Morgunblaðið - 27.02.2018, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2018
✝ Sigurjón I. Hil-aríusson, lekt-
or í atferlis- og sér-
kennslufræðum,
cand. paed. spes.,
fæddist á Hesteyri,
N-Ís., 26. maí 1931.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópa-
vogi 15. febrúar
2018.
Foreldrar hans
voru Hilaríus Haraldsson, f. 24.
júní 1900, d. 9. ág. 1968, og kona
hans Elísabet Albertsdóttir, f.
12. feb. 1906, d. 8. ág. 1991.
Bræður hans: Gunnar Albert
Hannes, f. 24. ág. 1928, d. 7. okt.
1950, og Hans Guðmundur, f. 27.
feb. 1935.
Sigurjón kvæntist 12. apríl
1956 Kristínu Þorsteinsdóttur,
f. 28. des. 1933, d. 15. júlí 2004.
Þau eiga átta börn: 1) Elísabet
Ólöf, f. 4.2. 1957, 2) Erla Mjöll, f.
15.5. 1958, synir hennar Mikael
Ýmir, f. 4.9. 1983, og Stig Al-
bert, f. 24.8. 1986, 3) Hilmar Jó-
hannes, f. 24.12. 1959, sambýlis-
kona Sólveig Anne Gustavsen,
börn þeirra Björn Gunnar, f.
20.5. 1990, og Guðrún Helena, f.
2.7. 1991, 4) Kristinn, f. 28.10.
1961, d. 18.11. 1962, 5) Kristinn,
f. 22.10. 1963, sambýliskona
hverfa o.fl. 1975-86. Sigurjón
sótti ýmis námskeið í ráðgjafa-
og sálfræðiþjónustu og kynnti
sér skóla og æskulýðsmál í
Þýskalandi, Danmörku, Noregi,
Svíþjóð, Skotlandi og Sovétríkj-
unum.
Sigurjón var kennari við
barna- og unglingaskóla; í
Keflavík 1953-54, í Kópavogi
1954-59, Gagnfræðaskóla Kópa-
vogs, síðar Víghólaskóla, 1959-
76. Skólafulltrúi í Kópavogi
1977-78, skólastjóri Þjálfunar-
skóla ríkisins í Kópavogi 1981-
82. Sérkennari við Emma
Hjorth skóla, Bærum í Noregi
1982-84. Forstöðumaður Þjálf-
unar- og þjónustumiðstöðvar
fatlaðra á Ísafirði, Bræðratungu
1. feb. 1984 til 1. jan. 1985, og 1.
nóv. 1985 til 1. ágúst 1986. Lekt-
or við Rud fjölbrautaskóla, Bær-
um, Noregi frá 1. ágúst 1986.
Jafnframt kennslufræðilegur
leiðbeinandi við ráðgjafarsál-
fræðiþjónustu fyrir framhalds-
skóla í Akershusfylki. Starfaði
að kennslufræðilegum rann-
sóknum varðandi fullorðna ein-
staklinga með Fölling-sjúk-
dóma. Prófdómari við Statens
Spesiallærerhøgskole frá 1980.
Hann vann síðustu árin sem
lektor í atferlis- og sérkennslu-
fræðum með sérstaka áherslu á
heilabilaða unglinga.
Sálumessa fyrir Sigurjón
verður flutt í Kristskirkju
Landakoti í dag, 27. febrúar
2018, og hefst athöfnin klukkan
15.
Meira: mbl.is/minningar.
Irene Røn, dætur
hans Alexandra, f.
31.12. 1993, og Isel-
in, f. 30.4. 1994, 6)
Þorsteinn Jósef, f.
3.12. 1964, eigin-
kona Trine Bjerva,
synir þeirra Stiven,
f. 4.6. 2000, og Jeis-
son, f. 7.4. 2005, 7)
Frida Guðrún, f.
17.11. 1968, sonur
Adrian, f. 16.1.
