Morgunblaðið - 27.02.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2018
KRINGLU OG SMÁRALIND
SKECHERS GRATIS DÖMUSKÓR
MEÐ MEMORY FOAM INNLEGGI
DÖMUSKÓR
.
STÆRÐIR 36-41, FÁST EINNIG GRÁIR.
VERÐ 12.995
Styrmir Gunnarsson ræðir mál-efni og stöðu borgarmála:
Aðrir flokkar enSamfylkingin,
sem að meirihlut-
anum standa, hafa
ekki verið sýnilegir
á kjörtímabilinu.
Borgarstjórinn hef-
ur átt sviðið. Sumir
mundu kannski
segja að hann hafi
verið eins konar „svartur senuþjóf-
ur“, svo vísað sé í bókarheiti frá
löngu liðnum tíma.
Það hefur valdið pirringi, allavega hjá sumum samstarfs-
flokkum Samfylkingar. Borgar-
stjórinn hefur ekki gætt þess að ljá
þeim rými á sviðinu. Það getur kom-
ið honum í koll að kosningum lokn-
um.
Staða VG er auðvitað allt önnurog sterkari en hún var fyrir
fjórum árum og nú er kominn til
sögunnar þar nýr leiðtogi í borg-
arstjórn, sem Samfylkingin getur
sennilega ekki gengið að sem vísri
og gæti ef úrslit yrðu á þann veg
gert tilkall til embættis borgar-
stjóra.
Björt framtíð er aðili að núver-andi meirihluta en enginn veit
enn hvort sá flokkur býður fram í
Reykjavík eða hvort hann gengur til
samstarfs við Viðreisn um framboð.
Raunar veit heldur enginn hvort
samstarf BF við Sjálfstæðisflokk í
Kópavogi og Hafnarfirði heldur.
Framboð Vigdísar Hauksdótturfyrir Miðflokkinn getur breytt
miklu og alls ekki hægt að útiloka að
gjörbreytt pólitísk staða komi upp í
borgarstjórn að kosningum loknum.
Það kemur betur í ljós þegar stefnu-
skrár flokkanna liggja fyrir. Þá
verður hægt að sjá hvort nýir sam-
starfsmöguleikar blasa við.“
Styrmir
Gunnarsson
Staðan opnast
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 26.2., kl. 18.00
Reykjavík 7 súld
Bolungarvík 8 rigning
Akureyri 8 skýjað
Nuuk -15 léttskýjað
Þórshöfn 5 léttskýjað
Ósló -5 heiðskírt
Kaupmannahöfn -1 léttskýjað
Stokkhólmur -5 snjókoma
Helsinki -12 skúrir
Lúxemborg -4 léttskýjað
Brussel -1 skúrir
Dublin 1 skýjað
Glasgow 2 léttskýjað
London 0 snjóél
París 0 heiðskírt
Amsterdam -1 léttskýjað
Hamborg -2 skúrir
Berlín -4 léttskýjað
Vín -5 skýjað
Moskva -15 snjóél
Algarve 14 skýjað
Madríd 15 heiðskírt
Barcelona 8 skýjað
Mallorca 13 léttskýjað
Róm 2 léttskýjað
Aþena 13 léttskýjað
Winnipeg -12 léttskýjað
Montreal 3 skýjað
New York 7 léttskýjað
Chicago 5 heiðskírt
Orlando 27 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
27. febrúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:42 18:40
ÍSAFJÖRÐUR 8:53 18:39
SIGLUFJÖRÐUR 8:36 18:21
DJÚPIVOGUR 8:13 18:08
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins
auglýsti um helgina eftir leigu-
húsnæði fyrir Vínbúð á Skeifu-
svæðinu í
Reykjavík.
Sigrún Ósk
Sigurðardóttir,
aðstoðarforstjóri
ÁTVR, segir að
leigusamning-
urinn fyrir nú-
verandi húsnæði
í Skeifunni 5 sé
útrunninn.
„Við auglýsum til að kanna
möguleikana á öðru húsnæði sem
gæti hugsanlega hentað okkur bet-
ur á sama svæði,“ segir Sigrún
Ósk.
ÁTVR er að leita að 600-800 fer-
metra húsnæði á svæði sem af-
markast af Skeiðarvogi, Miklu-
braut, Grensásvegi og Suður-
landsbraut. Leigutími húsnæðis
verður 8-10 ár. Húsnæðið þarf að
hafa gott aðgengi og nægilegan
fjölda bílastæða. Tilboðum skal
skilað til Ríkiskaupa í síðasta lagi
8. mars nk.
Vínbúðin í Skeifunni var opnuð í
júní 2007. Um leið var vínbúð í
Holtagörðum lokað.Vínbúðin í
Skeifunni var opnuð aftur eftir
gagngerar endurbætur í febrúar
2011. sisi@mbl.is
Leita að
húsnæði í
Skeifunni
Eitt stærsta og vinsælasta safn
landsins, Skógasafn, auglýsir nú
eftir forstöðumanni, en Sverrir
Magnússon, sem stýrt hefur safn-
inu frá 1999, er að láta af störfum.
Skógasafn á sér næstum sjö ára-
tuga sögu. Það var stofnað 1. des-
ember 1949 sem Byggðasafn
Rangæinga og Vestur-Skaftfell-
inga, en hefur síðan vaxið hratt og
er starfsemin orðin margbrotin.
Hlutverk safnsins er söfnun, varð-
veisla og sýning á menningar-
minjum úr sýslunum tveimur í því
skyni að varpa ljósi á líf og starf
íbúa þeirra. Nú tilheyrir Skóga-
safni byggðasafn með fjórum
deildum, umfangsmikið húsasafn á
stóru útisýningarsvæði og sam-
göngusafn ásamt minjagripaversl-
un og veitingastað. Héraðsskjala-
safn er einnig í umsjá Skógasafns.
Gestafjöldi í fyrra var um 75 þús-
und manns.
Frumkvöðull að stofnun safnsins
og lífið og sálin í uppbyggingu
þess var Þórður Tómasson. Stýrði
hann Skógasafni til 1999 er núver-
andi forstöðumaður, Sverrir
Magnússon, tók við. Auk háskóla-
menntunar og þekkingar á söfnum
þurfa umsækjendur m.a. að sýna
fram á árangursríka starfsreynslu
af stjórnun, rekstri og markaðs-
starfi og góða samskiptahæfileika.
gudmundur@mbl.is
Skógasafn leitar að forstöðumanni
75 þúsund gestir heimsóttu safnið í fyrra Þórður Tómasson byggði safnið upp
Ljósmynd/Skógasafn
Skógar Þar er líka samgöngusafn.