Morgunblaðið - 19.02.2018, Síða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2018
Flutningatækni Þessi litaglaði maður gekk upp Bankastræti með
hvítan plastbala á höfði. En þá er spurningin: Hvað leynist í balanum?
Eggert
Nú kunna einhverjir
lesendur Morgunblaðs-
ins að hvá við. Hefur
ekki einmitt verið sagt
að nær ekkert hafi ver-
ið byggt af nýju íbúðar-
húsnæði á þéttbýlis-
svæðum utan suð-
vesturhornsins síðustu
ár. Víst er það svo en
heiti þessarar greinar
minnar, sem er önnur
af þremur sem ég rita
um húsnæðismál á landsbyggðinni,
vísar til þeirrar staðreyndar að
margar þjóðir sem glímt hafa við
sams konar vanda hafa fundið á hon-
um lausnir. Ég ætla í þessari grein að
fjalla um þær leiðir sem aðrar þjóðir
hafa beitt og hvað sé til ráða þegar
nýbygging íbúða hefur stöðvast á
mörgum svæðum í dreifbýli þrátt
fyrir að þau búi við fulla atvinnu og
næga eftirspurn eftir húsnæði?
Ýmiss konar inngrip stjórnvalda á
húsnæðismarkaði og húsnæðisstuðn-
ingur við almenning af fjárhags-
legum toga tíðkast hvarvetna í hinum
vestræna heimi. Hér á landi hefur
stuðningur hins opinbera falist í lán-
veitingum Íbúðalánasjóðs, í formi
vaxtabóta, húsnæðisbóta og ýmiss
konar skattaafslátta sem veittir eru
fasteignaeigendum. Þessi niður-
greiðsla á húsnæðiskostnaði er rétt-
lætt með því að það sé hagur okkar
allra að fólk hafi húsaskjól enda er
húsnæði, rétt eins og fæði og klæði,
ein af grunnþörfum mannsins. Raun-
ar hafa sumar þjóðir gengið enn
lengra síðustu ár og skilgreina nú að-
gang að húsnæði sem grundvallar-
mannréttindi.
Eins og fram kom í grein minni
hér á þessum sama stað
12. febrúar síðastliðinn
hefur verið mikill hús-
næðisskortur á landinu
öllu undanfarin ár en
einna alvarlegastur er
vandinn þó á lands-
byggðinni. Þrátt fyrir
að íbúum þar hafi fjölg-
að mikið hefur lítil upp-
bygging átt sér stað
síðustu árin. Á sumum
landsvæðum, eins og á
Vestfjörðum og
Norðurlandi vestra,
hefur vart verið byggt síðan um alda-
mótin og á Austurlandi hefur nær
ekkert íbúðarhúsnæði verið byggt
frá árinu 2008. Dæmi eru um að þessi
skortur á íbúðarhúsnæði hafi hamlað
atvinnutækifærum og að öflug fyrir-
tæki í minni byggðum missi starfs-
fólk einfaldlega vegna þess að nægi-
lega hentugt húsnæði er ekki til
staðar.
Sams konar vandi er til staðar á
dreifbýlum svæðum í Noregi. Í
skýrslu norsku Byggðastofnunar-
innar frá árinu 2014, sem fjallar um
átak í húsnæðismálum sveitarfélaga,
segir m.a. að húsnæðismarkaður í
um helmingi sveitarfélaga í Noregi
sé „lítill, ótryggur eða staðnaður“.
Þessar aðstæður hafa á mörgum
stöðum haft skaðleg áhrif á atvinnu-
líf, enda getur fólk ekki flust þangað
sem ekkert húsnæði er til staðar.
Ástæðurnar eru sagðar vera eftir-
farandi: Lágt markaðsvirði íbúða
sem gerir það að verkum að erfitt er
að fá fjármögnun, tiltrú á hagnað af
sölu er lítill þar sem húsnæðismark-
aður er staðnaður og verð eru lág og
margar íbúðir eru tómar og nýttar
sem frístundahúsnæði en ekki til
leigu eða sölu á almennum markaði.