1996, 8) Sigrún Agnes, f. 17.11.
1968, d. 24.5. 1975.
Sigurjón lauk kennaraprófi
1953, sérkennslu við framhalds-
deild KHÍ 1976 og embættis-
prófi í uppeldis- og kennslu-
fræðum við Statens Spesial-
lærerhøgskole í Bærum, Noregi,
1980.
Hann var leiðbeinandi tóm-
stundaiðju á vegum æskulýðs-
ráðs Kópavogs 1964-71. Umsjón
með unglingavinnu í Kópavogi
1958-71. Varabæjarfulltrúi
Kópavogs 1970-74. Bæjarfull-
trúi 1974-79. Í Fræðsluráði
Kópavogs 1970-78, formaður í
tvö ár. Formaður Þjóðhátíðar-
nefndar Kópavogs í fimm ár.
Fulltrúi Allsherjarþings Sam-
einuðu þjóðanna 1973. Formað-
ur nefndar sem gerði tillögur að
skólaþörf og skipulagi skóla-
Með þakklæti og söknuði
skrifum við kveðjuorð til föður
okkar. Minningar sem við systk-
inin eigum um föður okkar eru
margar og góðar. Pabbi var
sterkur, vinnusamur, vel mennt-
aður og ósérhlífinn maður og
einstaklega gjafmildur og hjálp-
legur.
Hann hefur líka alltaf verið
talsmaður þeirra sem minna
máttu sín og áttu undir höggi að
sækja.
Pabbi ólst upp á Hesteyri.
Það voru margar ferðirnar sem
hann fór þangað, bæði með fjöl-
skyldu sína og vini, til að sýna
þeim sinn dýrðarstað. Kópavog-
ur var pabba líka alltaf kær
staður, en þar starfaði hann til
fjölda ára við m.a. kennslu, bæj-
ar-, félags- og tómstundamál og
pólitík
Pabbi og mamma fluttu til
Noregs með fjölskyldu sína eftir
að systir okkar dó, þá höfðu þau
misst tvö ung börn. Bæði fóru
þau í sérnám í sínu fagi. Ætl-
unin var alltaf að snúa heim aft-
ur, en því seinkaði og það varð
til þess að öll börnin þeirra eru
nú búsett í Noregi.
Pabbi og mamma ákváðu að
flytja heim aftur þegar mamma
veiktist, eftir ráðleggingum frá
fagfólki.
Pabbi studdi og hjálpaði
mömmu eins og hetja, sem fáir
munu leika eftir honum.
Pabbi hélt fyrirlestra fyrir
starfsfólk í heilbrigðisþjónustu
þar sem hann fjallaði um
umönnun Alzheimers-sjúklinga
og þjónustu við aldraða og sjúka
í heimahúsum. Honum fannst
viðhorf í garð Alzheimers-sjúk-
linga oft vera neikvætt.
Pabbi vildi búa áfram á Ís-
landi eftir að mamma dó, en
hann var duglegur að heim-
sækja okkur til Noregs. Pabbi
og mamma bjuggu þar í 22 ár.
Sundið var honum dýrmætt,
hann stundaði það daglega,
þangað til hann varð að hætta
því vegna veikinda.
Það voru þung örlög þegar
pabbi fékk svipaðan sjúkdóm og
mamma. Pabbi var mjög trúað-
ur maður, hann sagði að á sár-
ustu stundum lífsins getum við
alltaf leitað okkur huggunar í
trú okkar og þeirri vissu að guð
er góður.
Pabbi hafði gaman af að
hlusta á tónlist, sérstaklega
harmonikku og spilaði stundum
á harmonikku pabba síns fyrir
okkur og síðar fyrir barnabörn-
in.
Pabbi og mamma spiluðu
mikið klassíska tónlist og höfðu
unun af.
Þegar mamma dó spilaði
pabbi disk sem ber nafnið Ly-
den af lys, sem norskur tónlist-
armaður hefur sérstaklega sam-
ið með fólk sem þjáist af
Alzheimers-sjúkdómi í huga.
