Morgunblaðið - 19.02.2018, Síða 15

Morgunblaðið - 19.02.2018, Síða 15
AFP Óskabarn Cyril Ramaphosa fyrir stefnuræðu sína þar sem hann boðaði nýja dögun fyrir Suður-Afríku. Á myndinni með honum er Baleka Mbete, forseti suðurafríska þingsins. Almenningur í landinu bindur miklar vonir við hann. Nýr forseti Suður-Afríku, Cyril Ra- maphosa, sór embættiseið sem fimmti forseti lýðveldisins í síðustu viku í kjölfar afsagnar Jacobs Zuma. Ramaphosa gegndi áður embætti varaforseta Suð- ur-Afríku, en í lok síðasta árs var hann kjörinn leið- togi Afríska þjóð- arráðsins (ANC). Zuma hafði gegnt embætti forseta síðan árið 2009, en forsetatíð hans hefði undir eðli- legum kringum- stæðum átt að ljúka á næsta ári, því í Suður-Afríku má forseti ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil. Zuma sagði loks af sér eftir mikinn þrýst- ing samflokksmanna sinna vegna ásakana um spillingu. Í fyrsta opinbera ávarpi sínu sem forseti þjóðarinnar lofaði Rama- phosa „nýrri dögun“ fyrir landið, minnkuðu atvinnuleysi, innspýtingu í efnahagskerfi landsins og að tekið yrði á spillingu. Suðurafríska þjóðin bíður þess nú að sjá hann standa við stóru orðin, en sagt er að Ramap- hosa sé sá maður sem Nelson Man- dela hefði viljað sjá í stöðu leiðtoga landsins, en þeir unnu saman gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á sínum tíma og sat Ramaphosa meðal annars í fangelsi vegna þess. Í kjöl- far ósigurs gegn Thabo Mbeki um það hver ætti að taka við af Mandela sem forseti árið 1997 sneri Ramap- hosa sér hins vegar að viðskiptum og varð einn af ríkustu mönnum Afríku. Þá gegndi hann stöðu aðalkjörræðis- manns Íslands í Gauteng-héraði í Suður-Afríku frá 1998 til 2014, þegar hann tók við embætti varaforseta. „Mér líst mjög vel á hann og ég held að þetta sé svolítið skemmtilegt fyrir Íslendinga,“ segir Ruth Gylfa- dóttir, sem hefur verið búsett í Suður-Afríku hálfa ævina og gegnir stöðu ræðismanns í Vestur-Höfða- héraði. Hún segir Ramaphosa aldrei hafa komið til Íslands þó að hann hafi verið ræðismaður allan þennan tíma, en að hann eigi það vonandi eftir. Skapar von í brjósti fólks „Það er ofboðslega mikil von í brjósti fólks hérna, það voru allir búnir að fá nóg af Zuma út af öllum spillingarmálunum,“ segir Ruth. Þá segir hún fólk líka hrifið af eiginkonu hans, Tshepo Motsepe, því hún sé vel menntuð og auðug á eigin forsend- um. „Þau eru flott hjón og hann þykir mjög flinkur samningamaður. Hann boðaði nýja dögun í stefnuræðu sinni og fólk langar mjög mikið að trúa honum.“ Nýr forseti S-Afríku boðar nýja dögun  Cyril Ramaphosa var ræðismaður Íslands í sextán ár Ruth Gylfadóttir FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2018 Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is „Veist þúað skilgreining á sótthitabreytist eftir aldri? Thermoscaneyrnahita- mælirinnminnveit það.