Þá er leiguverð félagslegra íbúða yf-
irleitt of lágt. Byggingaraðilar sjá þá
ekki hag sinn í því að byggja íbúðir til
útleigu á þessum stöðum. Það er
áhugavert að skoða hvernig norska
ríkið í samvinnu við sveitarfélögin
hefur tekist á við þennan vanda sem
minnir um margt á stöðuna hér á
landi. Árið 2009 voru settar af stað
þróunaráætlanir í húsnæðismálum
sveitarfélaga í Noregi og leiddi
norski Husbanken, sem er þarlend
systurstofnun Íbúðalánasjóðs, sam-
ræmingu þeirra. Husbanken hefur
gert fjölmargar samvinnusamninga,
sem meðal annars taka mið af stærð
og mismunandi framboði húsnæðis
innan sveitarfélaga. Á grundvelli
þeirra eru sett af stað uppbygg-
ingarverkefni sem njóta hagkvæmr-
ar lánafyrirgreiðslu. Sveitarfélagið
Hamarøy tók fyrir nokkrum árum
þátt í einu slíku verkefni. Mikill
skortur var á íbúðarhúsnæði bæði
fyrir almennan markað og fyrir
skjólstæðinga félagsþjónustunnar í
Hamarøy. Sveitarfélagið glímdi við
slæma fjárhagsstöðu og gat því ekki
staðið sjálft að uppbyggingunni en
fékk byggingaraðila til liðs við sig á
grundvelli útboðs. Niðurstaða þeirr-
ar samvinnu var sú að jafnmargar
íbúðir voru byggðar fyrir skjólstæð-
inga félagsþjónustu sveitarfélagsins
og fyrir almennan markað. Bygging-
araðilinn fékk styrk frá Husbanken á
grundvelli sérstaks landsbyggðar-
verkefnis til byggingar á félagslegu
íbúðunum og sveitarfélagið leigir
þær íbúðir í a.m.k. 20 ár. Byggingar-
aðilinn gat síðan sjálfur ákveðið
hvernig hann ráðstafaði restinni af
íbúðunum. Þremur og hálfu ári síðar
höfðu rúmlega 100 íbúðir verið
byggðar, án þess að sveitarfélagið
hefði sjálft haft kostnað af byggingu
íbúðanna. Annað sveitarfélag, Gilda-
skål, seldi byggingaraðila gamla
skólabyggingu sem breyta mátti í
íbúðarhúsnæði. Byggingaraðilinn
fékk styrk vegna leiguíbúðanna, en
ekki vegna íbúðanna sem hann seldi
á almennum markaði. Í báðum til-
vikum varð fólksfjölgun í sveitar-
félögunum, frekari uppbygging fór af
stað og bjartsýni jókst á fasteigna-
markaðnum sem áður var metinn
ótryggur eða staðnaður. Þá eru í
Noregi dæmi um að sveitarfélög hafi
auglýst styrki og lán til standsetn-
ingar á húsnæði, gegn því að eigandi
húsnæðis flytji þangað sjálfur eða að
húsnæðið sé leigt út til langs tíma.
Þetta hefur gefið góða raun í sveitar-
félögum þar sem mikið er af tómum
íbúðum sem nýttar eru sem frí-
stundahúsnæði um leið og mikill
skortur er á leiguhúsnæði.
Í Finnlandi hefur ARA, hin
finnska systurstofnun Íbúðalána-
sjóðs, veitt styrki til fólks í lands-
byggðarsveitarfélögum til þess að
breyta eldra húsnæði og gera það
hentugra fyrir eldri borgara svo fólk
geti búið lengur í húsum sínum og
þurfi ekki að flytja um langan veg á
elliheimili. Það er til að mynda hægt
að fá styrki til þess að setja upp lyftu
í eldri húsum og getur hámarks-
styrkur numið 45% af kostnaði við
framkvæmdina. Á árunum 1993-2016
hefur ARA veitt um 3.700 slík lyftu-
lán sem hafa verið þó nokkur lyfti-
stöng fyrir húsnæðisverð og nýtingu
í dreifðari byggðum Finnlands.
Í Svíþjóð eru veittir sérstakir
styrkir til uppbyggingar leiguhús-
næðis á svæðum þar sem mikil skort-
ur er á húsnæði. Kerfið er ekki ósvip-
að almenna íbúðakerfinu sem komið
hefur verið á fót á Íslandi þar sem
Íbúðalánasjóður og sveitarfélög veita
stofnframlög til uppbyggingar leigu-
heimila. Í Svíþjóð er jafnframt til
skoðunar um þessar mundir að ríkið
komi að því að lána til bygginga og
endurbóta á húsnæði á svæðum þar
sem framboð lánsfjár frá hefð-
bundnum fjármálastofnunum er lítið.
Samkvæmt upplýsingum frá þess-
um helstu nágrannaþjóðum okkar
hefur útlánatap verið í lágmarki
vegna þessara sérstöku lána og
stuðningsúrræða. Húsnæðisstuðn-
ingur sem veittur er vegna markaðs-
brests á ákveðnum svæðum er talinn
hafa gefið góða raun. Þetta er hug-
hreystandi að heyra en það er stað-
reynd að íslensku landsbyggðirnar
glíma nú við alvarlegan markaðs-
brest á húsnæðismarkaði. Atvinnu-
tækifærin eru til staðar, fólksfjölgun
er mjög víða um land en uppbygging-
aráform íbúðarhúsnæðis hafa engu
að síður látið á sér standa. Allt þjóð-
félagið geldur fyrir það þegar ójafn-
vægi ríkir. Því þarf að bregðast við
um leið og þess er að gætt að stuðla
ekki að óhóflegum og óskynsam-
legum fjárfestingum. Landsbyggðin
hefur setið eftir í úrræðum stjórn-
valda síðustu misseri. Unnið er að
undirbúningi sérstakra úrræða til að
örva íbúðaframkvæmdir utan suð-
vesturhornsins. Nái þau fram að
ganga og skili þau sambærilegum ár-
angri og náðst hefur í Noregi og víð-
ar munu stjórnvöld hafa stigið mikil-
vægt skref til að uppfylla skyldur
sínar gagnvart því að tryggja hús-
næðisöryggi allra landsmanna.
