Morgunblaðið - 19.02.2018, Síða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2018
Lögin „Golddigger“ í flutningi Ar-
ons Hannesar, „Hér með þér“ í
flutningi Áttunnar og „Í stormi“ í
flutningi Dags Sigurðssonar kom-
ust áfram í úrslit á seinna undan-
úrslitakvöldi Söngvakeppninnar
sem fram fór í Háskólabíói síðast-
liðið laugardagskvöld.
Þrjú lög tryggðu sér sæti í úrslit-
unum fyrir viku þegar þjóðin kaus
lögin „Ekki gefast upp“ með Fókus
hópnum, „Heim“ með Ara Ólafssyni
og „Kúst og fæjó“ með Heimilis-
tónum.
Samkvæmt upplýsingum frá
RÚV verða sex lög í úrslitakeppni
Söngvakeppninnar sem fer fram í
Laugardalshöll 3. mars. Sigurlagið
verður síðan framlag Íslands í
Söngvakeppni evrópskra sjón-
varpsstöðva, sem haldin verður í
63. sinn frá upphafi í Lissabon,
höfuðborg Portúgal, dagana 8., 10.
og 12. maí.
Aron Hannes, Áttan og Dagur bókuðu
miða í úrslit Söngvakeppninnar
Ljósmynd/Mummi Lú
Aron Hannes Söngvarinn knái og félagar
hans hittu á gullæð á laugardagskvöldið.
»Á 100 ára fullveldisafmæli Íslands
stendur Þjóðminjasafn Íslands fyrir
sérstakri dagskrá á sýningum safnsins
á Suðurgötu. Einstaklingar sem þekkt-
ir eru fyrir störf sín í þágu samfélagsins
veita leiðsögn og ræða við safngesti um
hugðarefni sín. Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra reið á vaðið og gekk
með gestum um Þjóðminjasafnið með
leiðsögn undir yfirskriftinni Galdrar,
glæpir og glæfrakvendi.
Galdrar, glæpir og glæfrakvendi í Þjóðminjasafninu
Þröng á þingi Leiðsögn forsætisráðherra var ákaf-
lega vel sótt og höfðu gestir gagn og gaman af.
Athygli Jafnvel yngstu safngestirnir veittu leiðsögninni
fulla athygli, enda er umfjöllunarefnið grípandi.
Áhersla Katrín lagði á köflum áherslu á orð sín með
áhrifaríkri leikrænni líkamstjáningu.
Fremst í flokki Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vísaði veginn á Þjóðminjasafninu.
Morgunblaðið/Eggert
Argentínska myndlistarkonan Lola
Arias sakar Rubern Östlund um að
misnota nafn hennar í The Square og
skaða með því orðspor hennar og
krefst hún afsökunarbeiðni frá kvik-
myndaleikstjóranum. Sænska dag-
blaðið Dagens Nyheter (DN) greindi
fyrst frá málinu og í framhaldinu
danskir og norskir miðlar.
Forsaga málsins er sú að í mars
2016 bauðst Arias að leika listakonu í
myndinni sem átti að heita Natalia,
en sú kona átti að vera höfundur inn-
setningarinnar sem myndin hverfist
um. Fékk hún þá útskýringu að list-
rænir stjórnendur myndarinnar vildu
að alvörulistakona léki hlutverkið og
að hún ætti bara að leika sjálfa sig. Í
framhaldinu fékk hún handrit sent og
síðan var tekin upp sena þar sem hún
átti í fimm klukkustunda löngu
Skype-samtali við Östlund. Segir hún
samtalið hafa verið óþægilegt þar
sem Östlund hafi ítrekað gert at-
hugasemd við útlit hennar. Að upp-
tökunni lokinni segist Arias ekki hafa
heyrt meir frá Östlund og loks eftir
dúk og disk fengið greitt fyrir vinnu
sína.
Arias segir sér hafa brugðið þegar
hún sá svo loks myndina. „Í stað þess
að nota senuna þar sem ég leik til-
búna persónu hafði Östlund gert ann-
að sem við höfðum aldrei rætt sem
var að nota mitt raunverulega nafn,“
skrifar Arias í DN og tekur fram að
sér þyki sérstaklega vont að vera
eignuð innsetningin. „Þökk sé Öst-
lund hefur nafn mitt verið tengt við
nokkuð sem ég álit vera lágkúrulegt
listaverk,“ skrifar Arias og bendir á
að fjöldi fólks í myndlistarbransanum
hafi sett sig í samband við hana til að
fræðast um hugmyndafræðina að
baki innsetningunni sem birtist í
kvikmyndinni The Square.
Í samtali við DN segist Östlund
fyrst hafa heyrt af óánægju Arias í
tölvupósti í ágúst sem hann hafi svar-
að. „Ég hef fullan skilning á því að
hún sé ósátt við að hafa verið klippt út
úr myndinni. Því miður gerist það oft
í klippiferlinu. Þegar kemur að nafni
persónunnar þá notuðum við alltaf
nafnið Lola Arias. Í upptökunni sem
við gerðum með Lolu notaði hún sjálf
nafnið í samræðunum. Í því ljósi er
mér óskiljanlegt að hún hafi ekki ver-
ið sér meðvitandi um þetta. Kannski
man hún allt vitlaust,“ segir Östlund.
Sakar Östlund um að
skaða orðspor sitt
Lola
Arias
Ruben
Östlund
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
ICQC 2018-20
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
NÝ VIÐMIÐ
Í BÍÓUPPLIFUN Á ÍSLANDI
LAUGARÁSBÍÓ KYNNIR
DOLBY ATMOS
LUXURY · LASER
Sýnd kl. 8, 10.15Sýnd kl. 5.15, 7.50, 10.35
Sýnd kl. 10.30Sýnd kl. 7.50 Sýnd kl. 5.30Sýnd kl. 5.30