Þegar pabbi dó, hljómuðu tónar
frá sama diski úr herberginu
hans.
Jarðvist pabba er lokið, en
minning um mætan mann mun
lifa.
Elísabet (Lísa), Erla,
Hilmar, Kristinn (Kiddi),
Þorsteinn, og Frida.
Í dag fer fram útför Sigur-
jóns Inga Hilaríussonar. Það er
margt sem kemur í hugann eftir
rúmlega 60 ára kynni, en við
kynntumst þegar systir mín og
hann fóru að draga sig sama og
við Sverrir. Öll vorum við á
svipuðum aldri og kom það
strax í ljós að þar fór góður
drengur.
Við giftum okkur með hálfs
mánaðar millibili því þau voru
kaþólsk en við lúterstrúar og
fyrstu börnin fæddust með tíu
daga millibili ári seinna.
Byggðum okkur hús um svip-
að leyti í Kópavogi, það var svo
margt sem við áttum sameig-
inlegt og vorum samferða með í
lífinu.
Kristín og Sigurjón eignuðust
átta börn en misstu tvö, Kristin
1 árs og Sigrúnu 7 ára, var það
mjög erfiður tími fyrir alla, lífs-
sýn þeirra breyttist og Sigurjón
fór aftur í Kennaraskólann og
varð sérkennari því honum
fannst vöntun á kennslu fyrir
börn sem áttu í erfileikum með
nám.
Þegar skólanum lauk fór
hann með alla fjölskylduna til
Noregs í framhaldsnám og átti
sú dvöl að standa í tvö ár en
varð tuttugu og tvö ár.
Kristín var hjúkrunarfræð-
ingur og fékk húsnæði og vinnu
Osló sem kom sér vel meðan
Sigurjón var í námi en fljótlega
keyptu þau sér hús og Kristín
fór í sérnám í geðhjúkrun. Á
þessum árum langaði þau oft
heim og prófaði Kristín það einu
sinni í nokkra mánuði en líkaði
ekki starfsumhverfið. Sigurjón
kom líka til Íslands og var
skólafulltrúi í Kópavogi um
tíma, fyrsti forstöðumaður
Bræðratungu á Ísafirði sem var
heimili fyrir fatlað fólk, en hann
var Vestfirðingur að ætt og upp-
runa, forstöðumaður Þjálfunar-
skóla ríkisins sem var í Kópa-
vogi og starfaði lengi að
tómstundarmálum með ungu
fólki.
Við höfðum það þannig að
hittast á hverju ári til skiptis
ýmist á Íslandi eða í Noregi.
Var það yndislegur tími. Þau
fluttu heim þegar Kristín veikt-
ist og var það einsdæmi hversu
vel hann hugsaði um hana, fyrst
keyptu þau íbúð í vesturbæ
Reykjavíkur en urðu að flytja
þegar Kristín fór að nota hjóla-
stól.
Það var ekki fyrr en í síðustu
lög sem hún var lögð inn í
Sunnuhlíð og var hann hjá henni
alla daga, skrapp í sund þegar
hún lagði sig eftir hádegi, kom
aftur og var henni til aðstoðar
við daglegar þarfir, var dugleg-
ur að keyra hana úti þegar veð-
ur gaf og fór ekki frá sinni konu
fyrr en hún var komin í ró.
Þegar Sigurjón var um átt-
rætt fékk hann slæmt áfall svo
tvísýnt var um hann en það
komu nokkur góð ár eftir það.
Börnin sem öll eru búsett í Nor-
egi voru mjög dugleg að koma
til hans í fríum og eftir að hon-
um hrakaði voru það einnig
ólaunuð frí. Án þess að halla á
nokkurn þá voru Fríða og Lísa
alveg einstakar.
Hann var sáttur að kveðja
þetta líf og trúði á líf eftir dauð-
ann því trúin var hans hjálp alla
tíð og var fullviss að hitta ást-
vini sína.
