Morgunblaðið - 27.02.2018, Page 16

Morgunblaðið - 27.02.2018, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2018 27. febrúar 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 100.4 100.88 100.64 Sterlingspund 140.27 140.95 140.61 Kanadadalur 78.96 79.42 79.19 Dönsk króna 16.59 16.688 16.639 Norsk króna 12.747 12.823 12.785 Sænsk króna 12.305 12.377 12.341 Svissn. franki 107.43 108.03 107.73 Japanskt jen 0.9393 0.9447 0.942 SDR 145.56 146.42 145.99 Evra 123.55 124.25 123.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 149.7799 Hrávöruverð Gull 1339.05 ($/únsa) Ál 2209.0 ($/tonn) LME Hráolía 66.3 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Fasteignafélagið Eik hagnaðist um 3,8 milljarða króna í fyrra saman- borið við ríflega 3,6 milljarða hagnað árið 2016. Nemur aukningin um 4% milli ára. Á sama tíma jukust rekstr- artekjur félagsins um 13% og námu 7,6 milljörðum. Mest munar þar um leigutekjur sem námu 6,4 milljörðum. Tekjur af Hóteli 1919 námu 845 millj- ónum, rekstur sameigna skilaði 401 milljón og aðrar tekjur voru ríflega 50 milljónir. Rekstrarkostnaður jókst hins vegar um ríflega 20% og segir í afkomutilkynningu frá félaginu að aukningin skýrist fyrst og fremst af rekstrarkostnaði Hótels 1919 og hækkun fasteignagjalda. Þannig hækkuðu fasteignagjöld um 17% milli ára og námu ríflega milljarði króna. Matsbreytingar fjárfestingaeigna á árinu 2017 voru jákvæðar sem nam 3,1 milljarði króna og hækkuðu um tæpan hálfan milljarð frá fyrra ári. Hagnaður Eikar jókst óverulega á síðasta ári STUTT BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Gríðarleg uppstokkun hefur staðið fyrir dyrum á smásölumarkaði í kjölfar þess að alþjóðlegi smásölu- risinn Costco gerði strandhögg á markaðnum hér á landi. Fyrirtækið opnaði dyr sínar fyrir viðskiptavin- um í Kauptúni í Garðabæ í maí í fyrra. Þannig hafa innlend fyrirtæki, í kjölfar opnunarinnar, unnið að skipulagsbreytingum á sínum vett- vangi í þeirri viðleitni að bregðast við breyttum markaðsaðstæðum. Hin aukna samþjöppun hefur komið til kasta Samkeppniseftirlits- ins (SE). Það lét fyrst til sín taka með þeirri ákvörðun í júlí í fyrra að ógilda samruna Haga og Lyfju en fyrrnefnda fyrirtækið hafði reynst hæstbjóðandi í allt hlutafé Lyfju sem þá var í eigu Lindarhvols, eign- arhaldsfélags í eigu ríkisins. Á sunnudagskvöldið síðasta sendi svo N1 frá sér yfirlýsingu í gegnum Kauphöll Íslands þar sem greint var frá því að SE hefði sent félaginu andmælaskjal vegna kaupa fyrir- tækisins á Festi, sem m.a. rekur Krónuna, Elkó, Nóatún og Kjarval. Samningur um kaupin var undirrit- aður 3. október í fyrra. Í yfirlýsingunni kemur fram að á laugardaginn hafi fyrirtækinu borist andmælaskjal frá SE þar sem fram kemur að frumniðurstaða þess sé sú að samruninn raski samkeppni og verði ekki samþykktur án skilyrða. Gefst N1 frestur til 12. mars til að skila inn athugasemdum. Er niður- staða SE í samrunaskjalinu á sömu lund og í rannsókn þess á yfirvofandi samruna Haga og Olís, en í lok jan- úar var tilkynnt að SE hefði sent þeim fyrirtækjum andmælaskjal með frumniðurstöðu sinni. Í apríl í fyrra var tilkynnt að Hagar hefðu undirritað samning um kaup á öllu hlutafé Olís. Sjóðirnir of umsvifamiklir Samkvæmt andmælaskjölunum kemur fram að SE horfi fyrst og fremst til fjögurra þátta við mat