Morgunblaðið - 27.02.2018, Síða 4

Morgunblaðið - 27.02.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2018 Sími 775 1832 | Happie furniture - húsgögn Sérsmíðuð húsgögn fyrir heimili og fyrirtæki Happie furniture Happie.is gamall, loðinn fress. Þeir höfðu báð-ir farið í klippingu í tilefni dagsins. Auðunn hefur áhuga á íþróttum, heldur þessa stundina með KA og kann ýmsar frægðarsögur en hann er skapandi í hugsun. Mikið er til af teikningum eftir Auðun og hann er mikill tónlistar- unnandi og hlustaði áður á klassíska tónlist, s.s. Grieg, Schubert og Moz- art, en er nú farin að daprast heyrn. Þegar Auðunn varð 65 ára gaf hann út ljóðabókina „Ljóðin mín“ sem er myndskreytt með myndum af höfundinum. Hann las uppáhalds ljóðið sitt úr bókinni upp, en það heitir: „Blaðasalinn“ Lítill drengur gengur upp og niður Laugaveginn. Hann gengur með tvo poka fulla af blöðum. Fólkið borgar fyrir blöðin, lítur í blöðin í matartímanum. bjó áfram hjá systur sinni. Auðunn fór að vinna á Múlalundi árið 1970, en tók sjálfur upp á því að fara niður í bæ að selja dagblöð og hætti á Múlalundi. Hann seldi dagblöð alla daga æ síðan til ársins 2006, þegar hann ákvað sjálfur að hætta, orðinn lélegur til gangs. Um áraraðir var Auðunn titlaður „blaðakóngur“ enda átti hann farsælan feril í blaðasöl- unni og seldi blöð fyrir Vísi, DV, Morgunblaðið, Þjóðviljann og NT. „Ég seldi blöð á Skólavörðustíg og Laugavegi. En líka niðri í Austur- stræti þar sem ég stóð við Póst- húsið. Á hinu horninu við Apótekið stóð Óli blaðasali,“ segir Auðunn og bætir við að hann hafi síðar fært sig út í Sundahöfn þar sem hann seldi blöð í skipin. Spurður hvaða blað hafi selst best svarar hann: „Morg- unblaðið!“ Auðunn býr nú á sambýli við Vest- urbrún ásamt Úlfi sem er sjö ára Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Ég er fertugur,“ segir Auðunn Gestsson, fyrrv. blaðasali, fullviss og virðist líða eins og mun yngri manni á áttræðisafmæli sínu. „Ég hélt afmælisveislu í Áskirkju í fyrradag. Það var fínerí – frænd- fólk mitt og fleiri komu. En vinkona mín, hún Sigurlaug, komst ekki því hún datt og meiddi sig svo ég bauð henni í afmæliskaffi í dag í staðinn.“ Auðunn fæddist í Flatey á Breiða- firði 27. febrúar 1938. Hann var yngstur sex barna. Móðir hans lést er hann var 7 ára og tóku þá Gerður systir hans og Jón maður hennar við uppeldi og umsjá Auðuns. Ákvað sjálfur að selja blöð Fjölskyldan flutti úr Flatey til Grundarfjarðar árið 1959 og þaðan til Reykjavíkur 1961 þar sem hann Morgunblaðið/Eggert Afmælisbarnið Auðunn Gestsson, einn kunnasti blaðasölumaður landsins, fagnar í dag áttræðisafmæli sínu. Seldi mest af Mogga á farsælum ferlinum  Auðunn Gestsson, fyrrum blaðasali, er áttræður í dag Við Birtingakvísl í Árbæ gistu tveir erlendir ferðamenn í tjaldi á húsa- lóð aðfaranótt mánudags, við afar takmarkaða kátínu íbúa. „Það er eldri kona hérna í næstu íbúð og hún var orðin pínu hrædd. Þeir höfðu lagt bakpoka sína fyrir utan tjaldið og breitt dúk yfir þá þannig að það var eins og það væri einn maður þar. Hún hélt að þetta væru íslenskir útigangsmenn,“ seg- ir Heimir Jónsson, íbúi í húsinu, sem rak mennina í burtu. Þeir voru viðkunnanlegir og sennilega frönskumælandi, að sögn Heimis. „Þeir komu um hálfeitt og tjöld- uðu þarna og vöknuðu svo bara í hádeginu. Þá fóru þeir að éta flat- kökur og prótínstykki.“ Heimir fór og ræddi við mennina og sagði þeim að hafa sig á brott hið fyrsta, annars yrði lögregla kölluð til. Hann segir mennina hafa orðið hálfhissa þegar hann rak þá burt af náttstað sínum. „Þeir töluðu ekkert rosalega góða ensku, ég var að reyna að út- skýra fyrir þeim að taka með sér ruslið og það gekk erfiðlega.“ Mennirnir voru fótgangandi og Heimir segir líklegast að þeir hafi ætlað að húkka sér far út úr borg- inni, en Ártúnshöfðinn mun vera mjög vinsæll „húkkstaður“ er- lendra ferðamanna, jafnvel undir lok febrúarmánaðar. athi@mbl.is Vöknuðu með gesti í garðinum  Puttaferðalangar tjölduðu í óleyfi Ljósmynd/Heimir Jónsson Garður Túristarnir plöntuðu sér þar sem íbúar hússins fóðra fugla. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is 30% meðlagsgreiðenda eru komin á vanskilaskrá að kröfu Innheimtu- stofnunar sveitarfélaga. Þegar þeim sem farið hafa á vanskilaskrá að kröfu annarra er bætt við er niður- staðan sú að annar hver meðlags- greiðandi er á vanskilaskrá. Þetta upplýsir Gunnar Kristinn Þórðar- son, formaður Samtaka umgengnis- foreldra. Afskriftir meðlagsskulda fara vax- andi, eins og fram kom í blaðinu í gær. Afskrifaðar hafa verið kröfur upp á tæpan milljarð frá árinu 2013. Þurfa að semja um greiðslur Gunnar Kristinn segir að margir umgengnisforeldrar séu í vonlausri stöðu fjárhagslega. Þegar þeir séu komnir í þá stöðu að geta ekki staðið undir meðlagsgreiðslum, eigi engar eignir og sjái ekki möguleika á að vinna sig út úr vandanum sé oft eng- in önnur leið en að lýsa sig gjald- þrota. Meðlagsskuldirnir fylgi þeim út yfir gröf og dauða því þegar skuldari deyi geri Innheimtustofnun kröfu í dánarbúið og geri börnin arf- laus. „Það leikur sér enginn að því að fara í gjaldþrot en menn komast þá kannski hjá því að öll launin þeirra séu hirt upp í meðlagsskuldir,“ segir Gunnar. Honum finnst málflutningur Inn- heimtustofnunar sveitarfélaga ómerkilegur þegar á það er bent í bréfi til stjórnvalda og sveitarfélaga að þeir sem lýsa sig gjaldþrota séu að greiða meðlag að fullu eða hluta fram til gjaldþrots og það túlkað þannig að menn sem séu borgunar- menn fyrir meðlagi séu að lýsa sig gjaldþrota. „Umgengnisforeldrar þurfa að gera samninga við Inn- heimtustofnun um greiðslur áður en þeir lýsa yfir gjaldþroti. Annars er megnið af launum þeirra hirt allan fyrningartímann, í tvö ár, og þeir settir út á guð og gaddinn,“ segir hann. Því til viðbótar bendir Gunnar á að allt sem innheimtist á fyrningar- frestinum sé notað til að greiða niður elstu skuld viðkomandi. Á meðan myndist nýjar kröfur sem ekki eru fyrnanlegar eftir gjaldþrotaskipti. Meðlagsgreiðandinn geti farið fram á að greiðslurnar fari til að greiða nýju kröfurnar en fæstir þekki þann rétt sinn. Rætt á vettvangi Sambandsins Vaxandi afskriftir meðlagsskulda eru raktar til styttingar á fyrningar- fresti skulda eftir gjaldþrotameðferð sem gerð var með breytingum á gjaldþrotalögum á árinu 2010. Af- skriftirnar bitna á sveitarfélögunum því þau fá minni greiðslur úr Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga því afskrift- irnar eru greiddar úr honum og hafa forgang. Halldór Halldórsson, for- maður Sambands íslenskra sveitar- félaga, segir að þetta komi sér afar illa fyrir sveitarfélögin. Hann getur þess þó að Innheimtustofnun hafi bætt mjög innheimtu sína, meðal annars náð betur til skuldara sem flutt hafa til útlanda eftir hrun. Hann segir að bréf Innheimtu- stofnunar sveitarfélaga verði rætt á vettvangi sambandsins á næstunni, meðal annars hugmyndir um að lengja aftur fyrningarfrestinn. Afskrifaðar meðlagsskuldir eru greiddar úr svokölluðum útgjalda- jöfnunarpotti Jöfnunarsjóðs. Það þýðir að þau sveitarfélög sem mest hafa útgjöldin á hvern íbúa, yfirleitt minni sveitarfélögin, greiða skuld- ina. Sveitarfélög með fleiri en 10 þúsund íbúa verða ekki fyrir teljandi tekjuskerðingu vegna þessa, til dæmis heldur Reykjavíkurborg nán- ast öllu sínu enda fær hún litlar greiðslur úr Jöfnunarsjóði. Gera má ráð fyrir að mikill meirihluti skuld- aranna búi í stærri sveitarfélögun- um. Meðlagsgreiðendur á vanskilaskrá  Gjaldþrot er oft eina leiðin út úr ógöngum meðlagsskulda segir formaður Samtaka umgengnis- foreldra  Semja þarf um greiðslur á fyrningartíma  Afskriftirnar bitna á minnstu sveitarfélögunum Meðlag » Innheimta meðlagsskulda er talin verkefni sveitarfélaga. Væntanlega tengist það fram- færsluskyldunni sem er elsta verkefni íslenskra sveitarfélaga. » Meðlag með barni er 33.168 krónur á mánuði. » Um þessar mundir greiða rúmlega 11 þúsund manns mán- aðarlegt meðlag eða upp í eldri meðlagsskuldir. Fjöldinn er breytilegur á milli mánaða. » Á síðasta ári voru afskrifaðar 407 milljóna króna meðlags- skuldir, þar af 69 milljónir í febr- úar. Börn Þeir sem ekki hafa forsjá yfir börnum sínum greiða meðlag. Gunnar Kristinn Þórðarson Halldór Halldórsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.