Lifðu sæll á lífsins vegi
ljúfi drottinn fylgi þér
frelsarinn þig faðma megi
fögnum því sem liðið er
(Ólöf Kristjánsdóttir)
Að endingu þökkum við fyrir
alla elskusemi í okkar garð og
biðjum góðan guð að fylgja
börnum þínum í lífinu.
Í guðs friði,
Sigríður og Sverrir.
Ég kynntist Sigurjóni Inga
Hilaríussyni í stjórnmálastarfi
snemma á áttunda tug síðustu
aldar, en vinátta tókst með okk-
ur og tíð samskipti um miðjan
níunda áratuginn þegar við
bjuggum báðir í Noregi með
fjölskyldum okkar. Því sam-
bandi héldum við áfram eftir að
við fluttumst heim.
Sigurjón var maður stór og
kraftalegur, en hann var líka
sterkur maður í óeiginlegri
merkingu, hugsjónamaður sem
óhræddur og ótrauður fylgdi
sannfæringu sinni. Snar þáttur í
skapgerð hans og ævistarfi var
löngun til að styðja þá sem áttu
undir högg að sækja, hvort sem
var af félagslegum eða heilsu-
farslegum ástæðum. Það kom
fram í kennslu hans og æsku-
lýðsstarfi í Kópavogi framan af
ævi, í starfi hans með einhverf-
um unglingum í Noregi og í
brautryðjandastarfi fyrir
þroskahefta fyrir vestan. Hann
óttaðist hvorki né dæmdi þá
sem voru öðruvísi en fólk er
flest eða áttu við erfiðleika að
stríða, og það hygg ég að skjól-
stæðingar hans hafi fundið og
metið.
Samkenndin og réttlætis-
kenndin voru undirrót að lifandi
áhuga Sigurjóns á þjóðmálum.
Hann fylgdist vel með stjórn-
málum bæði á Íslandi og í Nor-
egi, í hvoru landinu sem hann
var staddur, og hafði ákveðnar
skoðanir á mönnum og málefn-
um.
Alltaf var áhugavert og
skemmtilegt að ræða þau mál
við hann, en ekki síður margt
frá fyrri tíð.
Þótt örlögin höguðu því svo
að vist Sigurjóns og fjölskyldu
hans í Noregi yrði miklu lengri
en til stóð í upphafi og börnin
settust öll að þar ytra, unni
hann ættjörð sinni heitt og vildi
hag hennar og heiður sem mest-
an. Öll þjóðremba var honum þó
mjög fjarri skapi, og hann kunni
að greina kosti og lesti á sam-
félagi og menningu, hvort held-
ur var í Noregi eða á Íslandi.
Sigurjón og Kristín voru
höfðingjar heim að sækja, og
ekki þótti Sigurjóni leiðinlegt að
bera á borð vestfirskan mat á
heimili þeirra í Lierskogen,
kæsta skötu, rikling, hangikjöt
og annað góðgæti með viðeig-
andi drykkjum. Börnin voru að
mestu flutt að heiman þegar
samskipti okkar tókust, en í af-
komendunum var auður og yndi
þeirra hjóna.
Alltaf mun lifa í minningu
okkar Unnar ferð á Hornstrand-
ir sumarið 1994 með Sigurjóni
og nokkrum af fjölskyldu hans
og frændum.
Þá var gengið úr Hornvík yfir
í Veiðileysufjörð, þar sem Sig-
urjón og ætt hans átti óðal í
óbyggð, og síðan dvalist á Hest-
eyri nokkra daga. Hesteyri var
oft í huga Sigurjóns, og minn-
ingar þaðan voru honum kærar.
Sigurjón og Kristín fóru ekki
varhluta af erfiðleikum, misstu
ástkæra dóttur unga og áttu
sjálf við heilsubrest að stríða
nær ævilokum.