“ Braun Thermoscan eyrnahitamælar fást í öllum lyfjaverslunum ThermoScan® 7 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, H.R. McMaster, segir óumdeilanlegt að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á for- setakosningarnar árið 2016. Þessi ummæli lét hann falla á öryggis- ráðstefnu í München á laugardag í kjölfar þess að Robert Mueller, sér- stakur saksóknari í rannsókn Banda- ríkjanna á afskiptum Rússa af kosn- ingunum, ákærði þrettán Rússa sem grunaðir eru um að hafa rekið leyni- lega kosningabaráttu til að hafa áhrif á úrslitin. „Sönnunargögnin eru nú óumdeilanleg og aðgengileg almenn- ingi,“ sagði hann. Rússar þverneita Hins vegar hefur Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagt að ákærurnar á hendur Rússunum þrettán séu ekkert nema þvættingur. Hann sagði að varaforseti Bandaríkj- anna, Mike Pence, efaðist jafnvel um rannsóknina. „Þannig að þangað til við sjáum einhverjar staðreyndir er allt annað bara þvættingur.“ Trump hefur sjálfur tjáð sig um ákærurnar í röð ummæla á Twitter- aðgangi sínum, þar sem hann bendir meðal annars á að hvergi komi fram í ákærunum að neinn Bandaríkjamað- ur hafi komið nálægt þessari ólög- legu starfsemi. Í öðru tísti sagðist Trump „aldrei hafa sagt að Rússland hafi ekki haft afskipti af kosning- unum“. Hann hafi sagt að það gætu hafa verið Rússar, Kínverjar eða hvaða land eða hópur sem er, eða 400 punda snillingur sem sæti í rúminu sínu og léki sér í tölvunni. Þá sagði hann að ef markmið Rússa hefði ver- ið að skapa ringulreið í Bandaríkj- unum hefði þeim svo sannarlega tek- ist það, og að líklega væru menn hlæjandi í Moskvu um þessar mundir. Trump notaði einnig tækifærið til að gagnrýna störf bandarísku alríkis- lögreglunnar í máli Nikolas Cruz, sem hefur játað að hafa orðið sautján manns að bana í skotárás á nem- endur í Florida á miðvikudag. „Það er mjög sorglegt að FBI hafi misst af þeim mörgu merkjum sem skóla- skotárásarmaðurinn sendi frá sér. Þetta er óásættanlegt. Þeir eyða of miklum tíma í að reyna að sanna samráð Rússa við Trump-kosninga- baráttuna – það er ekkert samráð. Farið að sinna starfi ykkar og gerið okkur öll stolt!“ Afskipti Rússa óumdeilanleg  Sergei Lavrov hafnar ákærunum Farþegaflugvél með 65 manns innanborðs hrap- aði í Íran í gær, sunnudag, og tal- ið er að allir um borð hafi látist. Flugvélin, sem er í eigu Aseman Airlines, var á leið frá Teheran til Yasuj þegar hún hrapaði til jarð- ar í fjalllendi um 22 kílómetrum frá áfangastað sínum í suðurhluta landsins. Um borð voru 59 farþegar, þar á meðal eitt barn, tveir öryggis- verðir, tvær flugfreyjur og tveir flugmenn. Erfiðar aðstæður Rauði krossinn í Íran sendi mannskap á slysstað, en mjög erfitt var að komast að flugvélinni. Fljót- lega eftir slysið tilkynnti flugfélagið að allir um borð hefðu látist, en stuttu seinna gaf það út yfirlýsingu þess efnis að það væri ekki víst enn um sinn vegna erfiðra aðstæðna björgunarfólks við að komast að vél- inni. Þá sagði upphaflega tilkynn- ingin einnig að 60 farþegar hefðu verið um borð áður en í ljós kom að einn farþeginn hafði misst af vélinni. Slæm veðurskilyrði, þoka og snjór, gerðu björgunarfólki erfitt fyrir við að komast á slysstað. Í stað þess að ferðast þangað á þyrlu þurfti það að fara landleiðina. Flugvélin sem um ræðir var af gerðinni ATR-72 og er 25 ára göm- ul, en vegna áralangs viðskipta- banns hefur verið erfitt fyrir Íran að kaupa aukahluti til þess að gera við og endurnýja flugvélaflota landsins. Í gær var liðin vika síðan flugvél hrapaði í Rússlandi með þeim afleið- ingum að 71 lést. Sextíu og fimm lét- ust í flugslysi í Íran  Aðstæður til björgunar erfiðar Aseman Airlines

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.