfurum. Aðstaðan verður leigð út og segir Sigríður stefnt að því að rekstur hússins verði sjálfbær þegar það verður komið í fullan rekstur. Aukin lífsgæði og meiri hamingja  Lífsgæðasetur Hafnfirðinga verður í St. Jósefsspítala  Stefnt að sjálfbærum rekstri  Auglýst eftir leigutökum á sviði heilsuverndar og sköpunar  Miklar viðgerðir innan dyra og utan fram undan Morgunblaðið/Ófeigur St. Jósefsspítali Gera þarf við hús spítalans til þess að þar verði hægt að koma upp lífsgæðasetri fyrir Hafnfirð- inga. Vonast er til að starfsemi hefjist þar á árinu. Hún verður mjög fjölbreytt ef áætlanir ganga eftir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.