Allt báru þau það með þol-
gæði, og er ekki að efa að ein-
læg trú þeirra á boðskap róm-
versk-kaþólskrar kirkju og
samfélag hennar var þeim
styrkur.
Sigurjón sagði vinum sínum
gjarnan frá kirkjunni og trú
sinni en lét þá ekki gjalda þess
þótt þeir aðhylltust önnur lífs-
viðhorf.
Við Unnur sendum börnum
Sigurjóns, barnabörnum og öðr-
um aðstandendum einlægar
samúðarkveðjur.
Vésteinn Ólason.
Sigurjón I.
Hilaríusson
Fleiri minningargreinar
um Sigurjón I. Hilaríusson
bíða birtingar og munu birt-
ast í blaðinu næstu daga.
✝ Þórhallur Frið-björnsson
fæddist í Vík við
Fáskrúðsfjörð 5.
ágúst 1925. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Ási í
Hveragerði 13.
febrúar 2018.
Þórhallur var
sonur hjónanna
Guðnýjar Guðjóns-
dóttur, f. í Kambs-
nesi í Stöðvarfirði 7. desember
1891, d. 26. desember 1973, og
Friðbjörns Þorsteinssonar, f. á
Flögu í Breiðdal 8. ágúst 1891,
d. 8. febrúar 1977. Guðný og
Friðbjörn voru bændur og út-
gerðarmenn í Vík við Fáskrúðs-
fjörð.
Systkini Þórhalls, sem öll eru
látin, voru Áslaug, f. 1. október
1913, d. 23. desember 1991, gift
Guðmundi Ó. Magnússyni, f.
1908, d. 1999, þau eignuðust
þrjár dætur. Aðalsteinn, f. 5.
október 1915, d. 19. febrúar
1987, kvæntur Klöru Ó. Jóns-
dóttur, f. 1918, d. 1971, þau
eignuðust einn son. Geir, f. 31.
mars 1917, d. 13. nóvember
1981, ógiftur og barnlaus. Sig-
urpáll, f. 19. júlí 1918, d. 9. októ-
ber 1989, kvæntur
Jónu Mortensen, f.
1925, d. 2015, þau
eignuðust tvo syni.
Jón, f. 5. mars 1922,
d. 2. júlí 1995,
kvæntur Sveinu P.
Lárusdóttur, f.
1918, d. 1995, þau
eignuðust einn son.
Björn, f. 5. júlí
1923, d. 16. júlí
2005, kvæntur
Ólafíu Jónsdóttur, f. 1925, d.
2017, þau eignuðust þrjú börn.
Björn og Ólafía slitu samvistum.
Egill, f. 13. ágúst 1932, d. 14.
nóvember 2016, kvæntur Guð-
laugu Þórðardóttur, f. 1936, og
eignuðust þau fjögur börn.
Yngstur var Guðmundur Sævar,
f. 25. ágúst 1937, hann lést
þriggja mánaða gamall.
Þórhallur sem var ókvæntur
og barnlaus bjó lengst af í Vík á
Fáskrúðsfirði, stundaði þar bú-
skap og útgerð í samvinnu við
foreldra sína og bróður. Sein-
ustu árin bjó hann að Ási í
Hveragerði.
Útför Þórhalls fer fram frá
Víðistaðakirkju í dag, 27. febr-
úar 2018, og hefst athöfnin kl.
13.
Í dag kveðjum við kæran móð-
urbróður okkar, Þórhall Frið-
björnsson.
Halli frændi, eins og við syst-
urnar kölluðum hann, var hæg-
látur, ljúfur og góður maður.
Nærvera hans einkenndist af
hlýju og væntumþykju. Á kveðju-
stundu sem þessari rifjast upp
ótal minningar um ferðir okkar
systra austur í Vík við Fáskrúðs-
fjörð þar sem við fengum að
dvelja nokkur sumur hjá afa og
ömmu.