Eftir Ásmund
Einar Daðason
»Unnið er að undir-
búningi sérstakra
úrræða til að örva
íbúðaframkvæmdir utan
suðvesturhornsins.
Ásmundur
Einar Daðason
Höfundur er félagsmálaráðherra.
Húsbyggingar á landsbyggðinni geta verið hagkvæmar
Stórar fréttir fá oft enga athygli.
Það er ekki á hverjum degi sem
ríkissjóði áskotnast í einu vetfangi
stórt og fjölbreytt eignasafn að verð-
mæti nokkur hundruð milljarðar
króna. Sú varð þó raunin árið 2016.
Við uppgjör slitabúa fallinna fjár-
málafyrirtækja afhentu þau ríkis-
sjóði svokallað stöðugleikaframlag í
skiptum fyrir að halda sínum er-
lendu eignum utan innlendra fjár-
magnshafta. Áætlað virði eignanna
var á þeim tíma 384 milljarðar króna
og innihélt eignasafnið allt frá lausu
fé til stórra eignarhluta
í innlendum fyrir-
tækjum. Var ríkis-
sjóður þannig í einnig
svipan orðinn stór hlut-
hafi í fyrirtækjum í ým-
iss konar rekstri.
Spannaði eignasafnið
allt frá eignarhalds-
félögum og fjárfest-
ingarsjóðum til ferða-
þjónustu og lyfjasölu.
Utan um eignirnar var
stofnað félagið Lindar-
hvoll ehf. og fékk hið
nýstofnaða félag það
verkefni að „annast
umsýslu, fullnustu og sölu eign-
anna“.
Frá upphafi var lagt upp með að
eignirnar yrðu nýttar til niður-
greiðslu skulda. Til þess að svo gæti
orðið varð bæði að koma þeim í verð
og fylgja því eftir að fjármunirnir
rynnu sannarlega ekki til annarra
verkefna. Það er engan veginn sjálf-
gefið þegar slíkar eignir renna í
ríkissjóð. Því ber að halda til haga og
fagna sérstaklega. Það er því hvorki
meira né minna en stórkostlegt að
nú á dögunum, tæplega tveimur ár-
um eftir stofnun Lindarhvols, hafi
verið tilkynnt að verk-
efninu sé lokið og
starfsemi félagsins því
sjálfhætt. Svona eiga
sýslumenn að vera!
Áætlað er að virði
þeirra eigna sem
runnu inn í Lindarhvol
verði í árslok orðið 458
milljarðar króna. Hef-
ur virði eignanna því
vaxið um 74 milljarða á
aðeins tveimur árum.
Það eru gríðarlegir
fjármunir í öllu sam-
hengi. Til samanburðar er það
áþekk fjárhæð og áætlað er að
margumrædd borgarlína gæti kost-
að þegar hún verður tilbúin árið
2040 og töluvert meira en 65 ma.kr.
framlag ríkissjóðs til Landspítalans
á þessu ári. Munar um minna og
munu Íslendingar njóta þess til
frambúðar í lægri vaxtagreiðslum og
minna skuldsettum ríkissjóði.
Það er rétt að hrósa stjórnvöldum
fyrir staðfestu við úrlausn þessa
verkefnis. Loforð um niðurgreiðslu
skulda hefur til þessa staðið eins og
stafur á bók, en af þeim 204 ma.kr.
sem búið er að ráðstafa hefur 170
ma.kr. þegar verið varið til niður-
greiðslu skulda ríkissjóðs og lækk-
unar lífeyrisskuldbindinga. Þeir sem
komu að málinu eiga að vera stoltir
af sínu verki og er nú mikilvægt sem
aldrei fyrr að hvergi verði hvikað frá
fyrri stefnu við ráðstöfun þeirra 250
ma.kr. sem eftir standa. Skuldir
ríkissjóðs eru enn mun meiri en þær
voru fyrir hrun bankakerfisins og
eina ábyrga stefnan er að nota ein-
skiptistekjur sem þessar til þess að
draga úr skuldum ríkissjóðs og
styrkja þannig stöðu okkar sam-
eiginlegu sjóða til framtíðar. Meira
af þessum toga.
Eftir Halldór Benjamín
Þorbergsson
» Það er rétt að hrósa
stjórnvöldum fyrir
staðfestu við úrlausn
þessa verkefnis. Loforð
um niðurgreiðslu skulda
hefur til þessa staðið
eins og stafur á bók.
Halldór Benjamín
Þorbergsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins.
Kveðjum Lindarhvol ehf. með
gleði í hjarta og þökk fyrir liðið
Heildarvirði stöðugleikaeigna ríkisins
Virði í
milljörðum
króna
Heimildir: Fjármála- og efnahagsráðuneytið