Morgunblaðið - 19.02.2018, Qupperneq 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Búðu þig vandlega undir að taka
ákvörðun í viðkvæmu máli. Settu krítar-
kortin í frysti og gleymdu þeim í smá tíma.
Heilsan er ekki sem best, farðu varlega
með þig.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú situr uppi með of marga lausa
enda og þarft því að setjast niður og gaum-
gæfa mál þín. Taktu frá nokkra klukkutíma
og svarið kemur til þín.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú setur ekki margar reglur í
samböndum þínum, og þess vegna er auð-
velt að vera vinur þinn. Tíminn stendur
með þér, líka í peningamálum. Vertu
óhrædd/ur því málin munu ganga upp.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Ekki gefast upp þótt þér finnist út-
litið svart nú um stundir. Losaðu um stífl-
aðar tilfinningar. Mundu að enginn er eldri
en honum finnst hann vera hvað svo sem
árunum líður.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú ert jákvæð/ur og því ganga sam-
bönd þín sérstaklega vel þessa dagana.
Láttu ekkert trufla þig í sjálfsvinnu þinni.
Þú munt uppskera vel að lokum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Vinur eða kunningi lætur ekki vel að
stjórn þessa dagana, sama hvað þú reynir.
Þú ert með hjartað í buxunum yfir ein-
hverju en það mun allt fara á besta veg.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þér finnst þú eiga erfitt með að setja
þér markmið í lífinu. Mundu samt að þau
þurfa ekki að vera mörg eða flókin.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Forðastu rifrildi um peninga
og eignir. Reyndu að njóta alls þess fallega
og rómantíska sem gæti orðið á vegi þínum
í dag. Þú hittir gamlan vin á förnum vegi.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Nýjar upplýsingar leiða til þess
að þú átt erfitt með að taka ákvörðun. Ef
þú vilt frið, skaltu biðja um hann hreint út.
Félagslífið er í blóma.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Láttu eftir þér að lyfta þér upp
með góðu fólki. Þú ert með hjartað á rétt-
um stað og laðar allt það besta fram í fólki.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Nú er tíminn til þess að endur-
nýja kynnin við góða félaga og endurlifa
gamlar minningar. Ekki gefa höggstað á
þér.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Umhverfi þitt hefur mikil áhrif á þig
og þér mun því líða betur þegar allt er í röð
og reglu. Verkefni þurfa ekki að klárast öll í
einu.
Til tilbreytingar raðaði ég bók-um og möppum í kringum
mig og tók sitt lítið úr hverri til að
fylla Vísnahornið. Hlymrek Jó-
hanns S. Hannessonar lenti efst í
bunkanum:
Það er eitt sem ég aldrei fæ skilið
ef ég ætla að ganga upp þilið
losna iljarnar frá
og fæturnir ná
ekki að fylla að gagni upp í bilið.
Þeir voru vildarvinir Jóhann og
Kristján Karlsson og skiptust á
limrum. Vafalaust er þessi limra
Kristjáns svar við limru Jóhanns
eða öfugt!
„Víst er gaman að ganga upp þil,“
sagði Guðný og labbaði upp þil.
„Eða fyndist þér gaman
jafngreindum í framan
að geta ekki labbað upp þil?“
„Að æfilokum“ er síðasta bindið
af ævisögu Árna prófasts Þórarins-
sonar. Þar segir:
„Og þegar Friðrik huldulæknir
hafði yfir með himneskri röddu
þessa stöku gegnum Guðmund á
Höfða:
Vaki ég, og vaka mun ég.
Velferð þín er einnig mín.
Vaki ég og vaka mun ég,
vaki meðan sólin skín –
hefði ég þá átt að hrópa: Hættu
þessu gargi! Þú ert Andskotinn?“
Magnús í Magnússkógum orti
rímur af Gríshildi góðu. Þessi
stuðlaföll eru úr 2. rímu:
Veit ég það er vani heimsins sona
neina ei vilja nistisbrík
nema þá sem nógu er rík.
Sína þá með sveina áfram heldur
jöfur lands og jómfrúrnar,
járnin tróðu gæðingar.
Halldór Laxness leitaði víða
fanga. Hinn svarti þjófur Jón
Hreggviðsson var sestur tvívega
upp á þekjuna með fæturna fram
af gaflinum og kvað Pontusrímur
eldri:
Ei mun sjóli armi digrum kjósa
netta að spenna nistisbrík
– nema hún sé úng og rík.