sitt á samrunum Haga og Olís annars vegar og N1 og Festis hins vegar. Í fyrsta lagi stöðu samrunaaðila á dagvöru- og eldsneytismörkuðum, m.a. í ljósi innkomu Costco á mark- aðinn. Einnig hafi SE áhyggjur af áhrifum samrunanna á birgðahald og dreifingu á eldsneytismarkaði. Þá sé litið til þeirra áhrifa sem sam- runarnir hafi á staðsetningar dag- vöruverslana og eldsneytisstöðva til framtíðar, m.a. með tilliti til versl- unarhúsnæðis eða lóða sem samein- uð fyrirtæki myndu búa yfir. Þá er einnig horft til eignatengsla á dagvörumarkaði og eldsneytis- markaði. Þar hefur SE mestar áhyggjur af víðtæku eignarhaldi líf- eyrissjóðanna. Þannig er Lífeyris- sjóður starfsmanna ríkisins stærsti hluthafi Haga og Skeljungs og annar stærsti hluthafi N1. Þá er sjóðurinn stór hluthafi í Festi. Lífeyrissjóður- inn Gildi er stór hluthafi í Festi, þriðji stærsti hluthafi N1 og annar stærsti hluthafi Skeljungs og Haga. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins verða samrunar Haga og Olís annars vegar og N1 og Festis hins vegar ekki samþykktir nema gripið verði til aðgerða vegna hins umsvifamikla eignarhalds sjóðanna í fyrirtækjunum. Þar mun helst koma til greina að takmarka áhrif þeirra við val á stjórnarmönnum í fyrirtæk- in. Þar kunni helst að koma til greina að takmarka atkvæðisrétt þeirra á aðalfundum félaganna sem um ræðir. Eignarhald lífeyrissjóðanna þvælist fyrir samrununum Morgunblaðið/Styrmir Kári Krónan N1 hefur stefnt að því að Kaupa Festi sem m.a. á Krónuna. Á sama tíma vilja Hagar eignast Olís.  Samkeppniseftirlitið staldrar við krosseignatengsl sjóðanna á smásölumarkaði Þórir Garðarsson, stjórnarformaður rútufyrirtækisins Gray Line, segir í samtali við Morgunblaðið að félagið þurfi að greiða um 500 þúsund krónur á dag fyrir að nota svoköll- uð fjarstæði við Flugstöð Leifs Eiríkssonar, eftir að Isavia ákvað í desember sl. að byrja, frá og með 1. mars, að taka gjald fyrir notkun stæðanna. Gray Line kærði gjald- tökuna til Samkeppniseftirlitsins í janúar sl. Í gær sendi Isavia frá sér til- kynningu um lækkun gjaldsins fyrstu sex mánuðina, auk þess sem bætt er við millistærðarflokki sem tekur til hópferðabifreiða sem taka 20-45 farþega. „Það er ljóst að þetta tilboð er jafn óaðgengilegt og fyrri ætlun þeirra um þessa ofur- gjaldtöku. Okkur finnst sanngjarnt að greiða gjald fyrir afnot af bíla- stæðum, en það verður þá að taka mið af þeim kostnaði sem þetta opinbera fyrirtæki hefur af því að byggja og reka bílastæði. Þetta á ekki að vera til að fjármagna upp- byggingu inni í flugstöðinni fyrir einhverja allt aðra starfsemi en snýr að þessari þjónustu sem við erum að borga fyrir,“ segir Þórir. Hann segir að Isavia ætti frekar að sækja sér fjármagn til fjárfest- inga með eigið fé, og sækja það til lánastofnana eða með auknu hlutafé. „Isavia hefur skilað góðri afkomu síðustu ár og er ekki á vonarveli.“ Frá 1. september 2018 greiða minnstu rútubifreiðarnar 4.900 á hverja ferð, millistærð 12.500 og stærstu 19.900 krónur. Ekkert gjald er tekið fyrir að skila farþeg- um í flugstöðina. tobj@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Rútur Gray Line fer um 22-24 ferðir á dag með farþega frá Leifsstöð. 500 þúsund á dag fyrir rútustæðin  Isavia lækkar gjald við Leifsstöð í sex mánuði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.