Ávallt beið Halli frændi á
bryggjunni og tók á móti okkur
með sínum einstaka kærleika.
Hann var ákaflega barngóður og
ljúfmennska hans leyndi sér ekki.
Það var ætíð mikil tilhlökkun að
koma austur og aðstoða Halla og
annað heimilisfólk við beitningu
og önnur störf í Vík. Þetta var
ómetanleg reynsla fyrir ungar
stelpur úr Reykjavík.
Í Vík bjó Halli í rúma sjö ára-
tugi en segja má að nýr kafli hafi
hafist í lífi hans þegar hann flutt-
ist á Ás í Hveragerði. Þar með
urðu samverustundirnar fleiri og
gaman er að minnast áttræðisaf-
mælis hans. Haldin var vegleg
veisla á Kaldárhöfða þar sem við
áttum góða stund saman. Sömu
sögu er að segja um níræðisaf-
mælið sem haldið var í sumarbú-
stað Egils og Laugu en þar
blómstraði Halli. Hann var mað-
ur fárra orða en fylgdist vel með
öllu því sem ættingjarnir tóku sér
fyrir hendur. Með Halla frænda
er genginn síðasti ættarhöfðing-
inn í Vík við Fáskrúðsfjörð og
hans verður sárt saknað.
Um leið og við kveðjum þig í
hinsta sinn viljum við þakka þér
fyrir allar þær samverustundir
sem við áttum. Þú munt alltaf
eiga sérstakan stað í hjarta okk-
ar.
Hvíldu í friði, elsku Halli.
Yfir liðnum ævidegi,
aðalsmerki fagurt skín.
Sæmd og drenglund saman flétta,
sveig, um mörgu árin þín.
Einn af Íslands óska sonum,
öll þín störf í kærleik gjörð.
Allir hjartans auðinn sanna,
unnir þinni frjóu jörð.
Innilegar ástarþakkir,
áttu nú á kveðjustund.
Fyrir allt, sem árin geyma,
okkur veitt af kærleiks lund.
Drottinn launar lífsins störfin.
Leiðir hér þá skilja nú,
æðstu von um endurfundi,
okkur gefur heilög trú.
(Höf. ókunnur.)
Þínar frænkur
Eygló Fjóla, Maggý
og Guðný Björg.
Í Vík á Fáskrúðsfirði iðaði allt
af lífi og fjöri í stórum systkina-
hópi sem naut æskunnar í faðmi
foreldra sem ráku býli sitt af
áræðni og stórhug. Allir tóku
þátt í búskapnum af áhuga og
metnaði. Það var unnið á sjó og í
landi og aldrei féll verk úr hendi.
Þannig upplifði ég sveitalífið hjá
ömmu, afa, Halla, Sigurpáli og
fjölskyldu í Vík. Dugnaðurinn var
einkennandi og þar lærði ég ung-
ur drengur að bera mig að verki.
Í Vík vorum við systkinabörnin
til lengri og skemmri tíma.
Halli föðurbróðir minn, sem
kvaddur er í dag hinstu kveðju,
er sá síðasti sem kveður af
stórum samheldnum systkina-
hópi.
Hann var hægur maður, hann
Halli frændi minn, tryggur, góð-
ur drengur og hvers manns hug-
ljúfi. Það var alltaf gaman að setj-
ast niður með honum, rifja upp
gamla daga, fara yfir myndir eða
ræða hjólamál alltaf var hann
með hlutina á hreinu. Hann bjó
lengstan tíma ævinnar í Vík. Það
voru því viðbrigði fyrir hann þeg-
ar hann flutti á fullorðinsárum í
Hveragerði. En þar kynntist
hann góðu fólki og dagarnir liðu
hratt.
Ég, Vala og stelpurnar okkar
minnumst Halla með hlýju og
þakklæti.
Blessuð sé minning Þórhalls
Friðbjörnssonar.
Friðbjörn Björnsson.
Þórhallur
Friðbjörnsson
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Minningargreinar