Morgunblaðið - 27.02.2018, Page 25

Morgunblaðið - 27.02.2018, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2018 Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæðismanna, SES Aðalfundur SES Aðalfundur Samtaka eldri sjálfstæðismanna, SES, verður haldinn í Valhöll á morgun, miðvikudaginn 28. febrúar kl. 12:00. Venjuleg aðalfundarstörf. Með kveðju, stjórnin. Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóga með Hildi kl. 9.30 (stóla jóga og frítt inn), Gönguhópur leggur af stað kl. 10.15, vatnsleikfimi í Vesturbæjarlaug kl. 10.50. Postulínsmálun og Tálgað í tré hópurinn mætir í hús kl. 13. Árskógar Leikfimi með Maríu kl. 9. Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16. Leshringur með Heiðrúnu kl. 11. Bónus- bíllinn fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16. Kóræfing, Kátir karlar kl. 13. MS fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700. Boðinn Botsía kl. 10.30. Brids og kanasta kl. 13. Bólstaðarhlíð 43. Yngingar jóga hjá Lilju Steingríms kl. 9-9.50, allir velkomnir. Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10-10.30. Les- hópur Hjördísar kl. 10.30. Eva hjúkrunarfræðingur kl. 11. Botsía kl. 10.40-11.20. Bónusrútan kemur kl. 14.40. Leshópur kl. 13. Opið kaffi- hús kl. 14.30-15.15. Spænska kl. 16.30-17.45. Bústaðakirkja Félagsstarfið á sínum stað, spil, handavinna og kaffið góða, á morgun, miðvikudag, verður boðið uppá línudans með Ingu og Rósa Ólöf Ólafíudóttir verður líka gestur okkar með bókina sína ,,Kæra nafna". Hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk Bústaðakirkju. Dalbraut 18-20 Félagsvist kl. 14. Fella- og Hólakirkja, eldri borgara- starfið í dag: Við byrjum með kyrrðarstund kl. 12. Vinir okkar í Grafar- vogskirkju koma í heimsókn kl. 13 og við tökum vel á móti þeim. Sr. Kristinn Ágúst heldur stuttan fyrirlestur um hamingjuna, Þorvaldur kemur með nikkuna og við syngjum saman. Síðan spilum við og spjöllum saman og eigum góða samveru saman. Allir velkomnir. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Postulínsmálun kl. 9. Opin hand- verksstofa kl.13. Landið skoðað með nútímatækni kl. 13.50. Kaffiveit- ingar kl.14.30. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Bútasaumshópur kl. 9-12, glerlist kl. 9- 13, hópþjálfun; stólaleikfimi með sjúkraþjálfara kl. 10.30-11.15, allir velkomnir, ferð í Bónus kl. 12.15, rúta fer frá Skúlagötu/Klapparstíg, frjáls spilamennska kl. 13-16.30, Ferð aftur í tímann, skoðaðar gamlar myndir og sagðar sögur kl. 13.30, kaffiveitingar kl. 14.30-15.30. Verið velkomin á Vitatorg, síminn er 411-9450. Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 8.20/15.15. Qi gong Sjálandi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11. Botsía Sjálandi kl. 11.40. Karlaleikfimi Sjálandi kl. 13. Trésmíði kl. 9/13 Kirkju- hvoli. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45. Línudans í Kirkjuhvoli kl. 13.30/14.30. Félagsvist í Jónshúsi kl. 20. Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Keramik málun kl. 9- 12. Glervinnustofa með leiðbeinanda kl. 13-16. Leikfimi Maríu kl. 10- 10.45. Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.30. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 10 stólaleikfimi, kl. 13 handavinna, kl. 13 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 13.30 alkort, kl. 14 hreyfi- og jafn- vægisæfingar, kl. 16 dans. Grafarvogskirkja Í dag fer eldri borgara starfið í Grafarvogskirkju í heimsókn í Fella- og Hólakirkju. Rúta fer frá Grafarvogskirkju kl. 12.30. Grensáskirkja Kyrrðarstund kl. 12. Gullsmári Myndlist kl. 9, botsía kl. 9.30, ganga kl. 10, málm- og silfur- smiði / tréskurður / kanasta kl. 13. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-11, 500 kr. skiptið eða 1305 kr. mánuðurinn, allir velkomnir. Hjúkrunarfræðingur kl. 9-10. Hádegis- matur kl. 11.30. Bónusbíll kl. 12.15. Félagsvist kl. 13.15. Kaffi kl. 14.15. Hvassaleiti 56 - 58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, jóga kl. 9. hjá Ragnheiði, morgunleikfimi kl. 9.45, hádegismatur kl. 11.30. Spilað brids kl. 13, helgistund kl. 14, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Karlakór Reykjavíkur, eldri félagar verða með tónleika kl. 15, stjórnandi Friðrik S. Kristinsson. Aðgöngumiðar seldir á staðnum. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl. 8.50, thai chi kl. 9, myndlistarnámskeið hjá Margréti Zophoníasdóttur, tíminn fellur niður í dag, leikfimin með Guðnýju kl. 10, spekingar og spaugarar kl. 10.45, brids kl. 13, enskunámskeið tal kl. 13 og kl. 15, leiðbeiningar á tölvu kl. 13.10, bókabíll kl. 14.30, Bónusbíll kl. 14.55, síðdegiskaffi kl. 14.30 allir velkomnir óháð aldri nánari í síma 411-2790 Korpúlfar Sundleikfimi kl. 7.30 og kl. 14.10 í Grafarvogssundlaug. Listmálun 9 í Borgum. Helgistund kl. 10.30 og botsía kl. 10 og 16 í Borgum. Leikfimi í Egilshöll kl. 11. Heimanámskennsla kl. 16.30 í Borgum. Thelma verður með styrkjandi æfingar og létta danssveiflur með áherslu á jafnvægi fyrir Korpúlfa í dag í Borgum kl. 17, allir vel- komnir 500 kr. þátttökugjald. Neskirkja Krossgötur kl. 13. Ársæll Arnarson, sálfræðingur: Síðustu ár sálarinnar. Hvað varð um sálina í menningunni? Kaffi og kruðerí. Norðubrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja kl. 9-16, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, opin listasmiðja með leiðbeinanda kl. 13-16, ganga með starfsmanni kl. 14, botsía, spil og leikir kl. 15.30. Uppl. í s. 4112760. Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr kl. 10 er boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin. Hádegisverður er kl. 11.30-12.30 og kaffi og meðlæti er selt á vægu verði kl. 14.30-15.30. Allir eru hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari upplýsingar hjá Maríu Helenu í síma 568-2586. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi kl. 7.15. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Pútt í Risinu kl. 10.30. Kvennaleikfimi í Hreyfilandi kl. 12. Brids í Eiðis- mýri 30, kl. 13.30. Helgistund og dagskrá í krikjunni kl. 14 í dag. Margrét Eggertsdóttir íslenskufræðingur spjallar um Hallgrím Péturs- son á lönguföstu. Allir velkomnir. Nk. fimmtudag, 1. mars, kl. 13.30 verður félagsvist í salnum á Skólabraut, allir velkomnir. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Skák kl. 13, allir velkomnir. Aðal- fundur FEB Reykjavík verður haldinn á morgun, miðvikudaginn 28. febrúar og hefst kl. 15.30 í Ásgarði, Stangarhyl 4. Dagskrá samkvæmt lögum félagsins. Félagsmenn hvattir til að fjölmenna og hafa með sér félagsskírteini fyrir árið 2017. Vesturgata 7 Glerskurður ( Tifffanýs) kl. 13-16, Vigdís Hansen. Föstudagur: Enska, leiðbeinandi Peter R. K. Vosicky. Sungið við flygil- inn kl. 13-14, Gylfi Gunnarsson. Kaffiveitingar kl. 14-14.30. Félagslíf  EDDA 6018022719 III Smáauglýsingar Bækur Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ib., Saga alþingis 1-5, Náttúrufræðing- urinn, 1.-45. árg. ib., Iðunn 1-20, ib., Veiðimaðurinn 1-86 tb. ób., Náttúrufræðingurinn 1.- 60. árg. ób., Hlín 1.-44. árg. ib., Hæstaréttardómar 1920-1966 ib., Úrljótur, 1947-1968 ib., Ferðafélagið 1928-1978 ib., Skýrslur um landshagi á Íslandi 1-5 ib, Fjármálatíðindi 1.-21. árg. ib., Hagskýrslur Íslands 1914- 1923 ib., Skýrnir 1905-1935 ib. gott band, Kirkjuritið 1.-23. árg. ib., Ársrit Skógræktarfélags Íslands 1936-52, Tímarit Verkfræðingaféags Íslands 1.- 21. árg. Eylenda 1-2, V-Skaftfel- lingar 1-4. Upplýsingar í síma 898 9475. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Þjónusta Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna. Sími 696 2749 - loggildurmalari@gmail.com Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Bátar      Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Atvinnublað alla laugardaga Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og á mbl.is ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ? mbl.is alltaf - allstaðar mér kurteisi og að koma vel fram, hugsa jákvætt og aldrei tala illa um fólk. Þú fussaðir stundum yfir mér, sem þú að sjálfsögðu máttir gera, þú varst hrein og bein á ynd- islegan hátt, eins og fólk á að vera. Ég er stolt af því að vera dóttur- dóttir þín, elsku amma og sömu- leiðis stolt af því að halda kven- leggnum við, ég kenndi mínum börnum þín gildi og þau komu vissulega vel út eins og þú veist sjálf, Þau bæði skila sínu besta til þín og eru þakklát fyrir sam- veruna í gegnum lífið með þér, þú varst einstök! Eva María, barna- barnabarnabarnið, býr að því að hafa eytt fyrsta árinu með þér og Kara Lind er þakklát fyrir það, sömuleiðis er Daníel Loki þakklát- ur fyrir samverustundirnar með þér og þá sérstaklega um síðast- liðin jól. Við eigum eftir að sakna þín en búum að visku þinni og um- hyggju. Við sjáumst síðar og ég veit að þú ert hérna og vakir yfir okkur elsku ((langa)lang)amma, þín verður sárt saknað, við elskum þig og hugsum til þín á þessum nýja stað sem þú ert á, í ljósinu. Inga María, Kara Lind og Daníel Loki. Amma Ransí er dáin og það er skrýtið, eins og innst inni hefði ég búist við að hún yrði alltaf til stað- ar. Að ég fengi um ókomna tíð þessi símtöl þar sem ómþýð rödd segði í spurnartón: Auja mín, þetta er hún amma! Hún amma mín var svo mild, innileg og einlæg. Hún trúði á æv- intýrin í sögunum eins og ég og sagði mér svo margt skemmtilegt um allt milli himins og jarðar, víð- lesnari en margur bókmennta- fræðingurinn, enda voru stöðugt bornar í hana bækur af bókasafn- inu í Sólheimum – hana sem hafði einu sinni lært bókmenntir í Bandaríkjunum, komst ég að fyrir örfáum árum. Hún lifði sig inn í sögurnar sem hún sagði mér, eins og hún lifði sig inn í allar bækurn- ar sem hún las á ýmsum tungu- málum. Hún sagði mér einhverju sinni að mamma sín, Guðbjörg hjúkrun- arkona á Akureyri, hefði notið þess svo að lesa Hamsun og Dick- ens. Það var gaman að sjá það fyr- ir sér eins og svo margt sem hún sagði mér og kom skemmtilega á óvart. Ég var búin að vera lengi á leið- inni til hennar þegar hún veiktist. Ég hafði ætlað að sitja hjá henni part úr degi því hún hafði safnað fyrir mig sögum af langalang- ömmu minni fyrir norðan sem ég ætlaði að skrifa um. Og allt í einu er orðið of seint að fara til hennar. Nú á ég aldrei eftir að geta setið aftur hjá henni með tebolla – því hún drakk alltaf te – og talað um fólk sem eitt sinn var og hún hafði svo gaman af að segja mér frá því á milli okkar ríkti svo einlæg taug. Mér hefur alltaf fundist þú svo lík mér, sagði hún í síðasta skiptið sem við hittumst. Og mér þykir svo óendanlega vænt um að hún hafi sagt það. Hún ákvað sjálf að fá líknar- meðferð frekar en að læknavísind- in myndu hjálpa henni að tóra lengur. Hún brosti mildilega þeg- ar ég sat hjá henni eftir að hún hafði tekið þessa ákvörðun og hélt í hönd hennar. Mér fannst hún svo styrk í ákvörðun sinni, eins veik- burða og líkaminn var, og ég dáð- ist að hugrekkinu. Það var skrýtið að upplifa annan eins styrk á dán- arbeði. Sú stund á eftir að lifa með mér. Alltaf. Takk fyrir fallega brosið þitt, amma mín. Takk fyrir sögurnar og alla tebollana sem við drukkum og fasið þitt hlýja. Við áttum svo margt eftir ósagt en það lifir, ein- hvers staðar. Auður Jónsdóttir. Ég á erfitt með að trúa því að þú sért farin, elsku amma. Einhvern veginn, í bókstaflegri merkingu, hefur þú alltaf verið á þínum stað, fylgst með og verið þú. Einn af