Og enn kvað hann:
Áfram meður sveinum geisar sínum
jöfur lands og jómfrúrnar,
– járnmél bruddu graðhestar.
Þannig öðlast vel kveðnar vísur
nýtt líf – ef þær eru nógu vel
kveðnar!
Guðmundur Guðmundsson, bók-
sali á Eyrarbakka, orti:
Hvernig skyldi hinumegin vera?
Ef í nefið ei þar fæst
ekki eru vistaskiptin glæst.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Kveðlingar héðan og þaðan
„OG ÞETTA ER EMMA DÓTTIR MÍN –
FRÁ FYRSTA VEÐRÉTTI MÍNUM.“
„HAFIÐ ÞIÐ SÉÐ PAR AF BRÚNUM
HÖNSKUM?“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... besta gjöfin.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
KLIKK
ÉG HEF ALDREI NÁÐ ÞVÍ AÐ
TAKA VEL HEPPNAÐA SJÁLFU
ÉG HATA ÞENNAN
STRANDKOFA!
GEFÐU ÞESSU MEIRI
TÍMA!
ÞAÐ HLÝTUR AÐ KOMA FJARA BRÁTT!
Fjölgun fólks með háskólamenntuner ein af ástæðunum þess hve
margir úr þeim hópi eru á atvinnu-
leysisskrá. Velsældin hefur ekki
skilað sér til allra og nú eru fimmtíu
viðskiptafræðingar í atvinnuleit, 54
lögfræðingar, átján verk- og tækni-
fræðingar og nærri 900 manns með
aðra háskólamenntun eru á skrá yfir
fólk sem vantar vinnu, samkvæmt
því sem kom fram í fréttum í fyrri
viku. Allt er þetta þó lúxusvandi; fólk
verður einfaldlega að grípa þá vinnu
sem býðst og leita þaðan að drauma-
starfi, eins og Gissur Pétursson, for-
stjóri Vinnumálastofnunar, lýsir í
viðtali við Mbl.is. Nær væri að
hvetja ungt fólk til þess að leggja
fyrir sig iðnnám eða afla sér hag-
nýtrar menntunar sem nýtist vel í al-
mennum verklegum störfum. Nám í
háskóla er ekki fyrir alla og akadem-
ísk prófgráða getur aldrei orðið
töfrasproti sem opnar fólki allar dyr.
x x x
Í merkilegu viðtali í þættinum Sam-félagið á Rás 1 Ríkisútvarpinu síð-
ustu viku sagði Sigurður Jónsson,
lögregluþjónn í Borgarnesi, frá
starfi sínu og áskorunum sem því
fylgja. Hann er gjarnan einn á vakt á
víðfeðmu svæði og þarf því að geta
sinnt öllum málum sem upp koma.
Sinnt almennri löggæslu en einnig
verið sérsveitarmaður, læknir,
hjúkka, prestur og sálfræðingur,
eins og hann lýsti. Og þegar Sig-
urður er á frívakt hringir fólk heim
til hans og óskar eftir lögreglu-
aðstoð. Nú er það svo að helst á ekki
að hringja heim í fólk vegna vinnu
þess, en í þessu felst samt hrós frá
Borgfirðingum og öðrum þeim sem
stóla á og leggja allt sitt traust á
þennan laganna vörð. Sigurður er
greinilega einstakur gæfumaður.
x x x
Viðfangsefnum fólks í dag ergjarnan lýst sem svo að þau séu
metnaðarfull. Þetta er hallærisleg
lýsing. Almennt reynir fólk nú að
skila sínu sómasamlega og af heið-
arleika. En að lýsa slíku sem metn-
aðarmáli hljómar eins og strákar í 6.
flokki í fótbolta séu að keppast um
að fá verðlaun fyrir „framför og
ástundun“ eins og slíkt er kallað. vik-
verji@mbl.is
Víkverji
En öllum þeim sem tóku við honum
gaf hann rétt til að verða Guðs börn,
þeim sem trúa á nafn hans.
(Jóh: 1.12)
Nýlöguð
humarsúpa
Opið virka daga 10.00 - 18.15 | laugardaga 11.00 - 15.00
Gnoðarvogi 44 | 104 Reykjavík | sími: 588 8686
Glæný lúða
Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði
fyrir þig til að taka með heim
Ný línuýsa
Klaustur-
bleikja