ör- fáum föstum í tilverunni og heim- sóknin til þín hefur verið eitt af fáum stefnumótum sem aldrei breytast – fyrr en nú. Nú kveð ég þig í síðasta sinn, án þess að átta mig fyllilega á að þú verðir ekki á þínum stað í næstu Íslandsför. En ég vil trúa því að þú verðir frelsinu fegin – loksins frjáls – þó að þú hefðir eflaust viljað halda áfram að fylgjast með börnum þínum, barnabörnum, barnabarnabörnum og barnabarnabarnabarni. Innst inni var ég þess fullviss að þú færir aftur heim, ef einhver hefði haft kjark, staðfestu og kraft til þess að breyta því óhjákvæmilega hefði það verið þú. Elsku amma, hvíldu í friði. Ari Klængur Jónsson. Elskulega ævivinkonan mín er dáin. Langri göngu hér á jörð er lokið. Frá barnsaldri höfum við þekst jafn gamlar að árum og óslitin vin- skapur alla tíð. Það er af svo mörgu að taka. Alltaf kom hún í afmælin mín, heim að Möðruvöllum og síðast í 80 ára afmæli mitt hér í Gullsmára. Þessi hrífandi kona heillaði alla með ná- vist sinni. Saman vorum við í MA. Þaðan lauk hún stúdentsprófi og hafði alla tíð gott samband við bekkjarfélag- ana sína, tók þátt í þeim félagsskap fram á síðustu stundu. Ransý mín var sérstök, vinamörg og gerði garðinn grænni hvar sem hún var og hvert sem hún fór. Við vorum ákaflega tengdar, áhugamál þau sömu, og væntingar líka. Skóla- böllin voru okkar, þá skörtuðum við okkar fínustu klæðum, svo um var talað, og báru líka árangur, eft- irsóttar á dansgólfið. Líka dönsuð- um við á „Norðurland“ milli 3 og 5 á sunnudögum og fórum oft í Gamla bíó á eftir, oft með strákum úr skólanum. Þá var haldist í hend- ur, þetta voru svo skemmtilegir dagar. Þó að leiðir okkar lægju ekki alltaf saman var vinátta okkar óslitin alla tíð. Mikið var gaman að heimsækja hana í Sólheimana þar sem hún bjó með sínum góða bróð- ur, Ara. Sorgleg voru veikindi hennar, sem bundu hana við hjóla- stól árum saman. Þegar einn sona minna frétti að hún gæti ekki gengið spurði hann mig hvort hún gæti ekki dansað meir. Lífsgleði hennar var hluti af henni sjálfri, æðruleysi kom smátt og smátt þegar ljóst var að hún varð að tak- ast á við nýjan lífsstíl . Henni tókst að lifa einn dag í einu og njóta alls sem í boði var. Ótrúlegt hvað hún gat tekið þátt í svo mörgu, lét fátt standa í vegi og naut þess að vera með vinum á hátíðarstundu, lét sig ekki vanta og alltaf bar hún af. Fal- leg, geislandi og naut þess að taka þátt í sem flestu sem hún gat. Eng- in furða hvað gleymdist oft að hún var bundin við hjólastólinn. Ransý mín var svo mörgum kostum búin, þess vegna laðaðist fólk að henni og hún gleymdist ekki. Lánið hennar að eiga sína yndislegu fjöl- skyldu og geta búið í sinni fallegu íbúð. Ég veit að við hittumst aftur, á öðrum stað, í blómabrekku tekur hún á móti mér, þar getum við haldið áfram þar sem frá var horf- ið. Það eru forréttindi að fá eiga öll þessi mörgu ár. Minningarnar hrannast upp. Það væri efni í aðra bók, ævin okkar. Mér finnst ævi- vinkona hæfa svo vel. Það orðaval kom frá henni. Jólakortin voru allt- af skrifuð „þín ævivinkona Ransý“. Fallegt og segir allt um samband okkar. Fleiri orð held ég að ég hafi ekki. Umvafin ást og kærleika barnanna sinna og fjölskyldna þeirra. Eftirsótt af vinum alla tíð. Ég komst ekki til hennar fyrir tveimur árum til að færa henni bók, sem ég skrifaði um minningar mínar, svo að sonur minn fór í minn stað. Mér fannst hann vera lengi í ferðinni. Ástæðan var að það var svo gaman að koma til hennar. Meðferðis hafði hann líka mynd sem ég málaði. Hún hét „Þetta er- um við, tvær rósir sem halla sér hvor að annarri“. Minningar er ekki hægt að taka frá okkur. Þess vegna eru þær fjársjóðurinn okkar sem eftir lifum. Elskulega Ransý mín, þakka þér árin okkar. Þín Sigrún frá Möðruvöllum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.